Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 1
120 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 263. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Blóðugasta tilræði egypskra öfgamanna gegn erlendum ferðamönnum Afsagnar Tsjúbajs krafíst Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR kommúnistar blésu í gær til nýrrar sóknar gegn Anatolí Tsjúbajs, aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands, og sögðust ekki ætla að taka þátt í umræðum á þinginu um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar meðan hann gegndi embættinu. Tsjúbajs og nokkrir af sam- starfsmönnum hans hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa þegið fyi-irframgreiðslur fyrir bók um sögu einkavæðingarinnar í landinu. Borís Jeltsín hefur þegar vikið þremur embættismönnum frá vegna málsins en hafnaði afsagnar- beiðni Tsjúbajs um helgina. Vegna yfirlýsingar kommúnista þarf Jeltsín nú að fallast á frekari tilslakanir í deilunni um fjárlögin, víkja Tsjúbajs frá eða láta sverfa til stáls gegn kommúnistum og bandamönnum þeirra í Dúmunni, neðri deild þingsins. Forsetinn hef- ur vald til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Vilja viðræður án Tsjúbajs Kommúnistar hvöttu Jeltsín til að ræða deiluna við Viktor Tsjerno- myrdín forsætisráðherra og forseta þingdeildanna tveggja. Kommúnist- inn Gennadí Seleznjov, forseti Dúmunnar, ræddi við Tsjernomyrd- ín en honum tókst ekki að sannfæra forsætisráðherrann um að víkja þyrfti Tsjúbajs frá, að sögn emb- ættismanna í Kreml. „Tsjúbajs getur ekki starfað í stjórninni þar sem enginn treystir honum lengur,“ sagði Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista. „I ljós hefur komið að allir samstarfs- menn hans og hann sjálfur eru þrjótar." Kaíró. Reuters. FRÉTTASKÝRENDUR sögðu í gær, að tilræði hryðjuverkamanna gegn erlendum ferðamönnum í Lúxor í gærmorgun, væri áfall fyrh- stjórn Hosni Mubaraks, sem taldi að samtök öfgasinnaðra múslima hefðu verið gerð nánast óvirk nema á mjög afmörkuðum svæðum syðst í Eg- yptalandi. Sex vopnaðir menn a.m.k. myrtu um 80 menn, þar af 69 er- lenda ferðamenn og þó enginn hefði lýst ábyrgð á hendur sér fullyrtu vestrænir sendifulltrúar að þar hefðu verið að verki öfgamenn sem freista þess að knésetja ríkisstjóm- ina og stofna íslamskt strangtrúar- ríki. Þjóðarleiðtogar um allan heim for- dæmdu tilræðið og evrópskar ferða- ski-ifstofur gerðu strax ráðstafanir til að fljúga með umbjóðendur sína úr landi í gær og dag. Aflýsti stærsta ferðaskrifstofa Norðurlanda, Fritidsresor, öllum ferðum til Eg- yptalands um ókomna framtíð. Tilræðið í Lúxor er hið blóðugasta frá því strangtrúarmenn risu upp gegn stjórn Mubaraks árið 1992. „Stjórnin verður að endurmeta stöð- una gagngert í ljósi atburðarins. Hingað til hefur hún talið Lúxor vera öruggt svæði og að umfangi á tilræðið sér ekki hliðstæðu,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki í gær. Hann bætti við að ástæða væri til að ætla að samtökin Gama’a al-lsl- amiya hefðu verið að verki. „Við vit- um að þau eru orðin mjög sundur- laus en augljóslega er eitt brot þeirra ennþá mjög virkt og lögreglan hefur ekki getað upprætt starfsemi þess.“ Reuters HERMENN bera fórnarlamb tilræðisins í Lúxor inn í Maadi-hersjúkraliúsið í Kaíró en þangað voru níu illa særðir Egyptar og erlendir ferðamenn fluttir undir læknishendur. Gama hefur einkum haft ferðaþjón- ustuna sem skotmark til þess að vinna ríkisstjórninni efnahagslegt tjón en tekjur Egypta af erlendum ferðamönnum nema þremur milijörð- um dollara, 213 milijörðum kiúna, á ári. Um 10 milljónir manna hafa beina atvinnu af ferðaþjónustunni og engin staiTsemi önnur skilar jafn- miklum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Að sögn lögreglu foldust tilræðis- mennirnir í Hatshepsut-hofinu og vógu þaðan. Byrjuðu þeir á því að ræna rútu fullri af japönskum ferða- mönnum og drápu þá alla. Þvi næst rændu þeir annarri rútu sem í voru einkum franskir og þýskir ferða- menn, óku henni tveggja kílómetra leið og myrtu alla í henni. Skutu þeir einnig án afláts á hóp ferðamanna við hofið en urðu sjálfir á endanum undir í skotbardaga við lögreglu. Lágu sex tih-æðismenn í valnum en heimildir hermdu að þeir hefðu verið allt að 11. ■ Tilræðið gæti lamað/26 Egyptar töldu alla öfga- menn orðna óvirka Ræða möguleika á að „lina þjáningar írösku þjóðarinnaru Islamabad, London, Moskvu, Langkavvi í Malaysíu, Sameinuðu þjóðunum. Reuters. Yínið „held- ur ungt“ London. Reuters. ÞAÐ er ekki óvenjulegt að þrír kaupsýslumenn eyði um 220 sterl- ingspundum, eða um 25 þúsund ísl. krónum, í kvöldverð á veitinga- staðnum Le Gavroche í London. En fáir kaupa vín fyrir 12.870 pund, eða ríflega hálfa aðra milljón ís- lenskra króna, og gera þjóninn þar að auki afturreka með dýrasta vín- ið sem fáanlegt er á staðnum - af því að það var „heldur ungt“. Reikningurinn hljóðaði alls upp á sem svarar 1.560.000 krónur. „Þetta er besti reikningur sem ég hef séð á litlu borði þau 26 ár sem ég hef unnið hér,“ sagði fram- kvæmdastjóriim, Silvano Giraldin, í gær. Ekki fylgir sögunni hverjir þremenningamir vom, en þeir kváðust vera að halda upp á af- mæli. Alls pöntuðu þeir sex vín- flöskur, kampavín, léttvín og armaníak. Meðal annars létu þeir bera sér flösku af rauðvíni frá framleiðandanum Romanee Conti, árgang 1985, sem kostar litlar 600 þúsund krónur. En eitthvað líkaði þeim ekki vínið. „Þeim fannst vínið helst til ungt svo þeir spurðu hvort við vildum klára úr flöskunni. Við héldum það nú. Þetta var stórkostlegt vín,“ sagði Giraldin. BANDARIKJAMENN, Bretar, Frakkar og Rússar ræða nú um möguleika á að gera „smávægilegar breytingar" á áætluninni sem Irak- ar fylgja við sölu á olíu fyrir mat- væli, ef það mætti verða til þess að hvetja þá til að leggja sitt af mörk- um við lausn vopnaeftirlitsdeilunn- ar sem nú stendur, að því er hátt- settur, bandarískur embættismað- ur greindi frá í gær. Sagði hann að ef írakar færu að fyrirmælum vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) „værum við reiðubúin að athuga möguleika á að gera smávægilegar breytingar á meginþáttum“ áætlunarinnar um sölu á olíu fyrir matvæli. Ræða við Frakka og Rússa Breskir embættismenn tóku í sama streng í gær og sögðu að vilji væri fyrir því að „lina þjáningar írösku þjóðarinnar“ ef stjórnvöld í Baghdad færu að tilmælum SÞ um að eyða gereyðingarvopnum sínum. „Við höfum lagt fram hugmyndir í félagi við Banda- ríkjamenn og [Robin Cook] ut- anríkisráðherra [Bretlands] ræddi þær fytT í dag við starfs- bræður sína í Rússlandi og Frakklandi," sagði breskur embættismaður. Sendiherra íraka hjá SÞ gaf lítið fyrir hugmyndimar og sagði þær „andvana fæddar" sem leið til lausnar á deilunni. Samkvæmt áætluninni er írök- um heimilt að selja olíu fyrir tvo milljarða Bandaríkjadala á hálfs árs fresti, en SÞ sér um að ráðstafa afrakstrinum og fer hann til að full- nægja nauðþurftum Iraka. Emb- ættismaðurinn, sem vai- í för með Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á áætluninni gætu falið í sér hluti sem Irökum væri nú óheimilt að kaupa og aukið magn olíu sem þeir fengju að selja. Bretar og Bandaríkjamenn hvetja nú til eindrægni í andstöðu við Irana á alþjóðavettvangi, eftir að írakar ráku bandaríska meðlimi vopnaeftirlitsnefndar SÞ úr landi í þarsíðustu viku. Sögðu Irakar að nefndinni væri velkomið að sinna störfum sínum, svo fremi sem í henni væru engir Bandaríkjamenn, sem írakar sögðu ganga erinda CIA, bandarísku leyniþjónustunn- ar, og valda vandræðum í Irak. Yfirmaður vopnaeftirlits SÞ, Astralinn Richard Butler, sagði að ekki yrði liðið að írakar mismun- uðu eftirlitsmönnum á grundvelli þjóðemis. írösk stjórnvöld segja að ótölu- legur fjöldi fólks í landinu hafi látist vegna ykorts eftir að SÞ tók að beita Irak viðskiptaþvingunum í kjölfar innrásar íraka í Kúveit 1990. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra Iraks, lagði til í gær að til greina kæmi að írakar leyfðu nefnd SÞ að halda vopnaeftirliti áfram, að því tilskildu að samsetningu nefnd- arinnar yrði breytt. Stakk Aziz upp á því að allar fimm þjóðirnar, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu, ættu jafn marga fulltrúa í eftirlits- nefndinni. Bretar höfnuðu tillög- unni og sögðu að ekki kæmi til greina að Irakar segðu til um hvernig vopnaeftirlitinu yrði hagað. Rússar ræða við fraka Rússar greindu frá því í gær að þeir ættu í viðræðum við Iraka um friðsamlega lausn á deilunni við SÞ. Jevgeníj Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði fréttamönn- um að lausn yrði að fela í sér að vopnaeftirlit í Irak gæti haldið áfram. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði í gær að svo virtist sem „einhver slökun" væri að verða í deilunni. Sagði Chirac að Frakkar væru „að sjálfsögðu" með öllu hlynntir SÞ í deilunni við Iraka. Tareq Aziz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.