Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 4 7
MINNINGAR
OLGA
KRIS TJÁNSDÓTTIR
+ Bjarnlaug Olga
Krisljánsdóttir
fæddist á Eskifirði
3. mars 1923. Hún
lést hinn 27. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Krislján Jóns-
son, útgerðarmað-
ur, f. 17.1. 1881, d.
7.5. 1957, og Mekk-
ín Guðfinna Bjarna-
dóttir, húsfreyja, f.
6.5. 1881, d. 29.12.
1965. Systkini Olgu
á lífi eru Guðrún
Helga, f. 1916, Eg-
ill, f. 1919, og tvíburabróðir
hennar, Jóhann Pétur, f. 1923.
Látnir eru Hallgrímur Þórar-
inn, f. 1908, d. 1986, Karl Guðni,
f. 1915, d. 1985, og hálfbróðir
sammæðra, Eyjólfur Eyjólfs-
son, f. 1905, d. 1960.
Olga giftist 25. desember
Ég sit hér í haustblíðunni í Berg-
en og horfi út um gluggann. Hugur-
inn er heima á íslandi eins og svo
oft áður, Stjáni afi á afmæli í dag
og við fengum pakka frá honum
og Olgu ömmu með póstinum, harð-
fisk og annað góðgæti að heiman.
Þau hafa verið dugleg að hafa sam-
band við okkur og senda okkur
glaðning þetta ár sem við höfum
dvalið hér. Þau sýna okkur áhuga
sem mér þykir vænt um, hvernig
Dalla gangi í framhaldsnáminu,
hvenig mér líki að hjúkra Norð-
mönnum og ekki síst hvernig litla
langömmu- og afastelan hafi það,
það er gaman að upplifa væntum-
þykjuna á milli þessara þriggja ein-
staklinga. í kvöld hringjum við til
þeirra en það varð aldrei af því.
Eftir nokkra daga komum við
litla dóttir mín heim til að vera við
útför Olgu ömmu. Þegar ég út-
skýrði fyrir Karen Eik að langafi
og langamma á Eskifirði hefðu lent
í bílslysi og amma hefði dáið, sagði
hún: „Aumingja afi, nú er hann
aleinn, en við getum farið til hans
og haldið utan um hann og svo
kemur prisninn og kyssir hana
ömmu mína og þá lifnar hún við.“
Ég get ekki annað en brosað inni
í mér við þessa hreinskilnu hugsun
fjögurra ára barns.
Það er margs að minnast þegar
sest er niður og hugsað um ömmu.
Góðar minningar frá barnæsku rifj-
ast upp, glettnin í augunum hennar
og inniíegur hlátur. Við á leið til
Eskifjarðar í heimsókn til ömmu
og afa, ég man andrúmsloftið í bíln-
um á leiðinni, fjörð eftir fjörð, til-
hlökkunin var mikil og ferðalagið
virtist stundum óendanlegt, og svo
kapphlaup okkar systkinanna út úr
bílnum í faðm afa og ömmu.
Amma var búin að lenda í mörgu
mótlæti og var oft þjáð af verkjum
eftir langvarandi veikindi, en upp
úr minningunni stendur myndarleg
kona sem hafði skemmtilegan húm-
or sem smitaði út frá sér gleði.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman, gleðina og
sorgina sem við deildum. Guð geymi
þig, elsku amma mín.
Þín,
Elinóra (Ella).
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi. Hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson.)
Þegar ég sest niður til að setja
á blað nokkur kveðjuorð, um Olgu,
reikar hugur minn til unglingsára
minna austur á Eskifirði, efst í
huga mér er þakklæti til þín, Olga
mín, fyrir það hvað þú varst ætíð
góð vinkona, og þótt ég væri fimm
árum yngri, sýndir þú mér ávallt
1943 eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Kristjáni V. Kristj-
ánssyni, f. 1919, fv.
rafveitustjóra á
Eskifirði. Þau eign-
uðust fjögur börn.
1) Friðrik, f. 6.5.
1943, d. 6.10. 1986;
2) Pál Egil, f. 23.9.
1949, búsettan á
Höfn í Hornafirði;
3) Þórunni Gyðu, f.
13.2. 1954, búsetta
á Eskifirði; 4) Krist-
ján, f. 4.4. 1962,
búsettan í Mos-
fellsbæ. Barnabörn Olgu eru tíu
talsins og barnabarnabörnin
tvö. Auk þess á Kristján son,
Þórð Kristin, f. 25.11. 1942,
búsettan í Keflavík.
Útför Olgu fer fram frá Víði-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
umburðarlyndi og þolinmæði, og
leyfðir mér stelpunni að fara með
þér, eitt og annað. Þá fékk ég að
reyna hvað þú varst skapgóð og svo
skemmtileg, sást ávallt broslegu
hliðarnar, á hveiju sem gekk, og
sá eiginleiki hvarf ekki frá þér þótt
árin liðu og þú mættir glíma við
veikindi, þú gerðir ekkert síður
góðlátlegt grín að sjálfri þér en ein-
hveiju öðru.
Já, heima við fjörðinn okkar eign-
aðist þú mann og fjögur börn, það
fyrsta lítinn yndislegan dreng, sem
ég fékk oft að passa, það veitti mér
ánægju, enda var Friðrik ykkar ein-
staklega góður og fallegur drengur,
en hann var burt kallaður í blóma
lífsins aðeins 43 ára gamall árið
1986.
Þótt árin séu orðin mörg síðan
ég fór frá Eskifirði, rofnaði sam-
band okkar ekki, þegar tækifæri
gafst heimsóttum við hvor aðra, og
í raun fínnst mér svo stutt síðan
við gerðum ýmislegt skemmtilegt
saman fyrir austan, fórum í beij-
amó, inn í bæ einsog það var kall-
að, eða út á sjó, á spegilsléttan
fjörðinn og nutum firðsældar og
fegurðar heimabyggðarinnar.
Fyrir allt þetta og vináttu þína
vil ég nú á kveðjustund þakka þér,
Olga mín. Mér þykir leitt að geta
ekki fylgt þér síðasta spölinn, við
Kristján sendum Kristjáni manni
þínum börnum og fjölskyldum inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessun Guðs leiði þig á nýjum
leiðum.
Nanna Helgadóttir.
Elsku amma mín, það er sárt að
sjá fram á það að geta ekki heim-
sótt þig í framtíðinni. Það er þó
huggun harmi gegn að vita af því
að nú hafa þjáningar þínar verið
linaðar, þú hefur loksins hlotið
hvíidina sem þú áttir verðskuldaða.
Þegar ég sit hér og riija upp þær
stundir sem við áttum saman er
mér það efst í huga hvað þú varst
alltaf góð við mig og hafðir áhyggj-
ur af því að mig vantaði eitthvað.
Það var alltaf hægt að ganga að
því vísu þegar ég kom að heim-
sækja ykkur afa að það var til eitt-
hvað gómsætt til í kexskápnum eða
búrinu - ef ekki, þá vildirðu helst
senda afa inní bæ eftir því. Það
rifjast líka upp þær nætur sem ég
fékk að gista hjá þér; venjulega
rákum við afa fram í herbergi svo
að ég gæti kúrt í hans rúmi. Þá
lágum við langt fram á rauða nótt
og töluðum um alla heima og geima,
þegar við vöknuðum hlógum við svo
hvort að öðru yfir því sem við töluð-
um upp úr svefni. Þú varst jafnan
iðin við að leggja mér lífsreglumar
þegar við lágum þama og spjölluð-
um, þú kenndir mér að vera alltaf
góður drengur og því mun ég aldr-
ei gleyma amma mín, svo lengi sem
ég lifí.
Ég vil enda þetta á bæninni sem
þú kenndir mér þegar við áttum
þessar stundir okkar saman. Elsku
amma, þú átt alltaf vísan stað í
hjarta mínu og ég mun aldrei
gleyma þér.
Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(H. Pétursson.)
Þinn
Arnar.
MAGNHILD ENGER
STEFÁNSSON
_j_ Magnhild Enger Stefánsson
fæddist í Noregi 7. nóvem-
ber 1910. Hún lést á Elliheimil-
inu Grund 26. október síðastlið-
inn. Foreldrar hennar voru
Emma og Emil Enger. Börn
þeirra voru tólf og eru þau öll
látin nema tvær systur.
Magnhild kom ung til ís-
lands, 2. apríl 1930. Hún vann
sem vinnukona á mörgum góð-
um heimilum eða til ársins 1935
er hún giftist Stefáni Stefáns-
syni, f. 19. apríl 1903, d. 25.
desember 1985. Stefán vann í
mörg ár í Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar, þar til hann
opnaði sjálfur bókaverslun á
Laugavegi 8. Þau eignuðust
tvær dætur: 1) Emma St. Gib-
bons, búsett í Bandaríkjunum,
gift Harlan C. Gibbons, þau eru
barnlaus en Harlan á þijú börn
frá fyrra hjónabandi. 2) Elsa
Stefánsdóttir, gift Garðari
Steingrímssyni, sonur þeirra er
Stefán Hinrik Garðarsson, bú-
settur í Þýskalandi. Elsa og
Garðar búa í Mosfellsbæ.
Bálför Magnhildar fór fram
í kyrrþey 3. nóvember.
Móðir mín, Magnhild, var ekki
allra, en hún var vinur vina sinna.
Hún var mjög ákveðin og dugleg.
Reyndust foreldrar mínir mér mjög
vel þegar ég fékk mænuveikina
árið 1955, heimsóttu mig daglega
þegar ég var á sjúkrahúsi. Þeim var
mjög annt um að ég fengi heilsu á
ný, sem varð því miður ekki.
Móðir mín var mjög fróð^ hafði
yndi af að lesa, kunni t.d. íslend-
ingasögurnar betur en margur ís-
lendingur. Það eru afskaplega ljúfar
endurminningar sem ég á úr æsku
minni, sérstaklega þegar við vorum
í sumarbústaðnum okkar sem var
við Grafarvog.
Hún fékk hægt og sársaukalaust
andlát, hún sofnaði.
Á kvöldin var sælt að sofna
við söng þinn um kærleika og frið,
og vakna um vorbjarta morpa
í vöggunni þér við hlið.
Það var helgistund sólþyrstrar sálar,
að sitja og fræðast af þér,
allt sem mannlífíð málar,
í minningarsjóðina fer.
Vort líf er vanda bundið,
þess verðgildi kærleikur er
og allt sem fegurst hef fundið
fann ég við hjartað í þér.
Ó, elskaða milda móðir,
mannlífsins göfgasta dís,
ef allir yrðu eins góðir
væri umhverfið Paradís.
(Geir G. Gunnlaugsson.)
Elsa Stefánsdóttir.
Crfisdrykkjur
GAPI-mn
Sími S55-4477
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
JÓN PÉTURSSON,
Stekkjarhvammi 4,
Búðardal
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
31. október.
Útför hans fer fram frá Hjarðarholtskirkju laug-
ardaginn 8. nóvember kl. 14.00.
Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna.
Sigurrós Sigtryggsdóttir,
Elín Sigurbjörg Jónsdóttir, Helgi Jóhannesson,
Sigtryggur Ómar Jónsson, Kolbrún Jóhannsdóttir,
Bryndís Rósa Jónsdóttir, Bergþór Guðmundsson,
Sigrún Ásta Jónsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær- maðurinn minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN ÓLAFUR SIGURÐSSON
frá Siglufirði,
Æsufelli 6,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 4. nóvember.
Valdís Ármannsdóttir,
Guðmundur Kr. Jónsson, Halldóra Pétursdóttir,
Sigurður Jónsson,
Björgvin S. Jónsson,
Steinunn K. Jónsdóttir,
Brynja Jónsdóttir,
Salbjörg E. Jónsdóttir,
Elísabet Þorvaldsdóttir,
Halldóra R. Pétursdóttir,
Freyr Sigurðsson,
Hallgrímur Jónsson,
Sigurður J. Vilmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma,
HANSÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hlévangi,
áður Suðurgötu 35,
Keflavík,
lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja miðvikudaginn 5. nóvember sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Ellert Eiríksson,
Eiríkur Guðnason,
Steinunn Guðnadóttir,
Árnheiður Guðnadóttir,
Vignir Guðnason,
Birgir Guðnason,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Þorgerður Guðfinnsdóttir,
Neville Young,
Jónas H. Jónsson,
Guðríður Árnadóttir,
Harpa Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær dóttir okkar og systir, barnabarn og
frænka,
GUÐBJÖRG MARÍA
GUÐBRANDSDÓTTIR,
lést á Barnaspítala Hringsins aðfaranótt ■
þriðjudagsins 4. nóvember.
Guðbrandur R. Axelsson, Margrét Andrelin Axelsson,
Unnur Ósk,
Richard Már,
Axel Eiríksson,
Columbio S. Mangubat Sr., Honoria V. Mangubat
og frændfólk.
+
Minn elskulegi eiginmaður, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
EINAR KRISTJÁN JÓHANNESSON
vélstjóri,
Klettahrauni 11,
Hafnarfirði,
er látinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þakkir til hjúkrunarfólks Landspítala og
St. Jósefsspítala,
Unnur Magnúsdóttir,
Einar Gunnar Einarsson,
Sigurður Geir Einarsson, Elísabet Ríkharðsdóttir,
Eva Katrín Sigurðardóttir,