Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 44

Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hveragerði: Bær í gíslingii FORSETI bæjar- stjómar í Hveragerði, Gísli Páll Pálsson, og Einar Mathiesen, bæj- arstjóri, hafa enn ekki svarað grein minni frá því í sumar um málefni og stöðu Hveragerðis undir stjórn minni- hluta H-listans, sem koltapaði síðustu bæj- arstjómarkosningum í Hveragerði, en steig upp svo að segja á þriðja degi fyrir til- verknað bæjarstjórans og félaga hans. Minni- Janus hlutinn í Hveragerði Bjarnason tók því fagnandi að vera kvaddur til bæjarstjómar- starfa af „andstæðingum" sínum, sem gengu til klofningsverka í eig- in flokki af fullri einurð. Samt bendir ýmislegt til þess hina síð- ustu mánuði, að fulltrúar H-listans sitji í meirihluta/minnihluta stöðu sinni eins og gíslar, enda fá þeir ekkert að vita hvað bæjarstjórinn og félagar em að bralla og láta sig það kanski engu skipta. Kjós- endur í Hveragerði velta því nú fyrir sér hvort skynsamlegt sé fyr- ir Hvergerðinga að gera forstjóra skattlausrar stofnunar að valda- manni í bæjarfélaginu. Þessi mað- ur hefur sýnt að honum er ekki treystandi í samstarfi. Vafasöm afnot fasteigna Það er deginum ljósara að Dval- arheimilið Ás er undanþegið ýms- um gjöldum til bæjarfélagsins. Það á m.a. Frumskóga 15, heimili Gísla Páls, en húsið er 15,7 milljónir kr. að brunabótamati. Ás á Heiðmörk 36, heimili Einars Mathiesen, bæj- arstjóra, metið á 9,4 milljónir kr. Ás á Varmahlíð 6, heimili forstjóra Grundar, sem er dóttir Gísla Sigurbjömsson- ar og móður Gísla Páls, metið á 9,1 millj- ón kr. Dvalarheimilið á Hverahlíð 4, bústað ekkju Gísla Sigur- bjömssonar, metið á 33,5 milljónir kr. og Ás á Hverahlíð 8, sem er bústaður dóttur Gísla Sigurbjömsson- ar, metið á 5,8 milljón- ir kr. Á þessu sést að þessar fasteignir era til einkanota fyrir stjómendur fyrirtæk- isins og útleigu til vina þeirra. Spurt er hver borgi rekstur og við- hald þessara húsa? Greiða fjöl- skyldumeðlimir sem nota húsin þessi gjöld, eða getur verið að öllu sé blandað í rekstur Dvalarheim- ilisins? Er það þá ríkið og gamla fólkið sem greiðir fyrir lúxus þessa fólks? Skyldi fleira vera greitt fyr- ir þessa fjölskyldu með gjöldum gamla fólksins? Beggja vegna borðsins Menn spyrja gjarnan hvort það sé ekki siðlaust að hýsa bæjarstjór- ann, Einar Mathiesen, í húsi sem er í eigu Dvalarheimilisins Áss og úthýsa þess vegna öldruðu fólki? Á nýja hjúkranarheimilið, sem byijað er að rísa í Hveragerði, að borga reksturinn af íbúðum sem notaðar eru í einkaþágu? Rétt er að geta þess að í gegnum tíðina hefur Dvalarheimilið Ás gefið peninga til ýmissa mála í Hveragerði s.si félagasamtaka, en nú þegar Gísii Páll situr í stóli æðsta manns bæjarfélagsins og þarf að sækja Fjórmenningarnir völdu samstarf við pólitíska andstæðinga, segir Jan- us Bjarnason, fremur en frið í eigin samfélagi. til kjósenda til að halda völdum, er staða hans mjög vafasöm. Þekktar era aðferðir Gísla Páls, sem beitt hefur verið við ýmsa starfsmenn og verktaka. Öhjá- kvæmilega situr Gísli Páll þar beggja megin borðsins. Og kann því miður ekki með það vald að fara. Kusu fremur samstarf við pólitíska andstæðinga en frið í eigin félagi Ekkert skortir á það að klofn- ingsfólk á D-listanum í Hveragerði hafi fengið nógar aðvaranir. Á aðalfundi Ingólfs í Hveragerði var hinn 30. október 1996 samþykkt eftirfarandi áskorun: „Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs skorar á fulltrúa Sjálfstæðismanna í Bæjarstjórn Hveragerðis að slíta tafarlaust samstarfi við H-listann.“ Aðalfundurinn var sá allra fjöl- mennasti sem haldinn hefur verið í félaginu frá upphafi. Fyrrgreind áskorun var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Einn var á móti. Gerð var tilraun til að fá fulltrúana til að hlíta áskorun fé- lagsmanna, en hún bar ekki árang- ur. Bæði stjórn félagsins og þing- menn gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá fulltrúana til að koma til móts við félagið, og standa við úrslit kosninganna og síðast en ekki síst, þegar engar tillögur komu frá þeim um sættir, var á félagsfundi í apríl sl. samþykkt til- laga með miklum meirihluta at- kvæða, að víkja fjórmenningunum úr félaginu. Það er alveg ljóst að fjórmenningarnir völdu fremur samstarf við pólitíska andstæðinga en frið í sínu eigin félagi. Hj úkrunarheimilið og H-listinn Það var mér sem öðrum Hver- gerðingum mikið gleðiefni þegar fréttist að leyfi hefði fengist til reksturs hjúkrunarheimilis í Hveragerði. En þegar fyrrverandi fulltrúar D-listans kynntu þessa fyrirhuguðu framkvæmd varð mér hugsað til þess hvort það hefði þá hugsanlega alls ekki verið byggt hjúkranarheimili hefði H-listinn unnið síðustu kosningar? Krukkað í bókhaldið Skyldi það hafa farið framhjá bæjarbúum að Hveragerðisbær ætlar að taka lán upp á tólf milljón- ir króna til framkvæmda. Eigi að standa við allar þær framkvæmdir, sem sagt hefur verið frá, er ljóst að sú lántaka dugar skammt, en ef til vill stígur einhver á brems- una, t.d. H-listinn. Og nú hefur komið í ljós að bæjarstjórinn hafði upp á sitt einsdæmi hækkað út- seldan taxta á vélum og mönnum í áhaldahúsi til Veitustofnunar Hveragerðis áður en sú hækkun kom til umræðu hjá bæjarstjórn. Þetta gerir hann m.a. til að fá verulegar viðbótartekjur í bæjar- sjóð úr sjóðum Hitaveitu og Raf- veitu. Óheimil innheimta Samkvæmt rekstrar- og fram- kvæmdayfirliti bæjarsjóðs Hvera- gerðisbæjar fyrir árið 1997 á að innheimta 10,912 milljónir króna í vatnsskatt. En í rekstur vatns- veitu er gert ráð fyrir að fari 4,215 milljónir króna. Það á því að inn- heimta 6,7 milljónir króna umfram rekstrar- og stofngjöld ársins 1997 í vatnsskatt, en árið 1996 voru tekjur af þessum skatti 6,8 milljón- ir króna og árið 1995 var þessi tala 4,6 milljónir króna. Samtals Á að svelta til sameiningar? í MORGUNBLAÐINU 29. októ- ber sl. er grein eftir Árna Sigfússon borgarfulltrúa og ágætan sam- starfsmann minn í stjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur. Ég er sammála því meginefni greinar Árna að ýmsar hættur felist í hugmyndinni um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Hins vegar stenst ekki kenning hans um tengsl borgar- stjóra við sameiningarhugmyndirn- ar. Árni skrifar: „Nú hefur Ingi- björg Sólrún gengið í bandalag með miðstýringarsinnuðum yfirvöldum heilbrigðismála í landinu og skrifað 'v*'- undir samninga sem reynast nú vera fyrsta skrefið í sameiningu sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkis- spítala." Það er út í hött að túlka aðkomu Ingibjargar Sólrúnar að málinu á þann veg að hún hafi verið að vinna að sameiningu spítal- anna. Hafí borgarstjóri gerst sam- einingarsinni með samningi þeim sem Árni vísar til á sú nafnbót einn- ig við um flokkssystkin hans þau Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Ingu Jónu Þórðardóttur sem samþykktu samninginn í borgarráði 3. septem- ber á síðasta ári. Aðdragandi samkomulags Samkomulagið sem Árni hefur í huga var gert á milli borgarstjóra, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og fjármálaráðherra í ágúst- lok 1996. Frá því að Alþingi af- ?!■ Treiddi fjárlög fyrir það ár með u.þ.b. 400 milljón króna fjárvöntun Sjúkrahúss Reykjavík- ur stóðu stjórnendur spítalans og borgar- innar í strangri baráttu fyrir auknum ijárveit- ingum jafnframt því sem ákveða þurfti sársaukafullar sparn- aðaraðgerðir á nýsam- einuðum Borgarspítala og Landakoti. Fjár- mála- og heilbrigðis- ráðuneyti vora óhemju treg til að viðurkenna og bregðast við fjár- þörf sjúkrahússins. Viðkvæði heilbrigð- isrððuneytisins var gjarnan að spara mætti fleiri hundrað milljónir ef ekki milljarða með því að sam- eina sjúkrahúsin í Reykjavík. Nefnd var í því sambandi skýrsla erlendra ráðgjafa frá árinu 1991 en hún var liður í stefnumótunarvinnu Ríkis- spítalanna. Engin hagkvæmniút- tekt hafði verið gerð, enda skýrslan aðeins fyrsti áfangi af fleirum sem áætlaðir voru en aldrei unnir. Þrátt fyrir það virtust heilbrigðisyfirvöld haldin þeirri staðföstu trú að lausn- in á fjárhagsvanda sjúkrahúsanna í Reykjavík fælist í sameiningu þeirra. Borgarstjóri og fleiri lýstu því yfir að engu væri líkara en svelta ætti Sjúkrahús Reykjavíkur til sameiningar án þess að fara frek- ar ofan í saumana á því hvort sam- eining væri æskileg eða það sem menn vildu. Athugun í stað trúarbragða Það var ekki fyrr en í ágústlok 1996 sem samkomulag náðist við ráðherrana um að Sjúkrahús Reykjavíkur fengi viðbótarfé í rekstur þess árs. Skiptimyntin fyrir pen- ingana vora ákvarðanir um vissar breytingar á starfsemi sjúkrahússins og verkaskiptingu á milli þess og Ríkisspít- ala. I samkomulaginu var líka ákvæði um að fá ráðgjafar- fyrirtæki til þess að gera athugun á kostum og göllum þess að sam- eina sjúkrahúsin í Reykjavík og e.t.v. fleiri sjúkrahús. Ráðgjafamir áttu að meta breytingar á rekstrarkostn- aði, nauðsynlegar fjárfestingar sem sameining hefði í för með sér og faglegar afleiðingar. I fundargerð borgarráðs frá fundinum sem sam- þykkti samkomulagið er enga at- hugasemd að finna við þetta ákvæði frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa sjálfsagt verið sammála borgarstjóra um það að viturlegra væri að takast á um stefnumótun í heilbrigðisþjónustunni með sæmi- legar upplýsingar og rök í farteskinu en að skylmast með lítt rökstuddum trúarsetningum. Kristin Á. Ólafsdóttir Ráðgjafarnir, sem fengnir vora til að gera ofangreinda athugun, hafa nú skilað skýrslu og kynnt þá niðurstöðu sína að rétt sé að sam- eina sjúkrahúsin. Við Ámi eram ein- huga um það að rök skýrsluhöfunda fyrir niðurstöðunni séu með öllu ófullnægjandi og höfum bókað þar um i stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur. í greininni í Morgunblaðinu segir Árni að sameining sjúkrahúsanna sé hafin á bak við tjöldin án þess að stjórnir sjúkrahúsanna eða Al- þingi hafi átt kost á að ijalla um Við Árni erum einhuga um það, segir Kristín A. Olafsdóttir, að rök skýrsluhöfunda fyrir sameiningu sjúkrahús- anna séu ófullnægjandi. málið. Ekki veit ég til hvers Árni er þarna að vísa en víst er að borg- arstjóri er og hefur verið ötull bar- áttumaður þess að skipulagsmál sjúkrahúsanna fái eðlilega og vand- aða umfjöllun. M.a. sendi borgar- stjóri formönnum fjárlaganefndar og heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis erindi í byijun september með hugmynd um hvemig standa mætti að skipulagðri umræðu um þessi mál. í bréfi borgarstjóra segir m.a.: „Vönduð og málefnaleg skoð- anaskipti eru nauðsynlegur undan- fari pólitískra ákvarðana í heil- brigðismálum og niðurstöðurnar munu snerta alla landsmenn með einum eða öðrum hætti. Að skoð- anaskiptum í þessu máli þurfa að koma þingmenn og sveitarstjórnar- menn, stjómendur sjúkrahúsa, full- trúar ráðuneyta heilbrigðis- og fjár- 18 milljónir á þremur áram. Sam- kvæmt lögum er þessi aðferð við að innheimta gjöld af skattborgur- um ekki heimil. Valdatafl og undirferli Það voru einmitt slík afskipti bæjarstjórans sem fyrrverandi for- seti bæjarstjórnar vildi koma í veg fyrir, þegar hann gekk frá ráðn- ingu hans með því skilyrði, að bæjarstjórinn framkvæmdi ekkert nema samkvæmt samþykki bæjar- stjórnar. Einar byijaði mjög snemma að fá til liðs við sig bæjar- ráðsmennina Hafstein Bjamason og Gísla Pál í að sniðganga þáver- andi forseta bæjarstjómar. Fyrir kosningamar var sérstaklega um það talað í hópi okkar sjálfstæðis- manna, að kjörnir fulltrúar félags- ins í bæjarstjórn tækju ákvarðanir ef þeir næðu meirihluta og bæjar- stjórinn yrði starfsmaður bæjar- stjórnar allrar. Geðdeildin gefur betur Hveragerði er lítið bæjarfélag, sem nýtur þess að nokkra að vera í nálægð við Reykjavík og þess vegna á öflugu markaðssvæði. Bæjarfélaginu er að ýmsu leyti íþyngt með velferðarstofnunum, sem ríkið greiðir með að hluta og hlífir við skattheimtu. Þau fríðindi koma niður á rekstri bæjarsjóðs. í fyrri grein minni um þessi mál spurði ég margra spurninga um einkanot fjölskyldu frú Helgu Björnsdóttur af eignum fyrirtækj- anna Grundar og Áss. Þeim spum- ingum hefur ekki verið svarað. Og enn er ástæða til að spyija hvaða ávinningur það er fyrir Hvera- gerði, að hér skuli færðir til geymslu á vegum Grundar og Áss sjúklingar t.d. frá geðdeildum og öðrum slíkum stofnunum, líklega um hundrað manns, og þeim rekstri blandað saman við rekstur elliheimilis án nokkurra hliðarráð- stafana? Höfundur er formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Hveragerði. mála og ef til vill fleiri." Það er misskilningur sem fram kemur í grein Árna að ráðinn hafi verið sameiginlegur starfsmanna- stjóri fyrir Landspítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur. í samræmi við títtnefnt samkomulag hafa sjúkrahúsin ráðið starfsmann sem m.a. á að vinna að því að fram- kvæmd kjarasamninga verði betur samræmd á milli sjúkrahúsanna en verið hefur. Hann á í störfum sínum að hafa samráð við starfsmanna- stjóra beggja sjúkrahúsanna. Harkan í ríkisvaldinu Við Árni Sigfússon þekkjum mætavel þá ströngu baráttu sem forsvarsmenn Sjúkrahúss Reykja- víkur hafa þurft að standa í við ríkisvaldið til þess að fá fjármuni fyrir þeirri þjónustu sem ætlast er til að sjúkrahúsið veiti. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri hefur beitt sér með oddi og egg í þeirri baráttu og nokkur árangur hefur náðst en þó hvergi nægjanlegur. Slík hefur harkan í ríkisvaldinu verið og virð- ist ekki ætla að linna þegar horft er til fjárlagafrumvarps næsta árs. Þar blasir hrollvekja við sjúkrahús- unum í Reykjavík. Ég vil treysta því að við fulltrúar Reykjavíkur- borgar og Sjúkrahúss Reykjavíkur beijumst áfram samhent fyrir möguleikum sjúkrahússins á að veita þjónustu sem er Reykvíking- um og öðrum landsmönnum nauð- synleg og til sóma. Hlutverk Árna Sigfússonar í þeirri baráttu hlýtur m.a. að vera að fá samflokksmenn sína í ríkisstjórn og á Alþingi ofan af vinnubrögðum sem gætu svelt sjúkrahúsin í Reykjavík i eina sæng. Höfundur er sljórnarformaður Sjúkrahúss Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.