Morgunblaðið - 06.11.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 29
LISTIR
Nunn tekur
við breska þjóð-
leikhúsinu
London. The Daily Telegraph.
TREVOR Nunn hefur tekið við
stjórnartaumunum í breska þjóðleik-
húsinu. Nunn tekur við af ekki
ómerkari manni en Sir Richard Eyre,
sem hefur setið í leikhússtjórastóln-
um sl. áratug, og fær í arf þau fjöl-
mörgu vandamál sem slíkri stöðu
fylgja ekki síður en óhemjumiklir
listrænir möguleikar.
Þrátt fyrir að Eyre hafi komist
hjá mestu vandamálunum í rekstri
leikhússins, t.d. flutningi þess í leik-
hússtjóratíð Peter Hall, fer því fjarri
að síðastliðinn áratugur hafi verið
átakalaus. Eyre er þekktur fyrir að
láta verkin tala en hann hefur eigi
að síður komist að mestu leyti hjá
hneykslismálum og stórfenglegum
uppákomum. Hann þykir hafa ein-
stakt auga fyrir efnilegum lista-
mönnum sem fjölmargir hafa fengið
Tannhauser
RICHARD Wagner-félagið á íslandi
stendur í vetur fyrir sýningum á
þrem af fyrri óperum meistarans af
myndbandi í Norræna húsinu. Á
morgun, laugardag kl. 14, verður
sýnd óperan Tannháuser í upptöku
frá Bayerische Staatsoper í
Múnchen. Hljómsveitarstjóri er Zub-
in Mehta og leikstjóri David Alden.
í helstu hlutverkum eru René Kollo,
Waltraud Meier, Nadine Secunde,
Jan Hendrik Rootering og Bernd
Weikl.
að spreyta sig á fjölum leikhússins,
hvort heldur sem eru leikarar, leik-
stjórar eða leikskáld.
Eyre er 54 ára og hefur ekki dreg-
ið dul á að árin í leikstjórastólnum
hafi verið erfið og tekið á. Hann
kveðst dauðfeginn að losna undan
því oki sem stjórn leikhússins sé,
enda er í raun um þijú leikhús að
ræða. Eyre hyggst snúa sér að leik-
stjórn af fullum krafti, hann leik-
stýrði nokkrum verkum meðan hann
stjórnaði þjóðleikhúsinu en nú
hyggst hann m.a. snúa sér að kvik-
myndum. Og ætlar auk þess að
skrifa skáldsögu.
Nunn hóf starfið hjá þjóðleikhús-
inu með Þjóðníðingnum eftir Henrik
Ibsen, sem var frumsýnt í lok sept-
ember. Gagnrýnendur eru í meðal-
lagi hrifnir, segja sýninguna helst
minna á söngleik vegna mannfjöld-
ans á sviðinu og tilrauna til að höfða
til fjöidans. Sýningin sé þó að mörgu
leyti skemmtileg og ekki skelfílegt
upphaf á leikhússtjóraferli þótt
vissulega sé þörf á dýpri og „heiðar-
legri“ uppsetningum í framtíðinni.
Nunn er þekktur fyrir að vera
ákafamaður í vörn og sókn og skip-
un hans þykir boða meiri átök í leik-
hússtjórastólnum. Sem leikstjóri
þykir hann hins vegar eiga það sam-
eiginlegt með Eyre að setja ekki
mark sitt á allar uppfærslur, upp-
færslur hans eins ólíkar og þær séu
margar, og slíkt sé einkenni hins
sanna leikhússnillings.
Morgunblaðið/Ásdís
SIGRÚN Gylfadóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson í hlutverkum sínum.
NÝTT íslenskt leikrit, Gallerí
Njála eftir Hlín Agnarsdóttur,
verður frumsýnt á Litla sviði
Borgarleikhússins í kvöld kl.
20.30. Er efniviðurinn sóttur í
Brennu-Njálssögu.
í kynningu segir að Gallerí
Njála sé fyndið, erótískt og
rammíslenskt nútímaleikrit,
fullt af magnaðri tónlist og
leikhúsbrellum. Verkið er tví-
leikur sem segir frá drama-
tísku ástarsambandi mennta-
konu og rútubílstjóra sem
kynnast á ferð sinni um Njálu-
slóðir. Með þeim takast spenn-
Gallerí
Njála
frumsýnd
andi kynni sem leiða áhorfend-
ur inn í dularfullan myndheim
Njálssögu, að því er segir í
kynningu. Hún hefur óvænt
áhrif á hann sem er, eins og
svo margir aðrir Islendingar,
forfallinn áhugamaður um
Njálu. Með hlutverk rútubíl-
stjórans fer Stefán Sturla Sig-
uijónsson og menntakonuna
leikur Sigrún Gylfadóttir.
Leikstjórn hefur Hlín Agn-
arsdóttir sjálf með höndum,
tónlist er eftir Guðna Franz-
son, söng annast Sigrún Hjálm-
týsdóttir, leikmynd er eftir
Vigni Jóhannsson, búningar
eftir Aslaugu Leifsdóttur og
lýsingu gerir Jóhann Bjarni
Pálmason. Það er menningar-
fyrirtækið Nótt og dagur sem
framleiðir sýninguna.
DRESS
MANN
□ SPARISKYRTUR
□ VINNUSKYRTUR
ÆFINGAGALLAR
Ath Sendum í póstkröfu.
Grænt númer 800-5730.
Simi 562-9730.
Fax 562-9731
mm oi íjjw
mo
mo