Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEINING EYSTRA OG NYRÐRA STOR SKREF voru stigin til sameiningar sveitarfélaga um síðustu helgi. íbúar Sauðárkrókskaupstaðar og tíu hreppa af ellefu í Skagafirði ákváðu með afgerandi hætti í kosningum sameiningu í eitt sveitarfélag. Sams konar sam- einingarskref og með sama afgerandi hættinum voru stigin í þremur sjávarplássum á Austfjörðum, Eskifirði, Neskaup- stað og Reyðarfirði. Það er ekki sársaukalaust að hrófla við hreppaskipan í landinu, sem staðið hefur lítt breytt frá þjóðveldisöld. Gjör- breyttar þjóðfélagsaðstæður gera það á hinn bóginn óhjá- kvæmilegt. Þjóðin er meir en þrefalt fjölmennari en um síð- ustu aldamót. Búseta í landinu er allt önnur. Ný samgöngu- tækni hefur fært byggðh* saman. Hreppar og sveitarfélög, sem fátt áttu sameiginlegt fyi-r á tíð, mynda nú eina heild atvinnulega og félagslega. Sameining sveitarfélaga styrkir sveitarstjórnarstigið til mótvægis við ríkisvaldið og stuðlar að æskilegri valddreif- ingu, m.a. með tekju- og verkefnaflutningum frá ríki til sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga er að auki bezta vörn landsbyggðarinnar gegn áframhaldandi fólksflótta til höf- uðborgarsvæðisins. Stór og sterk sveitarfélög eru betur í stakk búin til að veita þá þjónustu og skapa þau búsetuskil- yrði önnur, sem fólk horfír helzt til þegar það ákveður framtíðarbúsetu. Einsýnt er og að sameining sveitarfélaga getur leitt til hagræðingar og sparnaðar í yfírstjórn og á fleiri sviðum. Kosningarnar eystra og nyrðra eiga eftir að hafa ríkuleg áhrif á sameiningarmál sveitarfélaga í næstu framtíð. Sam- eining sveitarfélaga á eftir að styrkja vörn landsbyggðar- innar gegn nánast viðvarandi fólksstreymi á Suðvestur- hornið síðustu áratugi. Ibúar höfuðborgarsvæðisins eiga og eftir að horfa til þess áður en langir tímar líða, hvort ekki megi ná fram umtalsverðri hagræðingu, sparnaði og hóf- legri skattbyrði fólks og fyrirtækja með sameiningu þegar samvaxinna byggða í landnámi Ingólfs. TÚNFISKUR GÓÐ BÚBÓT ISLENDINGAR eiga að geta stundað túnfiskveiðar með góð um árangri að mati Jóhannesar Guðmundssonar, sem var einn eftirlitsmanna um borð í japönskum túnfískveiði- skipum, sem höfðu heimild til tih-aunaveiða innan íslenzku fiskveiðilögsögunnar. Allur búnaður til veiðanna þarf að vera mjög góður að mati eftirlitsmannsins og hann varar við of miklum væntingum í upphafi á meðan íslenzkir sjó- menn eru að öðlast reynslu við veiðarnar. Tekjur af túnfisk- veiðum geta verið mjög miklar, enda um einhvern verð- mætasta fisk að ræða á mörkuðum. Túnfiskur er um það bil tuttugu og fimm sinnum verðmætari en þorskur, svo það er eftir miklu að slægjast. í viðtali við Morgunblaðið sl. sunndag lýsir Jóhannes Guðmundsson reynslu sinni af túnfiskveiðunum með Japön- unum nú í haust, en hann var einn þriggja íslenzkra eftir- litsmanna í jafnmörgum skipum. Ljóst er, að íslenzku eftir- litsmennirnir hafa aflað mikilvægra upplýsinga um hvernig veiðarnar eru stundaðar, gerð skipanna, búnað þeirra, veið- arfæri og veiðislóð. Þessar upplýsingar ei-u ómetanlegar fyrir þá útgerðarmenn, sem hafa hug á að reyna fyrir sér við túnfiskveiðarnar. Jóhannes sagði m.a. í viðtalinu: „Eg hef fulla trú á, að á komandi árum munum við íslend- ingar notfæra okkur þessa auðlind, sem túnfiskurinn er, og komast upp á lag með að veiða hann með góðum árangri.“ Hann varar hins vegar við því, að menn leggi út í miklar fjárfestingar fyrr en þeir hafi aflað sér nægrar reynslu og þekkingar á túnfiskveiðum. Full ástæða er til að taka þessi ummæli alvarlega, því við Islendingar höfum bitra reynslu af því að ráðast í framkvæmdir án nægjanlegs undirbún- ings. Dýr skip þarf til túnfískveiðanna og því til sönnunar nægir að nefna, að þau þurfa að hafa öfluga hraðfrystiað- stöðu um borð og rúmgóðar frystigeymslur. Islendingar hafa þegar byrjað að fikra sig áfram við tún- fiskveiðar, en árangurinn hefur verið lítill, enda þurfa skip- in að vera sérstakrar gerðar við þessar veiðar. Sé rétt stað- ið að túnfískveiðunum eru líkur til þess, að þær geti orðið góð búbót fyrir íslenzkan sjávarútveg og því full ástæða fyr- ir útvegsmenn að huga að þeim í náinni framtíð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson A VEFSIÐUNNI um Jónas er að finna þýðingar á 44 ljöðum eftir Jónas ásamt frumtextum og miklu efni um hvert ljóðanna. Þar eru einnig nokkur verk hans í óbundnu máli, myndir af handritum skáldsins og ýmislegt fleira tengt skáldinu. Myndin er tekin þegar Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem var staddur á Akureyri, opnaði vefsíðuna í Þjóðarbókhlöðunni á afmælisdegi skáldsins, 16. nóvember, sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. DAGUR ÍSLENZKRAR TUNGU JÓNAS Á ERINDI VIÐ HEIMINN í tilefni af Degi íslenskrar tungu ræddu menn á málræktarþinffl stöðu íslenskrar tungu, meðal annars í réttarfarslegu samhengi, og eðli íslenskr- ar málstefnu. Einnig1 var opnaður orðabanki sem hefur að geyma orðaforða úr sérgreinum og vef- síða um Jónas Hallgrímsson. Þröstur Helgason kynnti sér skoðanir manna á þinginu, nytsemi orðabankans og ræddi við Richard N. Ringler sem á mestan heiður að vefsíðunni. Richard N. Ringler DAGUR íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í annað skipti á afmælisdegi Jónasar Hallgríms- sonar sl. sunnudag, 16. nóvember. í tilefni dagsins var haldið málræktarþing íslenskrar málnefhdar á laugardaginn á Hótal Sögu og á sunnudaginn var svo dag- skrá í Þjóðarbókhlöðunni þar sem vefsíða um Jónas Hallgrímsson var kynnt af höfundi hennar, Richard N. Ringler, prófessor í norrænum fræð- um og enskum miðaldafræðum við Wisconsin háskóla í Bandaríkjunum, og opnuð formlega af Birni Bjarna- syni menntamálaráðheiTa. Á Málræktarþingi opnaði mennta- málaráðherra orðabanka Islenskrar málstöðvar. Orðabankinn er saman- settur af mörgum orðasöfnum í sér- greinum, svokölluðum íðorðasöfn- um, sem safnað hefur verið saman í tölvu og á alnetinu. Að sögn Ai-a Páls Kristinssonar hjá íslenskri málstöð og fundarstjóra þingsins er bankinn einnig skráningarkerfi fyrir orðasöfn. „Þetta er í raun kerfi til að búa til orðabækur. Við höfum gert samninga við fimmtán orðanefndir á ýmsum sviðum um að við megum birta orðasöfnin þeirra á þessu kerfi en í staðin fá þær sérhæfðan hug- búnað til þess að semja orðasöfn og halda orðabókunum sínum við. Með þessum hugbúnaði geta nefndirnar sett ný orð inn í tölvutækt orðasafn um leið og það verður til. Með þessu samstarfi við áhugafólk um nýyrða- smíð getum við haldið úti mikilli orðabókarvinnu án mikils tilkostnað- ar sem er afar dýrmætt, við erum að nýta þann mikla áhuga sem er í landinu á þessum hlutum." Nauðsynlegt að þýða erlendar reglugerðir Þrjú erindi voru flutt á þinginu. Sigurður Líndal talaði um réttar- stöðu íslenskrar tungu þar sem hann færði rök að því að lög og reglugerðir hefðu ekki gildi á ís- landi nema þær væru á íslensku. Að sögn Ai'a Páls er þetta merkileg nið- urstaða ekki síst í ljósi þeirrar um- ræðu sem farið hefur fram um þýð- ingu á tilskipunum og reglugerðum frá Evrópusambandinu. „Menn hafa nokkuð velt því íyrir sér hvort nauð- synlegt væri að þýða þessa texta en það er vissulega afar kostnaðar- samt. Að sögn Sigurðar taka þessar reglur hins vegar ekki gildi hér á landi fyrr en þær hafa verið þýddar á íslensku; ef maður brýtur reglu- gerð sem er bara á erlendu máli þá er ekki hægt að refsa manni fyrir það vegna þess að viðkomandi gæti hugsanlega ekki skilið málið sem reglugerðin væri skráð á.“ Ástráður Eysteinsson flutti er- indi sem hann kallaði Þýðingar, menntun og orðabúskapur og fjall- aði á almennan hátt um menningar- ástand. Ástráður talaði meðal ann- ars um þá gagnrýni á íslensk stjórnvöld að þau hafi ekki markað neina ákveðna stefnu í menningar- málum. Ástráður rökstuddi það hins vegar að íslensk málstefna sé undantekning frá þessu og stjórn- völd styðji raunverulega leynt og ljóst þá opinberu íslensku mál- stefnu sem í gildi er, sem sé að varðveita og efla tunguna, og þeir sýni það meðal annars með rekstri stofnana eins og íslenskri málstöð og Islenskri málnefnd. Ástráður lagði líka almennan fræðilegan grunn undir það að þjóðin þurfi ekki að skammast okk- ar fyrir hina íslensku málstefnu og segist Ari Páll ánægður með það. „Ástráður færði rök fyrir því að þessi málstefna sneri fyrst og fremst að manneskjunni, sú við- leitni að finna íslensk orð í stað er- lendra auðveldi Islendingum að skilja umhverfi sitt, glíman við orð og hugtök auðveldi okkur að skilja heiminn. Þessi stefna er þvi ekki þjóðremba heldur tæki sem við beitum til þess að auðvelda okkur að skilja hlutina." Kristján Árnason bókmennta- fræðingur hélt að síðustu erindi um þýðingarfræði og þýðingarlist þar sem hann lagði mat á hlut listarinn- ar annars vegar og fræðanna hins vegar í þýðingarstarfinu. Netið hentar Jónasi vel Vefsíðan um Jónas Hallgrímsson er á margmiðlunarformi og hefur verið þróuð af starfsfólki i háskóla- bókasafninu í Wisconsin í samvinnu við Richard N. Ringler. Síðan skipt- ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 37 ist í sex kafla. Á henni er að finna þýðingar á 44 ljóðum eftir Jónas ásamt frumtextum og miklu efni um hvert ljóðanna. Þar eru einnig myndir af handritum skáldsins. Þá er hægt að hlusta á upplestur á nokkrum ljóðum á íslensku og ensku, heyra önnur sungin og sjá myndir sem tengjast efni kvæð- anna. Einnig eru á vefsíðunni ensk- ar þýðingar á nokkrum verkum Jónasar í óbundnu máli, bæði smá- sögum og ritverkum um náttúru Is- lands. Ringler hefur ritað skýringar við verkin og einnig skrifað ítarlega ritgerð um líf og starf Jónasar og tengsl verka hans við bókmennta- strauma í samtíð hans og hvaða áhrif þau höfðu á sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Ringler hefur þegar þýtt alls 150 kvæði og allmörg rit- verk Jónasar í óbundnu máli og vinnur að undirbúningi á útgáfu þeirra á næstu árum. Ringler segist lengi hafa haft áhuga á JónasL „Eg kom til Islands í fyrsta skipti ái'ið 1964 og var þá á Hólum í Hjaltadal. Kona skólameistarans þar hét Ástríður Sigurmundardóttir hafði mikinn áhuga á ljóðum og las Jónas fyrir mig í fýrsta skipti. Ég skildi ekki mikið en síðan hef ég verið að lesa Jónas. Fyrir sex eða sjö árum ákvað ég svo að reyna að þýða ljóðin hans á ensku. Ég reyndi mai'gar aðferðir þar til ég varð loks ánægður. Ég bar þýðingarnar undir Sverri Hólmarsson þýðanda og hann var ánægður með þetta og hvatti mig til að halda áfram á sömu braut. Síðan hef ég verið að fást við að þýða og skrifa skýringargreinar við ljóðin. Upphaflega átti þetta bara að vera bók en fyrir nákvæm- lega einu ári stakk bókasafnið við háskólann minn upp á því að við settum þetta á netið líka. Þeim þótti netið henta vel til að kynna Jónas vegna þess að hann var ekki aðeins skáld heldur einnig vísindamaður og gerði myndir af Islandi og svo fram- vegis.“ Ringler segist ekki í nokkrum vafa um að Jónas eigi erindi út í heim. „Hann á heima á meðal mestu skálda heimsins. Hann er eins góður og höfuðskáld Englendinga eða Þjóðverja frá þessum tíma. Ég hugsa að útlendingar eigi fyi'st og fremst eftir að hafa áhuga á persónulegum og innhverfum kveð- skap Jónasar frá síðari árum ævi hans, frekar en ættjarðarljóðunum. í þessum innhverfu ljóðum tjáir hann tilfinningar sínar, oftsinnis mjög blendnar tilfinningar, á beinni hátt en var venjulegt á þessu tíma- bili. Og þessi ljóð eiga að mínu mati erindi við nútímamenn hvar sem er í heiminum." Ringler segist ekki geta líkt Jónasi við neitt eitt erlent skáld frá rómantíska tímanum. „Hann er kannski frekar eins og sambland af mörgum skáldum, svo sem eins og Robert Burns, William Cooper og William Wordsworth. Hann gæti verið blendingur af þessum ensku skáldum en svo myndi höfundur Bjólfskviðu hafa skilið bragfræði Jónasar; það er því nánast ómögu- legt að negla hann niður. Ég myndi til dæmis ekki nota orðið rómantísk- ur um Jónas því það kveikir svo margar rangar hugmyndir um hann; auðvitað má finna rómantíska kafla í honum en þegar allt kemur til alls er hann alls ekki dæmigerður rómantíker." Margar stofnanir og einstakling- ar á íslandi og erlendis hafa lagt til það efni sem er að finna á vefsíðunni til þýðinga Ringlers. Má þar nefna Landsbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar, Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafnið; upplesarana Ant- on Helga Jónsson, Þorleif Hauks- son, Silju Aðalsteinsdóttur og Val- gerði Benediktsdóttur. Listamenn og ljósmyndarar hafa veitt heimild til birtingar á verkum sínum. Vefsíða Jónasar Hallgrímssonar heitir Jónas Hallgi-ímsson: Selected Poetry and Prose og vefslóð hennar er: http://www.library.wisc.edu/et- ext/Jonas/ Gísli Jónsson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra afhendir Sigurði Líndal og Sverri Kristinssyni, forsvarsmönnum Hins íslenska bókmenntafélags, viðurkenningu. Sigmundur Ernir Rúnarsson fylgist með. Veraldarslys ef ís- lensk tunga týnist Akureyri. Morgunblaðið GISLI Jónsson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru við hátíðlega athöfn á sal Hóla, húss Menntaskólans á Akur- eyri, á Degi íslenskrar tungu sem lialdinn var í annað sinn síðastlið- inn sunnudag, en þann dag voru 190 ár liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar. Hið íslenska bók- menntafélag fékk einnig viður- kenningu. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra minntist m.a. á það í ávarpi sínu að Degi íslenskrar tungu væri ekki síst ætlað að minna okkur á hvað það væri að vera íslendingur og ræddi hann um hversu mikilvægt væri að leggja rækt við móðurmálið, efla og styrkja það sem þjóðlegt er. Lifandi goðsögn Sigmundur Ernir Rúnarsson kynnir á samkomunni sagði Gísla Jónsson að góðu kunnan og hann hefði í nær hálfa öld miðlað lands- mönnum þekkingu sinni, þúsundir manna litu til Gísla sem Iifandi goðsagnar. Hann fæddist á Hofi í Svarfað- ardal 15. september 1925, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 og cand.mag prófi frá norrænudeild Háskóla ís- lands 1953 og prófi í uppeldis- og kennslufræði sama ár. Gísli kenndi íslensku við Menntaskólann á Akureyri frá 1951 til 1987. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og þá hefur hann ritað pistla um íslenskt mál í Morgunblaðið frá árinu 1979. „Án Gísla Jónssonar væri ís- lensk tunga fátækari. Hann er vel að Verðlaunum Jónasar Hall- grímssonar kominn," sagði Sig- mundur Ernir. Þakkaði Gísli góðvild og rausn þá sem sér væri sýnd með því að velja sig sem fulltrúa þeirra fjöl- mörgu er legðu rækt við móður- mál sitt, íslenskuna, sem ætti um- fram allt að vera móttækilegt fyrir nýjungum, orðmörg og fjölbreyti- leg, „að geta tekið við nýjum hug- myndum og hugsunum á hverjum tíma,“ eins og hann orðaði það. Nefndi hann að það yrði mikið veraldarslys ef íslensk tunga myndi týnast og því mætti líkja við að fara með jarðýtu á Colosseuin. Morgunblaðið/Kristján GISLI Jónsson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru á Degi íslenskrar tungu. Úr römmustu forneskju Minntist Gísli með hlýhug fólks- ins heima á Hofi í Svarfaðardal, þar sem hann lærði íslensku við móðurkné, sitthvað hafi sér þótt vera þar úr römmustu forneskju. Ömmur og langömmur, sem hon- um þótti á stundum vera handan siðaskipta hefðu rætt við sig í orðskviðum og ráðgátum sem mjög reyndu á barnshugann. Litla gula hænan var aftur á móti úti í hænsnakofa. Þá nefndi Gísli þá gæfu sína að hafa ungur komist til náms við Menntaskólann á Akur- eyri þar sem góðir kennarar voru við störf. „Það er líka óvenjuleg gæfa að hafa fengið að kenna gáf- uðum, velviljuðum og námfúsum unglingum í áratugi, fólki sem margt hefur haldið við mig ótrú- legri tryggð," sagði Gísli og færði Morgunblaðinu einnig þakkir „fyr- ir að umbera sig frá árinu 1979“ og þeim mikla manngrúa sem haft liefði við sig samband vegna pistla sinna og þannig haldið í þeim lífi. Amtsbókasafnið á Akureyri þar sem Gísli hefur löngum haft vist og „hjartarýmið er meira en hús- rýrnið" fékk einnig hlýjar kveðjur Gísla. Þá þakkaði hann sérstak- lega þá nærgætni og tillitsemi sem sér væri sýnd ineð því að afhenda verðlaunin í Menntaskólanum á Akureyri. Hið íslenska bókmennta- félag fékk viðurkenningu Framkvæmdanefnd Dags ís- lenskrar tungu veitti einnig Hinu íslenska bókmenntafélagi viður- kenningu, en félagið var stofnað árið 1816 og hefur gefið út tíma- ritið Skími, elsta tímarit á Norð- urlöndum frá árinu 1827. Sigurður Líndal forseti Hins íslenska bók- menntafélags og Sverrir Kristins- son framkvæmdasfióri tóku við viðurkenningunni. Gerði Sigurður grein fyrir útgáfustarfsemi á veg- um félagsins, en á öðrum áratug síðustu aldar þegar félagið var stofnað hefði ekki verið glæsilegt um að litast. Þeir sem að félaginu stóðu hefðu átt sinn þátt í endur- reisn tungumálsins. Á samkomunni kynnti Valdemai' Gunnarsson menntaskólakennari upplestrarkeppni grunnskólanna sem nú er að hefjast og færði Birni Bjarnasyni myndband sem gert hefur verið af því tilefni og Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðar- dal söng nokkur lög, m.a. við ljóð Jóuasar Hallgrímssonar og Davíðs I Stefánssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.