Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.11.1997, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1997_______________________________________________MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GARÐAR H. SVA VARSSON vangi eftir að hann hafði hægt að- eins ferðina. Þau kynni hófust sumar- ið 1984 á bökkum Laxár í Leirár- sveit. Þar var hópur reyndra veiði- manna sem þekkti ána en ég þar í fyrsta sinn. Garðar var þaulkunnugur Laxá og vék nú frá veiðum til að fræða og leiðbeina nýliðanum, eink- um í list fluguveiðanna. Styrktist okkar vinátta ætíð síðan. Veiðiferð- imar urðu margar og ánægjulegar þó veiðin væri misgóð eins og gerist. Garðar var bæði hvetjandi og þolin- móður kennari. „Farðu einu feti lengra út í og vippaðu línunni betur, þá á hann að koma.“ Og hann kom - oftast. Ég lærði margt af Garðari, ekki aðeins um veiðar, heldur einnig um fuglana og náttúmna svo og menn og málefni. Hann bar af öðmm hvað varðaði hæfni við veiðar og unun var að horfa á hann kasta flugu, sem hann hafði gjaman hnýtt sjálf- ur, og landa svo fiskinum. Ógleym- anleg em síðkvöldin að veiðidegi loknum. Þá naut Garðar sín ekki síð- ur en á árbakkanum; enginn kunni jafn margar og skemmtilegar sögur af veiðifélögum og stórlöxum. Við Garðar ferðuðumst mikið saman til veiða en einnig erlendis og voru þá konur okkar gjarnan með í för. Þessar ferðir voru afar ánægjulegar og sérstaklega er minnisstæð ferð til Parísar vorið 1990 þar sem Erró var sóttur heim. Þeir Garðar vom góðir vinir og mátu hvor annan mikils. Garðar var mikill unnandi málara- listar eins og heimili _þeirra Huldu ber glöggt vitni um. A síðari árum tók hann að sér að sitja í listaverka- nefnd á vegum Flugleiða. Nefndin sá urp gerð skrár yfir listaverk í eigu félagsins, viðbætur við safnið og umsýslu alla. Þessu verki var skilað með sóma; listaverkin em rúmlega 800; skráð með mynd, nafni höfund- ar og staðsetningu í fyrirtækinu. Garðar átti afar vinsamleg sam- skipti við starfsfólk Flugleiða og listamennina vegna þessara starfa. Margs er að minnast en gjarnan dvelur hugurinn við gönguferðirnar sem við Garðar fómm á sunnudags- morgnum á vetuma um nágrenni borgarinnar. Þá bar mörg málefni á góma. Sumarið 1996 fóram við sam- an í okkar síðustu veiðiferð í Sandá í Þistilfirði og reyndist það vera út- skriftarferð nemandans, eftirá séð. Fyrir rúmu ári greindist Garðar með hvítblæði sem við vonuðum að honum tækist að sigrast á. Sú varð ekki raunin þó hlé yrði um sinn og Garðar fengi að nokkm notið sumars- ins. Hulda reyndist Garðari ómetan- leg stoð í erfíðum veikindum, sem og ætíð. Við Vala samhryggjumst henni og fjölskyldunni innilega. Björn Theodórsson. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét.) Góður vinur er látinn. Fyrir um það bil 30 ámm hitti ég Garðar fyrst. Þá vann ég við bygg- ingu húss hans við Norðurbrún. Fljót- lega urðum við vinir og ég byggði fyrir hann hús á Markarflöt. Þannig vildi til að ég flutti einnig á Markar- flöt, í næsta hús. Við vorum því ná- grannar til margra ára og fjölskyldur okkar áttu mikil og góð samskipti. Garðar var mikill og reyndur veiðimaður þegar ég kynntist honum en ég nýgræðingur í veiðilistinni. Ófáar voru veiðiferðirnar sem við fórum saman og oft voru fjölskyldur okkar með. Betri veiðifélaga og kennara var ekki hægt að hugsa sér. Garðar stofnaði ásamt fleimm veiðiklúbb sem hlaut nafnið Streng- ur. Fljótlega stuðlaði hann að því að ég fékk inngöngu í þann klúbb og þar áttum við margar ánægju- stundir saman. Á Vakursstöðum í Vopnafirði voru Garðar og Hulda búin að breyta eyðijörð í glæsilegt og hlýlegt heim- ili. Þar undu þau sér við ræktun og veiðiskap. Mikil var gestrisni þeirra hjóna og tekið var á móti gestum og gangandi af miklum myndarskap. Þar var ekki í kot vísað. Elsku Hulda, Haukur, Sirrý og Heimir, við Dúna samhryggjumst ykkur og börnunum innilega á þess- ari sorgarstundu. Gunnar Sv. Jónsson. Við fæðingu eigum við öll eina augljósa staðreynd fyrir höndum, þá að öll munum við deyja. Samt kem- ur það oftast á óvart þegar kallið berst. Okkur finnst það ætíð koma of snemma, því við söknum sárt þeirra, sem okkur þótti vænt um og tengjast fjársjóði góðra minninga í huga okkar. Dauðinn, svo óumflýj- anlegur sem hann er, er ætíð sár, en þegar andlát vinar eða ættingja verður til að binda enda á langt, kvalafullt og að lokum vonlaust stríð við miskunnarlausan sjúkdóm, sem læknavísindin ráða enn ekki við, þá er dauðinn í reynd líkn. Þá vitum við að vinurinn kæri er kominn í friðarhöfn, þar sem hann mun njóta umbunar fyrir öll þau góðu verk, er hann vann á lífsleið sinni. Þessa leið er nú farinn, langt fyr- ir aldur fram, traustur, góður og hlýr vinur, Garðar H. Svavarsson kaupmaður, mannvinur og hug- sjónamaður, aðeins 62 ára að aldri. Leiðir okkar lágu ekki fyrir alvöru saman fyrr en með innkomu hans í Oddfellowregluna 1966. En þar knýttust þau bönd okkar á milli sem aldrei hafa rofnað. Það sópaði að Garðari þar sem annars staðar, og hann veitti mér og fleirum innsýn í kristaltærar hugmyndir sínar um íslenska náttúm, og allt sem í henni lifir og hrærist. Hann var einlægur aðdáandi náttúmnnar, en veiðimað- ur að eðli, og kunni þá list öðmm betur að fanga fisk í ám eða fugl á fjalli, en ganga þó svo um þessa staði, sem iða af lífi, þannig, að allt var heilt eftir og jafnfagurt sem fyrr. Snyrtimennska var aðalsmerki þessa látna vinar, ekki áunnin eða lærð, heldur svo rækilega í blóð bor- in, að allt sem í kringum hann var var ávallt hreinlegra og snyrtilegra en gengur og gerist, jafnvel hjá snyrtimennum. Skipti þá engu hvort um var að ræða vinnustaðina, sem hann mótaði, verslanimar sem hann stofnsetti, heimili hans, fugla- eða frímerkjasafnið, bíllinn, bílskúrinn, veiðitækin. Hvar sem Garðar fór fegraði hann og snyrti umhverfi sitt og kveikti áhuga allra sem hann umgekkst á snyrtimennsku. Garðar var hugsjónamaður og vann að hveiju, sem hann tók sér fyrir hendur, heill og óskiptur og sá ávallt árangur erfiðis síns. í verslun- arrekstri sínum fór hann ýmsar ótroðnar sióðir, en aðeins ein skal hér nefnd, en það vom matarsending- ar til íslendinga erlendis. Hann braut niður þá veggi í kerfínu sem bijóta þurfti til að íslendingar erlendis fengju uppáhalds mat sinn á jólum og öðmm stórhátíðum. Til þess þurfti hugmyndaflug og útsjónarsemi, dugnað - og snyrtimennsku, en þeim kostum var Garðar vel búinn. Önnur hugsjón hans var veiði- mennskan og þá aðallega laxveiðin. Þar lyfti hann grettistökum og sam- einaði ótal aðila til samvinnu og hagsbóta fyrir fjöldann. Við laxveið- iárnar var Garðar í essinu sínu. Hvergi fór hann sér óðslega, heldur kannaði umhverfið og ána, eygði það sem aðrir sáu ekki, renndi síðan á óh'klegustu stöðum - og hann var físknari en flestir. Við laxveiðiárnar var heimur þessa látna vinar míns - og við laxveiðiá byggði hann síð- asta heimili sitt og Huldu, og þar sem annars staðar leyndist snyrti- mennska þeirra hjóna ekki. Þriðja uppáhald hans var listir, einkum málaralistin. Síðasta áratug- inn fékk hann góð tækifæri til að vinna að þeirri hugsjón sinni, bæði fyrir Reykjavíkurborg og Flugleiðir. Fjórða hugsjón hans var líknar- starf Oddfellowreglunnar, og þar munaði um hans hlut. Ef Garðar tók eitthvað að sér, vann hann margra manna verk og stundum slík afrek, að aðrir spurðu sjálfa sig: Hvernig er þetta hægt? Hann á sér því marga minnis- varða, vinurinn góði. Garðar flíkaði ekki tilfínningum sínum og tróð sér hvergi fram. En hann var dijúgur starfsmaður þeirra hugsjóna er hann vildi efla, og hann var góður og sannur vinur vina sinna. Þetta tvennt fengum við fé- lagar hans í Oddfellowstúkunni Þor- móði goða að reyna svo lengi verður í minnum haft. Garðar H. Svavarsson var trúr sínu stjörnumerki, Krabbanum, og bjó vel í haginn fyrir sig og sína. Heimili hans og Huldu Guðjónsdóttir vom einstaklega falleg og vel búin - og þar réð snyrtimennskan öllu. Það var unun að sjá hversu vel þau unnu saman að öllu, sem þau tóku sér fyrir hendur, og hversu heitt þau unnu hvort öðru. Það gefst vart feg- urra dæmi um einlæga ást og um- hyggju en Hulda sýndi í hinu beiska veikindastríði lífsfömnautar síns. Við Anna sendum Huldu, börnum þeirra og fjölskyldum, innilegar sam- úðarkveðjur. Þau hafa mikið misst, því þau áttu góðan dreng, sem marg- ir fengu að njóta með þeim. Minning- in um hann mun lengi ylja þeim, og okkur. Atli Steinarsson. Garðar H. Svavarsson kom viða við í sínu lífi. En vafalaust er hann þekktastur fyrir verslunarrekstur við Laugaveg og sem veiðimaður, sér- staklega laxveiði þar sem hæfíleikum hans var jafnan líkt við snilligáfu. En það sem færri vita er að Garð- ar hafði til að bera mikinn áhuga og djúpa tilfinningu fyrir listum, sér í lagi myndlist. Garðar var í senn safnari og njótandi sem snemma kynntist listamönnum á borð við Svavar Guðnason, Dieter Roth og Erró sem átti eftir að verða einn hans nánasti vinur. Á síðastliðnum árum átti sam- tímalistin hug hans, og hann naut þess að skoða, hugleiða og ræða við ungt myndlistarfólk sem hann sá og skildi að var að ryðja nýjum hug- myndum braut. En Garðar var ekki listunnandi í venjulegum skilningi, heldur hafði hann í raun og veru afgerandi hlut- verk í íslenskum listaheimi á síðast- liðnum áratug. Það var hann sem átti einna stærstan þátt í tilkomu Errósafnsins og það var hann sem byggði upp listasafn Flugleiða sem í dag á sér engar hliðstæður í ís- lensku atvinnulífí. Með kappsemi og óvenjulegu listrænu innsæi tókst honum á skömmum tíma að móta safn íslenskrar samtímalistar sem fyllilega er sambærilegt við opinberu listasöfnin. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast Garðari H. Svavarssyni ekki aðeins sem framtakssömum menningarfrömuði heldur einnig sem vini og varðveitum við með okkur ófáar minningar. Við munum sakna hans. Eiginkonu hans, Huldu G. Guð- jónsdóttur, og börnum þeirra send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Danielle og Gunnar B. Kvaran. Garðar vinur okkar er látinn. Andlát hans kom að vísu ekki á óvart eftir erfið veikindi. Hann barðist eins og hetja í þrettán mán- uði en varð að lúta í lægra haldi að lokum. Margs er að minnast eftir áratuga samstarf og vináttu og í veiðiskap. Að öðrum ólöstuðum er það álit okkar að Garðar hafi verið flinkasti veiðimaður á stöng á íslandi. Þetta átti sérstaklega við um fluguna en þó var Garðar ekki síður laginn við maðkinn ef því var að skipta. Það var stórkostlegt að horfa á Garðar egna fyrir laxinn með því að vera óþreytandi að skipta um flugur. Þá má ekki gleyma að hann var frábær veiðifé- lagi. Tillitssemi hans við aðra veiði- menn var einstök. Birgir og Garðar fóru margar veiðiferðir í Norðurá og Straum- fjarðará áður en Hörður fór að veiða á stöng. Ógleymanleg er ferð Harð- ar og Garðars í ágúst 1980 í Selá í Vopnafirði og þaðan í Sandá í Þistilfirði. Flókadalsá í Borgarfirði var í miklu uppáhaldi hjá okkur og þar sýndi Garðar oft sína bestu takta en oftast veiddi hann helmingi fleiri físka en við til samans. Við byijuð- um síðan saman í skotveiði bæði á gæs og ijúpu og var Garðar ekki síður skotmaður góður. Haustið 1972 hefst nýr þáttur í samvinnu okkar félaganna. Oft höfðum við í veiðiferðum talað um að stofna nokkurs konar lífeyrissjóð og þarna hófst undirbúningur að stofnun fyrirtækisins Fjárborg s/f sem varð síðan að vemleika í jan- úar 1973. Fljótlega vom fest kaup á lítilli íbúð sem nokkmm ámm síð- ar var skipt yfir í húseign við Laugaveg. Garðari er hér þakkað hversu ötull hann var í sambandi við rekstur eignarinnar. Við félagamir höfum einnig síð- astliðin 12 ár gengið Elliðaárdalinn að morgni nýársdags. Góðs vinar verður sárt saknað í þeim ferðum. Hjónin Hulda og Garðar festu kaup á jörðinni Vakursstöðum I í Vopnafírði. Jörð þessi á hlut í Vest- urdalsá og Selá sem eru gjöfular ár á lax og silung. Þar átti Garðar fjölmargar tómstundir með Huldu, bömum þeirra og fjölskyldum og vinum. Garðar var fríður maður og karlmannlegur, útsjónarsamur með afbrigðum og duglegur að sjá fjöl- skyldu sinni farborða. Hann var mikill listunnandi og bar heimili þeirra hjóna vott um það. Við félagar og fjölskyldur okkar vottum Huldu, börnum og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð um leið og við þökkum góðum vini samfylgdina. Hörður Sævaldsson, Birgir Jóh. Jóhannsson. Það var á miðju sumri að kvöld- lagi í björtu, kyrru veðri að ég kom akandi norðan af landi, einn í bíl. Þar sem ég keyri yfir Laxá í Leirár- sveit, neðan Stóra Lambhaga ákveð ég að keyra upp Svínadal og áfram þar sem leið liggur um Dragann sem mér þótti falleg og fjölbreytt leið. Ekki var það síst vegna þess að á þessari leið myndi ég keyra yfír þessa fyrrgreindu laxá ofar í dalnum þar sem af brúnni gat að líta uppáhaldsveiðistað minn, svo- kallað Miðfellsfljót, þar sem ég hafði nokkmm árum áður landað mínum fyrstu löxum á minni lax- veiðiævi. Ég stöðvaði nokkrar mín- útur við brúna og virti fyrir mér veiðimann sem þar var að veiðum. Síðan hélt ég upp dalinn sem leið liggur og þegar ég nálgast efsta veiðistað árinnar, Breiðuna svoköll- uðu, rétt neðan ármóta þar sem áin fellur úr Eyrarvatni sé ég annan veiðimann að veiðum. Þessi veiði- staður vakti engar sérstakar minn- ingar í huga mér. Ósjálfrátt stöðva ég bílinn, dró niður hliðarrúðuna og varð starsýnt á veiðimann, sem vakti óskipta athygli mína. Ég sá strax að þarna var veiðimaðurinn að kasta flugu sinni af þeirri list sem best þekkist. Slík voru köstin, löng og örugg og á fasi veiðimanns- ins mátti sjá að hann var einn í heimi sínum, ekkert gat truflað ein- beitingu hans og ætlunarverk og virtist hann ekki taka eftir áhorf- andanum. Köstunum var beint á ákveðinn stað við árbakkann hand- an árinnar. Flugan lenti nákvæm- lega á sama punktinum við endur- tekin köst veiðimannsins. Skyndi- lega sá ég lax stökkva á þessum umgetna stað. Hann hafði tekið fluguna, að því er virtist í loftinu. Laxinn var á. Fas veiðimannsins breyttist, hann verður skyndilega afspenntur, einbeitingin breytist, hann lítur í fyrsta skipti við og á áhorfandann, brosir og bendir hon- um að koma til sín. Einhverra hluta vegna hafði ég ekki getað slitið mig frá vettvangi svo heillaður var ég af tilburðum veiðimannsins og atburðum líðandi stundari Þegar lágu þrír laxar í fjöruborðinu sem hann hafði landað áður. Þetta var allt svo fullkomið. Fas veiðimanns- ins, fluguköstin, takan og löndun laxins. Þrátt fyrir áliðið kvöld, kom- ið að lokum veiðitíma dagsins og ég áhorfandinn orðinn seinn fyrir, átti eftir að keyra í bæinn, varð mér ekki hnikað fyrr en að loknum atburði. Ég gekk til veiðimannsins sem var nú búinn að landa laxinum, Hann heilsaði mér vingjarnlega og yfirlætislaust, rétti mér fluguna sem hann hafði losað af línunni og sagði mér að ég mætti eiga hana. Flugan var agnarsmá og undraðist ég smæð hennar og hafði orð á því. Hann tjáði mér að allir laxarn- ir, sem vora fjórir talsins, hefðu veiðst á þessa sömu flugu. Þessa flugu átti ég á vísum stað um langt árabil. Hún varð mér visst tákn um fyrstu kynni mín af laxveiðimannin- um Garðari Svavarssyni. Ég vissi hver maðurinn var af orðspori, mik- ill laxveiðimaður og umfangsmikill athafnamaður í Reykjavík um langt árabil. Nánari kynni okkar urðu ekki fyrri en liðlega 30 ámm síðar þegar mér hlotnaðist sú ánægja að verða veiðifélagi hans um nokkurra ára skeið, þar sem við veiddum saman á stöng á bökkum Selár í Vopna- firði. Þar upplifði ég aftur fyrstu kynnin en nú með honum sem veiði- félagi. Það rifjaðist því oft upp þessi atburður frá því við Laxá í Leirár- svejt. Ég hafði óblandna ánægju af að fylgjast með Garðari við veiðar úti í miðri, straumþungri og oft vatns- mikilli Selánni, þar sem hann hafði komið sér fyrir, oft við erfíðustu aðstæður til að standa rétt að veið- unum. Þarna varð ég aftur vitni að þessari einstöku einbeitingu og athygli sem einkenndu hann við veiðarnar. Þessari næmu tilfinningu fyrir ánni og aðstæðunum, fyrir veiðistöðunum, sem hann gjör- þekkti. Hann var á þessu sviði full- komnunarsinni og listamaður að eðlisfari. Hann var það í raun á öllum sviðum þar sem ég kynntist honum. Þau kynni leiddu til varan- legrar vináttu sem aldrei féll skuggi á og alltof stuttra kynna af góðum dreng sem fallinn er nú frá langt um aldur fram. Ég mun sakna Garðars mikið sem góðs vinar, en ég mun þó ávallt eiga þess kost að kalla fram í huga mér skemmtileg- ar samverustundir okkar og endur- lifa þær. Mér eru þær í raun ákaf- lega minnisstæðar. Umhyggjusemi hans í minn garð lýsti sér í reglu- bundnum samböndum sem hann var oftast upphafsmaður að. Hann gaf mér mikið af sjálfum sér og var mér mikill lærifaðir á mörgum sviðum. Samverustundir okkar í veiðinni vom kennslustundir þar sem ég var alltaf nemandinn. Minni hans og skemmtilegar frásagnir frá liðinni tíð verða mér alltaf minnisstæðar. Veiðisögurnar vom sagðar á skemmtilegan hátt, bæði af honum sjálfum og veiðifélögunum blandað- ar hæfilegu skopi, sem engan særði Sérstaklega var minni hans óbrigð- ult á veiðistaði og staðhætti þeirra veiðiáa sem hann hafði stundað veiðar í og vom þær ekki fáar. Nákvæmar, staðsettar lýsingar af tökustöðum urðu manni ljóslifandi í huganum við frásögnina. Garðar átti traustan og góðan lífsförunaut þar sem Hulda eigin- kona hans var. Hún stóð sem klett- ur við hlið hans í veikindum hans uns yfir lauk. Þau áttu listrænt og fallegt heimili hvort sem var í Garðabæ eða á Vakursstöðum í Vopnafirði, og var einstaklega ánægjulegt að sækja þau heim. Þau áttu barnaláni að fagna. Við hjónin vottum Huldu, börn- um og ættingjum einlæga samúð og biðjum þeim guðs blessunar. Þórarinn Elmar Jensen. • Fleiri minningargreinar um GarðarH. Svavarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. H i c c c ( i i ( ( ( ( I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.