Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 41 .
+ Guðmundur
Friðfinnur Lúð-
víksson fæddist á
Húsavík 17. aprfl
1930. Hann lést á
heimili sínu Vestur-
götu 4, Keflavík,
hinn 29. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Arngrímur Lúðvík
Friðfinnsson, f. 29.
ágúst 1895, á Kota-
mýri, Ljósavatns-
hreppi, Suður-Þing-
eyjarsýslu, d. 31.10.
1973, og Kristrún
Dorothea Þorsteinsdóttir, f. 4.6.
1899, í Krosshúsum í Flatey á
Skjálfanda, Suður-Þingeyjar-
sýslu, d. 4.10. 1989.
Systkini Guðmundar eru: Sig-
ríður, f. 3.3. 1921, búsett í Hafn-
arfirði, Birgir Þorsteinn, f. 5.9.
1925, Kristinn, f. 12.10. 1934,
Minningarnar sem ég á um
Mumma bróður minn eru bæði
margar og góðar, en hann var sá af
bræðrum mínum sem stóð mér
næst. Fyrsta minning mín um hann
er mér ógleymanleg. Hann var ný-
fæddur, afskaplega fallegur svart-
hærður drengur, og lá til fóta í
rúminu hjá mömmu. Eg var níu ára
þegar hann fæddist og byrjaði fljót-
lega að passa þennan litla bróður
minn sem mér hefur alltaf þótt svo
óskaplega vænt um.
Mummi ólst upp, einsog önnur
börn á Húsavík, við ýmsa leiki.
Fjaran var mikið leiksvið fyrir
börnin og þar skemmti hann sér
með öðrum drengjum. Þeir léku
sér einnig mikið uppí læk, einsog
það var kallað. Þar var mikið af
lontum, og þeir gátu unað sér heilu
dagana við að vaða, veiða og annað
slíkt sem litlum strákum dettur í
hug. Oft komu þeir heim rennandi
uppundir hné eftir annasaman dag
í fjörunni eða læknum, og voru að
vonum skammaðir af mæðrum sín-
um og ábyrgðarfullum eldri systr-
um. Mummi tók alltaf ávítunum
vel enda ákaflega rólyndur að eðl-
isfari.
Þær vora líka margar ferðirnar
sem ég og Bubba vinkona mín fór-
um með Mumma. Ævintýraferðir
þarsem við vinkonurnar bösluðum
með hann þetta tveggja, þriggja og
fjögurra ára, yfír læki og aðrar tor-
færar til að komast í berjamó.
Mummi og aðrir húsvískii' dreng-
ir voru ekki gamlir þegar bernsku-
leikjunum sleppti og þeir voru
komnir niður í beituskúra að stokka
og beita. Þrjú sumur var Mummi
svo í sveit hjá sæmdarhjónunum
Baldri og Sigurbjörgu á Ófeigsstöð-
um í Köldukinn. Þrettán ára varð
hann svo fyrir miklum brana á báð-
um fótum og lá heilan vetur í
brunasáram.
Þegar barna- og unglinsáranum
sleppti fór hann á vertíðir og var
margar vertíðir fyrir sunnan. Þa.
kynntist hann Ester Einarsdóttur,
glæsilegri stúlku sem síðar varð
eiginkona hans. Hann starfaði svo
við sjómennsku til ársins 1965 en
þá veikist hann lífshættulega og
þurfti af þeim sökum að fara í að-
gerð til Danmerkur. Hann fékk
heilsu á ný þó hann yrði aldrei sam-
ur aftur. Eftir þetta vann hann við
ýmis störf sem tengdust útgerð.
Þrátt fyrir að hann hafí búið í
Keflavík öll sín fullorðinsár kom
hann á hverju sumri, stundum oftar
en einu sinni, í heimahaga sína á
Húsavík. Fylgdu honum þá oft kon-
an hans og börnin þeirra fjögur,
sem öll era mikið myndar- og
menntafólk.
Á síðastliðinni Þorláksmessu sá-
umst við í síðasta sinn. En þá heim-
sótti hann mig og við áttum góða
stund saman við ánægjulegt spjall.
Hann var glaður og reifur, nýkom-
inn úr skötuveislu hjá Einari syni
sínum. Ekki óraði mig fyrir að
báðir búsettir á
Húsavík.
Guðmundur
kvæntist Oddnýju
Ester Einarsdóttur
21. maí 1955 í
Keflavík. Börn
þeirra era:
Kristrún, f. 22.7.
1953, Einar, f.
14.12. 1954, Helga,
f. 23.7. 1956 og
Erla, f. 26.6. 1958.
Barnabörn hans eru
tíu. Guðmundur
stundaði sjó-
mennsku framan af
ævinni en eftir að hann hætti
henni starfaði hann lengst af hjá
Járniðnaðar- og pípulagninga-
verktökum á Keflavíkurflugvelli.
Guðmundur var jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju fimmtudag-
inn 8. janúar og fór athöfnin
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
þetta yrði okkar síðasta stund sam-
an.
Kæra Ester og fjölskylda,
Gleði og sorgir þær ganga einn stig,
gæfa og ólán við hvors annars hlið.
Andstreymi breytist í ágætan byr,
aftur skín sól eftir élin sem fyr.
(Gamall danskur sálmur, þýð.
Gunnlaugur R. Jónsson.)
Eg kveð þig bróðir minn, guð
blessi minningu þína.
Sigfríður (Fri'ða).
„Komnir eru dagarnir sem þú
segir um: mér líkar þeir ekki..
(Snorri Hjartarson).
Ljóðlínur þessar komu upp i
huga minn er ég heyrði að Guð-
mundur Lúðvíksson hefði skyndi-
lega verið kallaður úr þessum
heimi. Guðmundur var mér traust-
ur og hjálpsamur. Hann kom óbeð-
inn ef þannig stóð á og hann sá að
not væra fyrir krafta sína. Undan-
farin ár hefur hann hvert vor og
sumar hjálpað mér við endurbygg-
ingu frambæjar norður í Skagafírði
og átti hann drjúgan þátt í því að
verkinu miðar vel áfram. Við voram
þegar farnir að skipuleggja næstu
ferð.
Guðmundur var duglegur til
vinnu svo eftir var tekið. I þessum
ferðum okkar norður kynntist ég
Guðmundi náið. Hann var ekki
maður sem flíkaði tilfinningum sín-
um, því síður hæfileikum. Hann var
hreinskilinn en aldrei heyrði ég
hann tala niðrandi um annað fólk.
Það fann ég að þar fór fjölhæfur
maður. Hann kunni mjög góð skil á
landi sínu og honum var annt um ís-
lenska tungu. Hann naut sín í fal-
legiá náttúru Skagafjarðar og
fylgdist grannt með fuglunum.
Guðmundur hafði ríka kímnigáfu
og var hláturmildur mjög. Það var
gott að vera í návist hans.
Guðmundur var sérstaklega bón-
góður. Það kom því af sjálfu sér að
ég leitaði alltaf fyrst til hans ef ég
þurfti á hjálp að halda. Fyrir það
og alla þá umhyggju sem hann
sýndi mér og fjölskyldu minni
þakka ég af alhug. Eg er þakklátur
forsjóninni fyrir það að hann fékk
að fara á þann hátt sem hann helst
vildi. Síðustu mínútur lífs síns not-
aði hann til að hringja til dóttur
sinnar, sem hafði verið í heimsókn
hjá honum fyrr um daginn, til þess
að athuga hvort hún væri nú örugg-
lega komin heim í skjól, honum
leist nefnilega ekkert á veðrið.
Hann fékk að heyra að allt væri í
lagi með hana og hneig síðan niður.
Ósk hans uppfyllt svo óvænt. Guð
fylgi honum á nýjum vegum.
Þórhallur Hólmgeirsson.
Elsku afí minn, þú hafðir svo
gaman af hljóðfæraleik mínum. Eg
spilaði fyrir þig í hvert skipti sem
þú komst í heimsókn. Eg komst
ekki undan því. Helst vildir þú
heyra í horninu. Þó fannst þér allt í
lagi svona inn á milli að heyra í pí-
anóinu. Fyrir rétt rúmri viku fékk
ég nýtt horn. Þú varst glaður fyrir
mína hönd og þér þótti þetta glæsi-
gripur. Þú fékkst að heyra mig
spila á nýja hornið. Þú spurðir mig
hvort þetta væri ekki betra horn að
spila á. Eg hélt það nú. Og þú hlóst
með mér.
Alltaf varstu tilbúinn að keyra
mig í tónlistarskólann, nú síðast
fyrir jólin. Eg þurfti ekki að biðja
þig um það, þú sagðir alltaf „á ég
ekki að fara með þig“.
Eg er viss um að við hittumst aft-
ur. Þú verður alltaf í huga mínum.
Eg held áfram að spila fyrir þig,
elsku afi.
Þín einlæg,
Svafa Þórhallsdóttir.
Ég teiknaði mynd af rjúpu og
hann afi Gummi hætti ekki að
nauða í mér fyrr en hann eignaðist
myndina. Bæði þótti honum mynd-
in góð og svo hafði hann sérstakt
dálæti á rjúpunni.
Rjúpan óhlýðnaðist sjálfri
himnadrottningunni og varð fyrir
bragðið meinlausari og varnarlaus-
ari en allir aðrir fuglar. En Man'a
var líka góð við rjúpuna. Hún lét
rjúpuna skipta litum eftir árstím-
um. Hún er hvít á vetrum en mógrá
á sumrin svo fálkinn geti ekki eins
vel þekkt hana frá snjónum á vet-
urna og lyngmóunum á sumrin.
Þessa sögu sagði hann afi mér
fyrir langa löngu. Þegar ég var lítil
dvaldi ég mikið hjá afa og ömmu.
Þá fór ég oft með honum afa mín-
um um Reykjanesið eða til Krýsu-
víkur og alltaf hafði hann kíkinn
sinn með. Hann sagði mér frá
mörgu og brýndi jafnframt fyrir
mér að bera virðingu fyrir náttúr-
unni. Hann sagði að ég væri svo lít-
il en náttúran voldug og hún gæti
verið hættuleg ef maður gætti ekki
að þegar hraunlandslag Reykja-
nesskagans væri annars vegar.
Hann var sífellt að minna mig á
sprungur og gjótur sem væra í fel-
um. Árin liðu en alltaf var afi sam-
ofinn mínu daglega lífi.
Afi las mikið og var stálminnug-
ur. Það kom mér sífellt á óvart
hversu næmur hann var á málfar.
Er mér sérstaklega minnisstætt at-
vik þar sem ég var í vandræðum
með túlkun á málshætti. Afi var
ekki lengi að ráða hann fyrir mig.
Hann var ekki mikið fyrir að tala
um sjálfan sig og laus við frama-
gimi. Hins vegar vildi hann fá að
heyra af mínum högum og hafði
brennandi áhuga á öllu því sem ég
tók mér fyrir hendur. Það var gott
að finna fyrir umhyggju hans og
ástúð.
Lífið hefur breytt um stefnu,
hann afi minn sem hefur lengi varð-
að veg minn er ekki lengur hér á
jörðu. Nú held ég áfram með það
veganesti sem hann gaf mér. Ég
sakna hans sárt en styrkur hans
fylgir mér. Ég bið góðan guð að
varðveita hann að eilífu.
Ester Þórhallsdóttir.
Ég hef þekkt Guðmund Lúðvíks-
son í hartnær 20 ár eða frá því að
ég kynntist Helgu dóttur hans.
Samskipti okkar þessi ár hafa ætíð
verið með ágætum, enda var Guð-
mundur mikill öðlingur og einstak-
lega bóngóður maður.
Ég minnist allra þein-a ferða sem
við fjölskyldan fórum til Keflavíkur
í heimsókn til þeirra hjóna. Ég not-
aði yfirleitt tækifærið og fékk lán-
aðan bílskúrinn til þess að þrífa bfl-
inn og alltaf kíkti Guðmundur á vél-
ina eða eitthvað sem honum þótti
að betur mætti fara hjá mér í bfln-
urn og var það vel þegið.
Ég minnist ferðanna okkar í Kol-
beinsdalinn, þar sem við höfum
undanfarin sumur verið að hjálpa
Þórhalli við að gera upp eyðibýli.
Alltaf passaði Guðmundur upp á að
til væri heitt kaffi á könnunni og að
hiti væri í húsinu. Það var unun að
sjá hversu vel hann naut sín úti í
náttúrunni. Hann átti einstaklega
auðvelt með að vinna með barna-
bömunum og umgekkst þau ávallt
sem jafningja. Það mun verða fá-
tæklegra í dalnum í sumar þegar
Guðmundur verður ekki á meðal
okkar eins og undanfarin sumur.
Ég minnist heimsókna þeirra
Guðmundar og Esterar til okkar í
Reykjavík um helgar. Ég held að
varla hafi liðið sú vika að ekki væri
skroppið í bæinn til að heimsækja
börnin og barnabömin. Slík var
umhyggja þeirra hjóna fyi-ir börn-
um sínum og fjölskyldum þeirra.
Guðmundur var fyrirvaralaust
kallaður frá okkur og ég held að
þannig hafi hann viljað mæta örlög-
um sínum. Það hefði eflaust ekki
átt við hann að liggja í einhverjum
veikindum. Eftir stöndum við sorg-
mædd að hafa misst góðan og
traustan félaga svo skyndilega.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þinn tengdasonur,
Sæmundur R. Þorgeirsson.
Elsku afi minn, ég sakna þín
mjög mikið. Ég sakna þess mest
þegar við fóram í bfltúr saman og í
fuglaskoðunarferðir í nágrenni
Keflavíkur. Ég get enn ekki trúað
því að þú sért dáinn, því þetta gerð-
ist allt svo snöggt.
Þú vildir allt fyrir mig gera og
fylgdist vel með því hvernig mér
gekk í skólanum og körfuboltanum.
Við áttum margar góðar stundir
saman í bflskúmum þínum þar sem
þú kenndir mér til verka.
Það verður tómlegt að koma á
Vesturgötuna og amma saknar þín
mjög mikið, því þú varst svo góður
við hana. Elsku afi minn, ég skal
passa ömmu fyrir þig. Guð blessi
þig og geymi.
Þinn nafni,
Guðmundur Sæmundsson.
Elsku afi minn, nú ertu farinn frá
okkur. Ég á mjög erfitt með að trúa
því, það gerðist svo snöggt. Þú áttir
svo mikið eftir af lífinu, fannst mér.
Við áttum margar góðar stundir
saman. Það sem er mér minnis-
stæðast era erðir okkar saman til
Húsavíkur, bara ég og þú. Það var
frábær tími þessi tvö sumur er við
heimsóttum ættfólk okkar þar, al-
veg einstakt fólk. Ekki gleymi ég
heldur ferðunum í Kolbeinsdal. Þar
smíðuðum við og máluðum hús
saman, eina húsið í dalnum. Þú
naust þín svo vel úti í náttúranni,
vissir heiti á öllum fjöllum og hól-
um.
Ég mun sakna heimsóknanna
ykkar ömmu til okkar í Rofabæinn.
Þá horfðir þú oft á eina kvikmynd
með mér. Þú hafðir mikla ánægju
af glímu- og karateköppum. Ég
held að þú hafir verið búinn að sjá
allar myndirnar mínar.
Ég mun aldrei gleyma þér, elsku
afi minn, og geymi allar stundir
okkar saman í hjarta mínu. Ég mun
heldur ekki gleyma því sem þú
kenndir mér í gegnum tíðina. Það
mun reynast mér gott veganesti í
framtíðinni.
Blessuð sé minning þín, elsku afi
minn.
Þinn,
Þorgeir Sæmundsson.
„Enginn veit hvað átt hefur, fyrr
en misst hefur.“
Þetta spakmæli kemur upp í
hugann þegar ég minnist Guð-
mundar Lúðvíkssonar, tengdafóður
míns, sem lést 29. desember sl. Við
erum oft fóst í hlutunum eins og
þeir era og tökum sem gefnu að
þeir verði áfram óbreyttir og gefum
því hvort öðru ekki gaum sem
skyldi. En ekkert er óbreytilegt og
við verðum því að reyna að sætta
okkur við sáran missi.
Það er einhvem veginn ekki
hægt að tala um Guðmund án þess
að hugsa til Esterar, svo samrýnd
vora þau hjónin í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur.
Kynni okkar Guðmundar hófust
þegar ég hóf sambúð með yngstu
dóttur þeirra hjóna. Hvorki mig né
nokkurn annan ói’aði fyrir því að
þau kynni yrðu ekki lengri, svo fyr-
irvaralaust var fráfall hans.
Guðmundur var einstakur öðling-
GUÐMUNDUR
LÚÐVÍKSSON
ur, sem alltaf var boðinn og búinn
til að aðstoða og hjálpa hverjum
þeim sem þurfti. Vinnusemi hans
var mikil og það átti ekki við hann
að dútla við hlutina eða hætta við
hálfnað verk. Mér verður hugsað til
ferðanna í Kolbeinsdal, sem vora
ófáar síðustu árin. Þar kunni Guð-
mundur vel við sig, enda var hann
mikill náttúruunnandi og hafði yndi
af fuglaskoðun. Hann var gaman-
samur og alltaf stutt í hláturinn hjá
honum. Guðmundur var umhyggju-
samur eiginmaður og börnum sín-
um ástríkur faðir.
Þegar ég kveð góðan dreng í
hinsta sinn bið ég almáttugan Guð
að styrkja Ester og fjölskylduna
alla í sorg sinni.
Friðrik.
Elsku afi Gummi!
Núna kemur þú ekki aftur í
heimsókn til okkar með ömmu Est-
er, eins og þú gerðir svo oft. Það
verður heldur ekki eins að koma til
Keflavíkur þegar þú ert ekki þar.
Mig langar til að kveðja þig með
bæninni sem mamma kenndi mér.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Einar.
V*
Stund kveðju kemur ávallt eins
og þrama úr heiðskíra lofti. Ekki
datt mér í hug á jóladag að þetta
væra síðustu samverastundir þínar
með okkur. Þú sast ekki auðum
höndum frekar en fyrri daginn, svo
áhugasamur og naust þín í að að-
stoða börnin þín sem sáu um jóla-
boðið í ár.
Þú varst traustur og vel gerður
maður, og greinilega má sjá að
börnin þín hafa fengið það vega-
nesti með sér út í lífið. Söknuðurinn ■%.
er sár, en ég á margar góðar minn-
ingar sem ylja mér um hjartaræt-
ur. Ferðir mínar á Melteiginn til
ykkar vora svo notalegar og hlýjar,
við sátum í eldhúsinu og drukkum
kaffisopa, þú fórst út í skúr að
dunda og dytta að litla kotinu ykk-
ar, það var auðvelt fyrir þig að
finna þér eitthvað til dundurs.
Oft heyrði ég umgang heima hjá
okkur á 19, ef þig vantaði verkfæri
kíktir þú í skúrinn hjá okkur, eða
varst að sækja sláttuvélina sem við
fjölskyldurnar áttum saman. Ekki
er ég heldur búin að gleyma ferð-
inni upp í Biskupstungur, þú að-
stoðaðir okkur við að steypa
sökkulinn undir sumarhús þar, og *,
við gerðum að gamni okkar milli
þess sem steypan var keyrð í hjól-
þöram á sinn stað.
Umhyggja þín var einstök, kunni
ég vel að meta hana og hafði gaman
af að svara spurningum þínum svo
sem: „Ertu búin að athuga olíuna á
bílnum þínum nýlega, hvemig er
með kertin og platínurnar, eða
hvenær áttu skoðun á bflinn?“. Þú
aðstoðaðir mig með þessa hluti þeg-
ar færi gafst.
Eftir að þið Ester fluttuð á
Vesturgötuna fannst mér þið fara
óralangt, svona til að byrja með.
Við mæðgur fengum okkur
göngutúr til ykkar og þar mætti
okkur sama hlýjan og áður. Þú '
hélst áfram að dunda í skúrnum,
sem þið Týra deilduð svo bróður-
lega með ykkur.
Efst í huga mér er heimsókn
okkar Sigurrósar til ykkar í byrjun
desember. Þið hjónin vorað á leið í
bæinn til krakkanna ykkar sem eru
búsett þar, en tókuð ekki annað í
mál en að við kæmum inn og fengj-
um kaffisopa áður en þið legðuð af
stað.
Þegar við komum út í bfl sagði
Sigurrós: „Mamma, það er svo
gaman að koma til Gumma og v
Esterar, hann Gummi er alltaf að
stríða, svo hlær hann að öllu saman
með okkur."
Kæri vinur, ég þakka þér kær-
lega fyrir umhyggju þína og hlýju.
Elsku Ester, Rúna, Einar, Helga
og Erla, fjölskyldum ykkar votta ég
mína dýpstu samúð.
Gestína. ^