Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 27 ERLENT Georges Marchais látinn Pnnc Rpiití>rc GEORGES Marchais, fyrrverandi leiðtogi franskra kommúnista, dó á sjúkrahúsi í París á sunnudag, 77 ára að aldri. Marchais, sem var harður stalínisti, sat í leiðtogasæti franska kommúnistaflokksins frá 1972 unz hann vék fyrir yngri manni 1994. Marchais hafði lengi átt við hjarta- sjúkdóm að stríða sem dró hann að lokum til dauða. Marchais var kjörinn í miðstjórn kommúnistaflokksins 1956 og í stjórnmálaráðið, æðstu valdastofnun flokksins, 1959. I raun tók hann við stjórn flokksins 1970 þegar þáver- andi aðalritari, Waldeck Rochet, veiktist. Marchais var síðan form- lega skipaður arf- taki Rochets eftir dauða hans tveim- ur árum síðar. Um það leyti, sem Mai-chais tók við forystu kommúnista- flokksins, naut hann stuðnings um fjórðungs franskra kjósenda. I þing- kosningunum 1986 var fylgið komið niður í 10% og margir flokksbræður Marchais gerðu harða hríð að honum í leiðtogasætinu. Hlaut 16% í forsetakosningum í forsetakosningunum 1981 hlaut Marchais 16% atkvæða í fyrri um- ferðinni. Milljónir manna, sem kusu hann í fyrri umferð kosninganna, hjálpuðu í þeirri seinni sósíalistanum Frangois Mitterrand til sigurs. Kommúnistar tóku þátt í vinstri- stjórninni sem mynduð var í kjölfarið, en Marchais batt enda á stjórnarsam- starfið þremur árum síðar í mótmælaskyni við nýja aðhaldsstefnu sósíalista í ríkisfjármálum. 1994 sagði Marchais af sér embætti flokks- leiðtoga og lét umbótasinnanum Ro- bert Hue það eftir. Ihugar að draga kú fyrir dóm Ósló. Morgunbladið. SÁTTANEFND í Norður-Fron í Noregi hefur sýknað kú af ákæru um að hafa ráðist á Dana sem var á heilsubótargöngu með hunda sína. Ihugar maðui- inn, Jans Aage Mikkelsen að draga kúna fyrir rétt. Daninn var á gangi í Kvams- fjell fyrir þremui- árum, skammt frá kúahópi, er ein kýrin lagði skyndilega til atlögu við hann. Mikkelsen tók til fótanna en datt og lærbrotnaði í fallinu. Daninn ki'afði eiganda kýrinnar um bætur og fór málið fyrh' sáttanefnd, sem nú hefur kveðið upp úrskurð sinn. Telur nefndin að kýrin eigi sök á lærbrotinu en „gjörðir kýrinnar eru óútreiknanlegar og ekki dæmigerðar" og því telst Mikk- elsen ekki eiga rétt á bótum. Hefur hann beðið lagaprófessor að yfirfara úrskurð sáttanefnd- ar til að meta hvort ástæða sé tfl að fara með málið fýrir dómstól. MeXlkÓskir lampar, ðfrískir púðar og dúkar, húsgögn & gjafavara mira Nýbýlavegi 30. Sími 554 6300. Opið sunnudag 13-17 Heimildarmynd um bresku konungsfjölskyldima Ekki gengið fram hjá Karli KARL Bretaprins og Elísabet drottning. ELÍSABET Englandsdrottning mun ekki láta af embætti til að hliðra til fyrir syni sínum, Karli prins af Wales, en hún hyggst hins vegar heldur ekki ganga fram hjá honum og láta syni hans, Vilhjálmi prins, völdin í heldur. Þetta er fullyrt í heimildarþætti sem BBC- sjónvarpsstöðin sýndi í gærkvöldi og haft eftir háttsettum starfs- manni hirðarinnar. Simon Gimson, fyrrverandi aðstoðarmaður einkaritara drottningar, segir að drottningin hyggist færa konungsveldið til nútímalegri vegar en hún vilji halda erfðaröðinni. Vangaveltur hafa verið um að drottningin myndi ganga fram hjá Karli, að tillögu Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu hans, og láta syni þeirra, Vilhjálmi, fimmt- án ára, völd í hendur. Þá hafa einnig verið uppi vangaveltur um að drottningin, sem er 71 árs, muni hiiðra til fyrir Karli, sem er 49 ára, svo að hann geti tekið við konungsdæminu á meðan hann er enn á miðjum aldri. Sagði Gimson slíkar vangavelt- ur út í bláinn. Hins vegar hefði dauði Di'önu ýtt enn frekar á hug- myndir um umbætur á kon- ungsdæminu. Hann nefndi þó ekki í hveiju þær kynnu að felast, nema hvað dregið yrði enn frekar úr kostnaði við rekstur þess. Hann hefði minnkað um 39% á síðustu sjö árum og fyrirhugað væri að draga enn frekar úr honum, m.a. með því að hætta rekstri lestar konungsfjölskyldunnar. Aukahlutir á mynd: Álfelgur og Ijóskastarar Tvöfaldir styrktarbitar í hurðum Samlæsingar. 500-1630 lítra farangursrými. 16,5 cm undir lægsta punkt. 3ja ára ábyrgð. 8 ára ryðvarnarábyrgð. Útvarp og segulband Litað gler. Slaglöng fjöðrun. Hljóðlátur. og reynsluaktg oPELe Bílheimarehf þýskt eðalmerki Sævarhöfða 2a • Reykjavík • Sími 525 9000 ^v. — |. jSTRA-J^ sss -jffi 1 mk\ > /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.