Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 36

Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Afkoma ríkissjóðs % af VLF 1 -4 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 BJ Áhrif innköllunar spariskírteina ® Afkoma án innköllunar Batnandi af- koma ríkissjóðs Á UNDANFÖRN- UM árum hefur af- koma ríkissjóðs stöð- ugt farið batnandi. Tekist hefur að draga úr útgjöldum og þar með lánsfjárþörf. Raunar má segja að • ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi í öllum meginatriðum tekist að ná efnahags- markmiðum sínum. Gróska ríkir í efna- hagslífinu og hagvöxt- ur hér á landi er meiri en í þeim löndum, sem við helst berum okkur saman við. Kjara- samningar hafa verið gerðir til þriggja ára án þess að markmiðum * um stöðugt verðlag hafi verið fóm- að. Á næstu árum gefst því tæki- færi til að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja enn frekar. Það hefur náðst mikil- vægur árangur í ríkis- fjármálum, segir Frið- rik Sophusson í þessari fyrstu grein af þremur, og stefna ber að enn frekari árangri. Kaupmáttur heimilanna hefur auk- ist verulega og gert er ráð fyrir að hann vaxi enn á næstu árum vegna gildandi kjarasamninga og tekjuskattslækkunar, sem ákveðin var fyrr á þessu ári. Traustari staða ríkisfjármála Batnandi afkoma ríkissjóðs á undanförnum árum á mikinn þátt í auknum stöðugleika í efnahags- lífinu. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir afgangi, annað árið í röð, eftir samfelldan halla frá miðjum síðasta áratug. Miðað við hefð- bundnar uppgjörsaðferðir (greiðslugrunn) svarar niðurstaða frumvarpsins til 3,2 milljarða króna tekjuafgangs, en samkvæmt nýrri framsetningu (rekstrar- grunni) er gert ráð fyrir rúmlega hálfum milljarði króna í afgang. Eins og fram kemur á meðfylgjandi línuriti nam hallinn á ríkissjóði 3,2% af landsframleiðslu á ár- inu 1991, en það svar- ar til um 18 milljarða króna halla á verðlagi í dag. Árið 1998 er hins vegar talið að rík- issjóður verði rekinn með 3 milljarða króna afgangi, semjafngildir 0,6% af landsfram- leiðslu. Mikilvægur árangur Árangurinn sem náðst hefur í efnahags- og ríkisfjármálum að undanförnu er mikilvægur. Áfram ber að stefna að frekari afgangi á ríkissjóði á næstu árum til að lækka skuldir ríkisins og draga úr þeim vaxtakostnaði sem skulda- söfnun vegna hallareksturs und- anfarinna ára hefur leitt til. Traustari staða ríkisfjármála hefur einnig gert kleift að lækka skatta heimilanna og auka útgjöld til vel- ferðar- og menntamála. Þessi árangur er mikilsverður, ekki að- eins á íslenskan mælikvarða heldur einnig í samanburði við aðrar þjóð- ir. Þannig má nefna að ísland hef- ur, eitt fárra Evrópurílq'a, að und- anförnu uppfyllt öll almenn skil- yrði Maastrichtsáttmálans, hvort sem iitið er til afkomu og skulda- stöðu ríkisins eða verðbólgu og vaxta. Þessi árangur hefur einnig orðið til þess að bandarísku matsfyrir- tækin Moody’s og Standard & Poor’s hafa hækkað lánshæfismat íslenska ríkisins að undanfömu með tilvísun til þess sem traust og ábyrg hagstjórn hér á landi und- anfarin ár hefði skilað. Þá hefur efnahagsstefnan stuðlað að bættri samkeppnisstöðu atvinnulífsins, eins og fram kemur í alþjóðlegum samanburði, og er ísland nú mun framar í röðinni en fyrir 5-10 áram. Eftir þessum árangri er tek- ið á alþjóðavettvangi auk þess sem hann skilar sér í betri lífskjöram þjóðarinnar. Höfundur er fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson IÐNAÐARHURÐIR FELIIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR ÍSVAL-öOKGAX ErlF. MÓf DABAKKA 9. 1 12 REYKJAVIK SÍMI 587 8/50 - FAX 587 8751 Mikiá úrvd ðf fflllegum rúmfatnaði SkóUvörðusHft 21 Sími 551 405(1 Reykiavík Góðar eru gjafir þínar í MORGUNBLAÐ- INU fimmtudaginn 23. október sl. var frá því greint að Landsbanki Islands - banki allra landsmanna - hefði selt rúmlega 18% hlut sinn í fyrirtækinu Samskipum hf. Sölu- verð bréfanna hefði verið nafnvirði þeirra eða þar um bil, sem eru um 165 milljónir króna. Fullyrða má að kaupendur bréfanna hafi dottið þarna í óvenjulegan lukkupott. Samkvæmt daglegu yfirliti af Opna tilboðsmarkaðnum, sem Morgunblaðið birtir, er gengi hlutabréfa í Samskipum hf. um 3,16 um þessar mundir. Af því má ráða að markaðsvirði þessara bréfa sé ekki 165 milljónir króna, heldur ríf- lega þreföld sú upphæð, eða um 520 milljónir króna. Mismunurinn er litlar 355 milljónir króna. Lukkunnar pamfílar Þetta er óvæntur höfðingsskap- ur, af hálfu Landsbankans. Nokkuð sem menn eiga almennt ekki að venjast í viðskiptum sínum við fjár- málastofnanir. Hveijir skyldu það því vera sem njóta þessara notalegu viðskiptakjara - fá þarna heilar 355 milljónir króna á silfurfati? Samkvæmt frétt Morgunblaðsins era þeir lukkunnar pamfílar sem eignuð- ust bréfin í Samskip- um, aðrir hluthafar fé- lagsins. Blaðið tilgrein- ir sérstaklega sem kaupendur á þessari óvæntu haustútsölu á hlutabréfamarkaðnum: Ólaf Ólafsson, for- sljóra Samskipa, þýskt skipafélag, Mastur, sem er eignarhaldsfé- lag Olíufélagsins, ís- lenskra sjávarafurða og Samvinnulífeyris- sjóðsins, Sund hf., Samheija hf., Eignar- haldsfélag Alþýðu- bankans hf., Flutninga hf. sem er dótturfyrirtæki stærsta tryggingar- félags landsins VÍS, Heklu hf. 355 milljón króna „gjöf“ frá Landbankanum Þetta hljóta að teljast fremur óvenjuleg viðskipti þar sem sölu- verðið er þriðjungur hins opinbera markaðsverðs. Viðbrögð kaupendanna era ofur skiljanleg. Vitaskuld taka þeir hlutabréfum fagnandi, sem seld era með um 70 prósenta afslætti. Allt annað væri í sjálfu sér stórfurðu- legt. Þeir áttu forkaupsréttinn og hver fúlsar við því að fá eign, sem er metin á 520 milljónir, fyrir 165 milljónir króna. Skárra væri það nú. Þau gerast tæplega rausnar- Tæplega geríst það oft að banki í eigu ríkisins slái tvo þriðju af skráðu markaðsvirði eignar sinnar, segir Einar K. Guðfinnsson, og af- hendi síðan öðrum til ráðstöfunar og varan- legrar eignar. legri sölutilboðin á hlutabréfamark- aðnum nú um stundir. 355 milljón króna „gjöf“ frá ríkis- banka til hlutahafa í tilteknu hluta- félagi, er gjörningur sem lýsir óvanalegu örlæti, svo ekki sé nú meira sagt. Hvað heita slikir viðskiptahættir? Það skal ósagt látið. En tæplega gerist það oft, að banki í eigu ríkis- ins, slái tvo þriðju af skráðu mark- aðsvirði eignar sinnar og afhendi síðan öðram til ráðstöfunar og var- anlegrar eignar. - Sérstaklega ekki þegar um er að ræða nær fimmt- ungshlut í næststærsta skipafélagi landsins. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson Stjórnvaldsníðsla - af hverju? MEÐ opnu bréfi til forsætisráðherra dag- settu 23. september 1997 var vakin at- hygli forsætisráð- herra, almennings og stjómsýslunnar á vinnulagi á æðstu stöðum sem mismunar læknum með því að sniðganga þá í málum sem varða sérgreinar þeirra og þar með einnig skjólstæðinga þeirra, sjúklingana. Ekki hefur fengist upp gefið hvers vegna blóðfræðingar (og reyndar einnig veira- fræðingar) vora sniðgengnir við skýrslugerð á vegum ráðuneytisins um sameiningu rannsóknastofa, en undirbúningur að breytingum er hafínn í heilbrigðis- og fjármála- ráðuneytinu þrátt fyrir að vakin hafí verið athygli á því, að við til- lögugerðina kunni ekki allt að vera sem sýnist; að verið sé að gæta hagsmuna einstakra sérgreina en ekki að tryggja lækningar eða bestu hagsmuni sjúklinga. Því era eftir- taldar spurningar settar hér fram: Af hveiju á að sameina rann- sóknastofur mismunandi sérgreina í eina rannsóknadeild þvert ofan í endurteknar yfirlýsingar stjómar læknaráðs Landspítalans sem 6. október 1997 samþykkti eftirfar- andi yfírlýsingu: „Stjórnin telur að sérhver sérgrein eigi að sjá um rekstur rannsóknastofu í sinni grein. Hefur þar engin breyting orðið á stefnu fyrri stjórn- ar... “ Af hveiju skipta læknisfræðileg sjón- armið engu við ákvarðanir um sam- einingu rannsókna- stofa? Fagleg sjónar- mið hafa verið hunds- uð á Landspítalanum. Af hveiju er talið hagkvæmt eða æski- legt, að taka stjórnun- arábyrgð, rekstrar- lega og faglega, af þeim læknum rannsóknastofanna sem sjúkdóms- greina þar og leysa þar vandamál og flytja lausnina með sér til eigin sjúklinga á legudeildum eða til ann- arra lækna og sjúklinga þeirra með ráðgjöf og fela hana, stjómunar- ábyrgðina, öðrum mönnum eða sér- greinum sem koma þar hvergi nærri? Af hveiju hefur stjórn sjúkrahús- anna, heilbrigðisráðuneytið og fjár- málaráðuneytið ekki talað við full- trúa allra sérgreina er málið varðar í sambandi við hugmyndir um sam- einingu? Er það tilviljun, að nátengdir og e.t.v. upphafsmenn verksins era eftirtaldir: framkvæmdastjóri lækn- inga á Landspítala sem er meina- Undirbúningur að breytingum er hafinn í ráðuneytinu, segir Sig- mundur Magnússon, þrátt fyrir að vakin hafí verið athygli á því að við tillögugerðina kunni ekki að vera allt sem sýnist. fræðingur, yfirlæknir rannsókna- deildar SHR sem er meinefnafræð- ingur, sviðsstjóri rannsóknarsviðs (rannsóknadeilda) Landspítalans sem er sýklafræðingur, skrifstofu- stjórinn í heilbrigðisráðuneytinu, sem fjallað hefur um málið er ónæmisfræðingur. En blóðfræðin eða veirufræðin hafa enga fulltrúa átt í þeim umræðum um sameiningu sem fram hafa farið. Af hveiju völdu ráðgjafarskrif- stofur að sniðganga ákveðnar sér- greinar? Aðeins var talað við mein- efnafræðinga, sýklafræðinga og ónæmisfræðinga. Ekki talað við blóðfræðinga (hemtólóga), veiru- fræðinga, vefjameinafræðinga. Er það tilviljun að þeir sem ráðgjafa- skrifstofurnar töluðu við eða töluðu ekki við era þeir hinir sömu og nefndir era í næstu grein hér að ofan? Af hveiju hygla stjórnendur sjúkrahúsa og heilbrigðiskerfisins ákveðnum sérgreinum á kostnað annarra án þess að kynna sér sjón- armið allra sérgreina? Sömu viðhorf koma fram í skýrslum Nýsis hf. og VSÓ. Er það tilviljun? Af hveiju líðst á íslandi að ekki sé leitað sjónarmiða allra aðila við stjórnvaldsákvarðanir? Höfundur er forstöðulæknir rannsóknastofu íblóðfræði, LandspítaJanum. WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. WICANDERS GUMMIKORK róar gólfin niður! PP &co í rúllum — þykktir 2.00 og 3.2 mm. Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁHMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 HEYKJAVÍK SÍMI553 8640 ■ 568 6100 Sigmundur Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.