Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
BYGGÐAMAL I FINNLANDI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
ÚTIMARKAÐIR eru í flestum borgum Finnlands. Þar selur sveitafólkið afurðir sínar og
bæjarbúar hittast til að ræða málin og heyra það nýjasta í bæjarslúðrinu.
Norður-Kirjálahérað að losna úr umsátrinu
Tækifæri
í austri
Norður-Kirjálahérað er að verða miðstöð
viðskipta Norðurlandanna við Rússland.
Getur það breytt erfíðri stöðu héraðsins
sem í áratugi var lokað og afskekkt.
Helgi Bjarnason kynnti sér stöðuna.
NÍTJÁN sjálfstæðar hér-
aðsnefndir Finnlands,
myndaðar af sveitar-
stjómum, vinna að
byggðaþróun, hver á sínu svæði.
Gegna þær mikilvægu hlutverki í
undirbúningi verkefna sem Evr-
ópusambandið styrkir þó þau sjálf
hafi úr litlum fjármunum að spila.
Skrifstofa héraðsnefndarinnar í
Norður-Kirj álahéraði er í miðstöð
héraðsins, Joensuu. Tarja Cronberg
framkvæmdastjóri segir að skrif-
stofan samhæfí öll byggðaþróunar-
verkefni og semji um þau við ráðu-
neytin. Hún taki þátt í fjármögnun
þeirra með því að leita til Evrópu-
sambandsins og þeirra ráðuneyta
sem úthluta styrkjum til verkefna
af þessu tagi. Þá annist nefndin
samninga um önnur verkefni við
ýmsar ríldsstofnanir og tali máli
héraðsins í Helsinld og Brussel.
Mikið atvinnuleysi
Algengast er að Evrópusam-
bandið leggi til helming kostnaðar
við verkefnin og hinn helmingurinn
komi frá ráðuneytunum í Helsinki.
Þegar héraðsnefndirnar voru
stofnaðar árið 1994 var áhugi á að
fela þeim að úthluta fjármagni rík-
isins til byggðaþróunarverkefna.
Tarja Cronberg segir að því hafí
verið hafnað vegna ríkrar hefðar
fyrir miðstjórnarvaldi í Finnlandi.
Því þurfí flóknar samningaviðræð-
ur við hvert einasta verkefni. Hún
segir að skriffínnskan sé gífurleg.
I Norður-Kirjálahéraði búa 177
þúsund manns, þar af 47 þúsund í
Joensuu. Ásamt nokkrum öðrum
svæðum í Finnlandi er þetta hérað
með minnstu framleiðslu á mann á
öllum Norðurlöndunum, að því er
fram kemur í Nordic Regions in
Profile sem norrænn samstarfs-
hópur um byggðamál, NOGRAN,
gefur út. Þar kemur einnig fram að
atvinnuleysi í austur- og norður-
héruðum Finnlands er hið mesta á
Norðurlöndunum, það er 23% í
Norður-Kirjálahéraði um þessar
mundir. Þrátt fyrir þessi miklu
vandamál hefur íbúafjöldinn hald-
ist nokkum veginn sá sami undan-
farin ár eða þar til á síðasta ári að
það fækkaði um 1.000 manns. Tar-
ja Cronberg hefur áhyggjur af því
og segir unnið markvisst að því að
stöðva byggðaröskunina.
Þó fólksflutningar hafi ekki verið
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
í FINNSKUM sögunarmyllum og trjáverksmiðjum er unnið úr viði úr
skógum Kiijálalýðveldisins sem er austan við Finnland. Hér er verið
að flytja tré í gegnum Niirala-landamærastöðina.
III’O.IVAA II IIOKMIK \ l'Mhll ll
AIMOJAII'IACni
AUTON VARAOSAT
WUHwík
MIÐSTÖÐ Rússlandsviðskiptanna á Norðurlöndunum er í Norður-
Kirjálahéraði. Svona skilti blasa við fólki sem fer vestur yfír landamærin.
HÖFUÐSTÖÐVAR þróunarsjóðsins KERA eru í Kuopio í Savo-héraði.
miklir úr héraðinu á undanfómum
ámm hefur fólk flust til innan hér-
aðsins, úr sveit í borg. „Þorpin eru
víða að tæmast. Unga fólkið flytur
til borganna til að reyna að fá
vinnu og síðan eldra fólkið til að
njóta þjónustunnar þar. Við emm
að reyna að fínna verkefni sem
fólkið getur unnið að í þorpunum,"
segir Cronberg.
1.000 ný störf
Samkvæmt áætlunum Evrópu-
sambandsins fyrir árin 1995 til
1999 eiga um 3.500 ný störf að
verða til í þeim mikla fjölda at-
vinnuþróunarverkefna sem unnið
er að í Norður-Kirjálahéraði. En
eitt er að segjast ætla að gera hlut-
ina og annað að gera þá. Taija
Cronberg segir að flóldð sé að
meta árangurinn en það sé þó
reynt. Telur hún að nú þegar hafi
tekist að skapa um 1.000 ný störf
og bjarga nokkur þúsund störfum
til viðbótar.
Afurðir skógariðnaðarins era
ennþá lang mikilvægustu útflutn-
ingsvörar Norður-Kirjálahéraðs en
þar er þó vaxandi plast- og málm-
iðnaður. í því sambandi má minna
á íyrirtækið Enso-Gutzeit úr skóg-
ariðnaðinum, Abloy sem framleiðir
ASSA-hurðalæsingar og GWS
Perlos sem framleiðir plasthluti í
símana frá finnska stórfyrirtækinu
Nokia. Þessi stórfyrirtæki fá enga
styrki frá Evrópusambandinu því
það telur árangursríkara að
styrkja smá og meðalstór fyrirtæki
til að auka atvinnu. Tarja Cron-
berg segir að héraðsnefndin hafi
fjármagnað rannsóknamiðstöð fyr-
ir plastiðnaðinn og það hafi skapað
mörg ný störf við rannsóknir, vöra-
þróun og síðan framleiðslu í fyrir-
tækjunum sjálfum. Fyrirtæki hér-
aðsins njóta einnig þjónustu sér-
fræðimiðstöðvar íyrir skógariðnað-
inn sem hefur aðstöðu í Joensuu og
fleiri sérfræðimiðstöðva. Stöðvarn-
ar eru mikilvægur liður í því að
koma þekkingunni úr háskólum og
öðram menntastofnunum út í at-
vinnulífið. Spurð um ný störf við
framleiðslu nefnir Tarja Cronberg
sem dæmi tvö verkefni sem styrkt
hafa verið með góðum árangri, í
öðra fæst fólkið við að tína villta
sveppi og í hinu að framleiða berja-
vín.
Miðstöð viðskiptanna
við Rússland
Norður-Kirjálahérað er austasta
hérað Finnlands og þar með Evr-
ópusambandsins með 300 kíló-
metra löng landamæri að Rúss-
landi. Héraðið var í mjög erfiðri
stöðu á meðan landamærin við
Sovétríkin vora algerlega lokuð
áratugum saman auk þess sem það
hefur ekki aðgang að sjó og er af-
skekkt gagnvart höfuðborginni,
Helsinki. Samdráttur í landbúnaði
hefur komið hart niður á héraðinu
og er atvinnuleysi nú 23%.
Eftir breytingarnar í Rússlandi
hafa landamærin opnast og er mik-
il umferð og nokkur viðskipti t.d.
um Niirala-landamærastöðina.
íbúar Norður-Kirjálahéraðs hugsa
nú töluvert yfir landamærin. Þar
er nú Kirjálalýðveldi Rússlands en
það var byggt Finnum og tilheyrði
Finnlandi þar til fyrir 50 áram. Þó
meirihluti Finnanna hafi flutt sig
vestur yfir landamærin og í staðinn
komið fólk úr öðram ríkjum Sovét-
ríkjanna búa þessi hérað yfir sam-
eiginlegum menningararfi sem fólk
beggja megin landamæranna hefur
áhuga á að varðveita.
Evrópusambandið vinnur að
verkefnum í Rússlandi og skrifstofa
héraðsnefndarinnar í Joensuu tek-
ur þátt í hluta þeirra. Opnun
landamæranna hefur þegar komið
Norður-Kirjálahéraði til góða, þar
er nú miðstöð viðskiptanna við
Rússland. Háskólinn í Joensuu sér-
hæfir sig m.a. í rússneskukennslu
og rannsóknum á rússneskum mál-
efnum. En Tarja Cronberg segir að
það taki langan tíma að þróa við-
skipti og önnur samskipti yfir
landamærin. Fyrsta skrefíð sé að
fólkið kynnist hvert öðra.