Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1997 51 , BRÉF TIL BLAÐSINS Kristindómurinn og spíritisminn Frá Guðbirni Jónssyni: ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 30. sept- ember st. horfði ég á þáttinn Dags- ljós í sjónvarpinu, þar sem fram fór Iumræðuþáttur um trúmál og sálar- rannsóknir. Við háborð sátu tveir menn. Annar þeirra fulltrúi Þjóðkirkj- unnar en hinn fulitrúi eins af fijálsu trúfélögunum okkar, Krossins. í sal voru nokkrir aðilar sem í daglegu tali eru kallaðir „miðlar". Umræðu- efnið var hvort miðlun upplýsinga frá framliðnum gæti samrýmst trúar- kenningum Biblíunnar. Því miður varð strax ljóst að þeir, sem við háborðið sátu, gátu hvorki Isett kærleika, skilning né umburðar- lyndi í hugarfar sitt eða skoðanir og gerðu því það sem ég hef talið að | Guðdómurinn vari kristna menn ein- dregið við, en það er að dæma aðra. Stendur ekki einhvers staðar: „Dæm- ið eigi svo þér verðið ekki dæmdir“? Þessum ágætu mönnum, sem greini- lega vildu láta líta út fyrir að þeir væru dyggari þjónar Guðs en hinir bersyndugu í salnum, varð á sú mikla synd að dæma verk annarra, án þess Iað þekkja þau. Það vakti athygii mína hve miklum kærleika geislaði frá flestum sem í | salnum sátu, en því miður hvfldi drungi drottnunar yfir háborðinu. Nánast mátti lesa úr umhverfi þess að þar sætu þeir sem hefðu valdið til að segja okkur hvernig við þjónuð- um Guði best. Þó fulltrúi Þjóðkirkj- unnar gerði drengilega tilraun til að fara í kringum efnið, varð hann þó að lokum sammála manninum frá , Krossinum í því að hin kærleiksríku verk, sem fólk með miðilshæfileika ^ hafði unnið í þágu samborgara sinna, á samrýmdust ekki kristinni trú. Því ' til staðfestingar var bent á Biblíuna, sem væri orð Guðs. Ekki er hér gerð tilraun til að draga í efa texta Biblíunnar, en í mikilli auðmýkt bent á að hún er fyrsta skráða heimildin um miðlun manna á boðskap Guðs til mannkynsins. Miðlun á upplýsingum frá öðrum víddum ai- , heimsins er því í raun eldri en Biblían og hefði miðlunar ekki notið við, hefði j Biblían ekki verið skrifuð. Hvergi hef i ég t.d. heyrt talað um heimiidir, ritað- ’ ar af Guði persónulega, sem grund- völl fyrir texta Biblíunnar. Það voru ekki margir vitni að samræðum Guðs og Móse. Þær eru heldur ekki staðfest- ar, í skilningi þeirra sem ekki trúa á flutning boðskapar milli vídda í al- heiminum. Engin vitni munu heldur vera að boðskap þeim sem Guð miðl- aði til Jesú. Engin vitni eru heldur að flölmörgum upplýsingum í Bibl- - íunni, sem sagðar eru komnar frá , Guði. Með þessu er ég að benda á að þessi merka bók, Biblían, er skrif- uð af mönnum sem endursögðu það sem aðrir miðluðu frá Guði. Skrifaður texti er ávallt þannig að menn skilja hann á mismunandi vegu. Svo er og með Biblíuna. Trú- lega hefur engin bók verið túlkuð á jafn marga vegu og hún. En þrátt fyrir að svona margir ólíkir aðilar hafi fundið hinn eina rétta sannleika í texta Biblíunnar, er það í raun ekki textinn sem skiptir mestu máli. Það er boðskapurinn um kærleikann og elsku til meðbræðra okkar sem er hinn mikli boðskapur þessarar bókar. Við megum ekki gleyma því, að text- inn er að miklu leyti dæmisögur til fólks í gjörólíku menningarumhverfi, sé miðað við það sem við búum við í dag. Þar eru vegvísar til þeirra sem eru að byrja að fóta sig á veginum frá heiðni og kúgun yfir til kristinna viðhorfa. Ymislegt í þessum dæmi- sögum er auðvelt að misskilja, vegna þekkingarskorts á þeim aðstæðum sem voru fyrir hendi þegar dæmisag- an var sett fram. Þess vegna er mikil- vægast fyrir okkur að missa ekki sjónar á meginboðskap Biblíunnar, sem er hin hreina útgeislun kærleik- ans og elsku til alls sem lifír. Þann boðskap eigum við öll að geta samein- ast um, hvaða skilning sem við leggj- um í einstaka kafla, vers eða setning- ar í texta Biblíunnar. Þannig þjónum við best viija Guðs og sameinumst gegn öflum neikvæðni og sundrung- ar. Ekki er erfítt að skilja hvers vegna mennimir við háborðið í fyrrgreind- um sjónvarpsþætti voru svo neikvæð- ir. Þeim var áreiðanlega órótt vegna þess að þama var til umræðu mál- efni sem þeir höfðu litla þekkingu á og enga reynslu af. Slíkar aðstæður vekja alltaf innri ótta, sm fólk áttar sig kannski ekki á. En hvað sem þvi líður, er okkur afar mikilvægt að átta okkur á því að Guð útskrifar ekki þjóna sína frá neinum háskólum og er ekki samningsbundinn neinum prófgráðum. Þjóna sína fínnur hann í manneskjunum sjálfum, óháð trú, þjóðfélagsstöðu eða litarhætti. íjónar Guðs þurfa heldur enga titla til þess að þekkjast úr í mannhafínu. Þeir bera geislunina með sér hvar sem þeir em. Viðmót þeirra allt ber því vitni hveijir þeir eru. Eitt er þó nauðsynlegt að benda þeim á sem tekið hafa að sér að opna persónur fyrir áhrifum frá öðr- um víddum: Það er alls ekki sjálfgef- ið, að þó einstaklingur sé það sem kallað er næmur, sé rétt fyrir hann að opna fyrir víðari skynjun. Þar verður að gæta að hvort þroski við- komandi sé nægur til að slíkt sé æskilegt. Einnig hvort næmið stafar af lágum vömum vegna nýlegra áfalla eða bældrar sjálfsmyndar. Hafa verður í huga að Guð vill velja sjálfur þá einstaklinga sem flytja boð frá öðrum víddum. Það gerir hann með því að opna sjálfur vitund þeirra fyrir þeim víddum sem þeir eiga að þjónusta. Það hefur hann gert frá upphafi mannkyns. Það hefur ekkert breyst og mun ekkert breytast. Inn- grip í þessa þróun getur sett einstakl- ing á ranga braut, sem tekur hann langan tíma að leiðrétta. Við það geta tapast mörg dýrmæt ár í réttri þjónustu við Guð. Verum þess fullviss, að i áætlun Guðs er gert ráð fyrir hveiju og einu okkar. Þar er enginn útundan. Ef við gætum þess að öðlast kyrrð hugans og stilla okkur í kyrrð á kærleiksvit- und Guðsorkunnar, lærum við að þekkja skilaboðin frá Guði. Guð- sneistinn er í öllum mönnum. Þeir þurfa einungis að öðlast hugarró og kyrrð til að fínna hann. Og þegar hann er fundinn, leyfa honum þá að þroskast og geisla út til meðbræðr- anna. Þannig sýnum við best að við þjónum Guði, en ekki með því að deila um orðalag í bók sem rituð er af mönnum. Ef við trúum ekki að miðlun geti átt sér stað, hver er þá ástæðan fyrir að við trúum þvi sem stendur í Biblíunni? Ég vil taka fram að ég trúi boðskap hennar, en text- ann les ég sem frásögn þess tíma sem hann er ritaður á upphaflega. Ekkert af þessu breytir í raun neinu um trú mína og traust á handleiðslu og leið- sögn Guðs. En þrátt fyrir að ég sé sannfærður um að ég sé blessaður af Guði, treysti ég mér ekki til að áfellast leiðir annarra til að þjóna honum. Ég er viss um að flestir sem farnir eru að temja sér kærleiksþátt hans, fínna sjálfír sína leið í þeim verkefnum. Við hina má segja: Hlust- ið á hina hljóðu rödd kærleikans, djúpt innra með ykkur. Það mun veita ykkur lífsfyllingu. GUÐBJORN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Yfirlýsing Frá Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur: VIÐ UNDIRRITAÐAR fögnum því að kirkjunnar menn virðast nú ætla að móta starfsreglur til meðhöndl- unar mála svo sem okkar, og þar með að horfast í augu við sannleik- ann. Allt það uppnám og sá sársauki sem okkar mál olli, verður því von- andi ekki endurtekið. SIGRÚN PÁLÍNAINGVARSDÓTTIR, kt. 081155-5509, STEFANlA ÞORGRÍMSDÓTTIR, kt. 110450-4949. Viðskiptakort BYKO er einföld leiö til aö koma þeim lagfæringum og breytingum á kortiö sem þú hefurverið aö hugsa um. Hvort sem þú vilt staðgreiðsluafslátt eða komast í reikning þá er þetta kortið sem kemur þér af staö. Og ef þú hyggur á stærri framkvæmdir ættir þú að hafa samband við Viðskiptaráðgjöf BYKO ísíma 515 4000 íJTUooo Þar er alltaf svigrúm til samninga. Viöskiptakort BYKO gildir I öllum BYKO verslunum. í Byggt og Búiö og í Habitat Sláðu til því allt sem þú þarft aö gera er að fylla út umsókn hjá okkur eöa hringja og Viðskiptakortið er þitt. habitat K R I N G L U N N I BYKO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.