Morgunblaðið - 06.11.1997, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Réttur launafólks
á vinnumarkaðnum
SVO virðist sem
það færist mjög í
vöxt að fólki sem
stundar launavinnu,
finnist það beitt
ýmsu óréttlæti í sam-
skiptum við atvinnu-
rekendur og stjórn-
endur. Æ algengara
»-er að heyra fólk lýsa
næsta ótrúiegum at-
burðum í samskipt-
um við þessa aðila.
Þegar svo er spurt á
hvaða vinnustað það
vinni, má sjá skelf-
ingarglampa koma í
augu þess um leið og
það segist ekki þora
að segja það. Ef upp komist að
það hafi „kjaftað frá“ verði það
örugglega rekið úr vinnunni. -
Hér er ekki verið að lýsa aðstæð-
um fólks í vanþróuðum ríkjum eða
hópum sem ofsóttir eru í svoköll-
uðum þróuðum ríkjum. Hér er
,verið að lýsa aðstæðum sem virð-
'ast raunveruleiki mikils fjölda al-
menns launafólks á íslandi.
Hvernig skyldi standa á að það
skelfilega óréttlæti sem fólkið lýs-
ir, er látið þrífast hér í þjóðfélagi
sem kallar sig réttarríki, sem virði
mannréttindi og kristileg viðhorf.
Lög og reglur
Þegar skoðuð eru lög og reglu-
gerðir sem leiðbeina eiga um sam-
skipti aðila á vinnustað, kemur í
ljós að næsta lítið er um atriði sem
vemda rétt starfsmanna til vinnu
sinnar. Atvinnurekandi getur því,
ef honum sýnist svo, látið geð-
vonsku sína bitna á starfsfólki sínu
án þess að það valdi honum erfið-
leikum. Hann getur þvælt því úr
einu vinnufyrirkomulagi í annað
og látið það vera í fullkominni
óvissu um hvort eða hvenær það
eigi að mæta til vinnu næst.
Samkæmt lögum eða reglugerðum
hefur starfsmaðurinn ekki nokk-
urn virkan andmælarétt. Mótmæli
hann framkomu atvinnurekanda
eða stjórnanda, er það bein ávísun
á uppsögn án allra skýringa. Rétt-
ur atvinnurekandans til að segja
starfsmanni upp störfum virðist
afar skýr. Hann þarf enga ástæðu
að gefa fyrir uppsögninni. Þarna
liggur augljóslega afar alvarleg
meinsemd í löggjöf okkar um rétt-
indi og skyldur á vinnumarkaðn-
um. Meinsemd sem margir at-
vinnurekendur notfæra sér ótæpi-
lega og valda með framferði sínu
því ástandi sem að framan er drep-
ið lítillega á.
Guðbjörn
Jónsson
Framkoman
mismunandi eftir
atvinnugreinum
Líklegt er að fram-
koma atvinnurekenda
og stjórnenda sé mis-
munandi eftir atvinnu-
greinum. Það er þó úr
ótrúlega mörgum
greinum sem maður
heyrir sömu sögurnar
um ótuktarlega fram-
komu gagnvart starfs-
fólki. I engri atvinnu-
grein virðist þetta þó
eins algengt og í starf-
semi veitinga- og
skemmtistaða. Þar
jaðrar á mörgum stöðum við að
framkoman jafnist á við þræla-
hald. Ég vil ekki halda því fram
að ástandið sé svona slæmt vegna
þess að þeir aðilar sem stunda
þennan atvinnurekstur séu bein-
línis svona slæmt fólk. Heldur sé
þetta fyrst og fremst vegna afar
takmarkaðrar faglegrar þekking-
ar á þeirri starfsemi sem það
stundar. Mikið virðist um að
rekstraraðilar veitinga- og
skemmtistaða hafi enga skýra
mynd af starfsemi sinni og hafi
afar takmarkaða þekkingu á þeim
lögum, reglum og kjarasamning-
um sem reksturinn þarf að fara
eftir. Allt þetta virðist valda því-
líkri streitu hjá rekstraraðilunum,
að þeir verða nánast óhæfir til
mannlegra samskipta við starfs-
fólk sitt. Slíkri streitu fylgir ávallt
Starfsfólk veitinga- og
skemmtistaða, segir
Guðbjörn Jónsson,
getur ekki lengur búið
við það réttleysi sem
það hefur þurft að þola.
mikil geðvonska, sem þeir láta
bitna á starfsfólkinu, sem getur
ekki borið hönd fyrir höfuð sér.
Það virðist nefnilega hafa gleymst
að gera ráð fyrir þeim þætti mann-
réttinda við lagasetningu um sam-
skipti aðila á vinnumarkaði. And-
mælaréttur launafólks, gegn
óheiðarlegum aðdróttunum að
mannorði þess, ruddalegri fram-
komu eða andlegu ofbeldi, er ekki
til í löggjöf um samskipti aðila
vinnumarkaðarins. Er okkur stætt
á að láta slíkt viðgangast?
Hvers vegna eru
svo margir óhæfir?
Eðlilegt er að spyija hvers
vegna svo margir óhæfir aðilar
séu í rekstri veitinga- og skemmti-
staða? Hluti af skýringunni er ef
til vill sá að lög um þessa starf-
semi eru afar ófullkomin og ekki
sniðin að þeim veruleika sem við
okkur blasir í dag. Þau eru frá
því fyrir leyfi til sölu sterks bjórs
hér á landi. Sú breyting varð upp-
spretta hinnar miklu fjölgunar
veitingastaða. Lög þessi uppfylla
því ekki þær kröfur sem þarf að
gera til löggjafar fyrir þá starf-
semi sem nú er rekin. Hinn þáttur-
inn er hið augljósa viljaleysi þeirra
aðila sem sinna leyfisveitingum
og framfylgja eiga eftirliti, til að
framfylgja þeim lögum sem þegar
eru fyrir hendi. Þannig hefur t.d.
lögreglustjóraembættið í Reykja-
vík, sem fer með leyfisveitingar,
margoft sniðgengið þau lög og
reglugerð sem það á að vinna eft-
ir. Vinnueftirlitið hefur einnig
hunsað beiðnir um úrbætur vegna
atriða sem augljóslega ættu að
varða lokun staða þar til úrbætur
hafi farið fram og veitt starfsleyfi
til staða sem ekki uppfylla skil-
yrði um starfsmannaaðstöðu
samkv. lögum nr. 46/1980. Heil-
brigðiseftirlitið virðist heimila
starfsemi aðstæðum sem eru langt
frá þeim reglum sem það á að
fara eftir. Þegar kvörtun er borin
fram, er manni í besta falli ekki
svarað, eða manni er sagt að
skipta sér ekki af því sem manni
komi ekki við.
Hvers vegna
er þetta svona?
Ekki kann ég svör við því, en
augljóslega er hér á ferðinni
ástand sem verður að breytast.
Starfsfólk veitinga- og skemmti-
staða, sem að miklum hluta til er
ungt fólk að hefja sína fyrstu
göngu á vinnumarkaðnum, getur
ekki lengur búið við það réttleysi
sem það hefur þurft að þola und-
anfarin ár. Það veldur alvarlegum
skemmdum á hugsunarhætti ungs
fólks að lenda í þeim ótuktarskap
sem alltof víða viðgengst á þessum
vinnustöðum. Þessum vanda verð-
ur að bregðast við, því allt órétt-
læti sem látið er afskiptalaust,
vindur upp á sig og eykst. Það
er lögmál mannskepnunnar að
ganga sífellt lengra út á braut
Glæstar vonir
ÞEGAR ég kom í skól-
ann minn til kenna á
þriðjudaginn eftir hina
umtöluðu „kjaravið-
reisn“ kennara spurðu
nemendur mínir mig
hvort við kennaramir
værum nú ekki him-
insælir með þessa stór-
kostlegu Iaunahækkun.
Mér varð í fyrstu svara-
fátt en mundi svo eftir
dálitlu sem gerðist þeg-
ar ég var lítil stelpa.
Tvær dúkkur
Við vorum tvær vin-
konur sem áttum að fá
eins dúkkur að gjöf frá
útlöndum. Mamma mín sagði mér
að dúkkan yrði ábyggilega falleg
og vönduð en mamma vinkonu
minnar sagði henni að dúkkan yrði
stórfengleg. Gæti sennilega lagt
aftur augun, yrði lokkaprúð og stór
og gæti bæði gengið og talað. Þeg-
ar við fengum dúkkumar gladdist
ég innilega en vinkona mín fór að
gráta og tók dúkkuna sína aldrei í
sátt. Samt voru dúkkurnar ná-
VINDUFOTUR
Steinunn Ösk
Kolbeinsdóttir
I ™ - HÚSGÖGN
SíSumúla 30 - Sími 568 6822 |
Arnarberg ehf.
Fossháls 27, Draghálsmegin
Sirri 567 7557 • Fax 567 7559
kvæmlega eins. Svo
útskýrði ég fyrir
krökkunum að svona
hefði þetta verið með
þennan nýja kjara-
samning og okkur
kennurunum liði nú
eins og vinkonu minni
sem ekki gat glaðst
yfir nýju dúkkunni
sinni. Fólk sem við
höfðum treyst til að
berjast fyrir því að
bæta kjör okkar hafði
fullvissað okkur um að
nú væri loks komið að
því. Nú myndi staða
okkar lagast í eitt
skipti fyrir öll, við
myndum endurheimta virðingu okk-
ar og yrðum stétt sem gæti séð
fyrir sér.
Nýr samningur
eftir fimm ár?
Því miður sé ég ekki að þessi nýi
kjarasamningur muni standist
væntingar okkar, langt því frá.
Hafí síðasti samningur verið kallað-
ur „hrukkusamningurinn" gæti
þessi nýi eins kallast „snuddusamn-
ingurinn“. í þetta skipti er dúsan
sú að bæta kjör nýliðanna, síðast
var það gamlingjanna og miðju-
mennirnir sitja alltaf eftir. Hann
mun ekki breyta kjörum okkar svo
neinu nemur hvernig sem ég reikna
fram og til baka. Eg sé fyrir mér
að eftir þijú ár mun sama þrefið
byrja aftur og að það taki áreiðan-
leg tvö ár að semja þá eins og núna
og þá munum við fá nýjan samning
eftir 5 ár og allir verða orðnir hund-
leiðir á vælinu í kennurum. Þá verð
ég með u.þ.b. 130.000 kr. í mánað-
arlaun sem er það sama og sam-
kennara mínum var boðið í byijun-
arlaun fyrir starf í sérverslun í
Reykjavík nú í haust. Eftir 5 ár
verð ég komin með 23 ára starfs-
reynslu, verð 45 ára og mun sjá
Hvers vegna svona
samning einu sinni enn,
-----------------z----
spyr Steinunn Osk
Kolbeinsdóttir, og
hvers vegna brugðust
glæstar vonir okkar
kennara?
fram á að möguleikar mínir til að
sjá fyrir mér með kennslu verða
jafnlitlir og oftast áður.
Hvers vegna eina ferðin enn?
Þegar ég hef komist að þessari
niðurstöðu hlýt ég að spyija: Hvers
vegna svona samning einu sinni enn
og hvers vegna brugðust glæstar
vonir okkar kennara? Mig langar
að velta þessu ofurlítið fyrir mér
og finna einhveijar skýringar því
ekki eru þau svör sem þegar hafa
komið fram sérlega sannfærandi.
Eins og allir vita skilaði vinna
sveitarstjórnarmanna og kennara
til að finna nýjar leiðir í skipulagn-
ingu skólahalds og vinnutíma kenn-
ara ekki árangri, þrátt fyrir fullan
vilja til breytinga. Það var svo sem
ekki nema von, þetta átti að vinna
í sumar þegar allir voru á leið í
sumarfrí og eflaust hefur þeim sem
þetta áttu að gera þótt hundleiðin-
legt að hanga yfir þessu yfir sumar-
tímann. Launanefnd sveitarfélag-
anna hefur aðallega eytt tíma sínum
í að hanga yfir launaseðlum kenn-
ara og undrast það hvers vegna
sumir kennarar hafa svo ótrúlega
há laun, sumir næstum jafnhá og
þeir sjálfir! Ég held að þarna sé
komin að hluta til skýring á því
hvernig fór. Samninganefndimar
hafa alveg gleymt sér yfír launa-
seðlum kennara sem hafa yfirvinnu
og það mikla og reiknað allt út frá
spillingar, sé það ekki stöðvað af
reglum og eftirliti. - Það er nokk-
uð ljóst að á undanförnum árum
hafa mörg hundruð einstaklingar
tapað verulegum fjármunum
vegna ógreiddra - eða of lágra
launa, fyrir störf sín á veitinga-
og skemmtistöðum. Þótt launainn-
heimtur, sem framkvæmdat hafa
verið hjá Félagi starfsfólks í veit-
ingahúsum, hafi numið mörgum
milljónum á hveiju ári, er líklegt
að aðeins lítill hluti þeirra starfs-
manna sem svindlað er á, leiti
réttar síns og láti innheimta hin
réttu laun. Svindlið felst nefnilega
ekki eingöngu í því að greiða ekki
launin, heldur einnig í því að
greiða mun lægri laun en heimilt
er samkvæmt íslenskum lögum. -
Einnig hefur fólk staðið frammi
fyrir því, eftir að hafa starfað á
svona vinnustöðum i marga mán-
uði, að vera búið að tapa rétti til
fullra atvinnuleysisbóta. Astæðan
er sú að það hefur ekki fengið
vinnu sem svarar fullum vinnu-
degi, eða ákveðnu hlutastarfi,
heldur þurft að sæta duttlungum
fákunnandi atvinnurekanda um
hvenær það fái að vinna. Þetta
ástand hefur einnig lokað mögu-
leikum þess til að ráða sig í aðra
vinnu, samhliða ákveðnu hluta-
starfi á veitinga- eða skemmti-
stöðum. Fólk sem lendir í svona
aðstæðum er í virkilega alvarleg-
um erfiðleikum. Þessara aðstæðna
er hvergi getið í reglum eða lögum
og verður þetta fólk því óhjá-
kvæmilega að sækja viðbótar
framfærslu sína til Félagsmála-
stofnunar. Er hugsanlegt að þetta
sé umhverfið sem við viljum láta
ungmenni okkar alast upp við?
Þ.e. að þau séu vanvirt og beitt
andlegu ofbeldi á sínum fyrstu
sporum á vinnumarkaði?
Höfundur er starfsmaður Félags
starfsfólks í veitingahúsum.
því. Einn í forystunni lét meira að
segja hafa eftir sér að tapið af því
að fara í verkfall yrði svo rosalegt
að það myndi aldrei borga sig vegna
þess að þá myndum við tapa yfir-
vinnunni. Þeir sem vinna mikla yfir-
vinnu fórna meiru en hinir og eru
því síður tilbúnir að fara í verkfall.
Gífurlegur tekjumunur
kennara
Það er alveg ljóst að það sitja
ekki allir kennarar við sama borð
þegar kemur að yfírvinnu og tekju-
munur í kennarastéttinni er gífur-
legur. Við því er í sjálfu sér ekkert
að segja, ég get öfundað þessa kenn-
ara sem virðast sumir fá ómælda
yfirvinnu. Hins vegar verð ég að
segja það að sveitarfélög sem vilja
kaupa mikla yfirvinnu af kennurum
eru etv. ekki að gera mjög hagstæð
kaup. í fyrsta lagi er yfirvinnan dýr
og það er alveg furðulegt hvernig
fólk sem hefur 45 tíma vinnuskyldu
á viku getur að auki unnið mjög
mikla yfírvinnu. En „nauðsyn brýtur
lög“ eins og einhvern tíma var sagt
og kennarar neyðast til að taka
hvað eina sem í boði er til að geta
lifað. En þetta er menntun í landinu
ekki til framdráttar. Hvað eru sveit-
arfélögin að kaupa?
Ég held að sveitarfélögin þurfi
að velta því verulega vel fyrir sér
ef auka á gæði skólastarfsins og
stuðla að framþróun. Ég held að
kennarar ættu að hætta að vera
með þennan tvískinnung og fara
að beijast fyrir því að við getum
lifað af því að vera í fullu starfi.
Það var sú von sem ég bar í bijósti
þegar farið var út í þessa samn-
inga. Ég vil geta sinnt kennslu af
metnaði og ég vil fá fyrir það laun
sem ég þarf ekki að skammast mín
fyrir. Það eru margir í okkar stétt
sem eiga þess ekki kost að fá yfir-
vinnu, verða að geta lifað af dag-
vinnulaunum. Ég skora á kennara
að hafa það í huga þegar þeir greiða
atkvæði um nýgerðan kjarasamn-
ing.
Höfundur er kennari og býr á
Hvolsvelli.