Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Öfgasinnaðir múslimar myrða tugi ferðamanna í Egyptalandi
Tilræðið gæti lamað
egypska ferðaþjðnustu
Kafró. Reuters.
EGYPSKIR ferðamálafrömuðir
voru slegnir yfír fjöldamorðinu í
Lúxor í gær en sögðu að atburður-
inn hefði a.m.k. ekki við fyrstu sýn
orðið til þess að ferðum til landsins
hefði verið aflýst. Þeir voru hins
vegar sammála um að tilræðið gæti
haft mjög skaðleg áhrif fyrir eg-
ypska ferðaþjónustu til lengri tíma
litið.
Að sögn lögreglu stóðu a.m.k. sex
menn að tilræðinu við Hatsh-
epsuthofið á vesturbakka Nflar, sem
nýlega var umgjörð tilkomumikillar
uppfærslu óperunnar Aidu eftir
Verdi. Mennimir villtu á sér heimild-
ir með því að klæðast sem
lögregluþjónar. Gengu þeir ber-
serksgang meðal ferðamanna og
skutu án afláts á viðstadda. í valnum
lágu a.m.k. 78 manns, þar á meðal
ferðamenn frá Sviss, Japan og
Þýskalandi. Þrír lögreglumenn biðu
einnig bana og sex tilræðismenn. Er
þetta blóðugasta tilræði öfga-
sinnaðra múslíma frá 1992 er þeir
hófu vopnaða baráttu fyrir stofnun
íslamsks ríkis. Engin samtök höfðu
lýst verknaðinum á hendur sér í gær
en í þeim tilgangi að grafa undan
stjómvöldum hafa öfgamennimir
margsinnis haft ferðaþjónustuna að
skotspæni á undanfómum ámm sak-
ir mikilvægis hennar fyrir
þjóðarbúið.
Tekjur Egypta af ferðamönnum
nema um þremur milljörðum dollara
á ári, jafnvirði 213 milljarða króna,
og er ferðaþjónustan ein helsta
gjaldeyristekjulind þjóðarbúsins.
Um það bil tvær milljónir erlendra
ferðamanna hafa heimsótt Lúxor á
ári. Mamdouh el-Beltagi ferða-
málaráðherra tók þátt í ferðakaup-
stefnu í London í gær, og lét þar í
Ijós hryggð sína vegna fjölda-
morðsins. Sagði hann verknaðinn
Danir
kjósa
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
RAUÐAR pylsur og rauðar
rósir bjóða frambjóðendur til
bæjar- og sveitarstjóma í
Danmörku upp á, þar sem þeir
norpa við kjörbúðir og aðra
fjölfarna staði. Kosningarnar í
dag hafa annars ekki verið
áberandi í bæjarlífi Kaup-
mannahafnar og annarra
borga, en það fer meira fyrir
kosningafundum í litlum
bæjum.
Aðstreymi útlendinga hefur
verið til umræðu, en annars
eru það sígild velferðarmál
eins og skóla- og dagvistunar-
mál og umönnun aldraðra, sem
á hugi flestra. Þótt allir flokk-
arnir, sem bjóða fram til þings,
séu líka virkir í bæjar- og
sveitastjómarkosningum em
það þó víða staðarlistar og ein-
staklingar, sem blanda sér í
baráttuna, fyrir utan að ýmsir
kynlegir kvistir nota tækifærið
til að vekja á sér athygli með
sérframboðum.
í Kaupmannahöfn er spurn-
ingin helst sú, hvort jafnaðar-
menn og sósíalistar haldi
meirihluta, en þeir eru i kosn-
ingabandalagi saman. Straum-
urinn til hægri jaðarsins og
Danska þjóðarflokksins virðist
í rénun, ef marka má síðustu
spár.
TILRÆÐI GEGN FERÐAMÖNNUM í EGYPTALANDI
Hryðjuverkamenn úr röðum strangtrúaðra múslíma myrtu allt að 80 manns
við fornt hof í Lúxor í Egyptalandi í gær. Erlendir ferðamenn hafa orðið
fyrir barðinu á ofbeldismönnum þar í landi á undanförnum árum.
vera glæp hugleysingja gegn gestum
Egypta og egypsku þjóðinni einnig.
„Eg get ekki ímyndað mér hvað
verður um ferðaþjónustuna en ríkis-
stjórnin mun gera allt sem í hennar
valdi stendur til þess að tryggja
öryggi ferðamanna," sagði el-
Beltagi.
57 öfgamenn líflátnir
frá 1992
Fjöldamorðið í gær er fyrsta
tilræðið sem á sér stað í Lúxor. Frá
því hryðjuverkasamtökin Gama
tóku að beina spjótum sínum gegn
ferðaþjónustunni hafa ferða-
mannahópar notið lögreglufylgdar í
Lúxor og samtökin því ekki látið til
skarar skríða þar. Arásin virðist því
benda til að enn hættulegri hópur
en Gama sé kominn á kreik. Hof
faraóa og grafhýsi í Lúxor eru
meðal eftirsóttustu viðkomustaða
útlendra ferðamanna í Egyptalandi.
Egypska ferðaþjónustan virtist
vera að komast yfir tilræði sem
framið var 18. september sl., en þá
hófu tveir bræður skothríð og
vörpuðu bensínsprengju á rútu fulla
af ferðamönnum við þjóðminja-
safnið í Kaíró. Myrtu þeir níu
Þjóðverja og egypskan bflstjóra
rútunnar. Mennirnir voru gripnir
og reyndust þeir hafa fleiri morð á
ferðamönnum á samviskunni, voru
dæmdir til dauða og bíða þess að
dómnum verði fullnægt.
Frá 1992 hafa alls 57 öfgamenn
múslima verið líflátnir eftir að hafa
verið dregnir fyrir herdómstól.
Voru þeir dæmdir sekir fyrir aðild
að ofbeldisverkum strangtrúar-
manna. Hafa öfgamenn hótað að
hefna þeirra. Með tilræðinu í Lúxor
hafa öfgamenn múslima myrt 103
erlenda ferðamenn í Egyptalandi
frá 1992.
@21. október, 1992
ðfgamenn ráðast á rútu, myröa
breska konu og særa tvo breska
ferðamenn.
@26. febrúar, 1993
Svíi og Egypti bíða bana og 20
manns af ýmsu þjóðerni slasast er
sprengja springur á kaffihúsi f Kaíró.
@8. júní, 1993
Sprengja springur á Pýramídavegi,
tveir Egyptar deyja og 22 manns
slasast.
@27. október, 1993
Strangtrúarmaður drepur tvo
Bandaríkjamenn og einn Frakka á
veitingahúsi í Kaíró. ftali sem særð-
ist (árásinni lést síðar.
@27. desember, 1993
Átta Austrríkismenn og átta Egyptar
slasast alvarlega f árás á rútu
í Kaíró.
@ 4. mars, 1994
Öfgamenn gera skothríð á farþega-
skip á Nfl, Þjóðverðji sem særðist dó
sfðar.
@ 26. égúst, 1994
Spænskur piltur bíður bana í árás á
rútu. Samtökin Gama'a lýsa ábyrgð á
hendur sér.
@ 27. september, 1994
Þýskur ferðalangur myrtur og annar
særður í Hurghada. Tveir Egyptar
bfða einnig bana.
@ 23. október, 1994
Breskur ferðamaður myrtur og þrír
særðir í árás á rútu á leið að fomu
musteri.
@ 26. janúar, 1996
Egypti bíður bana í árás íslamskra
múslíma á farþegalest sem erlendir
ferðamenn ferðast oft með.
@18. apríl, 1996
17 grískir ferðamenn og Egypti
drepnir í fjöldamorði fyrir utan hótel
í Kaíró.
@ 18. september, 1997
Sex þýskir ferðamenn og þrír menn
aðrir drepnir við þjóðminjasafn
Egyptalands. Nfu manns særðust.
Reuters
Biskupar þinga með páfa
JÓHANNES Páll páfi stýrði fundi á fyrsta degi
biskupaþings er hófst í Vatíkaninu í gær. Er þetta
fyrsta af fjórum sérstökum þingum biskupa meg-
iniandanna sem páfi hefur boðað til fram til ársins
2000. Páfi leggur áherslu á að kaþólska kirkjan
noti þann tíma til íhugunar á samtímanum, viður-
kenni mistök er orðið hafi fyrr á tíð og leggi drög
að áætlunum fyrir framtíðina.
Arafat með
Parkinsons-
veikina?
ÍSRAELSKUR læknir telur að
Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórn-
arsvæða Palestínumanna, kunni að
vera með Parkinsonsveikina.
Avinoam Reches, tauga-
sjúkdómafræðingur við Hadassah-
sjúkrahúsið í Jerúsalem, segist
byggja mat sitt að hluta á
sjónvarpsviðtali
við Arafat þar
sem neðri vör
hans titraði
greinilega. „Lík-
iegt er að skjálft-
inn í kjálkanum
og hæg viðbrögð
hans séu ein-
kenni Parkin-
sonsveiki," sagði
Yasser Arafat Reches VÍð frétta-
stofuna AP.
Aðstoðarmenn Arafats, sem er
68 ára gamall, röktu skjálftann til
langs vinnudags og sögðu að
viðtalið hefði verið tekið seint að
kvöldi. Parkinsonsveiki er
hægfara taugasjúkdómur sem
lýsir sér með skjálfta í vöðvum í
hvfld, hægum hreyfingum og svip-
brigðaleysi.
Fölari og grennri
Að sögn fréttastofunnar Reuters
virtist Arafat fölari og grennri en
áður þegar hann ræddi við
blaðamenn á fundi með Madeleine
Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, á laugardag. Araf-
at var með rauð augu, neðri vörin
titraði og hann talaði með löngum
hléum þegar hann svaraði spurn-
ingum blaðamanna.
„Ekki gleyma því að ég hef haft
rauð augu frá flugslysinu," sagði
Arafat og vísaði til slyss sem varð
fyrir nokkrum árum. „Auk þess
svaf ég ekkert í nótt. Eg þurfti að
vinna í alla nótt og varð að fara
snemma að heiman um morgun-
inn, um klukkan fimm. En ég vil
þakka þér fyrir umhyggjuna,“
svaraði Arafat þegar blaðamaður
The New York Times innti hann
eftir því hvort hann ætti við veik-
indi að stríða.
Bandarískur embættismaður,
sem ræðir oft við Arafat, kvaðst
ekki hafa orðið var við breytingar
á framgöngu hans eða hegðun.
-----------------
Vilja hrekja
Netanyahu
frá völdum
Jerusalem. Reuters
HÓPUR þingmanna innan Likud-
bandalagsins í ísrael er að búa sig
undir að reyna að hrifsa völdin af
Benjamin Netanyahu, formanni
bandalagsins og forsætisráðherra
landsins, samkvæmt upplýsingum
Roni Milo, borgarstjóra Tel Aviv.
Milo sagði 1 viðtali við
útvarpsstöð hersins í gær að hátt-
settir menn innan bandalagsins
væim búnir að fá sig fullsadda af
forystu Netanyahus og ynnu nú að
því að hrekja hann frá völdum. Dav-
id Re’em einn þingmanna Likud-
bandalagsins sagði aðspurður um
málið að nú væri tími til aðgerða,
það væri ljóst að það sem banda-
lagið þyrfti að gera væri að losa sig
við Netanyahu án þess að starfs-
reglur þess yrðu brotnar.
Stjómmálaskýrandinn Yaron
Dekel sagði hins vegar ólfldegt að tíl-
raunin mundi takast þar sem upp-
reisnarmenn væru klofnir í afstöðu
sinni til nýs leiðtogaefnis. „Netanyahu
hefur þegar sýnt frábæra hæfni við
að koma sér út úr vandræðum svo ég
hef trú á því'að honum muni takast
að komast klakklaust frá þessu.“
sagði hann. „Ég er hins vegar ekki
viss um að honum muni takast að
ljúka kjörtímabilinu, sem nær til
aldamóta."
»
I
|
I