Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forseta-
hjónin á
styrktar-
tónleikum
GUÐRIJN Katrín Þorbergs-
dóttir forsetafrú var ásamt
fílafi Ragnari Grímssyni, for-
seta íslands, viðstödd styrktar-
tónleika Caritas í Kristskirkju
síðdegis á sunnudag. Þetta er í
fyrsta sinn sem Guðrún Katrín
kemur fram opinberlega, eftir
að forsetaembættið upplýsti í
september að hún ætti við al-
varleg veikindi að stríða.
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Islands, sendi frá sér
fréttatilkynningu 22. október
sl. þar sem greint var frá því
að árangur af fyrsta áfanga
læknismeðferðar Guðrúnar
Katrínar við hvítblæði hefði
verið góður og niðurstöður já-
kvæðar.
Morgunblaðið/Golli
Fíkniefnamál á Akureyri og Dalvík
Tólf handteknir
og málin upplýst
ALLS voru tólf manns handteknir
á Akureyri og Dalvík vegna fíkni-
efnamála snemma á laugardags-
morgun og á sunnudag. Málin telj-
ast upplýst og hefm' fólkinu verið
sleppt en það voru 10 karlar og
tvær konur.
Fjórir voru handteknir laust eft-
ir klukkan sex sl. laugardagsmorg-
un þar sem lögreglu grunaði að
fíkniefni væru höfð um hönd í sal
sem leigður er út til einkasam-
kvæma.
Fundu fíkniefni,
landa og vopn
Fannst þar landi svo og umbúðir
utan af fíkniefnum og var gerð hús-
leit í framhaldi af því. Þar var sá
fímmti handtekinn og lagt hald á
10 g af amfetamíni og tvær hagla-
byssur ásamt skotfærum. Einnig
var leitað í tveimur bílum. í öðrum
þeirra fannst ólöglegur hnífur.
Einn af þessum fimm taldist ekki
tengjast málinu og var sleppt fljót-
lega.
Þá kom upp fíkniefnamál á Dal-
vík á sunnudag en lögreglan þar
handtók þrjá og flutti til Akureyr-
ar. Rannsókn leiddi til handtöku
tveggja til viðbótar á Dalvík og
tveggja á Akureyri og viðurkenndu
þeir aðild sína að fíkniefnum með
einum eða öðium hætti að sögn
rannsóknadeildar lögreglunnar á
Akureyri sem rannsakað hefrn'
bæði málin. Þau fara síðan til
sýslumanns sem metur hvort eða
hverjir verða ákærðir en öllum
þeim handteknu hafði verið sleppt
síðdegis í gær.
Fundur um Leikfelag Reykjavíkur
Tveir kostir við lagningu Sundabrautar í Reykjavík
Hug’myndir
um að LR verði
opnað meira
TÍMARITIÐ Fjölnir efndi til
fundar um stöðu Leikfélags
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síð-
astliðinn sunnudag. Útgangs-
punktur fundarins var grein Jóns
Viðars Jónssonar í 2. tölublaði
Fjölnis um LR þar sem staða fé-
lagsins er sögð slæm og lagt til að
stjórnarformi þess verði breytt til
samræmis við það sem gerist í
Þjóðleikhúsinu.
Að sögn Þórhalls Gunnarssonar,
starfandi formanns LR, viðruðu
menn ýmsar hugmyndir á þessum
fundi. „Fram kom hugmynd frá
Jóni Viðari um að Reykjavíkur-
borg skipaði pólitískt ráð sem hefði
með stjórn LR að gera eins og gert
er í Þjóðleikhúsinu. Sú leið þykir
ekki æskileg þar sem pólitíkin gæti
farið að skipa meiri sess en listræn
sjónarmið.
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhús-
stjóri LR, taldi þá leið fýsilegri að
opna LR meira og jafnvel upp á
gátt og gefa þannig fleirum tæki-
færi á að taka þátt í þróun félagsins
og stjómun þess, burtséð frá póli-
tískum skoðunum þess eða öðrum
hagsmunatengslum. Þessar hug-
myndir voru hins vegar ekki út-
færðar nánar.
Við heyrum oft talað um að í
Borgarleikhúsinu ráði einhver
klíka sem hafi fæðst inn í félagið en
þetta er ekki rétt. Stjóm LR er
skipuð fólki sem er bæði nýkomið
til starfa og hefur meiri reynslu,
þetta er fólk með ólíkar skoðanir
og ólíkan bakgmnn. Inntökureglur
í félagið em orðnar rýmri en áður
en kannski mætti rýmka þær enn
frekar.“
Einnig var rædd á fundinum sú
gagnrýni sem fram hefur komið að
LR sæti eitt að þeim fjármunum
sem Reykjavíkurborg veitir til
starfsemi þess. Þórhallur segir að
viðbárur leikfélagsmanna við þess-
ari gagnrýni séu þær að það væri
ekki nema vegna hundrað ára bar-
áttu LR að þessum fjármunum
væri veitt í leiklistarstarfsemi í
borginni.
Þórhallur segir að skiptar skoð-
anir hafi verið á fundinum um
gengi félagsins nú um stundir.
„Innan félagsins em menn þeirrar
skoðunar að byr sé kominn í seglin
og að framtíðin sé björt
Gæti komist í
gagnið eftir sex ár
Stofnbrautir
—Tengibrautir
------- Götur og vegir
OMislæg gatnamót skv.
aðalskipulagstillögum
TVEIR kostir em nú til nánari
skoðunar við lagningu Sundabraut-
ar, þjóðvegar milli Sæbrautar í
Reykjavík og Vesturlandsvegar á
Alfsnesi. Annars vegar lág brú í
boga yfir Kleppsvík út frá Klepps-
mýrarvegi og hins vegar há brú
norðan Holtagarða og síðan lægi
vegurinn um Gufunes, Geldinganes.
I báðum tilvikum em göng þó allt
eins hugsanleg. Heildarkostnaður
við framkvæmdir er áætlaður á bil-
inu 8 til 11 milljarðar króna.
Meginhlutverk Sundabrautar í
þjóðvegakerfinu er að stytta vega-
lengdir milli Vesturlandsvegar á
Kjalarnesi og Reykjavíkur vestan
Elliðaáa. Hún leiðh' umferð fram-
hjá Mosfellsbæ sem sparar tíma og
eykur öryggi og tengir saman
helstu þróunarsvæði höfuðborgar-
svæðisins í norðri og suðri, segir
m.a. í áfangaskýrslu um málið sem
fulltrúar Vegagerðarinnar og borg-
arverkfræðings kynntu samgöngu-
nefnd Alþingis og borgarfulltrúum
á föstudag.
Hönnunarkostnaður um 300
milljónir króna
Sundabraut hefur verið á aðal-
skipulagi Reykjavíkur frá 1984 en
hún er mjög flókin og yfirgripsmikil
Bflar fóru
út af í hálku
nyrðra
BILAR fóm út af veginum í Hrúta-
fírði og Langadal á sunnudag
vegna hálku.
Maður meiddist í jeppa sem fór
út af í Langadal en engin slys urðu
á fólki vegna óhappanna í Hmta-
firði.
Fraus ofan
í krapann
Að sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi fraus á sunnudag ofan í krapa á
þjóðveginum víða í Húnavatnssýsl-
unum og var kallað á starfsmenn
Vegagerðarinnar sem bmgðust
skjótt við og hreinsuðu veginn.
Nokkur hálka var einnig vegna ís-
ingar í Skagafirði og Eyjafirði á
sunnudag og í gær en lítið um
óhöpp.
framkvæmd á lagningu 11 km veg-
arkafla. Samráðshópur hefur á
grandvelli forhönnunar og tillagna
aðalráðgjafa, sem er Línuhönnun,
valið framangreinda tvo kosti tO
nánari skoðunar. Næst liggur fyrir
að athuga áfangauppbyggingu hvors
kosts um sig, tryggja að hver áfangi
tengist gatnakerfi Reykjavíkur á
fullnægjandi hátt, greina samspil
mannvirkja við umhverfið og meta
kostnað. Áætlað er að niðurstaða
þessa annars áfanga liggi fýrir
snemma á næsta ári og að kostnað-
ur við hann verði um 50 milljónir
króna. Kostnaður við alla verkhönn-
un gæti orðið um 300 milljónir.
Við þvemn Kleppsvíkur norðan
við Holtagarða kemur til greina að
nota brú þar sem yrðu 48 m undir
brúnni eða opnanlega brú vegna
skipaumferðar, botngöng eða jarð-
göng. Með hinum kostinum, þverun
Kleppsvíkur frá Kleppsmýrarvegi,
kemur iág brá til greina þar sem
yrðu 16 m undir brána eða botn-
göng. í báðum tilvikum eru botn-
göng og jarðgöng vart talin raun-
hæf vegna kostnaðar. Hæð nyrðri
bráarinnar þarf að miðast við
skipaumferð vegna hafnarsvæðis-
ins en undir innri brúna færu eink-
anlega smábátar, sanddæluskip og
sementsferja.
Stofnbraut með 70-90
km hámarkshraða
Talið er að höfuðborgarsvæðið
muni á næstu áratugum byggjast
upp meðfram ás sem liggur NA/SV
sem er Sundabraut-Reykjanes-
braut. Gert er ráð fyrir að hún
verði stofnbraut með mislægum
gatnamótum og 70-90 km há-
markshraða eftir aðstæðum.
Sundabraut styttir vemlega leiðir
að miðborginni og þjóðveginn
gegnum höfuðborgarsvæðið. Leiðin
milli Lækjartorgs og Vesturlands-
vegar við Esjuberg styttist á bilinu
7-8 km með brú á Kollafirði.
Mikil vinna hefur verið lögð í um-
ferðarspár, segir í skýrslunni og
kemur þar fram að væri Sunda-
braut til í dag færa um hana 7-8
þúsund bílar á dag, þ.e. yfir
Kleppsvík. Áætlað er að umferðin
gæti aukist í 64 þúsund bíla á dag
þegar höfuðborgarsvæðið verður
fullbyggt sem er nokkm meiri um-
ferð en er í dag austast á Miklu-
braut. Umferðarþunginn ræðst
hins vegar einkum af uppbyggingu
í Geldinganesi og Álfsnesi. Úmferð-
arspár gera ráð fyrir 31-33 þúsund
bfla umferð á dag um Sundabraut
árið 2020 en verði ekki byggt í Álfs-
nesi er talið að fjöldi bfla fari vart
yfir 25 þúsund.
Áætlað er að kringum árið 2020
spari Sundabraut kringum 100
þúsund ekna km á dag og ferðatím-
inn milli Reykjavíkur og Kjalar-
ness styttist meira en fækkun kfló-
metra gefur til kynna þar sem
ferðahraði verður meiri um Sunda-
braut en um Vesturlandsveg gegn-
um Mosfellsbæ.
t
I
>
I
I
I
>
1:
I
>
l
I
I
I
I
I
(-