Morgunblaðið - 06.11.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER' 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Míkíð úrval af rúmum
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Vorum að fá nvia stuðkanta, himnasænqur og sængurverasett.
Verð frá
kr. 10.900
Það koma 15-20.000 manns á markaðstorg Kolaportsins um hverja helgi.
Panta þarf sölubása tímanlega í Kolaportinu:
Hún Þóra seldi fyrir
kr. 62.000 á einum degi
Jólastemmningin er byrjuð í Koiaportinu. Seljendur á kompudóti
sameina jólahreingerninguna og að safna fyrir jólaútgjöldunum með
því að selja í Kolaportinu allt sem hætt er að nota. Mikið hefur verið
af seljendum síðustu helgar, en enn eru nokkrir básar lausir í nóvember
og desember. Það er því ráðlegt að
"Ég lofaði mér
ferð til Glaskow
ef ég scldi fyrir
30.000, en seldi
fyrir 62.000"
Þóra Sævars-
dótttir er heima-
vinnandi húsmóð-
ir í Eskihlíðinni.
Hún var að selja
um síðustu helgi og bjóst við sölu
upp á kr. 10-15.000. Þóra hafði lofað
sjálfri sér Glaskow ferð ef salan færi
yfir kr. 30.000. "Þetta var að mestu
1-2 ára fatnaður, en ég varð ófrísk í
fyrra og gat ekki notan fötin lengur"
sagði Þóra. Hún seldi buxur, jakka,
kjóla og dragtir á 500 til 800 kr. og
bolina seldi hún á 50-100 krónur.
"Ég fékk áfall þegar ég taldi
peningana" sagði Þóra.
"Eftir daginn hélt ég að salan væri
um kr. 30.000 og fékk létt áfall
þegar 62.000 komu upp úr vösunum.
Eg hringdi í vinkonu mína sem var
með mér og spurði hana hvort ég
væri ekki með hennar pening líka,
en hún var með mér á básnum að
selja. Hún var með sinn pening og
hafði selt fyrir 25.000 krónur og við
saman því selt fyrir kr. 87.000 á
einum sölubás á einum degi".
tryggja ser sölubasa í tima.
Matvælahátíð í Kolaportinu
um næstu helgi
Vinsældir Matvælamarkaðarins
aukast jafnt og þétt, en þar er boðið
upp á úrval matvæla á hagstæðu
verði og stemmningin er frábær. Um
næstu helgi verður matvælahátíð
með tilheyrandi tilboðum.
Bókamarkaður opinn virka
daga kl. 12-18 í þrjár vikur
Risa-bókamarkaður Bókavörð-
unnar er opinn alla virka daga næstu
tvær vikur í Kolaportinu.
Nokkrir sölubásar lausir í
nóvember og desember
Nokkuð hundruð nýir seljendur
hafa þegar bókað pláss fyrir næstu
helgar og er farið að þrengjast um
pláss. Enn er laust pláss flestar
helgar í nóvember og desember, en
búast má við að þær fyllist fljotlega.
Jólamarkaður Kolaportsins
verður opinn 8.-23. desember
Hinn vinsæli jólamarkaður
Kolaportsins verður starfræktur
fjórða árið í röð 8.-23. desember og
verður opið alla virka kl. 12:00-
18:00. Einstaklingar, handverksfólk
og fyrirtæki geta þar fengið
sölupláss á leigu gegn vægu verði.
"Ég seldi sœngurverið utanaf
boUastellinu hennar mömmu"
"Það var með ólíkindum hvað
hægt var að selja og ég seldi meira
að segja notuð ilmvatnsglös sem ég
óvart tók með mér. Mamma hafði
gefið mér gamalt bollastell sem ég
setti í sængurver til að það brotnaði
ekki og meira að segja sængurverið
var keypt af mér" sagði Þóra.
Kolaportið opið allar helgar
kl. 11:00-17:00
Mikið og fjölbreytt mannlíf er í
Kolaportinu og vandfundið um-
hverfi þar sem hægt er að sameina
betur notalega stund yfir kaffibolla,
upplifa skemmtilega markaðs-
stemmningu, hitta gamla vini og
gera hagkvæm innkaup.
Gull- og silfurskórnir
komnir í st. 30-36
Verð kr. 2.290
í bláu húsi við Faxafen
Sími 568 3919
Hækkun hjá
Pósti og síma
NOKKUR orð frá Inter-
net-notanda. Fyrir rúmu
ári kostaði klukkutíminn
um kr. 25, en er nú nær
kr. 60. Þetta er kvöld- og
helgartaxtinn. Þetta eru
grófar hækkanir. Eg er
notandi í gegnum inter-
net-þjónustu Pósts og
síma. Álagið er svakalegt
og oft er maður mjög lengi
að komast inn eða kemst
jafnvel ekki inn og á með-
an tifar gjaldtakan. Hvert
leitar maður til þess að fá
hana felida niður vegna
þess að maður kemst ekki
inn?
Sjálfumglaðar auglýs-
ingar fyrirtækisins um
það hvað það er ódýrt hér
á landi eru villandi. Tök-
um dæmi: Innanlands-
skref í Noregi eru sögð
kosta uppí kr. 23. Það er
sjálfsagt rétt, enda er
Noregur nær 2000 km á
lengd. Maður á Hornafirði
sem hringir 2000 km í
burtu er kominn til Belgíu
og þangað kostar mínútan
hjá Pósti og síma nær kr.
60.
Alþingi samþykkti að
landið yrði eitt gjaldsvæði
eigi síðar en mitt ár 1998.
Af hveiju er þessu flýtt
svona?
Fyrirtækið segist tapa
100 Mkr á þessu. Má ráð-
herrann samþykkja slíka
ráðstöfun í fyrirtæki okk-
ar? Hvar eru mörkin? Má
hann ekki þá alveg eins
samþykkja tekjulækkun
fyrirtækisins uppá 1000
Mkr?
Ég óttast verulega
hækkun lánskjaravísi-
tölunnar. Heimilin skulda,
fyrirtæki landsins skulda.
Hafa áhrifin verið reiknuð
út? Vill ráðherrann bera
þessa ábyrgð?
Órn Johnson,
internet-notandi.
Þakkir til
Nóatúns-
kaupmanna
NÓATÚNS-menn eiga
miklar og góðar þakkir
skildar fyrir að hafa haft
undanfarið dönsk epli í
verslunum sínum. Vonandi
verður framhald á þessum
innflutningi því þessi epli
eru frábær og að mínu
mati þau bestu sem eru á
markaði nú, sérlega bragð-
mikil og safarík. Aftur
kærar þakkir og áfram
dönsk epli í verslunum
ykkar.
Þakklátur viðskiptavinur.
Vantar öðruvísi
tónlist
KONA hafði samband við
Velvakanda og segist hún
vera sjúklingur og liggi
oft andvaka á næturnar.
Hún segist ekki geta
hlustað á útvarpsstöðv-
arnar á næturnar því
henni finnist engin tónlist
vera við sitt hæfi. Reyndar
segir hún að Aðalstöðin
sé með bestu tónlistina
fyrir sig og hún segist
orðin hundleið á allri þess-
ari ensku og amerísku
tónlist og spyr hvort ekki
sé hægt að leika annars
konar tónlist, t.d. country-
tónlist.
Elliheimilið
Grund
KONA hafði samband við
Velvakanda og hafði hún
áhuga á að vita hvort for-
ráðamenn Grundar hefðu
gert eitthvað eða ætluðu
að gera eitthvað fyrir vist-
menn Grundar, nú á 75
ára afmæli heimilisins.
Hvaðan er
myndin?
EIGANDA þessarar
myndar langar til að vita
hvort einhver kannast við
hvaðan þessi mynd er, sagt
er að myndin sé frá Borg-
arnesi en það mun ekki
vera rétt. Myndin mun
vera gerð um 1930. Vin-
samlega hafið samband í
síma 568-7312.
SKÁK
Pmsjón Margcir
Pctursson
STAÐAN kom
upp í síðustu
umferð á al-
þjóðlega
Hellismótinu
sem lauk á
laugardaginn.
Daninn Erling
Mortensen
(2.455) var
með hvítt, en
Þjóðveijinn
Jörg Hickl
(2.565) hafði
svart og átti
leik.
47. - Bf8!
(Eftir þennan
sterka leik er
það hvítur sem á undir högg
að sækja í endataflinu. Dan-
inn uggir ekki að sér) 48.
Hxa4? - Bd6+ 49. Kh4 -
Hg2! (Nú verður hvítur að
láta mann af hendi vegna
hótunarinnar 50. - Bg3
mát) 50. Rg5+ - hxg5+
51. Kxg5 - Be7+ 52. Kf4
- Kh6. Með manni meira
SVARTUR á leik.
náði Hickl nú að svíða enda-
taflið. Lokin urðu: 53. Ha8
- Bd6+ 54. Ke4 - Kg5 55.
Ha6 - Hd2 56. Ha8 - Hh2
57. Kd5 - Bf4 58. Hh8 -
Ha2 59. Hg8 - Bg3 60.
Ha8 - Hh2 61. Ke6 - Hxh3
62. Ha5+ - Kh6 63. g5+ -
Kh5 64. Kf7 - Bh4 65. Ha6
- Hb3 og hvítur gafst upp.
COSPER
Ertu viss um að hæðar-
mælirinn sé í lagi?
Hvernig á ég að vita í
hvaða tón ég tala, þú
veist að ég er ekki
músikalskur.
Víkverji skrifar...
VEGNA Víkveijapistils miðviku-
daginn 5. nóvember óskar
Fréttastofa Útvarpsins eftir því að
eftirfarandi verði birt í dálki Vik-
veija.
Heill og sæll Víkveiji!
í pistli þínum í dag, miðvikudag-
inn 5. nóv. ’97, gerir þú að umræðu-
efni morgunfréttir í Útvarpinu , og
nefnir dæmi máli þínu til stuðn-
ings. Sem sannur blaðamaður hefði
Víkveiji átt að kanna málið, og
afla sér fullnægjandi upplýsinga um
það, áður en hann setti þessar full-
yrðingar um fréttina af síldarvið-
ræðum í Ósló fram í dálki sínum.
Þar sagði m.a. „Fréttamaðurinn
las blygðunarlaust upp svo til alla
baksíðufrétt Morgunblaðsins án
þess nokkru sinni að geta þess,
hvar hún hefði leitað fanga.“ I
stuttu máli þá kom þessi frétt fyrst
í Útvarpinu kvöldinu áður, og var
lesin lítið breytt í fréttum klukkan
7, eins og Víkveiji getur kynnt
sér. Fréttamenn Útvarpsins voru í
sambandi við íslensku samninga-
mennina kvöldið áður og síðan var
viðtal við einn þeirra um morgun-
inn til að fylgja eftir fréttinni. Það
er því spurning hvort Morgunblað-
ið hafi ekki fengið fréttina úr Út-
varpinu!, en ekki öfugt eins og
Víkveiji gefur í skyn. Þá er þeirri
fullyrðingu Víkverja, að oftar en
ekki séu 7 fréttir Útvarpsins
byggðar á Morgunblaðinu, vísað
til föðurhúsanna.
Það vill hinsvegar oft þannig til
að t.d. erlendar fréttir sem lesnar
eru í Útvarpinu á kvöldin og nótt-
unni, eru uppistaðan í erlendum
fréttum Morgunblaðsins daginn eft-
ir, eðli málsins samkvæmt. Hér á
Fréttastofu Útvarpsins er það
vinnuregla að geta heimilda, bæði
Morgunblaðsins og annarra, en
okkur sem hér störfum sýnist, að
þessi regla sé hinsvegar ekki við-
höfð hjá mörgum öðrum fjölmiðlum.
Kári Jónasson fréttastjóri Út-
varpsins.
xxx
HAFI Víkveiji verið heldur hvat-
vís í þessu einstaka tilviki er
ástæða til að biðjast velvirðingar á
því. En hitt stendur, að ætíð er leið-
inlegt þegar blaðamenn geta ekki
heimilda. Ágreiningur um slíkt er
enginn á milli Víkveija og frétta-
stjóra RÚV, enda hefur Víkveiji það
beint frá fréttastjóranum, að vinnu-
reglan er sú á fréttastofu Ríkisút-
varpsins, að heimildar að frétt skal
ávallt getið, hvort sem um annan
ijölmiðl er að ræða, eða aðra frétta-
lind.