Morgunblaðið - 28.10.1997, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Vaidimar Kristinsson KÁRI Arnórsson, til hægri, sem sæmdur var g-ullmerki LH í upphafi þings, greiddi
EITT hundrað og fjórar hendur á lofti og sameining atkvæði gegn sameiningu ásamt félaga sínum í Fáki, Gunnari Magga Arnasyni.
hestamanna í ein heildarsamtök í höfn.
Baráttunni lokið
með fullnaðarsigri
hestamanna
HESTAR
Valaskjálf á
Egilsstööum
ÁRSÞING LH OG HÍS
HESTAMENN upplifðu stóra stund
r á ársþingum Landssambands hesta-
mannafélaga og Hestaíþróttasam-
bands íslands þegar langþráð sam-
eining þessara samtaka náði loks
fram að ganga. Með réttu er hægt
að segja að þar með sé lokið hátt
í þriggja áratuga baráttu hesta-
manna fyrir inngöngu í samtök
íþróttamanna. Það var snemma á
áttunda áratugnum sem hestamenn
leituðu hófanna um inngöngu í
íþróttasamband íslands.
Sameiningarferlið hefur tekið
,4 sex ár eða allt frá 2. ársþingi HÍS
þegar samþykkt var tillaga þess
efnis að leitað yrði eftir könnunar-
viðræðum við LH um sameiningu
samtakanna. Á þessum árum hefur
oft verið heitt í kolunum því framan
af voru andstæðingar sameiningar
margir en þeim fækkaði jafnt og
þétt. Sameining var nú samþykkt
með nánast öllum greiddum at-
kvæðum, 3 á móti og 104 með hjá
LH en enginn á móti hjá HÍS en
64 samþykktu. í stuttu máli gekk
sameining þannig fyrir sig að hvor
samtök fyrir sig samþykktu ný lög,
sömu lögin að sjálfsögðu. í lögunum
var sérstakt bráðabirgðaákvæði þar
sem sagði að fyrsta stjórn samein-
p aðra samtaka skyldi skipuð (ekki
kjörin) fram að næsta ársþingi. Það
voru formennirnir sem völdu menn
í stjórnina samkvæmt umboði
beggja stjórna og voru ekki gerðar
athugasemdir við þessa aðferð.
Samtökin heita Landssamband
hestamannafélaga og aðildarfélög
þess munu kallast hestamannafélög
eins og verið hefur. Af þessu má
sjá að skipting félaga hestamanna
í íþróttadeild og hestamannafélag
verður úr sögunni. Hafa hér náðst
hin upphaflegu markmið frá átt-
unda áratugnum þegar hestamenn
hugðust fá inngöngu í heilu lagi í
samtök íþróttamanna en að kröfu
þeirra voru hestamenn skikkaðir til
að kljúfa hreyfingu sína og aðeins
annar hlutinn boðinn velkominn inn
um hið gullna hlið íþróttahreyfing-
arinnar. Nú er heildarhreyfing
hestamanna komin með manni og
mús inn í ÍSÍ og ástæða til að fagna
því.
Sökum sameiningar var þinghald
í nokkuð öðrum farvegi en venja
er til og tími til afgreiðslu annarra
þingmála nokkuð knappur. Kvört-
uðu nokkrir þingfulltrúar yfir því
hversu dagskrá var keyrð áfram
af miklu kappi. Umræða um sam-
einingu var spennulaus að kalla því
Ijóst þótti fyrir þinghaldið að full
eining væri um málefnið. Af þessum
sökum var yfirbragð þinganna
beggja afslappaðra en oft áður.
Mörg þeirra mála sem fyrir þing-
unum lá_ var vísað til milliþinga-
nefnda. Á þetta sér í lagi við um
HÍS þingið en LH þingið var mun
afkastameira enda var því ætlaður
mun lengri tími af þesspm tveimur
dögum sem þingin stóðu yfir. En
af því sem samþykkt var má nefna
að þingið felur stjórn að gera upp-
kast að siðareglum sem nái til
umgengni hestamanna við náttúru
landsins á öllum sviðum.
Þingið lýsti stuðningi við þá hug-
mynd að kynbótadómarar hafi alla
eldri dóma hrossanna sem mæta í
kynbótadóm. Þá var einnig ályktað
að ekki skuli breyta sköpulagsdómi
hrossa sem orðin eru sex vetra
gömul eða eldri nema gild rök Iiggi
fyrir. Sömuleiðis lagði þingið til að
afkvæmasýningar á hryssum skuli
lagðar niður en eigi að síður fái þær
viðurkenningu til fyrstu- eða heið-
ursverðlauna.
Þá samþykkti þingið að notaðir
skyldu rásbásar á kappreiðum á
öllum stærri mótum og einnig var
Vest- og Austlendingum veitt heim-
ild til að halda fjórðungsmót árin á
milli landsmóta. Sömuleiðis var
bætt í reglur um lands og fjórðungs-
mót að heimilt sé að innheimta
skráningargjöld fyrir hross sem
þátt taka í mótunum og þá meðtal-
in kynbótahross og hross sem þátt
taka í ræktunarbússýningum.
Öllum tillögum _um breytingar á
keppnisreglum HÍS var vísað til
milliþinganefnda. Fram kom boð frá
aðilum innan Héraðssambandsins
Skarphéðins sem eru þá hesta-
mannafélögin á Suðurlandi að bjóða
Gaddstaðaflatir fyrir íslandsmót
1999 en ákvörðun var vísað til
stjórnar og er fastlega gert ráð
fyrir að það gangi eftir. Þá hefur
einnig borist boð frá Akureyringum
um að halda fyrsta ársþing samein-
aðara samtaka sem yrði þá jafn-
framt 49. ársþing LH. Þrír menn
fengu gullmerki LH, Leifur Jóhann-
esson og Kári Arnórsson, sem báð-
ir hafa verið formenn samtakanna,
og Guðmundur Þorleifsson sem ver-
ið hefur virkur i starfi hestamanna
á Austurlandi.
Stjórn samtakanna skipa nú
Birgir Siguijónsson, Sörla, sem er
formaður, Jón Albert Sigurbjörns-
son, Fáki, varaformaður, aðrir
stjórnarmenn eru Halldór Gunnars-
son, Létti, Sigrún Ólafsdóttir, Snæ-
fellingi, Sigríður Sigþórsdóttir,
Sörla, Sigurgeir Bárðarson, Geysi,
og Bergur Jónsson, Freyfaxa. I
varastjórn sitja Sigurður Ragnars-
son, Andvara, Oddný Jónsdóttir,
Gusti, Sigfús Helgason, Létti, Sig-
urður Marínusson, Fáki, og Harald-
ur Þórarinsson, Sleipni.
í dómstól LH voru kjörnir Svein-
björn Sveinbjörnsson Gusti, Þór
Sigþórsson Sörla og Einar Öder
Magnússon, Sleipni. Kjöri fulltrúa
LH á þing ISÍ var vísað til stjórnar
en Gísli B. Björnsson og Pjetur N.
Pjetursson voru kjörnir endurskoð-
endur.
Valdimar Kristinsson
Ánægðir með af-
gerandi stuðning
við sameiningu
„ÉG ER fyrst og fremst ánægð-
ur með að þessu langa ferli sé
lokið með svona afgerandi
hætti,“ sagði Birgir Sigurjóns-
son, formaður sameinaðra sam-
taka, og varaformaðurinn, Jón
Albert Sigurbjörnsson, tók und-
ir með honum og sagði að það
sem væri kannski ánægjulegast
væri hvað þetta hefði gengið í
gegn með afgerandi hætti, nán-
ast einhugur hefði verið um
þessa mikilvægu ákvörðun.
Þeir félagar Jón og Birgir
sögðu að um eitt ár tæki að
ljúka vinnunni við sameining-
una. Mikil vinna færi nú í hönd
hjá mörgum aðildarfélaganna.
Breyta þyrfti lögum og sum
þeirra þyrftu að ganga frá inn-
göngu í hérðassambönd við-
komandi svæða. Sagði Jón að
stór hluti af vinnu stjórnar yrði
aðstoð við þessar breytingar.
Auðvitað væru hlutirnir örlítið
í lausu lofti svona fyrst eftir
sameiningu en málin myndu
skýrast fljótlega. Það væri búið
að gefa tóninn.
Birgir sagðist aðspurður ekki
óttast um hag hins almenna
hestamanns við þessar breyt-
ingar. Áfram yrði unnið í reið-
vegamálum og öðrum hags-
munamálum þessa hóps. Hann
hefði ekki heyrt nein haldbær
rök fyrir því að frístundareið-
menn yrðu útundan í starfi sam-
takanna. Um starfsmannahald
eða staðsetningu samtakanna
hefði að sjálfsögðu engin
ákvörðun verið tekin. Þetta
væri úrlausnarefni seúi biði
stjórnarinnar en þeir væru ekki
í vafa um að sparnaður myndi
nást með sameiningunni.
Þá voru þeir sammála um áð
eitt af viðamestu málunum sem
biði úrlausnir þegar fínspússn-
ingu sameiningar lyki, væri
NÝ STJÓRN og varastjórn landssamtaka hestamanna, í fremri röð frá vinstri Sigrún Ólafsdóttir,
Sigríður Sigþórsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Jón Albert Sigurbjörnsson og Oddný Jónsdóttir. Aftari
röð frá vinstri Bergur Jónsson, Sigurður Marínusson, Sigfús Helgason, Sigurgeir Bárðarson og
Halldór Gunnarsson. Á myndina vantar Sigurð Ragnarsson og Harald Þórarinsson en sá síðar-
nefndi var ekki á þinginu.
endurskoðun á keppnis- og
mótafyrirkomulagi. Það væri
löngu orðið ljóst að mótin væru
alltof mörg, það væri hins vegar
þegjandi samkomulag um að
híða með þessi mál meðan unnið
væri í félagslegu uppbyggin-
unni. Sögðu formennirnir tveir,
sem náðu þeim góða áfanga að
leiða samtök sín í eina sæng,
og voru þeir að vonum kátir
með það.