Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 51 .
anna á árum áður, eru ógleyman-
legar. Að sönnu gat veiðin verið
misjöfn, en félagsskapurinn og
umhverfið var það sem við sótt-
umst eftir: áin sjálf með hylji sína
og strengi og laxana, blómin og
lyngið, ásarnir og fjöllin fjær, fugl-
arnir í mónum og svo söngur okkar
félaganna í veiðihúsinu að kvöldi.
Allt er þetta svo ljóst í minningunni
að ekki máist burt.
í byrjun júlí á síðasta ári vorum
við að veiðum í Sandá. Garðar var
þreyttur og ekki samur og áður.
Hann kenndi um þrengslum í krans-
æðum en sá sjúkdómur hafði bagað
hann um nokkurt skeið. En við
rannsókn í september þá um haust-
ið kom annar og alvarlegri sjúkdóm-
ur í Ijós.
En þrátt fyrir erfiða lyijameðferð
átti Garðar öðru hveiju góða daga.
Þau hjónin gátu dvalist nokkrar
vikur í sólarlöndum í mars á þessu
ári og nutu þess vel. Að lokinni enn
einni lyfjameðferð þar á eftir leit
allt vel út um sinn. Garðar var hress
og kátur og tók þátt í Sandárferð
dagana 22. til 27. júlí á síðasta
sumri.
Við nutum samvistanna félag-
arnir sem jafnan áður en þó var
Garðari brugðið. Einn daginn rölt-
um við saman tveir í heimahyljina,
Kofahylinn og Stekkjarhólanesið, í
dýrðlegu veðri. Þá töluðum við um
margt sem ekki er ætlað öðrum að
skyggnast í. Ef til vill skynjuðum
við báðir að þessi yrði okkar síð-
asta ferð saman á bökkum Sandár.
Við félagarnir munum sakna
Garðars í næstu för norður. Það
var hann sem stofnaði Veiðifélagið
Þistla árið 1964 og það var hann
sem bauð okkur hinum, sem ég hef
hér nefnt, á vit þeirra ævintýra sem
við höfum lifað þarna öll þessi sum-
ur. Það var hann sem sagði veiði-
sögur með slíkum tilþrifum að sann-
ar sögur urðu með öllu ótrúlegar
og öfugt.
Við félagarnir í Þistlum kveðjum
frumkvöðulinn með söknuði og
þakkæti í huga. Sérstakar kveðjur
flyt ég frá konu minni, dóttur og
tengdasyni. Hann var þeim einkar
hlýr vinur og þau minnast samvist-
anna við hann heima og heiman.
Hulda, börnin, tengdabörn og
barnabörn eiga samúð okkar
óskipta. Guð styrki þau í sorginni.
í áður tilvitnuðu ljóði um Laxá
í Leirársveit er þetta fallega lokaer-
indi:
Svo kveð ég ána og ilminn
af ylgrænu birkitré.
Og sólin háttar á heiði
með himin í fangi sér.
En kyrrðin er eins og eilífð
sem andar í bijósti mér.
Svona held ég að Garðar hefði
viljað kveðja og svona kveð ég hann.
Eg finn gróðurilminn á árbökkun-
um þar sem við áður gengum sam-
an. Og eins og sólin háttar með
himin í fangi sér tekur nú himnafað-
irinn Garðar og umvefur hann kær-
leika sínum.
Ólafur G. Einarsson.
Þegar ég var nýkominn inn frá
því að hreinsa laufið í allri sinni lita-
dýrð af stéttinni og tröppunum, þá
hringdi Hulda og sagði að barátt-
unni væri lokið hjá Garðari. Reynd-
ar fannst mér þetta árvissa haust-
verk á vissan hátt táknrænt á þess-
ari stundu og leiða hugann að þeirri
umbreytingarstund sem bíður alls
lífríkis.
Stangaveiðimenn segja gjarnan,
- viljir þú kynnast manni náið,
kostum hans og göllum, farðu þá
með honum í þriggja daga veiði-
ferð, helst saman um stöng. Það
reynir á öll skapgerðareinkenni,
háttvísi og virðingu við allt og alla.
Kynni okkar Garðars hófust við
veiðar í Norðurá fyrir fjörutíu og
þremur árum og þau fyrstu kynni
lögðu grunninn að óijúfanlegri vin-
áttu frá þeim degi til hins síðasta.
Hann var góður stangaveiðimaður,
mikill náttúruunnandi og ávallt
reiðubúinn að miðla af þekkingu
sinni og reynslu. Hann var í orði
sönnu frábær veiðifélagi.
Við fórum því saman í veiðiferðir
næstu þijú árin í hinar ýmsu lax-
veiðiár og á þeim tíma treystust
bæði vina- og fjölskyldubönd. Einn-
ig bættust þá við fleiri góðir veiðifé-
lagar sem tóku sig til og stofnuðu
Veiðiklúbbinn Streng árið 1959.
Strax við stofnunina kom í ljós
hversu mikill atorku- og félagsmað-
ur Garðar var og var hann því sjálf-
kjörinn fyrsti formaður klúbbsins.
Hann hófst strax handa fyrsta árið
við að útvega klúbbnum veiðisvæði,
s.s. neðsta hluta Norðurár og Gljúf-
urár og ári seinna nokkra daga í
Straumunum. Árið 1961 tók klúbb-
urinn Langavatn á Mýrum á leigu
til tíu ára og gekk í það stórvirki
að leggja þangað um 8 km veg.
Garðar starfaði alla tíð af mikilli
elju og dugnaði fyrir Streng og verð-
ur ekki allur hans þáttur í velgengni
klúbbsins rakinn hér, en vegna sögu-
legra staðreynda verður að minnast
þáttar hans í sjö ára leigu á Laxá
í Leirársveit og tíu ára leigu á efsta
hluta hennar ásamt Eyrarvatni.
Einnig um ferð hans og tveggja
annarra félaga árið 1962 að Selá í
Vopnafirði sem á vissan hátt mark-
aði þáttaskil í sögu Strengs. Þá um
haustið í október riðu þeir félagar
ásamt Friðriki Siguijónssyni bónda
frá Ytri-Hlíð úr Vesturárdal yfir að
Selá og töluverðan spöl þar með
ánni. Garðari sagðist svo frá eftir
ferðina, að Selá væri ein fallegasta
á sem hann hefði augum litið. Þeir
meinbugir væru þó á að lax gengi
ekki lengra en átta km vegna fyrir-
stöðu í Selárfossi og ekkert veiðihús
væri við ána. Einnig væri lax veidd-
ur í miklu magni í sjávarlögn rétt
við ósa Selár og af þeim sökum
væri laxveiði lítil. Svo stórhuga var
Garðar að honum fannst þessir
meinbugir aðeins vera heillandi
verkefni til að takast á við. En aðr-
ir félagar voru ekki tilbúnir í þessar
miklu framkvæmdir á þeim tíma,
enda þrír enn við nám erlendis og
aðrir uppteknir við jarðbundnari
störf, s.s. húsbyggingar o.fl.
En Garðar lét ekki þar við sitja
að svala þrá sinni og löngun til
útivistar og veiðiskapar. Hann sneri
sér þá að Sandá í Þistilfirði og stofn-
aði um hana veiðifélagið Þistla árið
1964 ásamt níu öðrum valinkunn-
um veiðimönnum. Þar hlotnaðist
honum heillandi og verðugt verk-
efni næstu árin við að byggja þar
veiðihús og bæta aðgengi að ánni
með vegagerð. Alla tíð hefur Garð-
ar látið sér mjög annt um vöxt og
viðgang Sandár og stundað þar
veiði á hveiju sumri frá stofnun
Þistla.
Árið 1968 leystist eitt af vanda-
málunum við Selá þegar athafna-
mennirnir Gústaf Þórðarson og
Oddur Ólafsson luku við byggingu
laxastiga í Selárfossi. Við þá að-
gerð opnaðist greið leið fyrir laxinn
á eitt fallegasta veiðisvæði landsins
sem þeir Garðar og félagar höfðu
skoðað og heillast svo mjög af um
árið. Hefst þá nýr kafli í sögu Veiði-
klúbbsins Strengs er nokkrar jarðir
voru auglýstar til sölu við Selá árið
1969 og klúbburinn kaupir jarðirnar
Hvammsgerði, Lýtingsstaði og
hálfa Áslaugarstaði. Árið 1970 tek-
ur svo Strengur Selá á leigu og
hefst þá þegar uppbygging veiði-
húss í Hvammsgerði og 1974 tekst
Streng að semja um upptöku á sjáv-
arnótinni. Þar með rættist sá
draumur Garðars Svararssonar um
lausn á þeim vandamálum sem við
blöstu árið 1962 er hann kom að
Selá í fyrsta skipti. Hófst nú mikið
uppbyggingar- og markaðsstarf
sem Garðar tók mikinn þátt í og
má segja að hann hafi alla tíð bor-
ið velferð og viðgang Selár fyrir
bijósti og þá ekki síst eftir að hann
eignast jarðirnar Vakursstaði I og
III í Vesturárdal árið 1989 sem
einnig eiga land að Selá.
Á Vakursstöðum hafa þau hjónin
Hulda og Garðar endurbyggt íbúð-
arhúsið svo glæsilega að unun er á
að horfa. Kemur þar fram hin fág-
aða smekkvísi og listrænu þættir
sem Garðar bjó yfir. „Það skal
vanda sem lengi á að standa,“ voru
einkunnarorð hans viðvíkjandi upp-
byggingu Vakursstaða. En því mið-
ur entist honum ekki heilsa til að
ljúka né njóta allrar þeirra glæsi-
legu framtíðaráætlana sem enn
voru í hans fijóa hugmyndabanka.
Fuglaskoðun var eitt af áhuga-
málum Garðars og saman fórum
við í nokkrar slíkar ferðir út á
Reykjanes, Dyrhólaey og Reynis-
fjall. Hann hafði frábæra sjón og
þekkti alla fugla langt að, hvort sem
var í lofti, á láði eða legi. Ég þekki
engan mann sem hafði jafn mikla
þörf fyrir náið samband við náttúr-
una, móður jörð, eins og Garðar.
Þeir sem dvöldu með Garðari í
veiðihúsinu eða fjallakofum þar sem
menn þurftu að vera í sjálfs-
mennsku, fóru ekki varhluta af
snilli hans við hvers konar matar-
gerð. Munu flestir minnast hinnar
vel ílögðu kjötsúpu sem var hans
vani að elda og þeirrar viðteknu
venju að neyta hennar aldrei á
fyrsta degi.
Kynni mín og vinátta við lífs-
kúnstnerinn tengdist aðallega nátt-
úruskoðun og stangveiði. Væri
sjálfsagt hægt að skrifa þykka bók
um allar þær fjölbreyttu og ævin-
týralegu ferðir sem við fórum um
okkar fagra land. En það var einn-
ig annað sem tengdi okkur saman
og það var sameiginlegur áhugi
okkar á listum og þá einkum mynd-
list. Ég undraðist mjög þá náðar-
gáfu Garðars að lesa og meta mynd-
list, en á því sviði sem öðrum sem
hann tók sér fyrir hendur hafði
hann ótrúlegt innsæi. Málverkasafn
Garðars og Huldu er með því glæsi-
legasta í einkaeign hér á landi. Sem
dæmi um þekkingu Garðars á
myndlist má nefna að hann var
einskonar listráðunautur Flugleiða
sl. átta ár. Hélt skrá yfir öll þeirra
listaverk og annaðist einnig inn-
kaup fyrir fyrirtækið. Þá tók hann
þátt í að setja upp nokkrar mynd-
listarsýningar með verkum eftir
Svavar og nokkrar eftir Erró, m.a.
á Vopnafirði.
Garðar var mikill félagshyggju-
maður og fór Oddfellow-reglan ekki
varhluta af dugnaði hans og elju.
Þar starfaði hann mikið allt frá
árinu 1966.
Merkur þáttur í lífi Garðars og
Huldu og ekki sá minnsti er það
þegar þau taka þá afdrifaríku
ákvörðun árið 1959 að selja glæsi-
lega íbúð sem þau höfðu eignast við
Rauðalæk til að geta keypt matvöru-
verslun. Nokkru áður en það gerðist
fórum við þrír félagar saman fyrir
Veiðiklúbbinn austur í Bakkaflóa til
að kanna möguleika á jarðarkaupum
við Miðíjarðará. Þar vorum við í
þijá daga við veiðar en Garðar var
allan tímann með hugann við þau
framtíðaráform að gerast kaupmað-
ur með því að kaupa eina elstu og
virtustu matvöruverslun í Reykjavík,
Kjötverslun Tómasar Jónssonar að
Laugavegi 2. Hann hafði þá á orði
að hvergi væri betra að hugsa og
taka stórar ákvarðanir en úti í Guðs
grænni náttúrunni við Ijúfan vatna-
nið og fagran fuglasöng. í fram-
haldi af þessum hugleiðingum tóku
þau hjónin þá ákvörðun að selja
íbúðina og kaupa verslunina. Þau
liðu ekki mörg árin þar til Garðar
var orðinn einn umsvifamesti mat-
vörukaupmaður borgarinnar með
fjórar verslanir.
Þannig var Garðar ætíð djarf-
huga og stórhuga en slíkir menn
eru eðlilega ekki allra. Það gaf því
stöku sinnum á bátinn. En með
dyggri aðstoð frábærs lífsförunaut-
ar og samstilltu átaki tókst þeim
ætíð að rétta hann af. Hulda hefur
fylgt Garðari alla tíð í gegnum
þykkt og þunnt og vék aldrei frá
honum í hans erfiðu veikindum. Það
tel ég hafa verið stærsta gæfuspor
Garðars þegar þau gengu í hjóna-
band hinn 24. maí árið 1958.
Með Garðari sjáum við Strengs-
félagar á bak einum af okkar bestu
félögum sem gekk aldrei með hálf-
um huga að neinu verki og ávann
sér virðingu fyrir drengskap og
göfuglyndi þeirra sem til þekktu.
Við söknum þessa mæta drengs,
þökkum 38 ára samstarf og sendum
Huldu, börnunum og öðrum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kæra Hulda, skuggarnir lengjast
þegar sorgin sækir okkur heim, en
framundan er hátíð ljóssins sem er
tákn hinnar eilífu vonar og áminn-
ing um bjartsýni og fegurð.
Guð veri með þér og fjölskyldunni
og blessi minningu góðs drengs.
Rafn Hafnfjörð.
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast Garðars H. Svavarssonar sem
er til grafar borinn í dag. Efst í
huga eru mér þakkir fyrir það ein-
staka starf sem hann hefur unnið
síðustu ár við skipulagningu og upp-
byggingu myndlistarsafns Flugleiða.
Garðar vann þar ómetanlegt starf
af einstakri smekkvísi og natni.
Ástæða þess að Flugleiðir fengu
notið krafta Garðars var að félagið
átti töluvert safn málverka eftir
málara yngri kynslóðar. Þau voru
keypt á löngu tímabili og án þess
að unnið væri eftir sérstakri stefnu
eða skipulagi. Garðar þekkti til þessa
safns og beitti sér fyrir því að félag-
ið fékk Gunnar Kvaran listfræðing
til ráðuneytis um uppbyggingu og
skipulag þess. Þeir Gunnar unnu síð-
an saman að verkinu. Áhugi Garðars
var einstakur. Hann vann nákvæma
skrá yfir öll verk í safninu og tók
þátt í að móta því framtíðarstefnu.
Hann fylgdist vel með þróun og þro-
skaferli ungra málara og lagði á
ráðin um kaup á nýjum málverkum
í safnið. Fyrir vikið á félagið nú
gott yfírlitssafn málverka yngri kyn-
slóðar listamanna.
í erli dagsins í alþjóðlegum við-
skiptum gefast of fáar stundir til að
njóta og meta það sem skapandi
fólk er að fást við í listum og menn-
ingu. Garðar tókst á hendur það
verkefni að veita broti af því besta
sem er að gerast á íslenskum mynd-
listarvettvangi inn í daglegt starf
Flugleiða. Þess sér víða merki á
skrifstofum og öðrum vinnustöðum
félagsins.
Þekkingu Garðars H. Svavarsson-
ar á myndlist var við brugðið og
einkum íslensku nútímamálverki.
Það voru forréttindi að njóta þessar-
ar þekkingar og þeirrar sérstöku
alúðar sem hann lagði í starf sitt.
Málverkasafn Flugleiða mun bera
vinnubrögðum hans frábært vitni
um langa framtíð.
Ég kveð Garðar H. Svavarsson
með virðingu og þökk og votta eftir-
lifandi konu hans, Huldu G. Guðjóns-
dóttur, og börnunum þeirra innilega
samúð.
Sigurður Helgason.
Að standa frammi fyrir þeim sára
missi að þú ert ekki lengur hér á
meðal okkar er þungbært og óraun-
verulegt. Þú sem varst svo uppfullur
af orku og lífskrafti sem því miður
er ekki öllum gefið. Með hetjulund
háðir þú baráttu við illvígan sjúkdóm
og stóðst meðan stætt var. En þú
stóðst ekki einn. Hulda Guðrún vék
varla frá þér í veikindum þínum og
einnig börnin ykkar þegar aðstæður
leyfðu.
Margs er að minnast um samveru
okkar í hartnær 40 ár. Kynni okkar
hófust er Veiðikiúbburinn Strengur
var stofnaður 1959. Það voru 15
ungir menn sem stofnuðu þennan
félagsskap. Markmiðið var að auð-
velda okkur að stunda lax- og sil-
ungsveiði. Mánaðarlega voru fundir
haldnir yfir vetrarmánuðina en
veiðiferðir farnar á sumrin.
Ógleymanlegar eru veiðiferðir í
Laxá í Leirársveit, sem Strengur
hefði á leigu í mörg ár og ótaldir
laxarnir úr Miðfjarðará, Vatnsdalsá
og síðan Hofsá, Selá og Vesturdalsá.
Ég held að ekki sé hallað á aðra
veiðimenn að telja þig einn fengsæl-
asta og flinkasta veiðimann þessara
ára. Kunnátta þín og tilfmning fyrir
laxinum var með ólíkindum.
Reynslu þína og leikni í veiði léstu
líka vinum þínum og veiðifélögum
óspart í té með ánægju. Mjög er
mér minnisstæð ferð okkar í Vopna-
fjörð fyrir 8 árum. Þá hafðir þú
gengið frá kaupum á Vakursstöðum
I í Vesturárdal og varst að taka þar
við lyklum að húsinu. Sjaldan hefi
ég fundið fyrir jafnmikilli innri gleði
og hjá þér á þessu augnabliki. Eftir
það hófust þið Hulda handa við að
endurbyggja og lagfæra íbúðarhúsið
og í dag er þetta eitt glæsilegasta
býlið í Vopnafirði, bæði utanhúss og
innan, enda snyrtimennskan einstök
í hveiju sem þið komuð að.
Síðastliðin tíu ár veiddum við ár-
lega saman í Hofsá og vorum saman
á stöng. Veiðin var oft rýr, enda lax-
inn varla mættur í ána fyrstu daga
júlímánaðar, en við nutum samver-
unnar úti í náttúrunni við fallega
hylji og landslag. Frá þessum árum
á ég mínar sælustu minningar.
I sumar sem leið vorum við enn
mættir við Selá og Hofsá. Þá varstu
nýbúinn í Iyfjameðferð og útlitið
virtist bjart framundan. Þrátt fyrir
magnleysi var hugurinn og viljinn
sá sami. Upp kl. 6.30 og veitt til
kl. 12 og svo aftur kl. 15-21. En
í þessari veiðiferð fengum við engan
lax. í fyrsta skipti, öll þessi ár, kom-
um við laxlausir heim úr þessum
ám. Þrátt fyrir það nutum við þess-
arar ferðar eins og annarra. Veðrið
var fagurt, árnar vatnsmiklar og
tærar, landslagið stórbrotið. Laxinn
hafði bara seinkað komu sinni þetta
sumarið - eða kvótinn var búinn.
Við Lilja þökkum ykkur Huldu
fyrir góðar stundir saman á Vakurs-
stöðum, á Kanaríeyjum, við Hafra-
vatn og í Garðabænum.
Við kveðjum þig, kæri vinur, með
sárum söknuði. Okkur finnst sem
þú hafir átt svo margt ógert hérna
megin, þótt miklu hafir áorkað, en
trúum að þú takist nú á við ný verk-
efni í nýjum vistarverum.
Elsku Hulda, Haukur, Sirrý og
Heimir. Við Lilja vottum ykkur,
barnabörnum, tengdabörnum,
ásamt aldraðri móður og bróður,
okkar dýpstu samúð.
Guð gefi ykkur styrk.
Magnús Jóhannsson.
Látinn er í Reykjavík góður vin-
ur, Garðar H. Svavarsson, aðeins
62 ára að aldri.
Garðar var um árabil umsvifamik-
ill kaupmaður hér í bæ. Kjötbúð
Tómasar var þekkt verslun í hjarta
borgarinnar og átti stóran hóp
ánægðra viðskiptavina. Hulda, kona
Garðars, starfaði við hlið hans við
verslunarreksturinn og var vinnu-
dagur þeirra hjóna oft æði langur.
Ég kynntist Garðari á öðrum vett-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
+
Elskuleg móðir mín og fósturmóðir,
JÓNÍNA LARSDÓTTIR,
Efstasundi 91,
Reykjavík,
lést föstudaginn 7. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og kveðjur.
Birgir Örn Númason,
Viðar Norðfjörð Sigurðsson.
Lokað
Lokað í dag milli kl. 10.00 — 12.00 vegna jarðafarar HAUKS
ÞORSTEINSSONAR rafvirkjameistara.
Rafboði Garðabæ ehf.