Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 31
Tónlist21.
aldarinnar
í Tjarnar-
bíói
TÓNLEIKAR á vegum Erki-
Tónlistar sf. verða í Tjarnarbíói
á morgun, föstudag kl. 20.30.
Yfírskrift tónleikanna er: Þrír
heimar í einum - Tónlist 21.
aldarinnar.
Á efnisskrá er Tilbrigði við
jómfrú, (einleiksgítar); Tvíhljóð
II, (tutti); Samantekt, (mynd-
band); Tilbrigði við jómfrú, (ein-
leiksgítar) og Skammdegi,
(tutti).
Flytjendur eru Kjartan Ólafs-
son tónskáld, Pétur Jónasson
klassískur gítarleikari, Hilmar
Jensson jazzgítarleikari og
Matthías Hemstock trommu-
og slagverksleikari.
Tónlistin er unnin með ólík-
um aðferðum allt frá tölvu-
reiknuðu efni að fijálsum spuna
og kennir þar áhrifa frá nútíma-
tónlist, jazz, rokki og klassískri
tónlist.
Lesið úr nýj-
um bókum á
Súfistanum
FIMMTUDAGSUPPLESTUR
Súfistans, bókakaffinu í Bóka-
búð Máls og menningar Lauga-
vegi 18, verður helgaður fjórum
af þeim bókum sem eru að
koma nýjar í bókaverslanir
þessa dagana. Þetta er fimmta
upplestrarkvöldið á Súfistanum
nú í haust og hafa þau verið
afar vel sótt, segir í kynningu.
Bækurnar sem kynntar verða
eru skáldsögurnar Hanami -
sagan af Hálfdani heitnum
Fergussyni eftir Steinunni Sig-
urðardóttur og Alveg nóg eftir
Þórunni Valdimarsdóttur, bókin
Góðra vina fundur - ævisaga
Kristins Hallssonar, skráð af
Páli Kristni Pálssyni og Vín-
landsgátan eftir Pál Bergþórs-
son.
Upplesturinn hefst klukkan
20.30 og lýkur 22. Aðgangur
er ókeypis.
Ritlistarhóp-
ur Kópavogs
FIMMTUDAGSUPPLESTUR
Ritlistarhóps Kópavogs verður
í Kaffistofu Gerðarsafns, Lista-
safni Kópavogs, í dag, fimmtu-
dag. Að þessu sinni mun Geir-
laugur Magnússon, ljóðskáld,
lesa upp úr verkum sínum og
einnig lesa óbirt ljóð, en hann
hefur gefið út 13 ljóðabækur,
þar af eina með ljóðaþýðingum.
Dagskráin stendur frá kl.
17-18. Aðgangur er ókeypis.
Nýjar bækur
• NÝTT líf í hjónabandi er
eftir Michele Weiner-Dawis,
sem er bandarískur meðferðar-
ráðgjafi sérhæfð í hjúskapar-
vanda. Hún notar aðferð sem
hún kallar SKM, Skammtíma-
meðferð til lausna, og er ný
byltingarkennd meðferð byggð
á kenningum sem eru gerólíkar
þeim hefðbundnu. í bókinni eru
ítarlegar leiðbeiningar um
hvernig má endurnýja hjóna-
bandið í stað þess að skilja.
Aðferðin byggist á því að:
Leggja áherslu á lausnir, ekki
vandamál. Einbeita sér að nútið
og framtíð, ekki fortíðinni. Sjá
árangur inann mánaðar.
Útgefandi er Hörpuútgáfan.
Bókin er 184 bls. Þýðingu gerði
Snjólaug Bragadóttir. Kápu
hannaði Halldór Þorsteinsson,
Oddi hf. Prentvinnsla í Odda hf.
BÓKMENNTIR
Stéttartal
ARKITEKTATAL
Ritstjóri Haraldur Helgason. Þjóð-
saga 1997,518 bls.
ARKITEKTASTÉTT er ung á
íslandi og því er eðlilegt að þetta
sé í fyrsta skipti sem þeir eru
taldir á bók og grein gerð fyrir
ævi þeirra og verkum.
Fyrsti íslendingurinn sem vitað
er til að lokið hafi námi í bygg-
ingalist var Ólafur nokkur Ólafs-
son frá Frostastöðum í Blöndu-
hlíð. Það mun hafa verið upp úr
1780. Aldrei starfaði hann á ís-
landi. Fyrsti fullmenntaði arki-
tektinn sem starfaði á Islandi var
Guðjón Samúelsson. Var það ekki
fyrr en 1919 sem hann lauk námi.
Áður var að vísu Rögnvaldur Ól-
afsson, en hann lauk ekki námi,
teiknaði þó margar byggingar á
stuttri ævi og er af mörgum talinn
fyrsti íslenski arkitektinn.
í þessu tali eru æviskrár 413
arkitekta, þar af 111 kvenna.
Fyrst kvenna til að ljúka arki-
tektanámi var Halldóra Briem.
Hinn 1. júlí á þessu ári voru 376
arkitektar í þessu tali á lífi og
sýnir það hversu ung stéttin er.
Ritsjóri þessa verk var Harald-
ur Helgason, en auk hans skipuðu
ritnefnd Ferdínand Alfreðsson og
Málfríður Kristjánsdóttir. Þor-
steinn Jónsson ættfræðingur sá
um ættfræðiefni æviskránna.
Meginefni þessa myndarlega
rits er að sjálfsögðu æviskrárnar,
en á undan fara fjórar ritgerðir
auk formála ritnefndar.
Fyrstu ritgerðina, Arkitektar í
Arkitektatali, skrifar ritstjórinn.
Þar er einkum fjallað
um menntun og fé-
lagsmál en auk þess
er heilmikil gagnleg
og vel unnin tölfræði.
Hjörleifur Stefáns-
son á ritgerðina Sér-
kenni íslenskrar húsa-
gerðar á fyrri öldum
(52 bls.). Það er eink-
ar efnismikil og vönd-
uð ritgerð sem mikið
gagn er að lesa.
Guðmundur Gunn-
arsson á hér ritgerð-
ina Starfsumhverfi ís-
lenskra arkitekta á
tímabilinu 1930-
1970 (30 bls.). Sú
grein er á marga lund fróðleg en
fulllaus í reipum og varla alltaf
nægilega ljós.
Halldóra Arnardóttir skrifar
ritgerðina Eigum við landið og
landið okkur? (28 bls.). Það er að
mörgu leyti prýðileg grein og
skemmtilega skrifuð og þau sjón-
armið sem þar eru sett fram eru
áhugaverð og aðlaðandi. Efnið er
þó þess eðlis að það hefði átt skil-
ið meiri heimildakönnun og ná-
kvæmari úrvinnslu.
Ég geri mér grein fyrir því að
þegar verið er að fjalla um verk
núlifandi manna og
þeirra sem nýlega eru
horfnir af sjónarsvið-
inu, eins og í tveimur
síðasttöldu ritgerðun-
um, er höfundum ær-
inn vandi á höndum
einkum ef þeir hafa
valið þá leið að nefna
einstaka arkitekta
með nafni og birta
myndir af einstökum
verkum. Hvað á að
taka og hverju á að
sléppa? Þetta hefur
sjálfsagt verið nokkur
höfuðverkur fyrir höf-
undana. Áreiðanlega
lesa arkitektar þessar
greinar af athygli og nokkurri
gagnrýni og kann sitt að sýnast
hveijum um hlutleysi höfunda.
Mikill fjöldi áhugaverðra
mynda og teikninga fylgir ritgerð-
um þessum.
Um æviskrárnar sjálfar þarf
ekki að hafa mörg orð. Þær eru
ágætavel unnar, gagngerar og
skipulegar. Nýjung er að nafn
arkitekta er ritað eigin hendi í
upphafí hverrar æviskrár.
Þrennt er ég þó ekki vel sáttur
við í æviskránum.
Ritnefndin ákvað að setja
íslenskir
arkitektar
Haraldur
Helgason
Nýjar bækur
• OTTÓ - Með seiglunni hefst
það. Ottó A. Michelsen athafna-
maður rekur minningar sínar er
eftir Jóhannes
Helga.
Hér birtist
saga skagfirska
stráksins, sem
fór til náms í
Þýskalandi á
stríðsárunum og
gerðist frum-
kvöðull tölvu-
væðingarinnar á
íslandi. Ottó seg-
ir frá uppvaxtar-
árum sínum á
Sauðárkróki og
mannlífi í Skaga-
firði áþriðjaog
fjórða áraatug
þessarar aldar.
Námsárum sín-
um í Þýskalandi
á stríðsárunum, þar sem hann upp-
lifir ógnir stríðsins. Stoýnun Skrif-
stofuvéla hf. og IBM á íslandi og
störfum frumheijans í tölvuvæð-
ingu landsmanna.
„Minningar Ottós A. Michelsen
lýsa ævi baráttumanns sem lagði
mörgum góðum málum !ið og sýndi
einstakt fordæmi og hyggjuvit,"
segir í kynningu.
Skrásetjari bókarinnar, Jóhann-
es Helgi rithöfundur, hefur skrifað
fjölda ævisagna þekktra Islend-
inga.
Utgefandi er Hörpuútgáfan.
Bókin er 212 bls. með fjölda
mynda. Kápugerð: Halldór Þor-
steinsson, Oddi hf. Prentvinnsla:
Oddihf.
Ottó A.
Michelsen
Jóhannes
Helgi
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!
Guðmundur kíkir
og Bakkabræður
BÓKAÚTGÁFAN Mál
og mynd sendir frá sér
nokkrar bækur á árinu.
Meðal þeirra er Setið
við sagnabrunn eftir
Þórð Tómasson í Skóg-
um.
Þórður Tómasson
hefur löngum verið ið-
inn við söfnun muna og
sagna. í þessari nýju
bók sinni hefur hann
safnað saman í eina bók
ýmsu þjóðfræðiefni.
Meðal annars er fjallað
um lendur og bústaði
huldufólks og sagt frá
samskiptum þess við
menn, bæði í góðu og illu. Sagt er
frá Guðmundi kíki, einum síðasta
förumanni á Suðurlandi.
Bakkabræður með teikningum er
eftir Kristínu Arngrímsdóttur. í
kynningu segir að hinar íslensku
þjóðsagnapersónur _ Bakkabræður
hafi löngum yljað íslendingum með
uppátækjum sínum. I þessari nýju
bók um þá bræður Gísla, Eirík og
Helga sem kenndir eru við bæinn
Bakka í Fljótum sé að fínna sögur
sem ekki hafi áður birst í bókum
um Bakkabræður.
Ferð höfundarins er eftir
Christopher Vogler í þýðingu Sigur-
geirs Orra Sigurgeirs-
sonar. Ferð höfundar-
ins er rannsókn á völ-
undarhúsi frásagnar-
listarinnar. Hún setur
fram goðsögulegt
mynstur sem einkennir
flestar sögur. Bókin er
einkum ætluð þeim sem
áhuga hafa á skáldsag-
nagerð eða handrita-
smíðum og ekki síður
kvikmyndaunnendum.
Bókasafnsfræðinga-
tal tóku þau Eiríkur Þór
Einarsson og Kristín
H. Pétursdóttir saman.
í verkinu eru æviskrár
allra íslenskra bókasafnsfræðinga
frá upphafi til ársloka 1996 ásamt
myndum.
Sjúkraliðar á íslandi I—II er í rit-
stjórn Sigurður Hermundarsonar.
Það nær til 2.900 einstaklinga sem
fengið hafa starfsréttindi hér á landi
frá stofnun Sjúkraliðafélags íslands
1966 til ársloka 1996.
Niðjar Margrétar Eyjólfsdóttur og
Þorleifs Jónssonar í Vatnsholti í Flóa
er eftir Sigurð Hermundarson.
Þá ber að geta þess að Mál og
mynd mun sjá um dreifingu á nýj-
ustu bók Ingólfs Margeirssonar,
Sálumessu syndara.
Þórður
Tómasson
Kripalujóga — byrjendanámskeið
Námskeiðið hefst 10. nóv. og stendur til 26. nóv.,
mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20—22.
Leiðb. Guðrún Hvönn Sveinsdóttir.
Námskeiðið hefst 18. nóv. og stendurtil 4. des.,
þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20—22.
Leiðb. Guðfinna S. Svavarsdóttir.
A námskeiðunum verður kennd hugleiðsla,
jógastöður, öndun og slökun.
Jógakynning laugardaginn 8. nóv. kl. 13.
Allir velkomnir.
Jógastöðin Hcimsljós, Armúla 15, s. 588 4200, milli kl. 13—19.
4
^0GA"/,
ÐIN
JOS
JÓGASTÖÐIl
HEIMSLJÓS
„kvóta“ á verkefnafjölda sem
greina mætti frá, 5-7 verk hjá
hveijum. Þessi ,jöfnunarregla“
finnst mér í hæsta máta vafasöm.
Þeir sem mikið hafa unnið og eiga
langan starfsferil að baki njóta
sín hér illa. Ur þessu hefði verið
auðvelt að bæta. Ritnefndin hefði
þurft að fá lista yfir öll hönnunar-
verkefni viðkomandi arkitekts og
hann beðinn að merkja við þau
verkefni (5-7) sem hann vildi láta
geta. Þá hefði frásögnin getað
verið eitthvað á þessa leið: „X
hefur unnið 70 (ef svo var) mis-
munandi hönnunarverkefni og eru
þessi helst: ...
Þá hygg ég að hætt sé við að
sumir hafi haft tilhneigingu til að
fylla upp í „kvótann“, þó að ekki
hafi ávallt verið næg tilefni til
þess.
Svipað er að segja um upptaln-
ingu ritverka og í fyrsta tilvikinu.
Þar hefði mismunur afkasta þurft
að koma betur í ljós.
Þriðja atriðið er kannski veiga-
mest. Segjum að ungur arkitekt
(A) ráðist til starfa hjá reyndum
og þekktum arkitekt (B). B er
falið tiltekið hönnunarverkefni.
Hann teiknar það, en A vinnur
að útfærslu verksins ásamt B og
undir stjórn hans. Er rétt að A
telji slík verk i æviskrá sinni án
þess að skýrt komi fram að hann
er aðeins starfsmaður en ekki
höfundur? Hér sýnist mér stund-
um vanta á skýrleika í æviskrán-
um þar sem ég hef getað komið
samanburði við.
Arkitektatal er vel útgefin bók.
Myndefni er mikið og yfirleitt
gott, frágangur vandaður og
prentvillur næsta fáar.
Sigurjón Björnsson
Lensidælur
Sjódælur
Brunndælur
Spilverk -
Sig. Sveinbjörnsson ehf.
Skemmuvegi 8, 200 kóp.
Sími 544-5600 Fax: 544-5301
Barnamyndatökur
PÉTUR PÉTURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
Laugavcgi 24 101 Reykjavík
Sími 552 0624
AGFA