Morgunblaðið - 06.11.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 06.11.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Nýtt reikningsgerðarkerfi P&S gefur ýmsa mögnleika Mínútan ódýrari eftir að tiltekinn tími er liðinn NÝTT reikningsgerðarkerfi Pósts og síma hf., sem tekið verður í notkun í áföngum á næsta ári, mun gera það mögulegt fyrir fyrirtækið að koma til móts við einstaka hópa við- skiptavina sinna með ýmsum hætti, svo sem hvað varðar að bjóða símtöl sem standa lengur en tiltekinn tíma við lægra verði en ella eða ákveðinn flölda númera sem fólk velur sér og hringir sérstaklega oft í við lægra verði en það sem almennt gildir. Hins vegar hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hvernig þessir möguleikar verða nýttir enn sem komið er, að sögn Hrefnu Ingólfs- dóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma hf. Hrefna sagði að í raun væri um tvö kerfi að ræða. Annars vegar væri nýtt bókhalds- og fjárhagsupp- lýsingakerfi, sem tekið yrði í notkun um áramótin. Það væri stjórntæki sem auðveldaði yfirmönnum fyrir- tækisins að fylgjast með rekstri þess frá mánuði til mánaðar. Hins vegar væri nýtt reiknings- gerðarkerfi. Það kerfi yrði tekið í notkun í áföngum á næsta ári, sá fyrsti næsta vor og annar áfangi síðan um haustið. Það kerfi skapaði möguleika á því fyrir fyrirtækið að koma til móts við ólíka hópa við- skiptavina með ýmsum hætti, eins og hvað varðaði afslætti og nýjung- ar í þjónustu. Ekki útfært ennþá Til dæmis væru möguleikar á því að bjóða heimilum upp á að velja nokkur númer sem oftast væri hringt í við lægra verði en almenn gjaldskrá fyrirtækisins segði fyrir um. Einnig væri mögulegt að veita afslátt af símtölum ef þau næðu ákveðinni lengd, þannig til dæmis að hver mínúta yrði ódýrari eftir að fyrsti hálftíminn væri liðinn. Hrefna sagði að þessir möguleikar myndu að öllum líkindum liggja fyr- ir næsta haust. Hins vegar hefðu engar ákvarðanir verið teknar um það enn hvernig þessi þjónusta yrði nákvæmlega útfærð. „Við höfum auðvitað okkur hugmyndir um kerf- ið og væntingar til þess, en við vilj- um sjá það innleitt fyrst áður en ákvarðanir verða teknar. Hér vinna mjög margir að þessu verkefni, því það er mikið fyrirtæki að skipta um þessi kerfi,“ sagði Hrefna ennfrem- ur. Hjartað í tölvukerfum símafyrirtækis Viðar Viðarsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Pósts og síma hf., sagði að nafnið reikningsgerðar- kerfi léti lítið yfir sér. Með því væri haldið utan um samskipti símafyrir- tækis við viðskiptavini sína. Segja mætti að það væri hjartað í tölvu- kerfum hvers símafyrirtækis að halda utan um viðskiptin og búa til samskipti við viðskiptavininn sem væru báðum til hagsbóta. Hann sagði að með tilkomu kerfisins sköpuðust feikimargir möguleikar á því að bjóða viðskipta- vinum tiltekna pakka og líklega væri það fyrst og fremst hugmynda- auðgi markaðsfólksins sem tak- markaði möguleikana í því að búa til pakka og samsetningar af þjón- ustu sem fyrirtækið gæti boðið upp á. Þetta tengdist síðan möguleikum stafræns símkerfis, þannig að um væri að ræða mjög skemmtilega blöndu af tölvutækni sem yrði til hagsbóta fyrir báða aðila og gæfi fyrirtækinu allt aðra möguleika en hingað til í samskiptum við við- skiptavinina. Missti báða fætur í Víetnam Ekki meiri fötlun en að vera með gleraugu ÞAÐ er ekki að sjá á bandaríska hjólreiðakappanum Duane Wagner að hann sé á nokkurn hátt fatlaður. En þegar hann brettir upp skálmarnar koma í íjós tveir gervifætur. Þeir eru svartir að lit, úr koltrefjum og harðplasti og skreyttir með myndum af sólargeislanum hans, barnabarninu Meggie, sem er sex ára. Neðri hluti fótarins er húð- litur, með tám og öllu saman, og er frá Össuri hf. „Besti fótur í heiminum,“ segir Duane, sem kveðst geta farið inn í hvaða skóverslun sem er og keypt sér þá skó sem hann vill á gervifót- inn. Hann missti báða fætur í sprengjuárás í Víetnamstríðinu árið 1967. Aður hafði hann verið á þeirri skoðun að ef hann lenti í einhverju slíku, þá vildi hann frekar deyja en vera fótalaus það sem eftir væri. Hann skipti þó fljótt um skoðun eftir að skaðinn var skeður. Hann komst að því að lífið heldur áfram, jafnvel þó að maður missi fæturna. Nú eru gervifætumir jafn eðlilegur hluti af honum og aðrir líkamshlutar og hann segist ekki vilja skipta. Nágrannarnir báðu fyrir fótum en hann sagði nei takk Hann sagði blaðamanni frá nágrönnum sinum sem eru afar trúaðir og voru farnir að biðja Guð þess að hann fengi fæturna aftur. „Og þau trúðu því. En ég sagði bara nei takk, ekki fyrir mig. Þá þyrfti ég að fara að lifa venjulegu meðaltalslifi og vinna einhverja venjulega níu-til-fimm vinnu, nei takk!“ Þó að Duane vinni ekki frá níu til fimm, þá er hann þó alltaf að. Hann hefur skipað sér á bekk með bestu hjólreiðamönnum Bandarikjanna og keppir þar jafnt við ófatlaða sem fatlaða, t.d. í einhverri erfiðustu hjól- reiðakeppninni sem þar fer fram árlega, Race Across America, en þá er hjólað milli austur- og vest- urstrandar Bandaríkjanna. Auk hjólreiðanna og annarra íþrótta- iðkana leggur hann stund á ráð- gjöf og aðstoð við fólk sem hefur misst útlimi. í fyrrakvöld hélt hann t.d. fyrirlestur í Reykjavík fyrir stoðtækjanotendur og fag- fólk um reynslu sína, bæði frá sjónarhóli ráðgjafans og þess sem hefur verið aflimaður. Hann segist alls ekki líta á það sem fötlun að vera með gervifæt- ur. Raunar gerir hann góðlátlegt grín að blaðamanni, sem er með gleraugu á nefinu, og segist telja það álíka mikla fötlun, því séu gleraugun tekin niður þá sjái sá gleraugnalausi ekki glóru. Morgunblaðið/Kristinn DUANE Wagner sýnir stoltur svarta fótinn með myndinni af barnabarninu. Opinn fundur laugardaginn 8. nóvember nk. Hver á kvótann? Hver ætti að eig’ann? Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands varpar Ijósi á spurningarnar: Hver á kvótann? Hver ætti að eig’ann? Á almennum fundi í stofu 101, Odda (hús Háskóla íslands, ofan við Norræna húsið) laugardaginn 8. nóvember klukkan 14-18. Frummælendur verða: Þorgeir Örlygsson, prófessor í kröfurétti. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði. Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði. Þórólfur Matthíasson, dósent í hagfræði. Umræður með takmörkuðum ræðutíma. Aðgangseyrir 2000 kr. en 1000 kr. gegn framvísun stúdentaskírteinis. Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands Boðað er til stofnfundar Samtaka eldri siálfstæðismanna á Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaqinn 6. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: Fundarsetning Kosning fundarstjóra og ritara Skýrsla undirbúningsnefndar og umræður um hana Lögð fram drög að lögum fyrir samtökin og umræður um þau Kosning stjórnar Ákvörðun um félagsgjald Önnur mál IX ár Lokaorð Davið Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn 60 ára og eldri eru hvattir til að mæta á fundinn Undirbúningsnefndin Ótrúlegt hausttílboð vou Kringlunni 3akkaföt nú 7.900 áður 1Sr9W Jakkaföt m. vesti nú 9.900 áður 17t90Ö Herraskór nú 2.500 áðuiÁSOO Stakar buxur nú 2.900 áóur 4r900 Kringlunni, sími 5331720 Laugavegi 91, sími 5111718. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.