Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 46

Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 46
>46 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR ÁRNASON Ijósmyndari, Vesturgötu 80, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 31. desember. ^___________ Útförin fer fram frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 9. janúar, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Ingveldur Ásmundsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Anna Björnsdóttir, Ólafur Ingi og Sveinbjörn Freyr. t Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ERLING VALDIMARSSON rennismiður, Tjarnargötu 43, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 6. janúar sl. í Erla Eiríksdóttir, Ásta Sif Erlingsdóttir, Gunnar Steinn Jónsson, Valdimar Erlingsson, Unnur Þórðardóttir, Viðar Erlingsson, María Magnúsdóttir, Erling Ragnar Erlingsson, Jóhanna Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIGERÐUR PÉTURSDÓTTIR, Vindheimum, Skagafirði, lést miðvikudaginn 7. janúar síðastliðinn. Sigmundur Magnússon, Anna Sigríður Sigmundsdóttir, Einar Ólafsson, Magnús Sigmundsson, Lut Dejonghe, Pétur Gunnar Sigmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurður Rafn Sigmundsson og barnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, ÓSKAR LOGASON, Funafold 4, Reykjavík, lést mánudaginn 5. janúar. Jarðarförin fer fram í Ríkissal votta Jehóva við Sogaveg mánudaginn 12. janúar kl. 13.30. Logi Guðjónsson, Ingunn Lárusdóttir, Gylfi Már Logason, Oddný Þóra Logadóttir, Lárus Þorvaldsson, Sveinbjörg Eríksdóttir, Guðjón Sigurðsson. María Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Marteinn R. Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON, Bræðrarborgarstíg 3, Reykjavík, lést laugardaginn 27. desember sl. Útförin hefur farið fram I kyrrþey að ósk hins • látna. JÓHANNA JÓNSDÓTTIR + Jóhanna Jóns- dóttir var fædd á Höfn í Homafirði hinn 24. apríl 1919. Hún lést í Landspítal- anum 2. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Jóhönnu vom Þór- unn Hansdóttir Beck, f. 12.12. 1884, d. 8.1. 1980 og Jón Guðmundsson f. 21.4. 1887, d. 28.7. 1982. Systkini Jóhönnu vom: 1) Guðmundur, f 10.7. 1916, d. 4.5. 1918, 2) Guðmundur Rögnvaldur Benedikt, f. 25.2. 1918, d. 20.1. 1920, 3) Ólafur, f. 22.5. 1923, d. 31.05. 1947, 4) Þór- ólfur Beck, f. 26.2.1931, 5) fóstur- bróðir: Unnsteinn Beck f. 27.11. 1914. Hinn 9. júní 1946 giftist Jó- hanna Stefáni Björnssyni, f. 11.12. 1905, d. 1.9. 1987 og eign- uðust þau sjö börn. Þau eru: 1) Ólöf Jóna, f. 7.12. 1947. 2) Þór- unnj f. 18.7. 1949. Dætur hennar og Ólafs Axelssonar em Katrín, f. 17.3. 1970 og Hanna Ruth, f. 13.1. 1979. Maður Katrínar er Reynir Lyngdal, f. 26.3. 1976. Dóttir Katrínar og Magnúsar Jónssonar er Hekla Magnúsdótt- ir, f. 21.8. 1989. 3) Olga Guð- björg, f. 7.9. 1951, eiginmaður hennar er Gylfi Hauksson, f. 13.8. 1949. Börn þeirra eru Dagný, f. 10.10. 1984, og Stefán Haukur, f. 8.8.1987. 4) Birna, f. 24.9. 1954. Hennar maður er Hólm- grímur Heiðreks- son, f. 17.11. 1955. Dóttir Birnu og Þórs Elísar Pálsson- ar er Harpa Elísa, f. 15.4. 1978 og dótt- ir Birnu og Hólm- gríms er Kristín Ylfa, f. 8.7. 1994. 5) Sigríður Aðalheið- ur, f. 15.2. 1956. Dóttir hennar og Óskars Tómassonar er Marta, f. 17.11. 1988. 6) Jón, f. 28.3. 1959. Kona hans er Bryndís Hilmarsdóttir, f. 20.5. 1960. Þeirra börn eru Steinunn, f. 27.3. 1989, Atli, f. 12.7. 1991 og Magnús Hilmar, f. 11.6. 1995. 7) Björn, f. 5.1. 1961. Stjúpdætur Jóhönnu, dætur Stefáns af fyrri hjónaböndum em: 1) Olga Guð- björg, f. 24.4.1929, d. 31.1. 1951 2) Anna, f. 21.6. 1932. 3) Ingi- björg, f. 23.11.1939, d. 9.8.1993. Börn hennar eru 1) Stefán Þór Bocchino, f. 22.2. 1961, eigin- kona hans er Aðalbjörg Ingólfs- dóttir, 23.3. 1961. Börn þeirra eru Hulda Guðríður, f. 26.3. 1987, og Frank Ingi, f. 14.12. 1988, 2) Sigrún Kristinsdóttir, f. 22.8. 1972. Sonur hennar og Valdimars Sigurjónssonar er Sigurjón Daði, f. 24.6. 1994. Útför Jóhönnu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var árið 1972 sem ég kynnist Jóhönnu, fyrrum tengdamóður minni. Þegar ég í fyrsta sinn kom á heimili hennar og Stefáns heitins var ekki formlegheitunum og stífheitun- um fyrir að fara og eftir örfáar mín- útur fannst mér ég hafa þekkt þau allt mitt líf. Enda var erfítt að vera með formlegheit á heimili þar sem útidyrnar opnuðust á nokkurra mín- úta fresti og maður heyrði kaliað: Hæ, er einhver heima? Það varð svo ein af góðu rútínun- um í lífinu að koma á sunnudögum í kaffi í Víðihvamminn og ganga að kaffiborðinu hennar Jóhönnu vísu. Reyndar fullvissaði hún okkur um í hvert sinn að það væri nú skömm að hún ætti ekkert almennilegt handa okkur og hélt því áfram með- an við röðuðum í okkur krásum, sem sjaldséðar voru á borðum dætra hennar, jafnvel þótt um stórhátíðir væri að ræða. Þegar svo nálgaðist kvöldmatartímann skoraði hún á okkur að sitja áfram og fá okkur eitthvað í svanginn og töfraði fram á engum tíma dýrindis krásir. Það var upplifun fyrir mig, sem kom úr fámennri íjölskyldu, að koma inn í fjölskylduna hennar Jóhönnu. Þau hjónin, Jóhanna og Stefán, voru afar vinstri sinnuð í öllum skoðunum og svo var einnig um börnin þeirra sjö. Það var því nokkuð tilgangslaust fyrir mig að reyna að malda í móinn og setja fram aðrar skoðanir. Rödd mín varð eins og tíst innan um há- værar raddir, sem kepptust um að hafa orðið. En allt fór þetta fram á léttu nótunum og ég komst fljótlega að því að svona gekk þetta fyrir sig í þessari tengdafjölskyldu minni. All- ir, börn jafnt sem fullorðnir, höfðu mjög ákveðnar og oftar en ekki kóm- ískar skoðanir á mönnum og málefn- um. Eg held að þessir háværu sunnu- dagar hafi verið uppáhaldsdagarnir hennar Jóhönnu og ég komst að því að hún hafði þann hæfileika að sitja í miðjum hópnum og hlusta, en vera samt alls ekki að hlusta. Hún sagði mér einhvern tímann að hún hafi komið sér upp þeim eiginleika meðan þau bjuggu í litla húsinu í Fossvogin- um. Meðan einhver var að æfa sig á píanó, annar á fíðlu, enn annar á flautu og einhveijir að skiptast á skoðunum á háværan hátt hafí hún getað setið í miðjum hópnum og les- ið í bók án þess að verða vör við allan þennan hávaða. En ég veit að hún elskaði hávaðann í þessum stóra barnahópi, sem hún kallaði happ- drættisvinningana sína. Það er því gott til þess að vita að síðasta kvöldið sem hún hafði meðvit- und sat hún prúðbúin til borðs með öllum happdrættisvinningunum sínum. Eg vil þakka Jóhönnu allar góðar stundir og elsku hennar við mig og dætur mínar. Ég veit að hún mun eiga góða heimkomu í aðrar vistarverur, þar verður tekið ve! á móti henni. Ólafur Axelsson. Amma mín var stór og mikil kona. Fyrstu mánuði ævi minnar leið mér best þegar ég lá á maga ömmu. Ég grét hástöfum ef einhveijir aðrir vildu eitthvað hafa með mig að gera. Þama mynduðust strax sterk tengsl og fyr- ir mér var amma klettur. Að fara með henni í vinnuna þegar hún þreif gólfín á Landsbókasafninu var sér- stök upplifun, lengi var ég þess fuil- viss að amma væri eigandi allra þess- ara bóka. Ég man hvað ég var stolt þegar við amma gengum út úr húsinu og skildum við gólfín glansandi, hrein og falleg. Þannig fannst mér allt verða sem amma kom nálægt. Ég var svo Iánsöm að veija miklum tíma með afa og ömmu og öllum þeirra börnum í Víðihvammi. Þar voru ævintýraheimar og þar lærði ég að það er í lagi að hafa ólíkar skoðanir og smekk og að ekkert eitt er betra en annað. Ég gat gengið milli ólíkra heima í húsinu; sumar systurnar sátu í Hippaherberginu og spáðu í tarotspil, þar var mikil reyk- elsislykt; aðrar systur héldu til í Bítlaherberginu, þar sem veggirnir voru þaktir myndum af goðunum fjórum frá Liverpool. Bræðurnir voru í Led Zeppelin-herberginu, slógu taktinn með tánum, og ég reyndi að gera eins. í enn öðru herbergi sat afí í rauða stólnum sínum og hlustaði á Bach og Beethoven. Ails staðar og allt um kring var amma, sem alltaf var til í að koma inn í eldhús og baka með mér pönnukökur. Líklega hefur heimili afa og ömmu verið í iíkingu við félagsheimili úti á landi og sunnudagskaffiborðið henn- ar ömmu sambærilegt við það sem veitingahúsin auglýsa í dag sem hiaðborð. í þeim anda var allt sem amma gerði, ekkert verkefni var henni ofvaxið, að reka stórt heimili, vinna utan heimilis og jafnframt eiga fjöldann allan af áhugamálum. Systkinin sjö uxu úr grasi og stofnuðu eigin fjölskyldu. Það var mikil gleði í Víðihvamminum í hvert sinn sem nýtt barn fæddist í fjöl- skyldunni. Þau voru svo sannarlega velkomin í heiminn, reyndar kvartaði hún amma undan því að bömin henn- ar væru ekki hálfdrættingar á við hana þegar kom að barneignunum. En sem fyrsta barnabarnið hennar þóttist ég alltaf eiga svolítinn for- gangsrétt á að vera ömmustelpan hennar. Við leiðarlok sitja eftir minn- ingar um öll litlu atriðin í daglega lífínu, það eru þau sem gerðu ömmu að stórri konu í huga mínum. Reyndu aldrei að ráða gátuna - hver það sé, sem sáir fræjum sköpunarinnar: þeim sem líða lítt sýnileg um rökkvað bláloftið mörg saman skömmu fyrir skin óvæntra funda, og örkorninu smáa sem fellur í hjart- að og elur af sér tré með tveimur aldinum, öðru til vitnis um að þú elskar, hinu til marks um að þú deyrð. (Sköpunin 1, eftir Þorstein frá Hamri) Vertu sæl, elsku amma mín. Þín Katrín. Elsku amma mín. Nú ertu farin og við getum aldrei aftur spilað rommí. Spilið sem þú kenndir mér fyrir löngu og við spiluðum alltaf og ég vann þig iíka alltaf í. Þú áttir alltaf spil og varst alltaf til í að spila rommí eða eitthvað af hinum spilun- um sem þú kenndir mér. Ég man þegar við horfðum saman á handbolt- ann og þú varst spenntari en ég. Og ef maður missti af leik vissi maður að þú vissir úrslitin. Og þolin- mæðin sem þú hafðir gagnvart mér þegar ég var alltaf hjá þér og var í fótbolta í garðinum, á skíðum í stof- unni og glamrandi á píanóið og þeg- ar þú komst í fyrsta skipti í bíl til mín eftir að ég fékk bílprófið. Og öll lætin í mér og Hönnu Ruth sem leiddi tii þess að tvisvar brotnuðu vasar, fyrirgafst þú okkur í skarkala bernskuáranna. Og þegar þú fórst með okkur í bíó á bijálaða spennu- mynd og þú varst ekki ánægð með að okkur hefði tekist að plata þig með okkur á þessa mynd. En mest á ég eftir að sakna að koma í kræs- ingar til þín. Eins og í vor þegar ég kom til að snyrta garðinn þinn og þú röltir upp í búð og ég neyddist til að troða mig út þó ég væri nýbú- in að borða kvöldmat, enginn fór svangur frá ömmu í Kópó. Og jólin í stóra húsinu, hamborgarhryggurinn og bleika salatið og þegar þú eldaðir sérstaklega lambalæri fyrir mig og Hönnu því við vorum svo sérvitrar. En nú kveð ég þig í hinsta sinn, bless, elsku amma mín. Harpa. Þegar Olga kynnti mig fyrir ykkur í Víðihvamminum fann ég strax fyr- ir þeirri miklu hlýju sem frá þér staf- aði. í öllum okkar samskiptum þau ár sem síðan eru liðin hefur þessi tilfinning vaxið við nánari kynni. Þig var gott heim að sækja, oft var fjölmennt í húsinu ykkar við Víðihvamm þegar börnin komu þar öll saman. Þar var oft fjörugt og mikið spjallað. Þar sem oftar komst þú sterkt inn í umræðuna með þinn fróðleik um ættir og uppruna fólks, brennandi áhuga á þjóðmálum og því sem var efst á baugi á hveijum tíma. Þú varst alltaf trú þínum mál- stað, vannst af heilum hug að verka- lýðsmálum og þá sérstaklega að jafn- rétti kvenna á vinnumarkaði. Ég man eftir því í einu af ferðalög- um okkar um landið að það kom glampi í augun og hvað lýsingarorð- in urðu hástemmd þegar við nálguð- umst Hornafjörð. Þú áttir greinilega margar góðar minningar af Austur- landi og þá sérstaklega frá Höfn og sveit Hornaíjarðar. Þú, þessi mikla bamakona, laðaðir að þér bömin okkar og varst þeim svo góð, þau sóttust alltaf eftir því að komast til þín því þar fundu þau öll þessa hlýju. Þeirra söknuður er mikill. Jólaboðið þitt er nýafstaðið. Það var svo stór þáttur allrar fjölskyld- unnar. Þú varst miðpunkturinn. Það var frábært að sjá þig glaða og káta innan um öll börnin og barnabörnin. Ekki grunaði okkur þá að þú færir svo fljótt frá okkur. Innilegar samúðarkveðjur færi ég börnum þínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau eiga góða minningu um heiðurskonu. Gylfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.