Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 59 BRÉF TIL BLAÐSINS Er ekki bannað að drepa? Frá Rebekku Guðleifsdóttur: JÆJA, nú get ég ekki lengur á mér setið. Það er eitt alvarlegt vandamál í okkar samfélagi sem, þrátt fyrir varfærnislegar tilraunir ýmissa aðila, virðist ekki ætla að hverfa neitt á næstunni. Þetta er fyrirbæri sem flestum ætti að vera vel kunnugt. Ég er tala um óbein- ar reykingar. Ég ætla mér ekki að fara að tíunda alla þá ókosti og þær hætt- ur sem sígarettur hafa í för með sér fyrir reykingamennina sjálfa. Þeir vita það allir sem einn að með því að soga þetta eitur ofan í sig eru þeir hægt og bítandi að leggja heilsu sína og síðar meir útlit sitt í rúst. Mér er nokkuð sama um þá, þeir hljóta að vilja þetta sjálfir úr því þeir tíma að eyða um 100.000 kr. árlega í þetta sport. Aftur á móti hef ég engan áhuga á því að deila þessu áhugamáli með þeim. Reykingamenn eru sí- fellt að tönnlast á sínu valfrelsi, sínum rétti til að eitra fyrir sjálfum sér. En hvað með hina, sem vilja getað andað að sér hreinu, eða a.m.k. reyklausu lofti hvar og hve- nær sem er? Eiga þeir að ganga um í sérhönnuðum plastkúlum með eigin loftræstikerfi svo hinir geti haldið áfram að njóta þeirra „sjálf- sögðu réttinda“ að fá að menga umhverfið fyrir sér og sínum? Ég held aldeilis ekki! Reykingamenn eru minnihlutahópur, ennþá a.m.k., og þar af leiðandi er ekki nema sjálfsagt að krefjast þess að þeir taki tillit til hinna, sérstaklega ef höfð eru í huga þau sterku rök sem reyklausir geta notað máli sínu til stuðnings. I fyrsta lagi er löngu búið að sanna að reykingar beinlínis drepa. En styttra er síðan menn fóru að átta sig á því að óbeinar reykingar gera það líka. Að meðaltali einn Islendingu^ deyr í viku hverri af annarra manna reykingum, og sú tala er eflaust mun hærri í ná- grannalöndunum. Þetta finnst mér mjög óhugnanleg staðreynd. í öðru lagi fara peningar skatt- borgara meðal annars í það að borga sjúkrahúskostnað fyrir reyk- ingamenn sem eru orðnir heilsu- lausir af því að stunda sína iðju. Síðast en ekki síst er í raun bannað með lögum að reykja í kringum þá sem reykja ekki. Jú, það stendur víst einhvers staðar í íslenskum lögum, reyndar ekki orðrétt: Hver og einn má gera það sem hann vill svo lengi sem það veldur öðrum ekki óþægindum. Ég lýg ekki þegar ég segi að reyking- ar valda mér verulegum óþægind- um. Þetta er því hreint og klárt mannréttindabrot! Nú áttu að ganga í gildi 1. nóv- ember lög um það að öllum veit- ingastöðum yrði skylt að hafa reyklaus svæði fyrir þá sem kjósa hreint loft. Það voru áður fjölmarg- ir veitingastaðir með svona svæði, eða réttara sagt reyklaus borð í flestum tilfellum, og hvaða gagn er að því? Nákvæmlega ekki neitt! Þetta samsvarar því að hafa svæði í sundlaugum þar sem má pissa! Nokkur fáránleg dæmi eru að hafa reyklaust öðrum megin við mjóan gang og allir reykja hinum megin eða sú snjalla lausn hjá kjúklinga- stað í Hafnarfirði að hafa reyklaus nokkur borð í miðjunni og reykt hringinn í kring! Svona hugsun dugir skammt! Það er alltaf jafn gaman að fara út að borða, panta sér einhvern dýran og flottan mat og finna svo ekki lykt af honum fyrir reykskýi sem hangir yfir borðinu. í Bandaríkjunum eru reglur miklu strangari, þar er einfaldlega bannað að reykja í öllum opinber- um byggingum, þar á meðal veit- ingastöðum. Þar virðast menn vera búnir að átta sig á því að reyking- ar eru ekki sjálfsögð réttindi fólks vegna þess að þær skaða aðra. Þetta er bara bölvaður ósiður og ekkert annað! En af hverju er þetta þá ekki bannað? Skýringin er einföld: Ríkið hefur heilmiklar tekjur af sígar- ettusölu, svo og áfengissölu, og vill fyrir enga muni missa þessar tekjur sem fara örugglega að ein- hveiju leyti í að borga sjúkrahús- kostnað reykingamanna. Að því sögðu virðist leiðin út úr þessum vítahring frekar einföld, en eins og allir vita eru hlutirnir aldrei einfaldir. Þar af leiðandi fá reyk- ingamenn sjálfsagt að halda áfram sínu dauðatafli um ókomna fram- tíð. Eina lausnin er að hinir reyk- lausu fari að láta í sér heyra og krefjast réttar síns í stað þess að láta vaða svona yfir sig! REBEKKA GUÐLEIFSDÓTTIR, nemandi í Flensborgarskóla. Akraborg - sjálf- sagður valkostur Frá Kristni Björnssyni: MÉR þykir leitt að heyra að Akra- borg hætti siglingum milli Reykja- víkur og Akraness næsta sumar. Þetta er mjög fögur og þægileg siglingaleið og nánast eina tæki- færi til stuttrar sjóferðar fyrir flesta íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á sumrin hef ég oft veitt því at- hygli að mjög margir farþeganna eru erlendir, svo þetta er æskilegur valkostur vegna ferðaþjónustu. Er það ekki eðlileg og sjálfsögð samkeppni að halda áfram siglingum á þessari leið? Er alveg víst að það geti ekki borið sig? Sjálfsagt yrði þó að fækka ferðum þegar Hval- fjarðargöng koma, t.d. í tvær ferðir á dag, aðra að morgni, hina síðdeg- is. Þetta yrði varla hættulegt fyrir rekstur jarðganganna því aðeins lít- ill hluti ferðamanna hefur farið með Akraborg, en margfalt fleiri ekið fyrir Hvalfjörð og munu þeir þá velja göng frekar en feiju. Er það ekki andstætt samkeppn- islögum að banna þarna eða hindra samkeppni? Hvað segir samkeppnisstofnun eða samkeppnisráð um þetta? KRISTINN BJÖRNSSON, Espigerði 4, Reykjavík. flvá' Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í giuggann þinn. JÖL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Rányrkjuflotann út fyrir 50 mílur Frá Guðvarði Jónssyni: ÞAÐ er löngu orðið tímabært að setja þak á stærð útgerðarfyrirtækja og reyndar allra fyrirtækja. Hvort sú tillaga sem nú er til umfjöllunar á Alþingi feli í sér rétta hlutfallið er ekki ljóst á þessu stigi tillögunnar. Væri tillagan samþykkt óbreytt, virðist hún styrkja stöðu sterkra aðila, og þeir stærstu gætu jafnvel aukið aflaheimild sína um allt að 60%. Mun þó flestum fínnast þeir hafa nóg nú þegar, þó þeir ykju ekki aflaheimild sína í þorski um meir en helming. Þá gæti líka svo farið að um 10 aðilar réðu yfir öllum þorskaflanum. Ryksugu-rányrkjuflotann þarf að reka, minnst 50 mílur út í fískveiði- lögsöguna. Gefa smærri útgerðar- stöðum tækifæri á því að byggja upp veiðiflota sem hentar ijárhag og atvinnulífí sveitarfélagsins. Það myndi líka hafa í för með sér að meira yrði um krókaveiði, sem er virkari stofnvernd en aðrar ráðstaf- anir og algjör friðun á botninum. Sem rányrkjutogaramir eru búnir að plægja einum of lengi. Byggðastefna verður að byggjast á því að hin smáu samfélög úti á landi geti byggt upp atvinnustefnu á forsendum viðkomandi samfélags en þurfí ekki vegna aðgerða ríkis- valds, að leggja út í fjárfestingu er veldur ijármagnskostnaði, sem sam- félagið ræður ekki við. Svo þegar allt er komið á hausinn þá koma greifarnir og fleyta ijómann, ríkis- valdið tekur skuldirnar og sendir byggðarlaginu ölmusu dúsu. Greiða þrefalt hærri laun Alltaf er verið að tala um hversu erfið staða sjávarútvegsfyrirtækja sé og landvinnslan sífellt að biðja starfsfólk að gefa sér af laununum, til þess að bjarga rekstrinum. Samt geta fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sömu auðlind, eins og ÍS og SH, keypt fyrirtæki erlendis fyrir milljarða, hælt sér af ljölda starfa sem skapast í þessum löndum, og kvarta ekki undan því að greiða þrefalt hærri laun þar en hér. Grandi hf. var heldur ekki í nein- um vanda með það að fínna góða íjárfúlgu fyrir neðan núllið, til þess að stofna milljarða fyrirtæki erlend- is og lýsa yfir ánægju með fjölgun atvinnutækifæra þar. Það er dálítið skrítin hagfræði að íslensk fyrirtæki skuli sækja svo mjög í að stofna fyrirtæki erlendis þar sem launakostnaður er miklu hærri en hér. Segja svo erlendum ijárfestum að aðalkosturinn við að stofna til atvinnureksturs hér á landi, sé lág laun og niðurgreitt rafmagn á kostnað heimilanna. Hvað skyldu atvinnurekendur hafa flutt mikið fjármagn úr landi það sem af er árinu? GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Staða kvenna í sveitarstj órnum Frá Sigrúnu Stefánsdóttur: HUGMYNDIN að þessari grein kviknaði við lesningu á fundargerð- um Bæjarstjómar Akureyrar. Það kom spánskt fyrir sjónir hvað skipan í nefndir og ráð á vegum bæjarins er misjöfn milli kynja, Áugljóst er að þörf er á úrbót- um. Málefni bæj- arins skipta konur jafn miklu máli og karla. Konur ættu því ekki að sýna bæjarmálefnum minni áhuga en karlar gera. Það þyrfti að ýta rækilega við konum, svo þær vöknuðu til vitundar um málefni bæjarins og mikilvægi þess að sjón- armið kvenna fengju að njóta sín við stjórnun bæjarfélagsins. Staða kynjanna jöfn 2026 í skýrslu sem ber heitið „Konur í Sveitarstjórnum 1994 til 1998“ gefin út af Skrifstofu jafnréttismála og unnin af Lindu H. Blöndal, er margt athyglisvert að finna. Þar kemur m.a. fram að á árunum 1990-1994 fjölgaði konum í sveit- arstjórnum um 3%. Verði fjölgunin sambærileg í komandi kosningum og eins í framtíðinni, verður staða kynjanna nokkurnveginn jöfn árið 2026. Eru konur innan stjórnmála- flokka á íslandi sáttar við að bíða svo lengi? í skýrslunni er áberandi hvað hlutskipti kvenna í hrepps- nefndum er lélegt. Þar eiga eftir koma kauptúnin, en staða kvenna er skást í bæjarfélögunum. Þó er langt í land að hlutur kvenna í bæjar- stjórnum sé viðunandi. Eftir kosn- ingarnar 1994, eru 32 sveitarstjórn- ir alls án kvenna, eða 19,4% og þar af eru tvær meðal kaupstaða, þ.e. Eskifjarðar og Ölfushrepps. Konur á þessum stöðum þurfa að bretta upp ermarnar og gera eitthvað í málunum. Á öllu landinu, þ.e.a.s. í 30 kaup- stöðum, er engin kona bæjarstjóri. Eini borgarstjórinn á landinu er kona og vonandi verður einnig svo eftir næstu kosningar. í skýrslunni kemur fram að sameiginlegt framboð með Kvennalistanum, færir sveitarstjórn- ir nær því að ná réttu hlutfalli á milli kynjanna. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Nú nýverið var prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík. Þegar greinarhöfundur heyrði niðurstöður prófkjörsins, fylltist mælirinn. Ein- ungis voru tvær konur í átta efstu sætunum. Það er langt frá því að svona framgangur styrki stöðu kvenna í sveitarstjórnum og vonandi ber Sjálfstæðisflokkurinn gæfu til að koma í veg fyrir fleiri svona hneyksli vegna komandi sveitarstjórnakosn- inga. Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur sem kallar sig flokk allra stétta, líklega væri réttara að kalla hann flokk karla í öllum stéttum. Konur innan Sjálfstæðisflokksins verða að standa saman og styðja hver aðra ef þær ætla að ná að rétta hlut sinn í þessu karlaveldi. í Sjálfstæðis- flokknum er fjöldi vel gefinna og frambærilegra kvenna sem eiga fullt erindi í bæjar- og borgarstjórnir þessa lands og það er móðgun við konur í þessum stærsta flokki lands- ins að gengið sé framhjá þeim með slíkum hætti. Sjálfstæðar konur Mikið hefur verið rætt um að Kvennalistinn sé tímaskekkja, tími hans sé liðinn og jafnrétti að nást. Þessar raddir hafa verið mjög áber- andi í viðtölum við sjálfstæðar kon- ur sem er hópur ungra kvenna inn- an Sjálfstæðisflokksins. Fram- ganga flokks þeirra hefur þó sýnt það og sannað að enn er full þörf á að Kvennalistinn haldi velli. Þrátt fyrir hin fögru loforð Sjálfstæðis- flokksins eiga konur ekki upp á pallborðið þar. Konur allra flokka Nú í komandi bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum ættu allar konur hvar í flokki sem þær standa að auka hlut sinn. Ekki eingöngu í nefndum og ráðum, heldur líka á framboðslistum. Það er þjóðfélaginu öllu til heilla að bæði kynin komi þar að. SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR starfar með Kvennalistanum á Norðurlandi eystra. Tæknimaður Tölvudeild Búnaðarbankans leitar að tæknimanni. Viðkomandi skal annast uppsetningar á vélbúnaði og hugbúnaði fyrir nettengdar útstöðvar, annast daglegan rekstur þeirra og veita notendum aðstoð. Góð þekking á netkerfum, Windows 95/NT, samskiptamálum o.þ.h. nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Oll útibú bankans eru nettengd og er umhverfið Windows 95/NT, Exchange, Office o.fl. Um áhugaverð og krefjandi störf er að ræða og verður boðið upp á námskeið og þjálfun. Upplýsingar veitir lngi Öm Geirsson, tölvudeild Búnaðarbanka íslands (ingi@bi.is). Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Hafir þú áhuga á skemmtilegu starfi sendu þá skriflega umsókn með upplýsingum um nám og fyrri störf til starfsmannahalds, aðalbanka, Austurstræi 5, Reykjavík. BÚNAÐARBANKINN Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.