Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, GUÐMUNDÍNA Þ. BJÖRNSDÓTTIR (fna), áður Dunhaga 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 16. nóvember. Ólafur Th. Ólafsson, Jónína Björg Gísladóttir, Bryndís Gísladóttir, Kristín E. Gísladóttir. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, lést sunnudaginn 16. nóvember. Anna Pála Sigurðardóttir, Sveinn Ormsson, Erla Sveinsdóttir, Gunnar Þór Sveinbjörnsson, Helga Sveinsdóttir, Magnús Sigmarsson, Anna María Sveinsdóttir, Brynjar Hólm Sigurðsson og barnabörn. + Ástkær faðir minn, ÁSGEIR KRÖYER, Krummahólum 4, andaðist á Landspitalanum sunnudaginn 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Anton Kröyer. Elskuleg systir mín, + GUÐRÚN OLSEN (Dúna), lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 15. nóvember siðastliðinn. Gróa Svava Helgadóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN GÍSLI ÁRNASON, Jaðarsbraut 27, Akranesi, frá Hvammi, Dýrafirði, lést að kvöldi laugardagsins 15. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 21. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitina Hjálpina. Bjarney Hagalínsdóttir, Árni Ásbjörn Jónsson, Guðrún Sveina Jónsdóttir, Aðalheiður Ása Jónsdóttir, Baldur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Elsku hjartans mamma mín, systir, amma, langamma og tendamamma, ÓLÖF ARNBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Vestra Skagnesi, Mýrdal, Kaplaskjólsvegi 55, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 20. nóvember kl. 15.00 Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna, sími 588 7555. Sigríður Jóna Clausen, Aðalheiður Jónsdóttir, Eyjólfur Þórður Þórðarson, Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir, Aðalheiður Elín Þórðardóttir, Jóhanna Jóna Gunnlaugsdóttir, Jón Hlynur Gunnlaugsson, Gunnlaugur Jónsson, Jóna Ingunn Pálsdóttir, Pétur Ragnar Pétursson, Halldór Hafsteinsson, Einar Þráinsson, Karen Ósk Hrafnsdóttir og barnabarnabörn. HA UKUR ÞORSTEINSSON + Haukur Þor- steinsson fædd- ist á Höfðabrekku í Mýrdal 23. septem- ber, 1923. Hann andaðist á heimili sínu 6. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru frá V-Skaftafells- sýslu, þau Elín Helgadóttir, f. 22.7. 1893, d. 4.2. 1968, Þykkvabæ í Land- broti, og Þorsteinn Einarsson, f. 12.11. 1890, d. 17.12.1965, Suður-Hvammi I Mýrdal. Systk- ini Hauks eru Helgi, f. 8.7.1918, d. 28.7. 1918, Halldór, f. 26.8. 1926, Halla, f. 3.5. 1928, Einar, f. 4.5. 1928, og Helgi, f. 23.1. 1932, auk Unnar K. Eiríksdótt- ur, f. 7.7. 1921, d. 7.1. 1976, uppeldissystur þeirra. Haukur fluttist til Reykjavík- ur og lagði stund á rafiðn við Iðnskólann í Reykjavík og lauk námi sem rafvirkjameistari. Hann stofnaði ásamt Olafi Sveinssyni árið 1949 raftækja- vinnustofu Hauks og Olafs sf., síðar rafverktaka- og innflutn- ingsfyrirtækið Haukur og Ólaf- ur hf., og fóru þeir í samein- ingu með stjórn þess þar til það var selt fyrir nokkrum árum. Auk þess var Haukur stofnandi og í stjórn nokk- urra annarra fyrir- tækja sem enn eru starfrækt. Eigin- kona Hauks var Kristín Ottósdóttir f. 7.4. 1929 ættuð frá Eyrarbakka og starfaði sem versl- unarmaður. Heimili þeirra var í Kópa- vogi og Reykjavik. Hún andaðist 3. ág- úst, 1990. Börn þeirra eru: 1) María Guðmunda, frá fyrra hjónabandi Kristínar, f. 28.9., 1946. Maki: Steinar Guðsteinsson. Bæði starfa sem veitinga- og mat- reiðslumenn. Börn: Guðmundur og Haukur, frá fyrra hjóna- bandi Mariu, auk Kristínar. 2) Þorsteinn, f. 4.8. 1949, tón- skáld. Dóttir Þorsteins: Æsa Björk. Sambýliskona: Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur. 3) Valgerður, f. 22.8. 1955, mynd- listarmaður. Sonur: Halldór Haukur, frá fyrra hjónabandi. Sambýlismaður: Níels Rask Vendelbjerg, þýðandi. Utför Hauks fer fram í dag. Kveðjuathöfn verður klukkan 10.30 í dag í Fossvogskirkju og verður jarðsett sama dag að Breiðabólstað í Fljótshlíð klukkan 14. Haukur var mikið fyrir að ferð- ast og voru þær orðnar þó nokkuð margar ferðirnar með árunum sem sem hann fór með okkur, alltaf sá hann til að öllum liði vel. Allar þær góðu minningar sem rifjast upp hér heima og erlendis og á öllum ferðum sem við fórum. Vil ég þá sérstaklega minnast á hvað okkur gekk illa að komast til Madeira vegna ófyrirsjáanlegra veðurbreytinga heima hjá okkur í Malmö, þegar við vorum búin að áhveða að halda jól á Madeira. Ekki var hann að láta þetta ergja sig, þó að við höfðum misst af einni viku, við fengum okkur bara einn Gammel Dansk um kvöldið og lét- um okkur bara líða vel þangað til að næsta vél fór, það er að segja viku síðar. Alltaf sá hann margar hliðar á hveiju máli. Frá mínum fyrstu kynnum af Hauki hefur hann reynst mér vel allar stundir sem tengdafaðir. Heimilið hans hefur alltaf staðið opið fyrir mig og mína fjölskyldu. Á erfiðum tímum var hann ótrú- lega rólegur, skilningsríkur og réttvís. Aldrei heyrðist kvartað eða kveinað út í eitt eða neitt. Það var alltaf þægilegt og gott að vera í návist hans. Steinar Guðsteinsson. Ég tek undir þau orð föður míns, að afi var einstakur og ómissandi. En það er erfitt að minnast hans sem bara afa, því hann var svo mikið meira en það, en sérstakur á allan hátt. Ég fékk mörg góð ráð í veganesti sem ég mun bera með mér. Það má nefna það sem dæmi að þegar ég var lítil stelpa, furðaði ég mig á af hveiju hann bar alltaf úrið inn á úlnliðnum. Ég sneri því rétt, en hann sagðist hlífa glerinu með þessu og hef ég borið mitt úr eins síðan. Vil ég líka minnast á ferðirnar okkar til Madeira, þær mjög voru sérstakar. En það skipt- ið sem við misstum af flugvélinni, þá beit hann í vörina og lét ekki verða meira úr því og sagði „þetta reddast alltaf einhvernveginn". Hann var oft að smíða og dunda sér í skúrnum, ég vissi oftast ekki hvað hann var að búa til. En alltaf komu allskonar furðuhlutir út úr skúrnum sem voru bæði á jörðu og á lofti. Þvílíkar dýrðarminningar frá sumarbústaðnum, þegar hann lán- aði mér veiðistöngina sína og við löbbuðum meðfram bakkanum og grasið straukst um fætur okkar með fallegum hljóðum og hann blístraði undir, þá og þar fékk ég minn fyrsta lax. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. í öll þau skipti sem við höfum komið á Keflavíkurflugvöll á ferð- um okkar, þá hefur hann alltaf tekið á móti okkur og skilað okkur eins. Þess á milli slappaði hann af í stólnum sínum með góða bók. Honum leiddist aldrei og ein mannsævi var allt of stutt fyrir hans framkvæmdir. Megir þú vera kominn í friðinn, dýrðina og áfram lifa í minni og hjarta mínu. Ég veit að þú ert farinn úr þessum heimi, en í hjarta mínu geymi ég þig- Þitt einlæga afabarn, Kristín Steinarsdóttir. Við viljum minnast afa okkar, Hauks Þorsteinssonar, sem alltaf var svo góður og ljúfur við okkur. Það mun ekki verða létt að bera þessa sorg og vita til þess að mað- ur geti ekki heimsótt hann, sem við gerðum svo oft, til að fá hjá honum ráð, sem hann miðlaði okk- ur af lífsreynslu sinni. Frá því við vorum smástrákar fórum við á sumrin í Heiðardalinn og austur á Hól til að fara í laxveiði. Hann kenndi okkur þá mörg góð ráð um hvernig maður átti að ná þeim stóra á land. Eitt af áberandi einkennum hans var að það voru aldrei til nein vandamál, heldur bara verkefni sem átti að leysa. Mikið var það spennandi og gaman að sjá öll þau tæki og uppfinningar sem hann bjó til, sem hann svo notaði m.a til að leita eftir „Gullskipinu" aust- ur á Skeiðarársandi með sínum félögum. Snemma í vor sýndi hann okkur gamlar kvikmyndir frá þeirra fyrstu ferðum austur á Skeiðarár- sand, sáum við þá lífsgleðina og viljann sem í afa bjó frá fyrstu tíð og var hún jafn sterk alla leið fram að því að þessi erfiði sjúkdómur að lokum dró hann frá okkur. Sem fullorðnir menn í dag erum við þakklátir fyrir allt sem hann hefur gefið og gert fyrir okkur sem góð- ur afi og hlýr vinur. „Þína gleði þú okkur alltaf veitt- ir og gafst. En nú ert þú lagstur og farinn að sofa. Megi værðin og róin yfir þér hvíla. Sólin rís og aftur sest. En fleiri góðar stundir með þér okkur ekki gefst.“ Elsku afi, við munum sakna þín sárt hvern einasta morgun sem við munum vakna án þín. Allar þær ljúfu minningar um hann elsku afa munu lifa í okkur allar stundir. Guð blessi og varð- veiti Hauk afa. Haukur Magnússon og Guðmundur Magnússon. Nú þegar Haukur er látinn er margs að minnast. Við Magnús kynntumst Hauki á ólíkan hátt. Magnús kynntist Hauki og Ólafi samstarfsfélaga hans árið 1966 er hann hóf störf hjá fyrirtæki þeirra að loknu námi. Var samstarf við þá félaga ætíð mjög gott. Magnús tók við verkstæðinu hjá Hauki er hann hætti rekstri. Haukur var þó ætíð með annan fótinn á verkstæð- inu enda var hann hagleiksmaður mikill og uppfinningasamur. Skemmst er að minnast fljóta- prammans er hann hannaði og smíðaði síðastliðið sumar og jepp- ans er hann smíðaði frá grunni. Erlingur kynntist Hauki er hann giftist konu sinni sem var systir Kristínar heitinnar, konu Hauks. Þeir bundust nánum vinskap er Erlingur leigði atvinnuhúsnæði í Ármúla 32 af Hauki og Ólafi. Margar minningar streyma fram er rifjaðar eru upp morgun- stundirnar inni á kaffistofu hjá fyrirtæki Magnúsar. Margt var skrafað og hafði Haukur ætíð eitt- hvað til málanna að leggja, enda víðförull og vel að sér í ólíkum málaflokkum. Þá hafði hann ávallt góð ráð í bakhöndinni ef til hans var leitað. Einnig má ekki gleyma að á sömu stundum var margt brallað og skipulagt. Má þar minn- ast ferðalaga í sumarbústað Hauks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.