Morgunblaðið - 06.11.1997, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
P&S greiði landpósti bætur
Yfirlýsing
frá Dóm-
kirkjunni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Dómkirkj-
unni:
„Við, prestar, sóknarnefnd og
starfsfólk Dómkirkjunnar, fögnum
nýjum biskupi og bjóðum hann vel-
kominn til stóls síns í hinum aldna
helgidómi.
Okkur þykir miður sá órói sem
skapast hefur um vígslu hans og
teljum hann hafa stafað af óþarfri
óvissu sem nú hefur verið eytt.
Við munum leggja okkur fram
hér eftir sem hingað til um að emb-
ættisgjörðir biskups íslands megi
ævinlega hæfa virðuleika embættis
hans og vera þeim sem þær varða
til uppbyggingar og gleði og trúnni
til eflingar.
Vissulega eru okkur það vonbrigði
að nú skuli brotin hefð með því að
biskupsvígsla fari ekki fram í Dóm-
kirkjunni. Það er ákvörðun biskups
og hefur hann gert grein fyrir því
hvað liggi að baki henni. Allt að
einu hefðum við viljað að metin
hefðu verið meir sú hefð og þau
sögulegu tengsl sem Dómkirkjan
varðveitir en meintir annmarkar
hennar.
Við höfum glaðst yfir því að ekki
séu uppi áform af hálfu fráfarandi
og verðandi biskups um að breyta
stöðu Dómkirkjunnar. Prestar, sókn-
arnefnd og söfnuðurinn í heild munu
jafnframt að sínu leyti standa vörð
um hefðbundna stöðu og virðingu
hinnar 200 ára gömlu Dómkirkju.
Við lítum fram á veginn með góð-
um hug til þjónsutu hins nýja bisk-
ups, sr. Karls Sigurbjörnssonar, sem
á vísa vináttu og fyrirbæn okkar
allra.“
------» ♦ ♦-----
Teknir með
smygl
TVEIR menn voru teknir í Sunda-
höfn í fyrrinótt þar sem þeir voru
að bera áfengi frá borði og í bíl.
Voru þeir að bera 28 bjórkassa og
24 hálfflöskur af vodka úr skipinu
og í bíl. Átti að yfirheyra þá í gær
til að rannsaka hvort þeir einir ættu
áfengið eða hvort fleiri gætu tengst
því.
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur
dæmt Póst og síma hf. til að greiða
fyrrverandi landpósti tæp 440 þús-
und, auk dráttarvaxta frá 6. febrúar
sl. þar sem P&S hafi verið óheimilt
að segja upp verksamningi við hann.
Landpósturinn hafði krafist tæplega
5 milljóna.
Landpósturinn hóf störf í júlí í fyrra,
en í lok ágúst var samningnum sagt
upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Landpósturinn mótmælti og benti á
að honum hefðu ekki borist neinar
formlegar kvartanir um störf sín.
AÐFARANÓTT föstudagsins 31.
október féllu margar aurskriður hér
í hreppnum. Langflestar féllu úr
Kotlaugafjalli eða nær 20 ef allar
smáspýjur eru taldar með. Sú
stærsta fór aðeins tvo metra frá
Af hálfu P&S var því haldið fram
að landpósturinn hefði ekki sinnt
starfínu með þeim hætti sem ætlast
mátti til og m.a, hefði hann fengið
staðgengil til starfa, þótt ætlast væri
til að hann annaðist póstdreifíngu
sjálfur. Ýmislegt annað hefði verið
athugavert, en landpósturinn ekki
sinnt munnlegum tilmælum.
Héraðsdómur taldi að verksamn-
inginn yrði að skýra svo að uppsögn
yrði ekki beitt nema um vanefndir
hefði verið að ræða. P&S hefði hald-
ið skrá yfír aðfínnslur við störf land-
vatnsbólinu við bæinn Kotlaugar.
Þá hafa fallið 9 skriður í Kópsvatns-
ásum við bæinn Kópsvatn, einnig
má sjá að minni skriður hafa fallið
víðar svo sem í Berghylsfjalli.
Þessar skriður, sem eru eðlilega
póstsins, án þess að hann vissi eða
honum væri gefínn kostur á að tjá
sig um þær. Maðurinn hefði aldrei
verið áminntur skriflega. Ekki væri
nægilega sannað, að hann hefði gerst
sekur um verulegar vanefndir á verk-
samningum.
Bætur fyrir
kostnað við bíl
Landpósturinn krafðist rúmlega 4
milljóna vegna launa það sem eftir
lifði af samningstíma, um 500 þús-
unda vegna reikninga frá bílaverk-
mismunandi stórar, hafa valdið all-
nokkru tjóni á gróðri og eftir þær
eru ljót sár í hlíðum. Mikið vatns-
veður gekk yfir daginn á undan og
þessa umræddu nótt. Þetta er ekki
óalgengt fyrirbrigði að slíkar aur-
stæði, 167 þúsund króna þar sem
hann þurfti að kaupa topp á skúffu
vörubíls síns og 146 þúsund króna
vegna kostnaðar við stærri dekk og
breytingar á felgum. Dómurinn féllst
á að landpósturinn hefði þurft að
breyta bifreið sinni vegna starfans,
en vísaði til að bíllinn hefði kostað
um 2,4 milljónir, verið breytt fyrir
rúmar 650 þúsund krónur og seldur
fyrir tæpar 2,6 milljónir. Tjón hans
væri því um 440 þúsund. Öðrum
kröfum var hins vegar vísað frá,
m.a. vegna vanreifunar.
skriður komi þegar jarðvegur hefur
safnað miklu vatni í fremur grunn-
an gróður ofan á bergi. Elstu menn
muna þó ekki eftir að svo margar
og stórar skriður hafi fallið hér um
slóðir.
NOKKRAR aurskriður féllu í hlíðum Kotlaugafjalls aðfaranótt föstudagsins sl.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Aurskriður í Hrunamannahreppi
UTFLUTNINGUR A HEILBRIGÐISTÆKNi
Málþing á vegum Heilbrigðistæknifélags íslands í samráði við Útflutningsráð íslands, Samtök iðnaðarins
og Iðnaðarráðuneytið að Hótel Sögu, Sal A föstudaginn 7. nóvember 1997 klukkan 13:00 -17:00
QQQ__________Ávarp Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra_________________________________________________________
IkttÞi Yfirlit yfir inn- og útflutning í heilbrigðisþjónustu__________________________________________________
Fyrirlesari: Baldur Þorgilsson, Tæknideiid Landsspitala
Rýnir: Þorgeir Ástvaldsson, Útvarpsstöðin Bylgjan
Rannsóknir á íslandi á sviði heilbrigðisþjónustu
Fyrirlesari:
Rýnir:
Prófessor Einar Stefánsson, Læknadeild Háskóla íslands
Hallgrímur Jónasson, Iðntæknistofnun
Hlé
Þróun á vörum fyrir heilbrigðisþjónustu
Fyrirlesari:
Rýnir:
Nýjar vörur á nýjum mörkuðum
Hilmar Br. Janusson, Össur hf.
Þorsteinn I. Viglundsson, Gagnaiind
Fyrirlesari:
Rýnir:
Helgi Kristbjarnarson, Flaga hf.
Jón Ásbergsson, Útflutningsráð íslands
Hlé
Innkaup á íslandi
Fyrirlesari: Kristján Antonsson, Landsspítalinn
Rýnir: Guðmundur Hreiðarsson, Hekla hf.
Fjármögnun og fjárfesting í fyrirtækjum sem framleiða fyrir heilbrigðismarkað
Fyrirlesari:
Rýnir:
Vilhjálmur Vilhjálmsson, Kaupþing hf.
Svanbjörn Thoroddsen, VSÓ Ráðgjöf
Umræður
Fundarstjóri Páll Kr. Pálsson, Nýsköpunarsjóði. • Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Nánari upplýsingar um málþingið veita Hilmar Br. Janusson í síma 515-1352 og Baldur Þorgilsson í síma 560-1560
IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
/fí
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ÍSLANDS
<§)
SAMTOK
:■ IÐNAÐARINS
BSRB fær ekki upp-
lýsingar um laun
BSRB hefur ákveðið að skjóta til
úrskurðarnefndar um upplýsingamál
neitun fjármálaráðuneytisins við
beiðni aðildarfélaga BSRB um að
upplýsa um laun og önnur kjör allra
starfsmanna stofnana ríkisins.
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, sagði á blaðamannafundi í
gær að aðildarfélög BSRB væru að
vinna að samningagerð við einstakar
ríkisstofnanir samkvæmt nýju launa-
kerfí. Fjármálaráðuneytið hafí með
bréfí til ríkisstofnana hafnað óskum
félaganna um upplýsingar um laun
og kjör starfsmanna stofnananna.
Ögmundur sagði að BSRB hefði
ákveðið að skjóta málinu til úrskurð-
arnefndarinnar, bæði vegna þess að
samtökin teldu að það væri grund-
vallaratriði að launakerfi ættu að
vera opinber, jafnt hjá einkageiran-
um og hinu opinbera og eins vegna
þess að um sé að ræða almannafé
og ekki sé eðlilegt að leynt fari hvern-
ig því er ráðstafað.
Ogmundur sagði að Friðrik Soph-
usson hefði mikið rætt um nauðsyn
þess að koma á gagnsæju launakerfi
fyrir opinbera starfsmenn og væri
þessi afstaða ráðuneytisins í mótsögn
við þann boðskap. „Við viljum ekki
sætta okkur við að fjármálaráðhera
fari ekki að lögum og við teljum sið-
ferðilega ótækt að reynt sé að skjóta
upplýsingum um launakjör bakvið
lokuð tjöld,“ sagði Ögmundur.
í beiðnum félaganna jafnt og synj-
un ráðuneytisins er skírskotað til
upplýsingalaganna. BSRB vísar til
hins almenna upplýsingaréttar sem
3. grein laganna veitir og einnig í
greinargerð með 5. grein laganna
og athugasemdir allsheijarnefndar
Alþingis um þá grein. í greinargerð-
inni kemur fram að hvað varðar laun
opinberra starfsmanna séu upplýs-
ingar um föst laun og önnur föst
kjör ekki undanþegnar aðgangi al-
mennings þótt upplýsingar um heild-
arlaun hvers einstaks opinbers
starfsmanns séu undanþegin. í áliti
allsheijamefndar Alþingis er fjallað
um málið á svipaðan hátt og sagt
að með lögunum sé ekki aðeins
tryggður aðgangur að upplýsingum
um föst laun opinberra starfsmanna
heldur einnig að þeim einstaklings-
bundnu samningum sem gerðir hafa
verið við starfsmenn um önnur föst
kjör þeirra, svo sem fasta yfirvinnu,
akstursgjald og fleira.
í svari ráðuneytisins er skírskotað
til þess að í greinargerð með 4. tölu-
lið 6. gr. laganna sé heimilt að tak-
marka aðgang að gögnummeð upp-
lýsingum um fyrirhugaðar ráðstaf-
anir eða próf á vegum ríkis og sveit-
arfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus
eða næðu ekki tilætluðum árangri
væru þau á almanna vitorði.
í greinargerðinni segir að þetta
taki til aðgangs að gögnum sem lúta
að fyrirhuguðum ráðstöfunum í
kjaramálum starfsmanna ríkis og
sveitarfélaga til að tryggja jafnræði
í kjarasamningum.