Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 53

Morgunblaðið - 06.11.1997, Page 53
\ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997 53 1 J I J 3 I 3 I 4 4 4 í ( < < < < < < < FRÉTTIR Fyrsta ráðstefna sinn- ar tegundar á Islandi Á VEGUM heilsublaðsins í Apótek- inu hefst föstudaginn 7. nóvember samnefnd ráðstefna á Hótel Loftleið- um. Ráðstefnan sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi stendur til laugardagskvölds. Pjöldi fyrir- lestra verður þar fluttur og einnig umfangsmikil sýning á vegum fyrir- tækja sem þjóna apótekum. Ráð- stefnan er aðeins opin starfsfólki apóteka. Dagskrá hefst á ávarpi Sigurðar G. Jónssonar formanns Félags ís- lenskra lyfsöluleyfishafa. Þá syngur Kristín Sædal Sigtryggsdóttir óperu- söngkona við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar. Þvínæst verður pallborðsdagskrá um „Breytta ímynd apóteka og framtíðarsýn" með þátttöku apótekara bæði af höfuðborgarsvæðinu og af lands- byggðinni. Til landsins kemur dr. Raimo Hilt- unen prófessor í Lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskólann i Hels- inki. Dr. Hiltunen hefur ritað þrjár bækur um náttúrulyf og hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim. Telst hann meðal fremstu sérfræðinga á sviði náttúrulyíjafræði. Hér flytur hann fyrirlestur um „Virkni kísilsýru í örsvifi". Fundur á Spjallrás Veru FUNDUR verður á Spjallrás Veru fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Guðrún Jónsdóttir, starfs- kona þingflokks Kvennalistans, verður gestur Spjallrásarinnar, en hún hefur starfað fyrir Kvennalist- ann og kvennaathvörf á íslandi og í Noregi um árabil. Guðrún hefur kynnt sér nýja hugmyndafræði sem náð hefur fót- festu á Norðurlöndum og kallast samþætting (mainstreaming). í henni felst að stjómvöld kanni hvaða áhrif ákvarðanir þeirra muni hafa á stöðu kvenna og gæti þess að taka ekki ákvarðanir sem hafa slæm áhrif á þá stöðu, segir í fréttatilkynningu. Spjallrás Veru er undirflokur á heimasíðu Veru. Slóðin er: http://www.centrum.is/vera. Námskeið í áfallahjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga nám- skeiði í áfallahjálp og stórslysasál- fræði 10. og 11. nóvember nk. Kennt verður frá kl. 19-22 báða dagana. Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysasálarfræði og eru eldri en 15 ára. Aðrir fyrirlesarar verða: Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir, hjúkrunar- og nuddfræðingur sem ræðir um „Sveppasýkingar í leggöngum", Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringar- ráðgjafi nefnir sinn fyrirlestur „Er þjóðin að borða sig í hel?“, Ólafur Olafsson lyfjafræðingur fjallar um „Sýrutengda kvilla - greiningu og úrræði“, Kolbrún Einarsdóttir nær- ingarráðgjafi ræðir um „Næringar- drykki", Pétur Magnússon stud. pharm. fjallar um „Verkjalyf í lausa- sölu“, Björg Dan Róbertsdóttir tann- fræðingur er með umfjöllun um „Tannholdssjúkdóma", dr. Eiríkur Líndal sálfræðingur nefnir sinn fyr- irlestur „Betra að verða langlífari, þybbinn og frískur". Einnig verður á sýningunni dagskrá um framkomu og fatnað starfsfólks apóteka og tískusýning undir stjórn Önnu F. Gunnarsdóttur útlitshönnuðar. Á sýningunni í Apótekinu sýna um 40 fyrirtæki vörur sem boðið er upp á í apótekum, jafnt Iyf, heilsu- vörur, snyrtivörur og fjölmarga aðra vöruflokka og kynntar verða nýjung- ar. Veglegt ráðstefnurit er gefið út í tilefni af ráðstefnunni. Stjórnandi ráðstefnunnar er Ólafur M. Jóhann- esson. HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG ís- lands í samráði við Útflutningsráð íslands, Samtök iðnaðarins og iðn- aðarráðuneytið boðar til málþings um útflutning á heilbrigðistækni föstudaginn 7. nóvember á Hótel Sögu, sal A, og stendur frá kl. 13-17. Heilbrigðis- og lækningatækni er af margvíslegum toga og á seinni árum hafa þó nokkur íslensk fyrir- tæki hafið útflutning á lyfjum, stoð- tækjum og rafeindatækjum með góðum árangri. Tilgangur fundarins er m.a. að ljalla um þá þætti er nauðsynlegir eru til að ná árangri við útflutning á vörum og þjónustu í heilbrigðis- tækni. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- Á SÍÐASTLIÐNUM vetri stóðu raunvísindadeild HÍ og Hollvinafé- lag raunvísindadeildar að fyrir- lestraröðinni Undur veraldar þar sem ýmis fyrirbæri raunvísindanna voru matreidd fyrir almenning. Nú er röðin komin að læknisfræðinni og Hollvinafélag læknadeildar sér um lestrana í vetur. Sá fyrsti er nk. laugardag, 8. nóvember, í sal 3 í Háskólabíói og Umræða um spíritismann og kirkjuna ÞRIÐJI umræðufundur um spíritismann og kirkjuna verður i Loftsalnum (sama húsi og Skútan), Hólshrauni 3, Hafnarfírði, sunnu- daginn 9. nóvember kl. 14. Þar munu guðfræðingarnir Björgvin Snorrason og Steinþór Þórðarson kynna efnið og svara spurningum úr sal. Til að svara spumingum munu þeir rannsaka hvað Biblían hefur að segja um þetta efni. herra flytur ávarp en fyrirlesarar eru: Baldur Þorgilsson, tæknideild Landspítala, Þorgeir Ástvaldsson, Útvarpsstöðin Bylgjan, Einar Stef- ánsson prófessor, læknadeild HÍ, Hallgrímur Jónasson, Iðntækni- stofnun, Hilmar Br. Janusson, Öss- ur hf., Þorsteinn I. Víglundsson, Gagnalind, Helgi Kristbjarnarson, Flaga hf.; Jón Ásbergsson, Útflutn- ingsráð Islands, Kristján Antons- son, Landspítalinn, Guðmundur Hreiðarsson, Hekla hf., Vilhjálmur Vilhjálmsson, Kaupþing hf. og Svanbjörn Thoroddsen, VSÓ Ráð- gjöf hf. Fundarstjóri er Páll Kr. Pálsson, Nýsköpunarsjóði. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. hefst kl. 14. Þar mun Árni Björns- son, fyrrverandi yfirlæknir, fjalla um skottulækningar sem hann hef- ur verið að rannsaka undanfarin ár, segir í fréttatilkynningu. Hann mun m.a. kynna Egil Skallagríms- son til sögunnar í máli og myndum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samhliða fyrirlestrinum fer fram söfnunarátak til tækjakaupa í þjálfunarstofu læknanema. Styrktartón- leikar á Grandrokk HALDNIR verða styktartónleikar til heiðurs Hallbirni Hjartarsyni á Grandrokk við Klapparstíg. Fjöl- margar hljómsveitir munu koma fram og rennur allur ágóði tónleik- anna til Halíbjarnar og uppbygg- ingar Kántrýbæjar að nýju. Fram koma hljómsveitirnar Maus, Botnleðja, Kolrassa krókríð- andi, Soðin fiðla, Curver, Ó. Jóns- son og Gtjóni, Andhéri, Geirfugl- arnir o.fl. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 500 kr. ■ DREGIÐ hefur verið í sumarleik Silfurbúðarinnar „heppin brúð- hjón“ og hlutu eftirtalin brúðhjón helgarferð til Skotlands með Flug- leiðum. Á myndinni eru f.v. Aðal- björg Guðsteinsdóttir og Guðjón Karlsson, Bertha Traustadóttir og Ágúst Arnibjarnarson og Sig- rún Bjarnadóttir og Olafur Magnússon. Skagfirð- ingafélagið 60 ára 60 ÁRA afmælis Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavik og nágrennis verður minnst með sviðaveislu í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, laugardaginn 8. nóvember og hefst kl. 19.30. Til skemmtunar verður hagyrðingaþáttur og Skag- firski kvartettinn Svangerðis- bræður og fleiri syngja undir stjórn Björgvins Þ. Valdi- marssonar. Hörður Ólafsson frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar verða seldir í Drangey 6. nóvember kl. 17-19 og við innganginn. ■ MIÐILLINN Björgvin Guð- jónsson og Pýramídinn halda skyggnilýsingarfund til styrktar kántrýsöngvaranum Hallbirni Hjartarsyni fimmtudaginn 6. nóv- ember í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17. Húsið opnar kl. 20, fundurinn hefst kl. 20.30. Miðaverð 1.000 kr. Eftir fundinn sýnir ICE sýningar- hópurinn IRK-peysur. Krislján B. um Satýrikon VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins í gær féll niður nafn gagn- rýnandans Kristjáns B. Jónassonar í umsögn hans um Satýrikon, einn- ig vantaði hluta textans. Um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum birtum við hér hluta dómsins aftur. „En það er þó þetta þindarmagn sem tengir saman sundurlausar frá- sagnirnar og býr til þá mögnuðu blöndu af fimmauraspeki, mælsku og skopi sem verkið er. Það birtist í öllum gjörðum persónanna og stjórnar síðast en ekki síst gleði og sorgum aðalsöguhetjunnar Enkolp- íusar, teymir hann og félaga hans frá einum stað til annars. Hvergi öðlast þessi straumur jafnskýra mynd og í lokafrásögninni þar sem segir af tilraunum Enkolpíusar til að endurheimta getuna. ítalski kvikmyndaleikstjórinn Federico Fellini gerði enda mikið úr þessu atriði í mynd sinni Satýrikon (1969) sem byggð var á bókinni...“ í frétt blaðsins af Glæsikvöldi konunnar á Kaffi Reykjavík var rangt farið með nafn fatahönnuðar sem hannaði kjólinn sem ungfrú Norðurlönd, Dagmar Iris Gylfadótt- ir, klæddist. Rétt nafn hönnuðarins er Edda Sigurbergsdóttir. Einnig var var rangt eftimafn skipuleggj- Svartidauði á íslandi > KARL Skírnisson dýrafræðingur heldur fyrirlestur föstudaginn 7. nóvember á vegum Líffræðistofn- unar háskólans sem nefnist „Um smitleiðir svartadauða á Islandi“. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Bakterían Yersinia pestis veldur sjúkdómi í mönnum sem nefndur er svartidauði eða pest. Auk þess að geta Iifað í mönnum lifir bakterían víða um heim í ýmsum tegundum skordýra og spendýra. Við ákveðnar aðstæður getur bakterían borist frá þessum dýrum yfir í menn og komið af stað faraldri. Árið 1990 greindust . 1.250 tilfelli af svartadauða í mönn- um og varð pestarinnar vart í 12 þjóðlöndum. Almennt er talið að svartidauði hafi geisað á íslandi að minnsta kosti tvisvar á 15. öld.“ í fyrirlestrinum er greint frá helstu smitleiðum svartadauða. Leiddar eru að því líkur að bæði lungnapestar- og kýlapestarform svartadauða hafi hijáð landsmenn og eru þær dýrategundir nafngreind- ar sem líklegt er að pestarbakterían hafi getað lifað í hér á landi á 15. öld. Erindið er haldið í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12 í stofu G-6 klukkan 12.20. Öllum er heimill aðgangur. Októberbylt- ingar minnst í TILEFNI af því að 80 ár eru liðin frá Októberbyltingunni í Rússlandi hafa félagið MÍR og Sósíalistafélag- ið staðið fyrir vikudagskrá undir yfirskriftinni Byltingardagar 97. Lokaatriði og hápunktur þeirrar dagskrár verður Hátíðarfundur föstudaginn 7. nóvember kl. 20 í sal Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Ávörp flytja: Margrét Guðnadótt- ir, prófessor og Þorvaldur Þorvalds- son, trésmiður. Tónlist flytja Katla Björk Rannversdóttir, sópran og Tatu Kantomaa, harmonikuleikari, Pétur Bjarki Pétursson og Kristinn Sigurpáll Sturluson, trúbadorar, Rússíbanar - Bjarni Sveinbjörnsson, Einar Kristján Einarsson, Kjartan Guðnason og Tatu Kantomaa. Upp- lestur: Baldvin Halldórsson, leikari, Eyvindur P. Eiríksson, rithöfundur og Pétur Már Guðmundsson, nemi. Aðgangseyrir er 500 kr. Kaffí og meðlæti innifalið. anda kvöldins sett undir mynda- texta en hið rétta nafn er Kristín Stefánsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. í frétt blaðsins af útgáfuteiti Helga Björnssonar á Skuggabarn- um var farið rangt með nafn söng- konunnar sem tróð upp. Rétt nafn söngkonunnar er Jóhanna Þórhalls- dóttir. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Upplýsingar víxluðust í samanburði á kostnaði við símt-. öl hér innanlands og til Danmerkur í frásögn af utandagskrárumræðu á Alþingi í Morgunblaðinu í gær um málefni Pósts og síma víxluðust upplýsingar. Rétt er að jafndýrt var að hringja í eina mínútu til Dan- merkur og tala í 51 mínútu hér innanbæjar. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Ekki óheiðarlega I frásögn af úrskurði Verslunar- réttarins í París í máli SH gegn fyrri eigendum fyrirtækisins Gel- mers, er haft eftir lögfræðingi Gel- mers, Gérard Barron, að sú mynd sem birst hafí í málinu í fjölmiðlum, sé skekkt vegna þess að SH hafi ekki komið heiðarlega fram. Barron hafði samband við blaðið og sagðist hefðu viljað nota það orðalag, að SH hafi gefíð ranga mynd af at- burðum. Kirkjustarf Framhald af bls. 67. Kaffi. Æskulýðsfélag 14-16 ára, kl. 20-22. Kópavogskirkja. Starf eldri borgara kl. 14-16 í safnaðarh. Borgum. Fríkirkjan í Hafnar- firði. Opið hús fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðar- heimilinu. Æskulýðs- fundur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Vonarhöfn, Strand- bergi: Mömmumorgunn kl. 10 í. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Biblíulestur kl. 21-22. Akraneskirkja. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúk- um. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Landakirkja, Vestm. TTT, 10-12 ára, kl. 17. Öldungadeild KFUM & K fundar i húsi fél. kl. 20.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Kyrrðar- og fræðslu- stund kl. 17.30. Fyrir- bænir, íhugun og bæn í umsjá Láru G. Odds- dóttur, cand. theol. Hjálpræðisherinn. Vakningarherferð á Hjálpræðishemum. Samkomur á hveiju kvöldi kl. 20, 5.-9. nóv. Ræðumaður Erlingur Níelsson frá Akureyri. Fíladelfía. Unglinga- samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Erling Magnússon. Ráðstefna um útflutning á heilbrigðistækni Hollvinafélag læknadeildar kynnir undur veraldar LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.