Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 29
• MENNINGARÁRIÐ í Stokk-
hólmi, menningarhöfuðborg Evr-
ópu 1998, hófst á þrettánda dag
jóla með opnun götulistasýning-
ar. Hana getur meðal annars að
Iíta á ljósastaurum og strætis-
vagnaskýlum og taka þrjátíu
listamenn og um fimmtíu mynd-
Iistarnemar þátt í henni. Lista-
verkin staldra stutt við á götum
Stokkhólms, því sýningunni lýk-
ur annan sunnudag, 18. janúar.
• FYRSTA bók bresku gaman-
leikkonunnar Pauline Melville,
„The Ventriloquist’s Tale“ (Saga
búktalarans) hlýtur Whitbread-
bókmenntaverðlaunin fyrir byrj-
endaverk. Bókin hlaut mikið lof
gagnrýnenda er hún kom út á
síðasta ári og munaði mjóu að
hún yrði tilnefnd til Booker-
verðlaunanna. Hún seldist hins
vegar aðeins í um 3.000 eintök-
um.
Bókin verður lögð fram til að-
alverðlauna Whitbread, sem
verða veitt síðar í mánuðinum en
meðal þeirra sem keppa munu
við Melville um verðlaunin eru
lárviðarskáldið Ted Hughes og
Jim Crace.
• GAMANLEIKARINN Ben
Elton er orðinn einn hæstlaunaði
rithöfundur Bretlands í kjölfar
útgáfusamnings sem hann gerði
og hljóðar upp á um 170 milljóna
ísl. kr. greiðslu fyrir tvær bæk-
ur. Er það hærri fyrirfram-
greiðsla en Martin Ainis hlaut
fyrir tveimur árum og nam rúm-
um 120 milljónum ísl.kr. Elton
hefur m.a. skrifað bókina
„Popcorn11 sem seldist gríðarvel
en ákvað fyrir skemmstu að
skipta uin útgefanda, fór frá
Transworld-útgáfunni til
Simon & Schuster.
Elton er þekktur fyrir að hafa
munninn fyrir neðan nefið og
þegar hann var spurður hvernig
hann hefði tíma til að leika,
semja leikrit og skáldsögur,
svaraði hann því til að ástar-
sagnahöfundurinn Barbara
Cartland hefði skrifað yfir 1.000
bækur og hefði þó tíma til að
snyrta sig.
• NORSKI píanóleikarinn Leif
Ove Andsnes hefur verið til-
nefndur til bandarísku Grammy-
verðlaunanna fyrir geisladisk
þar sem hann flytur píanósónötu
Schumanns no. 1. Andsnes er 28
ára og hefur hlotið geysilegt lof
fyrir leik sinn en hann hefur
komið þrisvar hingað til lands til
að leika á tónleikum, í fyrsta
sinn fyrir tíu árum. Andsnes er
nú á tónleikaferð um Evrópu.
Alls eru 92 verðlaunaflokkar
og eru fimm tilnefndir í hverjum
flokki. Grammy-verðlaunin
verða afhent í lok febrúar í New
York.
STARFSMENN Sotheby’s setja upp sýningu á verkum Churchills.
MALVERK Churchills af lafði Churchill.
Myndir
Churchills
EKKI hefur enn verið ákveðið
hvort myndir eftir Winston
Churchill, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, verða seld-
ar á uppboði á næstunni en nú
stendur yfír sýning í London á
rúmlega 100 verka hans.
Churchill þótti liðtækur frí-
stundamálari og tóku sumir
listrýnendur raunar svo djúpt í
árinni að segja hann hafa verið
atvinnumann í málaralistinni.
Æ hærra verð fæst fyrir mynd-
ir Churchills, sem sjálfur hafði
litla trú á ágæti sínu sem list-
málara, sú dýrasta seldist á uin
150.000 pund, um 17 milljónir
ísl. króna, á uppboði í nóvem-
ber sl.
Nýjar bækur
• STREYMANDI lindir er heiti
ljóðabókar eftir Helga Sæmunds-
Helgi kvaddi
sér ungur hljóðs
á skáldaþingi fyr-
ir sextíu árum og
gaf svo út æsku-
ljóð tvítugur
1940. Þá hvarf
hann að öðrum
verkefnum um
langt skeið en
hóf loks kveð-
skap á ný og hef-
ur sent frá sér sex ijóðabækur síð-
an 1975.
I kynningu segir: „Streymandi
lindir geyma ferðaminni víða að og
minningakvæði um látna snilldar-
menn eins og Hallgrím Pétursson,
Bólu-Hjálmara, Fornólf, Ólaf Jó-
hann Sigurðsson, Heiðrek Guð-
mundsson, Sigfús Halldórsson og
Friðrik Guðna Þórleifsson. Athygl-
isverð munu og árstíðaljóðin um sí-
fellda hringrás lífsins. Þau eru
táknræn og sérkenniieg. “
Útgefandi er Skákprent.
• TVÖFALT bókhald er eftir
Kristján J. Gunnarsson.
I kynningu segir að í þessari
fjórðu ljóðabók
sinni slái Krist-
ján, sem áður,
jafnt á strengi
glettni og alvöru
og beiti jöfnum
höndum hefð-
bundnu sem
óhefðbundnu
ljóðaformi eða
samblandi af
hvoru tveggja.
Hér bryddi hann auk þess upp á
þeim nýjungum að birta sem undan-
fara hvers kvæðis, mottó sem opnar
leiðina að efni þess gegnum eins
konar tvöfalt bókhald.
Utgefandi er Skákprent.
Kristján J.
Gunnarsson
son.
Helgi
Sæmundsson
Sýningar í gallerí-
keðjunni Sýnirými
ÞRIÐJA árs nemar Grafíkdeildar
MHI opna sýningu á samvinnu-
verkefninu „Box“ í galleríi Sýni-
boxi við Vatnsstíg, laugardaginn
10. janúar.
„Box“ er grafískur skúlptúr
gerður fyrir Sýniboxið, sem fæst
við tengsl tvívíddar og þrívíddar
með vísun í Sýniboxið sjálft. Höf-
undar eru Elínóra Kristinsdóttir,
Fríða María Harðardóttir, Hadda
Fjóla Reykdal, Halldór Eiríksson,
Helga Fanney Jóhannesdóttir,
Helgi Snær Sigurðsson, Karl Emil
Guðmundson og Sigrún Þorsteins-
dóttir.
Húbert Nói er með sýningu jan-
úarmánaðar í farandgalleríinu
Barmi, og sýnir hann loftmynd af
Reykjavík. Berandi~gallerísins er
að þessu sinni Howie B.
Afþreying
fyrir tvo
í Gallerí Hlust er leikin hljóð-
mynd verksins „Afþreying fyrii-
tvo“ eftir Pétur Örn Friðriksson
en gerð hennar var í höndum Al-
banian Sausage. Sími galleri
Hlustar er 551 4348.
Egill Sæbjörnsson sýnir í sýn-
ingarrýminu 202m, Vesturgötu
lOa, frá 10.-25. janúar og nefnist
sýningin Leirhestar. Sýningar-
rýmið er opið frá kl. 15-18 frá
miðvikudegi til sunnudags.
Ljósmynd/David Tv.
EGILL Sæbjörnsson sýnir leirhesta í 202m.
FRAMTÍÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTÍÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTÍÐARSTARFSKRAFTUR FRAMTÍÐARSTARFSKRAFTUR
o*
i-
ec
9
' Nýsköpun
tölvuiðnaði
. I
Ll
Tölvu- og
kerfisfraiðingur
Tölvu- og kerfisfræðinámið er tveggja ára nám.
Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18:00-21:30
og laugardaga frá kl. 8:30-12:00.
Námið er að fiillu lánshæflt.
RAFIÐNAÐARSKÓLINIM
Skeifan 11 b ■ Sími 568 5010
lUgJRHUnNNIAJLV IU3fJIM3UnNNIAiV IU3fJIM3UnNNIAlV IM3fJIM3finNNIAlV IH3fJIM3finNNIAlV IM3fJIM3finNNIAiV
VilTII BREYTfl TIL ? VILTU BREYTfl TIL ?