Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS I DAG •• Orlagasaga Richards Long á leiðinni Frá Þór Jakobssyni: SÍÐLA sumars, hinn 20. ágúst 1783, um þær mundir sem Síðueld- ur, eða Skaftáreldar, stóð hæst á íslandi, fæddist sveinn hjónunum Söru og John Long í Howden- héraði í York á Englandi. Þótt hér sæi dagsins ljós sjöunda barn hjónanna hefur gleði ríkt í kotinu, en alls urðu böm- in átta. Litli drengurinn var skírður 30. nóv- ember sama ár og fékk nafnið Ric- hard. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Eiga orð þessi harla vel við ævintýralegan æviferil enska drengsins í Howden. Mánuðina sem móða Skaftárelda lagðist yfir hauð- ur og haf langt út fyrir landsteina íslands og jafnvel um síðir yfir meginland Evrópu, spriklaði ungi maðurinn í vöggu sinni, óx síðan úr grasi á heimaslóðum og varð vísast hraustur og tápmikill dreng- ur. Altént er honum 11 ára treyst til að slást í för með eldri bróður sínum og sigla þeir á haf út á kaup- skipi. Engan hefur grunað að unga manninum mundi ekki auðnast að koma heim aftur til foreldra og systkina. Við brottför hefur hann kvatt þau hinsta sinni. Æskuslóðir sínar leit hann aldrei aftur. í sjóferð þessari tóku franskir sjóræningjar kaupskipið herskildi, og rændu, en Richard litli var tek- inn yfir í franska skipið. Varð hann vikapiltur skipstjórans um borð, og vann raunar skjótt hug hans og hjarta sökum dugnaðar og vinnu- gleði. Fór svo fram um hríð, en þá strandar skipið við Jótland. Skip- verjar bjargast, eru sendir heim til Frakklands, en enski drengurinn verður eftir og gengur bæjarfógeti í Lemvig, Hans Jacob Lindahl, hon- um í föður stað. Unglingurinn Rich- ard hefur því haft kynni af og kunn- að margt í þremur tungumálum, móðurmáli sínu, ensku, eitthvað í frönsku og dönsku. Þá þegar, upp- vaxtarárin í Lemvig, fræðist hann um ísland þar sem Lindahl hafði verið embættismaður kornungur maður. Frambúðarhöfn og afkomendur En það átti fyrir Richard Long að liggja að vera sendur til íslands, verslunarmaður, þá um tvítugt. Hann ílentist á Austfjörðum og bjó svo hér á íslandi, fjarri bernskuslóð- um í Englandi, til dauðadags, 20. júlí 1837. Richard Long kvæntist Glugginn Laugavegi 60 sími S51 2854 Þórunni Þorleifsdóttur og eignuðust þau fimm börn, en auk þess eignað- ist Richard tvö börn með Kristínu Þórarinsdóttur. Börnin sjö eignuðust er tímar liðu hálfan fjórða tug barna, en niðjar Richards Long, sjöunda barns Söru og Johns Long sem fyrr er getið, skipta nú þúsundum, flestir á ís- landi en annars komnir víða um lönd eins og að líkum lætur. Svo skemmtilega vill til að einn afkom- endanna er nýsestur að í grennd við heimabæ forföðurins. Niðjatal Undanfarin ár hafa niðjar Rich- ards Long unnið að niðjatali. Sér nú fyrir endann á því starfi. For- maður Félags niðja Richards Long og forystumaður niðjatalsins frá upphafi er Eyþór Þórðarson. En þau þáttaskil urðu fyrir nokkrum árum að Þjóðsaga ehf. i Reykjavik tók að sér verkið og hefur gæfumuninn gert stuðningur og áhugi fram- kvæmdastjóra Þjóðsögu, Páls Braga Kristjónssonar. Það var mikið happ, að Gunn- laugur Haraldsson þjóðháttafræð- ingur tók að sér samningu niðjatals Riehards Long. Mikil vinna liggur að baki og er rit í vændum síðla vetrar. Getið mun þar um 4-5 þús- und manna, afkomenda og tengda- fólks. Gunnlaugur rekur sögu ætt- föðurins og er þar m.a. fróðleik að finna um versiunarsögu Austíjarða. Þá eru æviþættir um börn hans sjö, en ekki látið þar við sitja heldur greint meira eða minna frá ævi allra barnabarna Richards. Alls munu þættirnir verða um 180 blaðsíður. í lýsingu Gunnlaugs á þremur kynslóðum Longsættar er fólgin dálítill þverskurður af lífsbaráttu þjóðarinnar í rúma öld. í slíkri frá- sögn felst gildi ættfræðinnar. Ætt- fræðin er ekki bara til gamans. Frumgögnin eru nafnaþulur, en á fræðilegu sviði geta þær nýst til að minna á margbreytilegan þátt einstaklingsins í framrás tímans og sögunnar. I væntanlegri útgáfu á Longsætt er getið niðja Richards Long allt til líðandi stundar, eftir því sem best er vitað. Myndir af einstakling- um og fjölskyldum munu einnig birtast. Skorað er á niðja Richards að senda inn myndir af sér og ætt- mennum sínum. Eru nú senn síð- ustu forvöð. Myndir af bæjum munu prýða ritið og líklega einnig myndir af listaverkum bræðranna Ríkarðs og Finns Jónssona, en faðir þeirra var sonarsonur Richards Long. Einnig verður fengin mynd af heimaslóðum ættföðurins, Howden í York á Englandi. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur og varaformaður Félags niðja Richards Long. Fossháls 27, Draghálsmegin Sími 567 7557 • Fax 567 7559 • • • • sœtir sofar- HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 * VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bláfjöll - útivistarperla við bæjarmörkin í VELVAKANDA 14. nóv- ember var greint frá „unn- anda útivistar" þar sem m.a. var fjallað um skíða- svæðið í Bláfjöllum. Bréf- ritara virðist sem algjört metnaðarleysi ríki við reksturinn í Bláfjöllum og bendir þar á nokkur atriði máli sínu til stuðnings. Einnig kemur bréfritari með nokkrar góðar ábend- ingar um hvað hægt sé að gera af skemmtilegum hlutum í fjöllunum. En til áréttingar vill undirritaður aðeins segja að af hálfu Bláfjallanefnd- ar og þeirra fulltrúa sem þar sitja fyrir hönd sveitar- félaganna allra sem eiga aðild að Bláfjallanefnd rík- ir ekki metnaðarleysi varð- andi skíðasvæðið og starfsmenn leggja sig einnig alla fram um að þjóna skíðaunnendum ungum sem öldnum sem best. Mörg mál, stór og smá, hafa verið og eru til um- fjöllunar í Bláfjallanefnd sem varða þau atriði sem útivistarunnandinn bendir á. Nægir þar að nefna m.a. vinnu við markaðs- setningu skíðasvæðanna, úrbætur í öryggismálum og snjóflóðavörnum, nýju og tæknivæddu miðasölu- kerfí og samrekstri skíða- svæðanna. Nýr skíðasími með upplýsingum um öll skíðasvæðin á höfuðborg- arsvæðinu var tekin í notk- un sl. vetur. Gjaldskrá og opnunartíma hefur verið breytt til hagsbóta fyrir iðkendur. Fyrr á þessu ári fór fram viðhorfskönnun meðal gesta á skíðasvæðum um flest þau mál sem varða rekstur svæðanna. Margar ábendingar og athuga- semdir sem þar komu fram mun Bláfjallanefnd hafa til viðmiðunar þegar fram- tíðarskipulag rekstursins verður ákveðið. Þá má einnig benda á að unnið hefur verið að úrbótum í vegamálum á vegum Vegagerðar ríkis- ins og nú er stór hluti veg- arins í Bláfjöll malbikaður og í samvinnu við Vatns- veitu Reykjavíkur er unnið að lagningu vatns í skíða- skála á svæðinu. Og nú er t.d. unnið að því að í vetur verði nokkrar beinar sjón- varpsútsendingar úr Blá- fjöllum í samvinnu við eina af sjónvarpsstöðvunum og fleiri aðila. Þá hefur hafist ágæt samvinna milli Bláfjalla- nefndar og ungra áhuga- samra manna um úrbætur fyrir snjóbrettafólk í vetur en Bláfjallanefnd gerir sér fulla grein fyrir að til að virkja þennan áhuga þarf að útbúa aðstöðu fyrir snjóbrettamenn á skíða- svæðum. Og það á ekki að vera erfiðara að gera það í Bláfjöllum en annars staðar hér á landi. Að lokum þakka ég bréfritara fyrir góðar ábendingar og góð hvatn- ingarorð til forsvarsmanna Bláfjalla og almennings. Omar Einarsson, fram- kv.stj. Bláfjallanefndar. Þakkir fyrir sérstaka þjónustu ÉG VIL senda þakkir mín- ar til unga piltsins sem vinnur hjá 11-11 í Austur- stræti. Rétt eftir hádegi þriðjudaginn 4. nóvember var ég að versla hjá 11-11. Ég hafði lagt bílnum við Herkastalann og þegar ég sá að ég var búin að versla í þrjá poka í 11-11 sagði ég við stúlkuna að ég yrði nú líklega að fara tvær ferðir með pokana. Hún sagði þá að hún myndi biðja ungan mann um að hjálpa mér með þetta að bílnum sem hún gerði. Þá kemur ungur, fallegur og elskulegur piltur, sem ekki aðeins hélt á öllum pokun- um fyrir mig, heldur hélt hann undir handlegginn á mér svo ég dytti ekki af því að það var hálka. Þetta fannst mér einstakt hjá svo ungum pilti og vil ég senda honum sérstakar þakkir fyrir hjálpsemina. Ingibjörg Stefánsdóttir. „Skyggna kvöldsins“ ÉG VIL koma því á fram- færi við forráðamenn Sjón- varpsins að þeir sýni „Skyggnu kvöldsins“ strax á eftir kvöldfréttum. Ég veit að það er margt eldra fólk sem hefur mjög gam- an af að spreyta sig á þess- um myndum en margir vilja ekki bíða til dagskrár- loka. Áhorfandi. Útiljósin kveikt fyrir blaðburðarfólk VELVAKANDI vill beina því til fólks að það hafi útiljósin hjá sér kveikt því nú er orðið mjög dimmt á morgnana og blaðburðar- fólkið á erfitt með að sjá til ef myrkur er mikið. Tapað/fundið Seðlaveski týndist BRÚNT, stórt seðlaveski týndist í Hafnarfirði eða Garðabæ fimmtudaginn 13. nóvember. Þeir sem hafa orðið varir við veskið hafi samband í síma 565-3620 eða við lögregl- una í Hafnarfirði. Brúnn gervipels týndist SÁ SEM tók í misgripum brúna, síða gervipelsinn minn á samkomu brott- fluttra Hólmara sl. laugar- dag, í Fóstbræðraheimil- inu, er góðfúslega beðinn um að skila honum til mín. Heimasími 555-0346, vs. 551-5895, Gsm 898-9383 (Jóhanna). SKAK llmsjón Margcir Pétursson Byijunin var athyglisvert bragð sem kom upp úr Skandinavískri vörn: 1. e4 - d5 2. exd5 - Rf6 3. d4 - Bg4 4. f3 - Bf5 5. c4 - e6 6. dxe6 - Rc6 7. exf7+ - Kxf7 8. Be3 - Bb4+ 9. Kf2 - He8 10. Rc3 og upp er komin staðan á stöðu- myndinni. STAÐAN kom upp á bréf- skákmóti í ár sem haldið var til minningar um argentínska meistarann Jiri Pelikan. Við hann er kennt eitt af- brigði Sikileyjarvamar. Mario Frank var með hvítt, en J. P. Watson hafði svart og átti leik. 10. -Hxe3! 11. Kxe3 - Bc2! 12. Dxc2 (Eft- ir 12. Dd2 - Rg4+! 13. fxg4 - Dg5+ 14. Ke2 - He8+ 15. Kf3 - Dxd2 hefur hvítur tapað drottningunni) 12. - Dxd4+ 13. Ke2 - He8+ og hvítur gafst upp. SVARTUR leikur og vinnur, COSPER ERTU búinn að vinna hér í 40 ár? Jæja, vinur, þá gefur fyrirtækið þér gullúr og lætur grafa nafnið þitt í það. Hvað heitirðu? Víkveiji skrifar... VISÖGUR hafa lengi verið vinsælt lesefni íslendinga og oft hafa verið skrifaðar merki- legar ævisögur, sem segja frá iífs- hlaupi fólks, sem hefur upplifað margt og afrekað margt. Það er hins vegar vond þróun, ef ævisögur eða samtalsbækur þró- ast út í það, að einstaklingar segi frá samskiptum sínum við annað fólk með þeim hætti, að það á augljóslega ekkert erindi við aðra en þá, sem hlut áttu að máli. Á nú að fara að gera einkalíf fólks að söluvöru á íslandi með ómerki- legum hætti? Er það næsta skrefið á „framfarabraut" okkar? Vonandi sýnir almenningur fyrirlitningu sína á slíku athæfi með því að kaupa ekki slíkar bæk- ur. Ef í ljós kemur, að enginn markaður er fyrir þær, verður ekki haldið lengra á þeirri braut. * IFJÖRUNNI í Fossvogi skammt fyrir neðan kirkjugarðinn ligg- ur gamalt skipsflak, sem þar hef- ur legið í áratugi, sennilega í u.þ.b. hálfa öld. Fyrr á árum töldu menn ekki mikla ástæðu til að ij'arlægja slík flök en nú er öldin önnur. Er ekki tímabært að fjar- lægja flakið? Fossvogurinn er mun hreinni en hann var fyrr á árum, þegar opin skolpræsi voru út um allt. Það er til allrar hamingju liðin tíð. Þegar hins vegar gengið er eftir fjörunni utarlega á Kársnes- inu í Kópavogi kemur í Ijós, að þar er mikið af alls kyns drasli, sem þar á ekki heima fremur en skipsflakið hinum megin. Er ekki timabært, að borgaryfirvöld í Reykjavík og bæjaryfirvöld í Kópavogi ljúki hreinsun Fossvogs- ins? xxx AÐ ER skemmtilegt framtak hjá Máli og menningu að koma upp bókaverzlun á Netinu. Að vísu er tekið fram, að um tilraunastarf- semi sé að ræða eins og eðlilegt er í byijun en fyrirtækið segir sjálft, að á Netinu séu upplýsingar um 40 þúsund bókatitla, sem séu á boðstólum í bókaverzlunum þess. Fyrr á þessu ári var ítarlega fjallað hér í Morgunblaðinu um þá möguleika, sem í því fælust að koma upp bókamarkaði á Netinu, þar sem fólk hefði aðgang að öllum titlum, sem á bpðstólum væru á íslenzkri tungu. í þeim umræðum kom fram, að bókaútgáfa Iceland Review hefði um nokkurt skeið boðið útgáfubækur sínar til sölu með þessum hætti. Nú hefur Mál og menning tekið frumkvæði að því að opna viða- mikla bókaverzlun á Netinu. Það verður spennandi að sjá, hveijar viðtökurnar verða. xxx
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.