Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 26

Morgunblaðið - 28.10.1997, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 LISTIR "T Það sem er stöðuglegt skáldsins. Hins vegar er íslenzki textinn stuðlaður, en með til- brigðum, jafnvel svo grófum að vissar lín- ur voru hafðar óst- uðlaðar með öllu“. Að mínu mati styrkir þess grófleiki ljóðin í íslensku þýð- ingunni. Nokkur ljóðanna í Laufum súlnanna eru mjög stutt og því eftirminnilegri sem þau eru styttri. Þetta Atthaga, Opna . Friednch Holderlm glugga himinsins og Á miðri ævi. BOKMENNTIR Ljóðaþýðing LAUFSÚLNANNA eftir Friedrich Hölderlin. Hannes Pétursson þýddi. Prentun Grafík hf. Haukur Hannesson 1997 - 40 síður. FRIEDRICH Hölderlin (1770- 1843) er eitt þeirra þýsku stór- skálda sem hafa með verkum sín- um skilið eftir sig arf sem ekki fer beint í hillu heldur er sífellt nýr og hvetur til skoðunar og endur- skoðunar. Hölderlin átti sinn þátt í þróun nútímaljóðlistar og er enn meðal þeirra skálda sem önnur skáld leita til. Heimur ljóða Hölderlins var mjög klassískur og yfírborð þeirra er yfir- leitt klassískt og nokkuð hefðbund- ið. Form þeirra kunnustu og fræg- ustu er aftur á móti fijálslegt, eða eins og Hannes Pétursson kallar „óbundið hljóðfall". Hölderlin varð geðveikur á fyrsta áratug nítjándu aldar og við tók þögn og einsemd. Hannes Pétursson hefur áður þýtt heilt safn ljóða eftir Else Lask- er-Schiiler (Mánatuminn, Iðunn 1986) en hefur þó ekki verið fyrir- ferðarmikill ljóðaþýðandi um dag- ana. Í Landi súlnanna þýðir hann átta ljóð Hölderlins og skrifar að auki inngang og ábendingar í lok- in. Þetta er afar þakkarvert fram- tak og vel til þess vandað. Það sem mér þótti stundum skyggja á hinar ágætu Lasker- Schiiler þýðingar Hannesar Péturs- sonar var hve hann líkti oft eftir þýsku orðalagi og hljómfalli. Þetta sjónarmið þýðandans fyrirfínnst ekki í Hölderlinþýðingunum og þess vegna hljóma þær frekar sem frum- ortur skáldskapur á íslensku. Hannes skrifar í innganginum að ljóðin i Laufum súlnanna séu ort með „freie Rhytmen" í huga „og var leitazt við að laða sem bezt fram í þýðingunum aðferð Gluggar himinsins eru opnir Opnir gluggar himinsins er ein- kennilegt ljóð sem skilur eftir spum: Opnir gluggar himinsins og andi næturinnar laus úr haldi hamfara, sá er hrært hefur upp í landi voru með margorðu tali, án taumhalds, einnig umtumað rústunum allt til þessarar stundar. Samt er það í vændum sem ég vil... Sennilega er það best að láta þetta ljóð orka á sig og geta í eyður. En vissulega hefur það ver- ið skýrt. í ábendingu þýðandans er það sagt brot úr ljóði sem nefn- ist Das Náchste Beste sem hafi varðveist í þremur mislöngum upp- köstum skáldsins, þýddu línumar standi fremst í báðum seinni upp- köstunum. Gluggamir séu sóttir til Biblíunnar eins og svo margt annað í skáldskap og rústimar geta verið rústir fomfrægra bygg- inga og myndverka. í samræmi við það birtir þýðandinn tillögu að annarri gerð: „urið rústimar/ allt til þessarar stundar" sem ekki er síðri þýðing. Á miðri ævi er eitt þeirra ljóða Hölderlins sem sýna óróleik hans og ístöðuleysi sem síðar varð eitt af höfuðyrkisefnum nútímaskáld- skapar. Gular pemr, villtar rósir, svanir og helgihrein lygna í fyrra erindi víkja fyrir vetrarkvíða í seinna erindi og það endar ógnvænlega: „Múrveggir þruma/ þöglir og kaldir, í gjósti/ gnurra veður- hanar.“ Helgi Hálfdanarson þýddi sama ljóð og nefndi Vort hálfa líf. Þýðing Helga er glæsi- leg en þýðingin mun nákvæmari hjá Hann- esi. Helgi er háðari rómantískum skáld- skap: „í kossa draumv- ímu“ og „í vatnsins véhelgu ró“. Lengri ljóðin, eins og til dæmis Ister og Endurminning, krefjast ekki síst skýringa enda ekki skort- ur á ábendingum frá þýðandanum. Klassísk efni eru mjög ofarlega á baugi í þessum ljóðum. Hölderlin sækir sér yrkisefni og skírskotanir til Grikklands og Austurheims, guðlegt og jarðneskt renna saman í eitt. Það sem mestu skiptir er persónuleg túlkun skáldsins. Meðal lína sem orðið hafa mönn- um umhugsunarefni er „það sem er stöðuglegt stofna hins vegar skáldin" úr Endurminningu. Ég hallast að skýringu Hannesar sem styðst við rannsóknir Jochens Schmidts um sköpunarstarfið, það sem stefnir að skáldlegu víðfeðmi en er ekki einungis hverfult. Við- leitni mannanna er söm við sig, en skáldin gæða það lífí og láta það ekki verða gleymsku að bráð: En nú eru mennimir á leið til landa 1 Indíum, famir frá veðumæmum odda út frá vínhæðunum, þar sem Dordope streymir fram, og sameinuð hinu glæsta Garonne-fljóti hnígur mararbreið móðan til ósa. En hafið vekur minnið og svæfir það, sjónir vorar skorðar og ástin ötullega, það sem er stöðuglegt stofna hins vegar skáldin. Jóhann Hjálmarsson Nýjar bækur • LJÓÐABÓKIN OG hugleiða steina er eftir Sigfús Daðason. í kynningu segir: „Sigfús Daða- son skipaði sér ungur í fremstu röð íslenskra ljóðskálda og má óhikað telja hann eitt ágætasta skáld þjóð- arinnar fyrr og síðar. Síðasta bók hans sætir miklum tíðindum enda ber hún öll þau höfundareinkenni sem sjá má í hans fyrri ljóðabókum og öfluðu honum hylli samtímans. Sigfús var vitsmunalegt skáld en undir ytra borði sem allajafna er temprað býr heit tilfínning. í ljóð hans er greypt djúp, sönn, oft sár reynsla sem gagntekur lesandann og skilur ógjama við hann upp frá því. Það er aðal mikils skáldskapar." Sigfús Daðason fæddist árið 1928. Þegar hann lést, í desember 1996, lét hann eftir sig nær full- búið handrit að sjöttu ljóðabók sinni sem nú er komin út. Þorsteinn Þorsteinsson bjó bókina tií útgáfu og skrifaði eftir- mála. Oghugleiða steina er 71 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Arn- gunnur Ýr Gylfadóttir gerði myndir við kafla- skil og mynd á kápu sem Fíton hannaði. Utgefandi er Bókaútgáfan Forlagið. Jafnhliða bókinni kemur út nýr hljómdiskur með upplestri Sigfúsar Daðasonar á eigin Ijóðum. Diskur- inn hefuraðgeyma Fimmtán Ijóð sem voru hljóðrituð á árunum 1985-1995. Sigfús Daðason STRANDGATA, ein dúkrista Sigursveins á sýningunni. Dúkristur í Listhúsi 39, Hafnarfírði NÚ stendur yfir í Listhúsi 39, Hafnarfirði, sýning Sigursveins H. Jóhannessonar á dúkristum sem hann hefur gert af götum í Hafnarfirði og úr atvinnulífinu. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Sýning- unni lýkur mánudaginn 3. nóv- ember. Umhverfið í brennidepli UST OG HÖNNUN Bogasalur LJÓSMYNDIR/ KYNNING- ARRIT FINNSKT BÚSETU- LANDSLAG TAPIO HEIKKILÁ Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 11-17. Til 2. nóvember. Aðgangur 300 krón- ur í allt húsið. í SÝNINGAFLÓÐI haustsins hef- ur minna en skyldi farið fyrir fram- kvæmd í Bogasal Þjóðminjasafnsins, sem þó á brýnt erindi til okkar. Um er að ræða 56 litljósmyndir af fínnsku búsetulandslagi, sem tekið hefur líffræðingurinn Tapio Heikk- ilá, deildarstjóri í umhverfísráðu- neytinu í Finnlandi. Hann hefur ver- ið starfsmaður þess í rúm tíu ár og verksvið hans búsetulandslag. Hefur skráð, metið og hugað að því hvem- ig staðið skuli að vemd þess og varð- veislu. Úttektir hafa verið gerðar á mikilvægum svæðum og umhverfís- ráðherra ákvað 5. janúar 1995 hver skyldu varðveitt vegna gildis síns, jafnframt því sem kveðið var á um að þróa skyldi varðveislu og viðhald búsetulandslags. Nú var kominn tími til að efla búsetulandslag í reynd en þáttur Heikkilá fer að mestu ennþá fram við skrifborð eða í fundarsöl- um. í upphafi var ljóst að ljósmynd- un kæmi að góðu gagni við skráning- una og hefur nákvæm ljósmyndun einnig reynst nauðsynleg. Myndir hefur þurft í opinberar skýrslur og víðar. Þannig urðu áhugaljósmyndir Heikkilá smám saman mikilvæg tæki í vinnunni og hann hefur ferð- ast vítt og breitt um Finnland til að taka myndir en skiljanlega helst í mið- og suðurhluta landsins þar sem þéttbýlast er og þörfín mest. Ekki verður séð af þessum vel teknu, á stundum gullfallegu ljós- myndum, að um áhugamann í faginu sé að ræða, því Heikkilá hefur ekki aðeins auga fyrir landinu og hinu háleita í því, heldur einnig mynd- byggingu og ýmsum smáatriðum sem fela í sér sterkar sjónrænar vís- anir. Þá er auðsæ ánægja hans við töku myndanna og það er hér sem kviknar í sköpunargleðinni. Það eru svo þessi atriði sem gera sýninguna svo áhugaverða og lyftir henni hátt upp yfír einhæfar og staðlaðar kynn- ingar. Manni líður einfaldlega vel fyrir framan þessar myndir sem opinbera okkur fegurð og dásemdir landslagsins og minna jafnframt á mikilvægi þess að fara vel að náttúr- unni, menga ekki þessa gjöf allífsins með taumlausri græðgi. Afleiðingar græðgi í nafni „frelsis og framfara" sáum við svo greinilega á sýning- unni World Press Photo í Kringlunni nú nýverið, afar sorgleg dæmi um að tvær hliðar eru á öllum framför- um, einnig ofurtækni. Og eyðibýlið á sýningu M.blaðsins á sama stað gat minnt okkur á að íslenzk menn- LEIVONMÁKI, Viisarim&ki, 1993. HEYBAGGAR í netsokkum, Tammisaari, Tenhola/Ekenás 1994. ing á ekki lengur það bakland sem sveitimar voru áður í mörgum skiln- ingi. Það telst ranghverfan á full- komnara vegakerfí og jarðgöngum í nafni framfara, því gleymast vill að fleiri en einn gír þarf á lífið en þennan beint áfram og út í bláinn. Ef eitthvað hefur sál eru það sjálf náttúrusköpin, þjóðarlandslagið, og þá brenna á orð skáldsins; „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Afar vel er að sýningunni staðið, sem má vera nokkur lærdómur fyrir marga hérlenda, jafnframt liggur frammi fjöldi kynningarbæklinga og bóka er skara náttúru, náttúruvernd og búsetulandslag. Óhætt er að mæla með þessari sýningu og rétt að minna um leið á norsk-íslenzkar gersemar í kirkjulist miðalda á efri hæðinni. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.