Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ©S í FRUMSKÓGl GREIÐSLUKORTANNA Fyrirtæki Heiti korts Kredit Debet Fríðindi og útskýringar VISA Almennt Já Nei - VISA Farkort Já Nei Friðindakort fjölskyldunnar (afsl. hjá 500 fyrirtækjum) Farklúbbur VISA, ferðahappdrætti, ferðatilboð. VISA Gullkort Já Nei Sama og VISA Farkort og lAPA-afsláttur hjá hótelum og bílaleigum erlendis VISA Silfur Viðskiptakort Já Nei Executive Club Int. (afsláttur hjá hótelum og bílaleigum eriendis), aðgangur að betri stofum á flugvöllum VISA Gull Viðskiptakort Já Nei Sjá ofan. VISA Electron debetkort Nei Já Innlánsvextir: Yfirleitt 0,7-1 %. VISA/Landsbankinn Electron Gulldebetkort Nei Já Aðild að Vörðunni. Innl.vextir 1,25-3,8 (eftir innistæðu). 2 ferðap. í Vildarkl. Flugleiða fyrir hverja færslu, 2000 þegar árgj. greitt. Punktum má breyta í peninga, 2 pkt.= 1 kr. VISA/Flugleiðir Farkort/Vildarkort Já Nei Sama og Farkort og Vildarkort og uppsöfnun ferðapunkta í viðskiptum hjá um 165 fyrirtækjum á íslandi. VISA/Flugleiðir Gullkort/Vildarkort Já Nei Sjá Gullkort og Vildarkort. Flugleiðir Saga Bonus Nei Nei Ferðapunktar fyrir áætlunarflug hjá Flugleiðum, FÍ og völdum leiðum hjá SAS gefa flug, gistingu og bilaleigubíla og sérstök ferðatilboð. Flugleiðir Saga Business Nei Nei Sjá ofan og aðg. að setustofum og akstur að Keflav.flugv. og frá ákv. flugvöllum í Bandaríkjunum, 10 aukakiló í farangri. Flugleiðir Saga Gold Nei Nei Sjá ofan og uppfærsla af almennu farrými á Saga-farrými ef laust, akstur frá Keflav., maki fær öll sömu réttindi, forg. að biðlista. Eurocard Almennt Já Nei - Eurocard Atlas Já Nei Einkaklúbbskort, 4000 kr. ferðaávísun á ári, ferðahappdrætti, ferðatilboð. Eurocard Gullkort Já Nei Sjá Atlas og Executive Club Int. (Sjá Viðskiptakort VISA) og Einkaklúbburinn eða World for two (tveir fyrir einn erlendis). Eurocard Almennt fyrirtækjakort Já Nei Sjá Almennt kort. Eurocard Fyrirtækjagullkort Já Nei Sjá Eurocard Gullkort. Eurocard/bankarnir Maestro Nei Já 2 frípunktar fyrir hverja færslu hjá Islandsbanka. Innlánsvextir: Yfirleitt 0,7-1 %. Eurocard/íslandsb. Maestro Gullkort Nei Já Vildarþjónusta. Ókeypis ávísanahefti, 150 færslur, greiðslu- og innheimtuþjónusta, yfirlit, geymsluhólf, fjármálaráðgj. Ekkert árgjald af heimabanka. 4 fripunktar fyrir 1000 kr færslu. Sértilboð. 3,70% innlánsvextir. Lágmarksinneign 750.000. Eurocard/Stöð 2 Sérkort Stöðvar 2 Já Nei Sjá Eurocard almennt og við innkaup hjá ýmsum fyrirtækjum safnast fyrir afsláttur af afnotagjaldi Stöðvar 2. Fríkort ehf. Fríkort Nei Nei Frípunktum safnað með viðskipt. við 13 fyrirtæki og notkun greiðslukorta einstaklinga íslandsb. (2 pkt. fyrir 1000 kr). Tekið út sem gisting, flugferðir, leikhúsferðir o.fl. Olíufélagið Esso safnkort Nei Nei Safnpunktar fást þegar verslað er hjá Olíufélaginu. Safnkortsávísun er hægt að innleysa hjá ýmsum fyrirtækjum. Sértilboð, happdrætti. Olíufélagið Esso einkakort Já Nei Til notkunar fyrir einstaklinga þegar verslað er hjá Olíufélaginu. Tekið af bankareikningi vikulega eða mánaðarlega. Oliufélagið Esso fyrirtækjakort Já Nei Fyrir fyrirtæki. Greitt með greiðsluseðli mánaðarlega. Afsláttur sem samið er um við hvern viðskiptavin fyrir sig. Skeljungur Skeljungskort Já Nei Fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Olís Olískort Já Nei Fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Greitt m. gríróseðli eða greiðsluk. 20 aura afsl. af hverjum eldsneytislítra. Afsláttur hjá ýmsum fyrirtækjum. BYKO BYKO-kort (Já) Nei Veitir öllum 9% staðgreiðsluafslátt. Sérkjör fyrir einstaka viðskiptamenn. SELMA Jdnsdóttir teiknaði myndirnar af jólasveinunum en Hákon Aðalsteinsson orti kvæðin. Jólakort með ís- lensku jóla- sveinunum SNE RRUÚTGÁFAN sendir fyrir jólin frá sér nýjan flokk jólakorta um íslensku jólasveinana ásamt Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. í þessum flokki korta eru alls 16 kort. í fréttatilkynningu frá Snerruútgáfunni prýða jólakortin teikningar eftir Selmu Jónsdóttur sem hefur áður teiknað myndir af jólasveinunum. Ný kvæði eru með hverju korti eftir Hákon Aðal- steinsson hagyrðing. Áður hefur komið út flokkur korta um íslensku jólasveinana eftir Selmu og Hákon. Fyrr á árinu kom út hjá Snerru- útgáfunni bæklingur um jólasvein- ana ásamt ágripi af sögu þeirra eft- ir Arna Bjömsson þjóðháttafræð- ing á Þjóðminjasafninu. Bækling- urinn er á íslensku, sænsku, ensku og þýsku. í fréttatilkynningunni kemur fram að Snerruútgáfan sé einnig með jólasveinadagatöl á sænsku, ensku, þýsku og íslensku. Framleiðsla Snerruútgáfunnar um íslensku jólasveinana var gerð í samvinnu við Þjóðminjasafnið en leitast hefur verið við að hafa út- gáfuna í sátt við þær heimildir sem til em um íslensku jólasveinana. Sögulegar maríneringar H. LÁRUSSON & Co. hóf nýlega innflutning á breskum marínering- um sem innihalda eingöngu nátt- úraleg hráefni. Maríneringarnar eru fyrir nautakjöt, lambakjöt, kjúkling, físk og svínakjöt, auk þess sem ein þeirra, Cajun, sem er sérlega sterk og bragðmikil, hentar vel með kjúklinga- og svínakjöti. I fréttatilkynningu frá innflytj- anda segir að sagan bak við upp- skriftirnar sé afar skemmtileg. „Fólk sem komið er á besta aldur man eflaust eftir hinni geysivin- sælu hljómsveit Jethro Tull, en það er einmitt einn af aðalmönnum þeirrar hljómsveitar, David Pal- mer, sem hefur verið að þróa þess- ar maríneringar." Voru blöndumar ávallt notaðar þegar hljómsveitin hélt frægar grillveislur sínar, sem vora að sögn nokkuð villtar. Jethro’s maríneringar era í 250 ml flöskum og fást í verslunum Hagkaups, auk þess sem þær eru væntanlegar í fleiri verslanir. Sex hundruð þúsund kort í umferð HÁTT í SEX hundruð þúsund rafræn greiðslu- og fríðindakort eru í umferð á íslandi, eða meira en tvö á hvert mannsbam. Notkun greiðslukorta hefur verið að aukast mörg undanfarin ár. Á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs voru færslur með debetkortum 26,2% fleiri en á sama tíma í íyrra og veltan jókst um 19%. Á sama tíma jukust kreditkortafærslur um 9% og velta þeirra um 12,2%. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í grein í Fjármálatíðindum Seðlabanka íslands er fjöldi gi-eiðslu- korta í umferð um 1,3 á hvern íbúa á Islandi. Samsvarandi tala í tíu saman- burðarlöndum í hópi helstu iðnríkja heims er að meðaltali tæplega eitt kort á mann. Bandaríkjamenn skáka íslendingum þó rækilega, því þar er fjöldi greiðslukorta 2,5 á íbúa en í Hollandi er ekki nema 0,1 kort á mann. Islendingar virðast nota greiðslu- kortin mun meira en aðrar þjóðir, þvi hlutfallslega er mun minna af seðlum og mynt í umferð en í samanburðar- löndum. Á Islandi var reiðufé um 1% af vergri landsframleiðslu á íslandi í lok árs 1995 en það land sem næst kemst í samanburði Fjánnálatíðinda er Bretlandi, þar sem reiðufé er 2,9% af landsframleiðslunni. Flóran í kredit- og debetkortum er töluverð, þó að tvö fyrirtæki séu ráðandi á markaðnum, Visa og Euroeard. Kort olíufélaganna og Byko teljast einnig til kreditkorta, þó að notkun þeiira sé mun takmarkaðri. Oskýr mörk greiðslu- og fríðindakorta Nýjasta viðbótin við kreditkortin er Sérkort Stöðvar 2 og Eurocard og með því era nýjar brautir raddar því ekkert stofn- eða árgjald er innheimt. Visa hefur boðað andsvar við þessu framkvæði keppinautarins þannig að búast má við lækkandi kostnaði kort- hafa. Varðandi debetkortin hefur ver- ið tekiiin upp sá siður sem lengi hefur verið viðhafður varðandi ki’editkortin, að greina á milli „almennra korta“ og „gullkorta" með meiri réttindum og ýmsum fríðindum. Islandsbanki reið á vaðið með gulldebetkort, Landsbank- inn var næstur og samkvæmt upplýs- ingum frá SPRON er gullkort einnig * væntanlegt innan skamms frá Spari- ) sjóðunum. ) Fríðindakortin era tiltölulega ný á markaðnum en hafa breiðst jafnvel hraðar út en greiðslukortin og mörg stærstu verslunar- og þjónustufyrir- tæki landsins virðast hafa tengst ein- hverju þessara korta. Skilin milli fríðindakorta og greiðslukorta eru ekki alltaf skýr. Greiðslukortin fela mörg í sér fríð- indi af ýmsu tagi og nú er svo komið ) að hægt er að nota Fríkortið til að . greiða með rafrænum hætti fyrir ákveðna þjónustu með uppsöfnuðum < punktum. Pipar og salt tíu ára VERSLUNIN Pipar og salt við Klapparstíg á tíu ára afmæli um þessar mundir. í tilefni af afmælinu verða tilboð á ýmsum vörum, til dæmis verður Elsenham appelsínu- marmelaði og sultur á sama verði og þegar verslunin opnaði, árið 1987. Pipar og salt sérhæfir sig í breskri matvöru, sérstaklega sultu, marmelaði og skosku smjörkexi. Fyrir jdlin eru þar á boðstólum enskar jólakökur og jólabúðingar. Einnig fást í versluninni ensk og ftölsk eldhúsáhöld, matreiðslubæk- ur og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.