Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 27
_____BYGGÐAMÁL í FINNLANDI
Þróunarsjóðurinn býr
til 8.000 ný störf
Innilegustu. þakkir til allra þeirra sem fœrðu
mér gjafir, skeyti, blóm og hringdu í tilefni
áttatíu ára afmœlis míns þann 18. október.
Guð blessi ykkur öll.
Guðjón Bjarnason,
Ennisbraut 18, Olafsvík.
ÞRÓUNARSJÓÐURINN KERA í
Finnlandi hefur gegnt og gegnir
enn mikilvægu hlutverki í fram-
kvæmd byggðastefnu þó að hlut-
verk hans hafi breyst. Sjóðurinn
vinnur nú að atvinnuþróun um allt
Finnland með því að veita lán og
ábyrgðir til stofnunar h'tiila og
meðalstórra fyrirtækja og nýrra
verkefna á þeirra vegum. A síðasta
ári stuðlaði sjóðuriun að því að
tæplega 8.000 ný störf urðu til og
er það besti árangur í 25 ára sögu
hans.
Höfuðstöðvar KERA eru í Ku-
opio í Savo-héraði. Pauli Tiainen,
framkvæmdastjóri hjá KERA, seg-
ir að sjóðurinn hafi upphaflega
starfað utan syðsta hluta landsins,
það er Helsinki og nágrenni, og því
talið eðlilegt að hafa höfuðstöðv-
arnar í miðhluta landsins. KERA
var stofnað árið 1971 og upp úr
1980 var hlutverkinu breytt með
því að fela sjóðnum að þjóna smá-
um og meðalstórum fyrirtækjum í
öllu landinu, einnig í Helsinki og
nágrenni. Hann segir að verið sé
að ræða sameiningu nokkurra op-
inberra sjóða sem hafa svipað hlut-
verk og KERA og ekki vitað hvar
höfuðstöðvar nýs sameinaðs sjóðs
verða.
KERA er með 15 svæðisskrifstof-
ur um allt landið. Sjóðurinn er
hlutafélag í eigu finnska ríkisins
og þar starfa 260 manns.
Vandað mat forsenda
lánveitinga
Sjóðurinn sérhæfir sig í áhættu-
fjármögnun og þróun smárra og
meðalstórra fyrirtækja í Finnlandi.
Við þá skilgreiningu er miðað við
reglur ESB, m.a. að fyrirtækin hafi
innan við 50 starfsmenn. Vegna
bakstuðnings finnska ríkisins er
honum unnt að veita áhættulán til
fyrirtækja eða verkefna sem bank-
ar eiga ekki möguleika á. Pauli
Tiainen segir að á síðasta ári hafi
96% útlána sjóðsins verið áhættu-
lán, það er að segja lán án öruggra
veða.
Til þess að þetta sé unnt skoða
starfsmenn KERA verkefnin ofan í
kjölinn og við það vinna tæplega 90
menn. Ef niðurstaða þeirra er að
fyrirtækið sé arðvænlegt veitir
KERA lán eða ábyrgð, annars ekki.
Þetta mat er trygging KERA fyrir
endurgreiðslu lánsins því sjóðurinn
hefur yfirleitt ekki aðrar ábyrgðir
en þær sem felast í möguleikum
fyrirtækisins til að græða peninga.
Aðrar lánastofnanir hafa góða
reynslu af mati KERA og auðveld-
ar það fyrirtækjunum að Ijúka fjár-
mögnun verkefna sinna.
Ef starfsmenn KERA sjá að hlut-
irnir ganga ekki upp koma þeir
gjarnan með ábendingar til stjórn-
endanna, til dæmis um nauðsyn
nýrra markaða og svo framvegis
og hefur sjóðurinn heimild til að
veita lán til slíkrar þróunarvinnu.
Ríkið greiðir niður vexti
Skýringin á því að KERA getur
tekið meiri áhættu en aðrar Iána-
stofnanir er einföld. Sjóðurinn er í
eigu finnska ríkisins sem greiðir
helming útlánatapa. KERA nýtur
einnig góðra lánskjara vegna
ábyrgðar rikisins á lántökum sjóðs-
ins á fjármagnsmarkaðnum. Ríkið
styður einnig Iántakendur með nið-
urgeiðslu vaxta ákveðinna lána.
Vextir af lánum KERA fara eftir
tegund útlána, staðsetnignu fyrir-
tækis og þeirri áhættu sem tekin
er. Algengir vextir eru 5-6% en í
einstaka tilvikum eru veitt lán með
lægri vöxtum, jafnvel niður í 3-4%
og er það þá með niðurgreiðslu
finnska rfldsins.
Sjóðurinn veitir lán til fram-
leiðslufyrirtækja, ferðaþjónustu-
fyrirtækja, þjónustufyrirtækja og í
einstaka tilvikum til fiskeldis og
loðdýraræktar. Sjóðurinn hefur
ekki heimild til að veita lán til al-
menns landbúnaðar, skógariðnaðar
og byggingariðnaðar. Hann veitir
svokölluð örlán með 4% vöxtum og
enn hagstæðari lán til fyrirtækja
sem konur stofna. Mikil eftirspurn
er eftir þessum lánum. Þá eru lágir
vextir á lánum til þróunarvinnu í
fyrirtækjum og umhverfisverk-
efna. Vegna örlánanna á síðasta ári
jókst viðskiptamannafjöldi KERA
um 40% á síðasta ári. Mikil aukn-
ing verður einnig í ár vegna þeirra
og kvennalánanna sem byijað var
að veita í byrjun ársins. Eru nú um
15 þúsund viðskiptamenn í sam-
bandi við þróunarsjóðinn eða nærri
tvöfalt fleiri en verið hefur á und-
anförnum árum.
Þegar um er að ræða stærri fyr-
irtæki er miðað við að hámark lána
KERA fari ekki yfir 30-40% kostn-
aðarins. Pauli Tiainen telur að
stærsta einstaka lánið sé hátt í 40
milljónir finnskra marka, eða sem
svara til 500 milljóna íslenska kr.
Ekki er neitt hámark á smærri lán-
um og getur KERA annast fjár-
mögnun alls fyrirtækisins ef starfs-
mönnum sjóðsins líst svo á.
Ánægðir með árangurinn
KERA tekur einnig þátt í verk-
efnum Evrópusambandsins í Aust-
ur-Evrópu. KERA getur stutt fyrir-
tæki í ríkjum Evrópusambandsins
og Rússlandi sein vilja taka upp
samvinnu um einhver verkefni.
Starfsmenn sjóðsins fara yfir málin
og segja álit sitt á þeim og senda
siðan áfram til Evrópusambandsins
þar sem tekin er endanleg ákvörð-
un um lán. Lánsféð fer siðan um
hendur KERA þegar það er greitt
út. KERA tekur einnig þátt í ýms-
um öðrum alþjóðlegum stofnunum
og verkefnum. Tiainen telur að
KERA geti orðið mikilvægari
hlekkur í verkefnum Evrópusam-
bandsins í Finnlandi, ef ESB ákveð-
ur að færa stuðning sinn meira út í
lán í stað styrkja. Myndi matskerfi
KERA nýtast vel við þá vinnu.
Starfsmenn KERA eru injög
ánægðir með sig þessi árin og
mega vera það. Á síðasta ári veitti
sjóðurinn lán að íjárhæð 1,6 millj-
arðafinnskra marka og 160 millj-
ónir í ábyrgðir, samtals um 25
milljarða íslenskra króna. Á árinu
urðu til tæplega 8.000 störf vegna
verkefna sem KERA tók þátt í að
fjármagna. Er þetta tvöfaldur sá
fjöldi starfa sem orðið hefur til síð-
ustu árin og hinn mesti í gjörvallri
sögu sjóðsins. Hann hagnaðist vel,
um 110 milljónir finnskra marka
eða sem nemur hálfum öðrum
milljarði íslenskra króna. Pauli
Tiainen segir að árið í ár verði enn
betra, væntanlega það besta í sög-
unni. Framlög ríkins, 200-300
milljónir finnskra marka, eða 3-4
milljarðar íslenskra króna, eru tal-
in með enda eru þau beinh'nis til að
niðurgreiða vexti og taka þátt í út-
lánatöpum. Á síðasta ári töpuðust
útlán að fjárliæð 180 milljónir
marka eða sem svara 2,5 milljörð-
uin íslenskra kr.
Með batnandi efnahag í Finn-
landi og þar með KERA hefur rfldð
verið að draga úr beinum stuðningi
sínum við fyrirtæki í gegnum sjóð-
inn og telur Tiainen líklegt að sú
þróun haldi áfram. Hann telur þó
nauðsynlegt að ríkið haldi áfram
að jafna á einhvern hátt þann að-
stöðumun sem er á rekstri fyrir-
tækja á landsbyggðinni og f höfuð-
borginni.
CLOONEY KLOMAN
Hvernig er hægt að semja við
hrvðjuverkamann sem setur
mmió
enyar kröfur fram?
DELTA ,
bókahíllur
a
76 x 210 x 30 cm.
Sér eíning með fímm
híllum og kappa.
Mahogny.
Verð krónur
32.440,-
b
49 x 210 x 30 cm.
Sér eíning með fímm
híllum og kappa.
Mahogny.
Verð krónur
27.1 10,-
c
76 x 210 x 30 cm.
Sér eíníng með fímm
híllum, kappa og tré-
hurðum.Mahogny.
Verð krónur
41.010,-
d
76 x 210 x 30 cm.
Sér eíníng með fímm
hillum, kappa, og gler-
hurðum . Mahogny.
Verð krónur
56.160,-
í Húsgagnahöllínní færð þú falleg húsgögn
fyrír falleg heímílí.
Delta bókahíllurnar frá Danmörku eru gott
dæmí um vönduð húsgögn á góðu verðí.
V
Vísa og Euro raðgreíðslur tíl
a111 að 36 mánaða
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000