Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997
MORG UNBLAÐIÐ
MEIMIUTUIM
Lestrarátak í Digranesskóla ber væntanleg a varanlegan árangur og hefur víðtæk áhrif
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TINNA Borg Arnfínnsdóttir á auðvelt með að lesa fyrirmæli á æfingarblöðum.
Lestur vinsælli en
siónvarpsgláp
Böm í Digranesskóla skara fram úr í lestri
og hefur skólinn sett sér sérstaka lestrar-
stefnu. Gunnar Hersveinn heimsótti litla
lestrarhesta og kennara þeirra sem sífellt
em að leggja fyrir þá lestrarpróf.
„ÞAÐ er gaman í lestrarprófum," segir Berg-
ur Óskarsson, 8 ára nemi, en hann hefur senni-
lega farið í yfir 20 lestrarpróf frá því hann
byrjaði sex ára í Digranesskóla í Kópavogi
hjá Önnu Wernersdóttur kennara. Árangurinn
er, að bekkurinn hans fékk nýlega 6,0 í meðal-
einkunn í lestri. 4,5 taldist áður eðlileg eink-
unn fyrir 8 ára nemendur í 3. bekk. Hæsta
mögulega einkunn er átta.
I Digranesskóla hefur sú stefna verið sett
að börn í 1. bekk séu búin að læra allt stafróf-
ið í janúar og kunni að lesa hjálparlaust í
maí. Ástæðan er árangursríkt brautryðjenda-
starf Önnu Wernersdóttur og samkennara
hennar. Hefð er að láta duga að börn á fyrsta
ANNA Wemersdóttir í bekknum sínum 23. október síð-
astliðinn, Elísa Óðinsdóttir og Hafdís Jóna Össurardóttir.
skólaári læri flestalla stafina.
„Ég var orðin sannfærð um
að námsgeta sex ára bama
væri vanmetin í grunnskólum,
meðal annars vegna þess að
þau koma vel undirbúin úr
leikskólunum þar sem þau
læra ákveðin vinnubrögð og
að fylgja fyrirmælum,“ segir
Anna.
Lesa öll fyrirmæli sjálf
Anna og Elín Richards sérkennari undir-
bjuggu lestrarátak í skólanum sem hrint var
í framkvæmd haustið 1995 hjá sex ára ár-
ganginum. Börnin voru, með eðlilegum frávik-
um, orðin „fluglæs" um vorið og höfðu þá
gengist undir sex hraðlestrarpróf og tvö skiln-
ingslestrarpróf.
Fyrir tæpu ári komust börnin 57 svo í frétt-
irnar vegna norrænu lestrarkeppninar Mímis
fyrir að lesa 450 bækur á tveimur vikum eða
9.000 blaðsíður. í nýjasta lestrarprófínu núna
í október mældist að þau læsu flest um 150
atkvæði á mínútu af áður ólesnum texta.
„Árangurinn birtist líka í öðru,“ segir Anna,
„þau geta til dæmis lesið öll fyrirmæli verk-
efna sjálf. Núna eru þau til að mynda að leysa
fremur erfitt málfræðiverkefni, en þeim tekst
ágætlega að glíma við það upp á eigin spýt-
ur.“ Anna telur reyndar að of létt verkefni
skapi leiða.
Hvort hleypur hraðar
strútur eða pardusdýr ?
Börnin lesa á hvetjum degi í skólanum en
þau lesa líka markvíst heima. „Þetta hefði
aldrei tekist nema með dyggri aðstoð for-
eldra, því tíminn í skólanum dugar ekki,“ seg-
ir Anna, „sérstaklega ekki núna því 3. bekk
er skipt í tvennt með 28 nemendum í stofu.“
Lestrarkunnáttan hefur skapað þessum átta
ára börnum forskot, að mati Ónnu. Þau geta
farið á bókasafn, flett upp í atriðaorðaskrá
og fundið efnið í bókunum. Þau hjálpa sér
sjálf með landabréfabækur sem oft vefjast
fyrir börnum.
„Þau voru til dæmis að velta fyrir sér um
daginn hvort strútur eða pardusdýr hlypi hrað-
ar og spurningunni var svarað á bókasafninu
eftir að dýranöfnin fundust í atriðaorðaskrá,"
segir Anna, „Börnin eru ánægð að vera svona
góð í lestri."
Lesturinn er grunnurinn, að mati Önnu, svo
læra þau vinnubrögðin og nýir heimar opnast
fyrir þeim ef þau geta hjálpað sér sjálf. Lestrar-
vakningin í Digranesskóla hefur reyndar haft
smitandi áhrif í Kópavogi og hafa ýmsir kenn-
arar í öðrum skólum þar tileinkað sér aðferð-
ina. „Börnin koma í skólann til að læra og þau
gera kröfu um verðug verkefni," segir Anna.
Skrifa meira en ella vegna
lestrarkunnáttunnar
Líney Rut Bjarnadóttir réttir upp hönd í
bekk Önnu Wernersdóttir og spyr um dtthvað
í sambandi við málfræðiverkefnið. „Ég lærði
að lesa sex ára, amma hjálpaði mér og kenndi
mér líka að skrifa nafnið mitt.“
„Ritunin fylgir í kjölfar lestrarkunnáttunn-
ar,“ segir Anna, „þau skrifa meira, allt að
140-150 orða sögur í tímum, og þau læra
réttritun með stílagerð. Fyrst skrifa þau sjálf
upp textann af blaði, svo lesa foreldrar þeirra
hann upp og þau skrifa hann eins rétt og þau
geta, og loks læt ég þau skrifa hann í þriðja
sinn í skólanum."
En hraðlestrarprófin, hvernig eru þau?
„Við notum hraðlestrarpróf, meðal annars
vegna þess að þau eru einföld í framkvæmd,
mæla það sama hjá öllum og sýna þróun hvers
nemanda sem er prófaður með sex vikna milli-
bili.“
Anna segist prófa börnin án þess að gera
mikið mál úr því. Áður lagðist hefðbundinn
skóladagur niður þegar lestrarprófin voru
haldin og nemendur voru látnir bíða skjálf-
andi fyrir utan kennslustofuna eftir því að
vera kallaðir inn. Þetta skapar kvíða sem dreg-
ur úr árangri, að mati Önnu.
Lestrarprófin núna eru ekkert mál fyrir
þessa krakka og jafnvel foreldrar spurðu í
haust hvort það yrðu ekki örugglega lestrar-
próf í vetur.
Anna einblínir ekki bara á hraðann heldur
líka lesskilninginn og hún kannar með sérstök-
um prófum hvort þau fái einhvern botn í text-
ann. „Það er skemmtilegra að lesa en að horfa
á sjónvarpið," segir Elín Ólafsdóttir, nemandi
Önnu, „ég horfi helst á fréttir og veður. Ég
les líka stundum dagblöðin," bætir hún við i
lokin.
Læra að vinna í fyrirtækjum
Stuttbrautir í Borgarholtsskóla eru hannaðar
til að búa nemendur undir störf í verslunum,
félagsþjónustu og stóriðju. Þær mæta þörf
í þjóðfélaginu fyrir tveggja ára starfsmennt-
un, að mati kennslustjóra skólans.
STARFSNÁMSBRAUTIR eru meðal
nýjunga í Borgarholtsskóla í Reykja-
vík og standa tvær nemendum nú
þegar til boða, eða verslunarbraut
og félagsþjónustubraut. „Það er þörf
fyrir stuttar starfsnámsbrautir í sam-
félaginu," segir Óttar Ólafsson,
kennslustjóri í skólanum, sem hefur
meðal annarra komið þeim á fót,
en brautirnar spanna tvö ár.
Fyrirmyndin að nýju verslunar-
brautinni er sótt til Danmerkur en
þar og í Noregi og Svíþjóð fer um
það bil helmingur þeirra sem vilja
starfa á sviði verslunar og viðskipta
í tveggja ára starfsnám á verslunar-
braut. „Innihald nýju brautanna felst
ekki í hefðbundnu bóknámi heldur í
Morgunblaðið/RAX
OTTAR Ólafsson, kennslustjóri í Borgarholtsskóla.
faggreinum og starfsþjálfun," segir
Óttar sem hefur sjálfur bæði stundað
verklegt og bóklegt nám.
„Það sem sannfærði mig um þörf-
ina á starfsnámsbrautum var reynsla
mín af ráðgjöf hjá Vinnumiðlun
Reykjavíkurborgar," segir Óttar, „ég
hafði umsjón með úrræðum fyrir at-
vinnulaust ungt fólk árin 1994-1996,
en 80% af því höfðu grunnskólapróf
og flest gat helst hugsað sér að stunda
stutt hagnýtt starfsnám."
Óttar segir að reynt sé að þróa
hnitmiðaðri kennsluaðferðir á þess-
um stuttu brautum, til dæmis séu
ekki dæmigerðir fyrirlestrar í venju-
legum stofum, heldur eru stofumar
sérhannaðar og hann segir að draum-
urinn sé að taka upp svokallað lotu-
nám sem felst í því að helga námið
einni kennslugrein í einu.
Vörufræðistofan er gott dæmi um
nýjung í kennsluaðstöðu því í henni
er bæði hægt að kenna hið bóklega
og verklega. Veggirnir gera ráð fyrir
hillum og hægt er að búa til búð í