Morgunblaðið - 06.11.1997, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Smáfólk
LOOK, I POUND A LIST
OF THE PLAYER5 ON
THE OTHEKTEAM..
'l ClM. BLAKE,
M0R6AN.TR AVI5,
TRENT, HUNTER./7
-r
“BAlLEf', MADI50N.
TAYLOR AND JU5TIN "
N050DY‘5
NAMED 0ILL
ANTMORE..
U<r
Sjáðu, ég fann lista yfir leik- „Karl, Björn, Magnús, „Gísli, Ragnar, Sigurður Enginn er kailaður
menn hins liðsins ... Tryggvi, Þórður, Hall- og Jón.“ Nonni lengur ...
BREF
TIL BLAÐSLNS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Afmælis- og útgáfu-
hátíð Vindáshlíðar
Frá Klöru Valdísi Þórhallsdóttur:
VINDÁSHLÍÐ er staður, sem á
sterk ítök í hugum margra. Þar
hefur starfsvettvangur sumarbúða
KFUK verið í 50 ár og þaðan eiga
mjög margar stúlkur og konur
kærar minningar.
Fyrstu árin var dvalið í tjöldum,
en svo var byggður skáli og tekinn
í notkun nokkrum árum síðar. Þá
hófst skipulagt sumarbúðastarf
fyrir stúlkur, sem enn er rekið af
fullum krafti og nýtur mikilla vin-
sælda. í Vindáshlíð dvelja á sumri
hveiju meir en 700 telpur sér til
ánægju og þar fá þær að kynnast
ýmsu, sem þeim stendur ekki til
boða annars staðar. í Vindáshlíð
er fagurt umhverfi og fjölbreytt
náttúrufar, sem telpurnar komast
í náin tengsl við. Mikil áhersla er
lögð á útivist og gönguferðir til
að skoða ýmis fyrirbæri í náttúr-
unni. Fjöldi skemmtilegra leik-
tækja er til afnota og farið er í
ratleiki. Þegar svo viðrar eru
kveiktir varðeldar og stundum er
grillað úti. Hver morgunn hefst
með hyllingu fánans og fræðslu
um Guðs orð. Alla sunnudaga eru
guðsþjónustur í litlu kirkjunni í
Vindáshlíð, sem telpurnar und-
irbúa ásamt starfsfólkinu. Þær
skreyta kirkjuna, lesa ritning-
arlestra, leika helgileiki, annast
söng og biðja bæna. Á hverju
kvöldi er kvöldvaka með skemmti-
efni, sem telpurnar undirbúa og
flytja sjálfar með aðstoð starfs-
fólks. 1 lok kvöldvökunnar er þeim
flutt hugleiðing og kenndar kvöld-
bænir.
í Vindáshlíð er einnig leikskáli,
sem býður upp á mikla möguleika
til inniveru og leikja, þegar ekki
viðrar til útiveru og þar fer hin
fræga brennókeppni fram. Síðasti
dagurinn í hveijum flokki í
Vindáshlíð er veisludagur. Þá
bregða foringjarnir á leik og
keppa við sigurvegarana úr
brennókeppninni og er sá leikur
ætíð æsispennandi.
Margt af því sem fram fer í
Vindáshlíð er tengt gömlum hefð-
um en er alltaf síungt og sígilt.
Eftir 50 ára starf er við hæfi að
rifja upp gamlar minningar og er
afmælisrit Vindáshlíðar, Hér andar
Guðs blær, að koma út og hefur
verið vel til þess vandað. Afmælis-
og útgáfuhátíð verður haldin föstu-
daginn 7. nóvember kl. 20 í húsa-
kynnum KFUM og KFUK Holta-
vegi 28. Þangað eru allir velkomn-
ir.
F.h. stjórnar
KLARA VALDÍS
ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Hlíðartúni 6, Mosfellsbæ.
Sannur vinur
Frá Rúnari Kristjánssyni:
HALLBJÖRN Hjartarson hefur
orðið fyrir miklu áfalli við brunann
í Kántrýbæ. En hann segist ætla
að beijast áfram. Það þarf heldur
ekki að koma neinum á óvart sem
haft hefur kynni af Hallbimi, að
hann hyggist halda áfram sínu lífs-
verki, sinni baráttu fyrir tilvist
Kántrý-ævintýrsins. Hugsjóna-
menn af hans tagi leggja ekki árar
í bát, þeir beijast þar tii yfir lýkur.
En nærri má geta hvílíkt reiðarslag
þessi bruni hefur orðið þessum
frumheija kántrý-tónlistarinnar á
íslandi, þar sem fjöldi gripa sem
höfðu einstakt tilfinningagildi fyrir
hann er gjörtapaður. Þó að hið fjár-
hagslega tjón sé mikið, þá þykist
ég vita að Hallbirni sé sárara það
tjón sem fyrst og fremst liggur í
því tilfinningalega. Hann er maður
tilfinninga eins og alþjóð veit. Hann
segist ætla að beijast áfram. En
mun hann beijast einn eða sjá aðr-
ir eitthvað í því sem hann hefur
verið að gera sem vert væri að
styðja? Það er í raun og veru spurn-
ingin sem menn ættu að spyija
sjálfa sig að í dag. Við myndum
sannarlega í dag gera allt sem við
gætum, ef við fýndum síðasta geir-
fuglinn í hreiðri sínu, til að hlynna
að honum og hreiðri hans. Með því
að yfirfæra slíka mynd úr ríki nátt-
úrunnar yfír á svið hins mannlega
lífs, þá má segja að Hallbjörn sé í
vissum skilningi síðasti geirfuglinn
okkar, dýrmætt eintak í alheims
gripasafni.
Hann þyrfti að hafa skilyrði til
að lifa í andrúmslofti hugsjóna
sinna. Við eigum því láni að fagna,
að hann er ennþá á meðal okkar,
þessi einstaki geirfugl okkar, sem
hefur skapað landsfrægt ævintýri
úr nánast engu. En hreiðrið hans,
þetta magnaða Kántrý-hreiður við
ysta sæ, er illa farið og stór-
skemmt. Nú væri vel við hæfi, að
allir smáfuglar landsins tækju sig
saman og kæmu fljúgandi hver með
sína ögn í nefi, til að hjállpa við
uppbyggingu heiðursins á ný.
í næsta mánuði ætlaði Hallbjörn
að halda upp á 5 ára afmæli
Kántrý-varpsins. Hann var með
miklar ráðagerðir um að breikka
nýtingarsvið þess, en bruninn í
Kántrýbæ kollvarpar þeim hug-
myndum hans um sinn.
Hvert framhald mála verður veit
enginn sem stendur. En eitt er víst,
að fari svo að Hallbjörn hverfi af
sviðinu nú, munu mjög margir
sakna vinar sem verið hefur þeim
hjartfólginn til margra ára. Að lok-
um vil ég segja eftirfarandi sögu,
sem er lýsandi fyrir Hallbjöm Hjart-
arson: Daginn fyrir bmnann voru
gmnnskólanemendur á Skaga-
strönd með þátt í Kántrý-útvarpinu.
Meðal efnis þar var viðtal við Hall-
bjöm. í lokin var hann beðinn að
velja sér lag. Hann valdi lag sitt
„Sannur vinur“ því hann sagði að
hann hefði ávallt viljað vera öðrum
sannur vinur. Það em menn eins
og Hallbjörn sem setja fleiri liti í
mannlífið og raunar málar enginn
sviðið á sama hátt og hann, þessi
hjartahlýi, góðviljaði geirfugl okk-
ar. Verum honum sannir vinir.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Skagaströnd.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.