Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Háskólinn
á Akureyri
Námsbraut
í tölvu- og
upplýsinga-
tækni
NÁMSBRAUT í tölvu- og
upplýsingatækni verður sett
upp við Rekstrardeild Há-
skólans á Akureyri næsta
haust, en háskólinn fékk
þriggja milljóna króna aukn-
ingu við afgreiðslu fjárlaga í
lok liðins árs til að geta farið
af stað með þessa námsbraut.
Þorsteinn Gunnarsson,
rektor Háskólans á Akureyri
sagði að verið væri að leggja
lokahönd á vinnu við náms-
skrá og innan tíðar yrði aug-
lýst eftir kennurum að braut-
inni. Braut sem þessi ætti sér
enga beina samsvörun hér á
landi, en markmiðið með
þessu námi væri að mennta
stjómendur og millistjórn-
endur í fyrirtækjum sem
hefðu traustan bakgrunn í
hagnýtingu í tölvu- og upplýs-
ingatækni við rekstur fyrir-
tækja.
„Það er mikill skortur á
þekkingu af þessu tagi víða í
fyrirtækjum og einkanlega á
landsbyggðinni," sagði Þor-
steinn. „Þörfin íyrir þetta
nám er því mikil.“
Bókasafn Háskól-
ans á Akureyri
Kynning á
dönsku
kennsluefni
Á TÍU ára afmæli Háskólans
á Akureyri síðastliðið haust
barst peningagjöf frá danska
sendiráðinu á Islandi en henni
skyldi varið til kaupa á
kennsluefni svo að efla mætti
dönskukennslu í grunnskól-
um.
í vikunni var opnuð sýning
á þessu kennsluefni í húsa-
kynnum safnsins á Sólborg.
Þar gefur t.d. að líta ýmsar
handbækur og alfræðirit,
orðabækur, kennslubækur í
dönsku fyrir böm á ýmsum
aldri, myndbönd, margmiðlun-
ardiska, hljóðbönd, skyggnur,
bækur um sögu og landafræði
Danmerkur, sögu Grænlands,
barnabókmenntir, ævintýri og
kennslufræði.
Sýningin er öllum opin á af-
greiðslutíma safnsins frá kl. 8
til 18 alla virka daga og frá 12
til 15 á laugardögum.
Séra Pétur í
Laufási í frí
SERA Pétur Þórarinsson
sóknarprestur í Laufáspresta-
kalli verður í fríi í útlöndum
frá 9. janúar til 3. febrúar. Sr.
Arnaldur Bárðarson sóknar-
prestur á Hálsi í Fnjóskadal
sinnir prestverkum fyrir sr.
Pétur á meðan. Sími hans er
463-6605.
Aglowfundur
AGLOW, kristilegt félag
kvenna, heldur fyrsta fund
ársins næstkomandi mánu-
dagskvöld, 12. janúar, kl. 20 í
félagsmiðstöðinni Víðilundi 22
á Akureyri. Stella Sverrisdótt-
ir leikskólakennari flytur hug-
leiðingu, boðið verður upp á
fjölbreyttan söng og kaffihlað-
borð á 350 krónur. Allar konur
hjartanlega velkomnar.
Borgarbraut og ný brú yfír Glerá
Útboð tilbúið í
rúmt hálft ár
, Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN Akureyrarbæjar eru þessa dagana að gera við
skemmdir á malbikinu á götum bæjarins.
Tíu tímar í snjó-
mokstur í haust
HEILDARKOSTNAÐUR við snjó-
mokstur á Akureyri á síðasta ári
nam 9,4 milljónum króna en í fjár-
hagsáætlun ársins var gert ráð fyrir
kostnaði við snjómokstur upp á tæp-
ar 14 milljónir króna.
Kostnaðurinn er eingöngu tilkom-
inn vegna snjómoksturs á fyrri hluta
ársins. Guðmundur Guðlaugsson, yf-
irverkfræðingur Akureyrarbæjar,
sagði að aðeins hefðu verið skráðar
um 10 klukkustundir á veghefil bæj-
arins vegna snjómoksturs nú í haust
og sagði hann það einsdæmi í sinni
tíð. Tíðarfarið hefur verið mjög
óvenjulegt í vetur og í stað snjó-
moksturs hafa starfsmenn bæjarins
unnið að lagfæringum á götum bæj-
arins. „Við erum að vinna við verk
sem alla jafna er unnið við undir vor,
þegar frost er að fara úr jörðu,“
sagði Guðmundur.
Akureyringar eru „duglegir" við
að nota nagladekk undir bíla sína og
spæna naglarnir upp bert malbikið á
götum bæjarins. Guðmundur sagði
það sína skoðun að of margir aki á
nagladekkjum og sjálfur segist hann
aka á grófkorna dekkjum á jeppa
sínum.
AKUREYRARBÆR hefur verið
tilbúinn með útboð á byggingu
nýi-rar brúar yfir Glerá og lagningu
Borgarbrautar frá 20. júní í fyrra.
Vegurinn var samþykktur inn á
vegalög á síðasta ári og mun Akur-
eyrarbær fjármagna framkvæmdir,
lána ríkissjóði sinn hluta þeirra, en
að sögn Gísla Braga Hjartarsonar,
formanns skipulagsnefndar Akur-
eyrarbæjar, strandar einkum á því
að ríkið ákveði hvenær endur-
greiðslur til bæjarins vegna verks-
ins hefjist.
„Það er allt tilbúið af okkar hálfu
og hefur verið í meira en hálft ár,
eða frá því í júní í fyrra. Við bíðum
raunar bara eftir grænu ljósi frá
ríkisstjórninni," sagði Gísli Bragi.
Samþykkt var á síðasta ári að skil-
greina veginn sem þjóðveg þannig
að framkvæmdimar eru að stærst-
um hluta kostaðar af ríkissjóði.
Akureyrarbær hefur samþykkt að
fjármagna verkið og sagði Gísli
Bragi að málið snerist í raun um
það hvenær endurgreiðslur hæfust,
en bærinn gerði engar sérstakar
kröfur í því sambandi og skipti engu
hvort það yrði eftir fjögur eða sex
ár eða þegar best hentaði.
„Þetta er grátleg staða,“ sagði
Gísli Bragi, en í byrjun síðasta árs
var unnið við hönnun brúarinnar og
Borgarbrautar, framkvæmdir áttu
að hefjast síðasta sumar og brúin að
vera tilbúin á liðnu hausti. „Þessar
framkvæmdir eru afskaplega mikil-
vægar og miðað við nýtingu sem
áætlað er að verði á þessu mann-
virki munu þær borga sig fljótlega,"
sagði hann.
Áætlað er að bæjarbúar muni
spara um 40 milljónir króna árlega í
rekstri bifreiða eftir að þessi nýja
leið opnast, samgöngur munu batna
til muna úr nyrstu hverfum bæjar-
ins við miðbæjarsvæðið og aðgengi
að háskólasvæðinu á Sólborg gjör-
breytast.
Um er að ræða tvær aðskildar
brýr yfir Glerá, hvor fyrir sinn veg-
arhelming, og verða þær 34 metrar
að lengd og munu hvíla á tveimur
súlum. Borgarbraut, sem liggur frá
brúnni niður með Glerá að Glerár-
götu við Tryggvabraut, verður tæp-
lega 1,5 kflómetrar að lengd.
— S S "1—1 • /j* v. • Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Vetrarsol 1 Eyjafirði
Skýrsla rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri fyrir síðasta ár
Fíkniefnamálum fjölgar
HELDUR fleiri mál komu til kasta
rannsóknardeildar lögreglunnar á
Akureyri í fyrra en árið áður, eða
1.475 á móti 1.462. Daníel Snorra-
son, lögreglufulltrúi rannsóknar-
deildar, sagði það út af fyrir sig já-
kvætt að málum fjölgaði ekki meira
milli ára. „Hins vegar er um of
mörg mál að ræða og það er æski-
legt að snúa þessari þróun við,“
sagði Daníel.
Fíkniefnamálum fjölgaði um fjög-
ur milli ára og voru 40 í fyrra. Að
sögn Daníels var yngsti einstakling-
urinn sem kom við sögu í slíku máli
í fyrra 15 ára gamall. Fíkniefnamál-
um hefur fjölgað síðustu ár en árið
1994 komu 11 slík mál til kasta lög-
reglunnar, 21 mál árið eftir og 36
mál árið 1996. Daníel sagði að á síð-
asta ári hafi verið lagt hald á öll þau
fíkniefni sem eru á markaði hér á
landi, hass, amfetamín, LSD, E-
töflur og kókaín.
Tvö íkveikjumál
Olvunarakstursmálum fjölgaði
einna mest milli ára og voru 135 í
fyrra en 99 árið 1996. Til viðbótar
komu upp 19 slík mál sem jafnframt
tengdust umferðaróhöppum. Mál
vegna minni háttar líkamsárása
voru 108 og fjölgaði um 23 milli ára
en mál vegna meiriháttar líkams-
árása voru 9. Innbrotsmálum fjölg-
aði um 20 milli áranna 1996 og 1997
og voru alls 98 í fyrra. Lögreglan
glímdi við tvö íkveikjumál á árinu,
annars vegar á Dalvík og hins vegar
í Ólafsfirði og var um að ræða millj-
ónatjón í báðum tilvikum. Ekki hef-
ur verið gefín út ákæra vegna
meintrar íkveikju í þriggja hæða
húsi við Aðalgötu í Ólafsfírði en
starfsmaður fiskvinnslu Norður-
strandar hf. á Dalvík viðurkenndi
íkveikju þar.Þá voru 2 nauðganir
kærðar á síðasta ári og 10 önnur
kynferðisbrot komu til kasta lög-
reglunnar. Tékkafalsmálum hefur
verið að fækka jafnt og þétt síðustu
ár og þá vegna tilkomu greiðslu-
kortanna. í fyrra komu 11 slík mál
upp en 51 árið áður.
Grímsey-
ingar færri
en hundrað
ÍBÚAR í Grímsey eru nú
komnir niður fyrir 100 íbúa
markið, voru 99 1. desember
síðastliðinn, 53 karlar og 46
konur. Fækkaði íbúum milli
ára um 2,9%.
Mikil fólksfækkun hefur
orðið í Grímsey á síðustu ár-
um, þannig voru 117 íbúar
skráðir í eynni 1. desember
árið 1995 en árið á eftir fluttu
um 20 manns í burtu. Tæp
tuttugu ár eru frá því
Grímseyingar náðu 100 íbúa
markinu, en 100. Grímseying-
urinn fæddist árið 1979.
►
i
i
i
1'
t
r
>
t
r
i
i
i
i
i
i
w
I
i
\
►