Morgunblaðið - 09.01.1998, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkaer eiginmaður, mágur, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BJÖRN MAGNÚS MAGNÚSSON,
Hofi,
Bíldudal,
verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju á morgun,
laugardaginn 10. janúar, kl. 14.00.
Guðrún Ólafsdóttir,
Jóhannes Ólafsson,
Ólafía Björnsdóttir, Jón Ingimarsson,
Magnús Björnsson, Helga Friðriksdóttir,
Sindri Björnsson, Sif Svavarsdóttir,
Hlynur Björnsson Guðbjörg Klara Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
GUÐMUNDUR BJARNASON,
Háholti 26,
Akranesi,
sem lést laugardaginn 3. janúar sl., verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn
12. janúar kl. 14.00.
Guðlaug Birgisdóttir,
Þorsteinn G. Guðmundsson, Erla Þórisdóttir,
Guðfinna B. Guðmundsdóttir, Þorbjörn Steingrimsson,
Halldóra Traustadóttir, Friðþór Jakobsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
JÓNÝAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Svínárnesi
við Eyjafjörð.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalsteinn H. Friðfinnsson, Elsa F. Pétursdóttir,
Guðný Friðfinnsson,
Sveinn Friðfinnsson,
Kristín Friðfinnsdóttir,
Friðfinnur Friðfinnsson,
Selma Friðfinnsdóttir,
Níels Friðfinnsson,
Margrét D. Jónsdóttir,
Alfreð R. Magnússon,
Halla Elimarsdóttir,
Jón E. Snorrason,
Jakobína E. Thomsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs föður, stjúþ-
föður, tengdaföður, afa og langafa,
EYJÓLFS ELLERTS JÚLÍUSSONAR
frá Bolungarvík.
Sérstakar þakkir til starsfólks Hrafnistu
Hafnarfirði.
Guðmundur H. Eyjólfsson, Sigurrós Elíasdóttir,
Bjarni Aðalsteinsson, Guðrún H. Kristjánsdóttir,
Bryndís Fanney Guðmundsdóttir,
Guðlaug Bjarnadóttir,
Alda Bjarnadóttir,
Steinunn Kr. Bjarnadóttir,
Eyrún Jenný Bjarnadóttir
og barnabarnabörn.
Kæru vinir nær og fjær!
Innilegar þakkir tii ykkar allra fyrir hlýhug og
stuðning vegna fráfalls
SIGURGEIRS JÓHANNSSONAR,
Bakkakoti,
Meðallandi.
Guðrún Gísladóttir,
Steinar Sigurgeirsson, Jóhanna Margrét Árnadóttir,
Guðfinna Ólafsdóttir, Halldór Guðbjörnsson
og barnabörn.
LAUFEY
TRYGGVADÓTTIR
+ Laufey
Tryggvadóttir
var fædd að Meyjar-
hóli á Svalbarðs-
strönd við Eyjafjörð
5. apríl 1911. Hún
lést á Dvalarheimil-
inu Hlíð 28. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jóhanna Valdemars-
dóttir og Tryggvi
Kristjánsson.
Laufey giftist
1930 Skarphéðni Ás-
geirssyni frá Gauts-
stöðum á Svalbarðs-
strönd. Foreldrar hans voru Sig-
rún Jóhannsdóttir og Ásgeir
Stefánsson. Skarphéðinn lést í
september 1988.
Laufey og Skarp-
héðinn eignuðust
þijá syni, en þeir
eru: 1) Brynjar,
maki Guðlaug Her-
mannsdóttir, þau
eiga þijú börn og
fimm barnaböm. 2)
Birkir, maki María
Einarsdóttir, þau
eiga Qögiir börn og
þijú bamaböm. 3)
Kristján, maki
Marta Þórðardóttir,
þau eiga þijú börn
og eitt barnabam.
Utför Laufeyjar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Foringi er fallinn. Laufey
Tryggvadóttir hefur kvatt þetta
jarðsvið eftir 86 ára dvöl. Laufey
var mikil atorkukona. Því kynnt-
umst við félagar hennar í Náttúru-
lækningafélagi Akureyrar vel. At-
hygli vekja orð hennar er hún tek-
ur við formennsku í félaginu 1971.
„Eitthvað verðum við að láta að
okkur kveða.“ Og hún hófst þegar
handa. Störf hennar sem formaður
í 15 ár, og aðaldriffjöður ásamt
með samstilltu samstarfsfólki, af-
rekaði það ótrúlega: Byggingu
Kjamalundar.
Þessu mikla áhugamáli sínu
fómaði Laufey ómældum tíma og
lifði það að sjá þetta óskabam sitt
fullburða og taka til starfa, enda
þótt starfsvettvangur hússins sé
enn ekki nema að hluta kominn á
það starfssvið sem ætlað var og
Laufey vænti. Ekki má láta hjá líða
að nefna eiginmann Laufeyjar,
Skarphéðin Ásgeirsson, eða Skarp-
héðin í Amaro eins og hann jafnan
var nefndur, stórhuga athafna-
mann sem studdi og styrkti konu
sína og hennar hugsjónaverk á
margvíslegan hátt án þess að skráð
sé eða styrktaraðildar getið, sem
og syni þeirra hjóna, sem einnig
lögðust á sömu sveif.
Það er vissulega ijósgeisli í
minningunni að hafa fengið að
fylgjast með atburðarásinni, hinum
óslökkvandi áhuga Laufeyjar,
vissu hennar og trú, sem yfirvann
alla örðugleika og hindranir. hún
beislaði krafta og áhuga fjöldans,
sem þokaði þessu stórvirki jafnt og
þétt rétta braut, heilu í höfn. St-
arfsdagurinn var orðinn langur, og
nú er hvfldin góð. Við félagar henn-
ar þökkum samfylgdina og kveðj-
um hana með virðingu og ljúfum
huga, fyrir öll góðu athafnaárin,
þar sem hún stóð í fylkingarbrjósti,
bjartsýn og hvetjandi. Henni ber
sæmdarheitið móðir Kjarnalundar.
Kæra Laufey. Á þessum tíma-
mótum óskum við þér gleðilegs
nýárs og farsældar á nýjum lífs-
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útfór er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á föstudag. I miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir að
útfór hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
vettvangi ljóss og friðar. Fjölskyld-
um Laufeyjar sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Stjóm NLFA.
Ásdís Árnadóttir,
Stefán Jóhannesson,
Guðrún Lárusdóttir,
Vilhjálmur Árnason,
Jón Kristinsson.
Elsku amma. Við systkinin vilj-
um kveðja þig með þessum orðum
og þakka þér fyrir allar góðu sam-
verustundimar sem við áttum með
þér.
Það var alltaf svo gott að koma
til ykkar afa í Helgamagrastrætið.
Efst í huga okkar em laugardags-
morgnamir, þegar fjölskyldan
sameinaðist í eldhúsinu yfir nýbök-
uðum skonsum, kleinum og öðru
góðgæti, ræddi málin og borðaði á
sig gat. Þú tókst á móti okkur með
bros á vör, fersk eftir sundið sem
þú stundaðir á hverjum morgni og
tilbúin að stjana við okkur bama-
bömin.
Svo var það laufabrauðsgerðin í
byrjun desember. Við skámm út í
óendanlega margar kökur að okk-
ur fannst og fengum að launum
ljúffengan kvöldverð. Það var líka
gott að koma í litlu íbúðina þína á
Dvalarheimilinu þar sem þú bjóst
síðustu árin. Það geislaði af þér
heilbrigðið og hlýjan sem maður
fann svo sterkt í návist þinni. Við
söknum þín, elsku amma.
Kveðjur,
Hildur, Laufey,
Guðrún Margrét,
Skarphéðinn.
„Alltaf leggur bjarmann bjarta af
brautryðjandans helgu glóð.“
(Davíð St.)
Fyrir mikil og óeigingjöm störf í
þágu Náttúralækningafélags Akur-
eyrar vfljum við þakka þér, Laufey
mín. Að starfa með þér var góður
skóli, bjartsýni þín, áræði og dugur
hreif okkur með.
Laufey var formaður NLFA frá
1971-1986. Hún var áður búin að
vera um tíma í stjóminni og gaf
ómældan tíma, fundaraðstöðu og
fjármuni til félagsins. Aflaði því
fjölda félaga og skapaði því álit með
formennsku sinni og framgöngu.
Hún stóð sannarlega ekki ein, eig-
inmaður hennar, Skarphéðinn Ás-
geirsson, og öll fjölskyldan stóðu að
baki henni svo um munaði, svo og
góðir félagar og meðstjómendur.
En það gustaði um náttúmlækn-
ingastefnuna á þessum áram, og
það var enginn fríðarstóll að stýra
NLFA og ráðast í byggingu
Kjamalundar.
Starfsvettvangur Laufeyjar var
ekki bara að sinna náttúralækn-
ingastefnunni sem mest hún mátti.
Hún var mikil félagsmálakona og
mjög liðtæk í kvenfélaginu Hlíf, og
vann ótrauð að því, þegar þær
komu barnaheimilinu Pálmholti á
fót. Það hefur eflaust verið reynslu-
skóli sem kom henni að góðum not-
um í baráttunni fyrir Kjamalundi
löngu síðar. NLFA var stofnað á
Akureyri í ágúst 1944. Það beitti
sér fyrst og fremst fyrir hollráðum
með fæðuval. I dag má telja það til
tíðinda að félag áhugamanna keypti
kvöm til að mala kom árið 1952, og
það var stórvirki að koma þá á fót
smábrauðgerð og verslun með
korntegundir, baunir af ýmsu tagi
og hollefni, Kkt og í verslun NLFI í
Reykjavík. í þá daga fengust engin
gróf brauð.
í Heilsuvemd 2. hefti 1986 er
ágrip af sögu NLFA og Kjanalund-
ar tekið saman af Ama Bjamarsyni
bókaútgefanda, einum sterkasta
stofni NLFA. Ég ætla ekki að
rekja söguna hér, en get þess þó að
Laufey tók fyrstu skóflustunguna
að Kjarnalundi 7. ágúst 1979. Þetta
var henni mikill gleðidagur, þótt
framundan væri þrotlaus barátta.
Þessi netta og fíngerða kona átti al-
veg ótrúlegan vilja og kraft til að
láta hugsjónir rætast, hún hreif
samstarfsfólkið með sér, hún bað
en skipaði aldrei. Og það var eigin-
lega ekki hægt að neita því sem
Laufey bað menn að gera. Á þess-
um miklu vinnu- og baráttuárum
vora miklir eldhugai- í fararbroddi
og 40-60 manns sívinnandi í ýmsum
nefndum. Félagar vora um og yfir
300, en félagssvæðið var líka stórt,
allt norðurland. Fræg vora bingó
og hlutaveltur, Kjarnalundardagur-
inn og flóamarkaðurinn, sem lifir
enn. Þið sem ekki unnuð með Lauf-
eyju í félagsmálum hafið misst af
miklu. Forastufólk fær oft meiri
skammir en þakkir. Ég held samt
að fáir hafi lagt illt til Laufeyjar,
hún var grandvör og heilsteypt, var
hafin yfir flokkapólitík og talaði
ekki hvasst til andstæðinga, eins og
mörg móðirin hafði hún sitt fram
með góðu. Við í NLFA reyndum að
gleðja hana áttræða með því að
gera hana að heiðursfélaga NLFA,
en auðvitað var það okkur mest
gleði sem komum því í framkvæmd.
Nú vakir þú ekki lengur yfir
hverju okkar skrefi, oft vora sótt
ráð til þín, ráð sem dugðu.
Þú sem eldinn átt í hjarta
yljar lýsir, þótt þú deyir.
Vald þitt eykst og vonir skarta
verk þín tala, þótt þú þegir.
Alltaf sjá menn bjarmann bjarta
blika gegnum himins tjöld.
(DavíðSt.)
Áslaug Kristjánsdóttir.
Við minnumst elsku ömmu sem
nú er látin 86 ára að aldri.
Amma var alveg einstök kona og
naut hún mikillai- hylli allra.
Við munum þegar fjölskyldurnar
hittust heima hjá afa og ömmu í
Helgamagrastræti á laugardags-
morgnum. Afi lá oftast í sófanum
sínum inni í stofu en amma sauð
gijónagraut handa öllum. Við
krakkarnir lékum okkur og brölluð-
um niðri í kjallara á meðan full-
orðna fólkið spjallaði saman uppi.
Alltaf fannst okkur það upphaf
jólanna þegar við komum öll saman
hjá ömmu og afa við laufabrauðs-
gerð. Þá var glatt á hjalla, sagðar
skemmtilegar sögur og hlustað á
jólalög. Allt hefur sinn líftíma og
þegar amma og afi fluttu á Dvalar-
heimilið Hlíð þá lagðist þessi siður
af. Við héldum samt áfram að hitt-
ast yfir kaffibolla á laugardags-
morgnum.
Alltaf var jafn gott að koma til
ömmu, hún sagði okkur sögur frá
því sem gerðist í gamla daga.
Fannst okkur alltaf ákveðinn
sjarmi yfir gamla tímanum og
hlustuðum við því með mikilli
ánægju á hana og spurðum mikið.
Eftir að amma flutti á Dvalar-
heimilið Hlíð tók hún aftur til við
hannyrðir og saumaði hún út
hverja myndina á fætur annarri,
sem nú prýða heimili bamabarn-
anna.
Við gætum endalaust rifjað upp
minningabrot um elsku ömmu okk-
ar sem nú mun hvfla við hlið afa.
Blessuð sé minning elsku ömmu.
Jóhanna, Þórdís
Björg og Kristín.