Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 49 MINNINGAR HANS KR. EYJÓLFSSON SIGURUNN KONRÁÐSDÓTTIR + Hans Kr. Eyjólfsson fæddist í Bjarneyjum á Breiðafirði 15. okt. 1904. Hann lést á Droplaug- arstöðum 15. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. janúar. Fallinn er í valinn öðlingurinn og sjarmörinn Hans Kr. Eyjólfsson, fyiTum bakarameistari, síðar mót- tökustjóri í Stjórnarráði. Hans fæddist í Bjameyjum á Breiðafirði 15. október 1904 og vom foreldrar hans Guðrún Hansdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson, sem þar bjuggu. Eyjamar eru elsta veiðistöð sem um getur í sögu íslands. Hálfs árs gamall var hann tekinn í fóstur af Margréti Magnúsdóttur og Sigurvini Hanssyni, sem var skipstjóri á ísafirði. Hjá fósturfor- eldmm sínum dvaldist hann svo til 4 ára aldurs, en þá fluttist fóstra hans til Reykjavíkur til dóttur sinnar Steinunnar Sigurðardóttur, sem gift var Sveini Hjartarsyni bakara- meistara við Bræðraborgarstíg. Par ólst Hans upp með fósturbörnum þeirra hjóna. Hans minntist jafnan þessara ára með mikilli hlýju og ástar á þessu öndvegisfólki. Þrettán ára hóf hann störf í bak- aríi Sveins og nam þar bakaraiðn. Að loknu námi í Iðnskóla Reykja- víkur fór hann til frekara náms og dvaldist hann í Kaupmannahöfn í 3 ár hjá viðurkenndu brauðgerðar- húsi, sem var í eigu Aage Hansen, sem einnig var aðalkennari við iðn- skólann þar. Námið sóttist vel og hann brautskráðist úr skólanum með háa einkunn og 1. verðlaun, sem vora forláta silfurbikar áletrað- ur. Að námi loknu kom hann svo aftur til starfa í bakaríi Sveins. Þeg- ar Hans minntist Vesturbæjarins glaðnaði jafnan yfir honum og duld- ist engum, hve mjög hann unni því afbragðsfólki, sem hann átti samleið með þar. Eftir að Sveinn lést tók Hans við stjórn á bakaríinu. Að löngum og farsælum vinnudegi loknum við brauðgerð tókst honum að „auka degi í æviþátt“ og hóf þá starf sem móttökustjóri í Stjómarráðshúsinu og vann þar til ársins 1990. Enda þótt Hans gjörbreytti nú um hlut- verk var eins og hann væri fæddur í þetta starf. Eðlislæg og áunnin kurteisi, ljúflyndi og elegans voru aðalsmerki þessa dáðadrengs og fá- dæma skyldurækni. Er mér full- kunnugt um að þetta er samdóma álit húsbænda og samstarfsfólks og + Vilhelmína Ragnheiður Björnsdóttir fæddist á Þor- bergsstöðum í Dölum 26. septem- ber 1916. Hún lést á Borgarspítal- anum 24. desember síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 7. janúar. í ljóma jólanna hvarf á braut úr þessum heimi æskuvinkona mín Ragnheiður Björnsdóttir, Garðavegi 25, Garði. Einar af mínum ljúfustu minningum æskuái-anna eru bundn- ar við fólkið, sem bjó í Skógsmúla í Miðdölum, síðar á Þorbergsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Óðum fækkar í hópnum, sem átti gleðiríka daga í bamaskólanum í Skógsmúla á árun- um 1931-35, nú síðast Ragnheiður Bjömsdóttir, eða Ragna, eins og hún var kölluð. Hugurinn leitar í Skógs- múlann, bamaskólinn var haldinn á heimilum foreldi-a barnanna, sem skólaskyld voru hverju sinni, tvær vikur í senn yfir veturinn. Ábúendur í Skógsmúla á þessum tíma voru hjónin Hólmfríður Bene- diktsdóttir og Björn Magnússon ásamt börnum sínum. Allur heimils- bragur var í föstum skorðum menn- hinna fjölmörgu, sem erindi áttu í Stjórnarráðið. Hann setti einnig mildan svip á umhverfið. Leyfi ég mér í því sam- bandi að vitna til lýsingar Vigdísar Bjarnadóttur úr afmælisgrein hennar um Hans níræðan: „Margir era þeir, sem leið hafa átt um miðbæinn, sem kannast við þennan virðulega, hvíthærða full- orðna mann, sem stóð löngum á tröppum Stjómarráðshússins og naut þess að púa stóran vindil. Hann átti það einnig til að standa á stétt- inni fyrir framan húsið og gefa dúf- unum. Þær biðu á Útvegsbankahús- inu og vöktuðu dymar á Stjórnar- ráðshúsinu og hreyfðu sig ekki nema Hansi kæmi út á tröppurnar með poka í höndum, þá flaug skarinn yfir Lækjartorgið. Gamli maðurinn hafði lúmskt gaman af þessu og alltaf átti hann brauðmola handa þessum fiðr- uðu vinkonum sínum. Þær hurfu þegar Hansi hætti að vinna, en áttu það til að mæta á stéttina, ef hann var gestkomandi í húsinu.“ Aldrei hindraði þessi utandyra- vinna Hans í því að sinna skyldum sínum innan húss. Hans tók virkan þátt í félagsstarfi iðngreinar sinnar og sem félagi í Oddfellowreglunni reyndist hann sem annars staðar holjur félagi. Á vordögum 1930 gengu þau Hans og Ólöf Jónsdóttir frá ísafirði í hjónaband, sem reyndist hið far- sælasta þeim og niðjum þeirra. Við Kristín sendum öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og kveðj- um vin okkar með táram og biðjum honum Guðs blessunar á lífsins láði. Guðmundur Benediktsson. Sú dýrðarheimspeki, siðfræði og uppeldisstefna Einars Benedikts- sonar, að bros geti dimmu í dagsljós breytt, var í rauninni staðfest í Hansa. Eftir hálfrar aldar starf við bakstur hóf hann að vísa inn til Bjarna Benediktssonar í forsætis- ráðuneytinu. Settist þar í stól Sveinbjarnar vinar míns, sem alltaf bjó yfir einum góðum fyrir mig, enda hafði unnið til verðlauna með föður mínum fyrir Ungmennafélag Stafholtstungna við sund í Norðurá. í þessu starfi geta viðmælendur verið svo þrúgaðir, að þeir rétt geta komið því út á milli samanbitinna tannanna, hvort möguleiki sé á við- tali. Aðrir viðmælendur eru svo blaðskellandi, að yfirvaldinu veitir ekki af brosi frá trúnaðarmannin- um, við að kynna ósköpin. ingarheimilis, þar leið öllum vel í umsjón húsbændanna og kennar- ans. Á kvöldin var spilað, teflt, leik- þættir sýndir, dansæfingar með ljúfum tónum frá grammófóninum. Allir heimilismenn tóku þátt í þess- um gleðistundum. Hólmfríður og Bjöm létu ekki sitt eftir liggja að gera dvölina í Skógsmúla ánægju- lega. í þessu umhverfí ólust upp börn Hólmfríðar og Björns, allt mesta manndómsfólk. Við Ragna sváfum í sama rámi, sem var við glugga er sneri að ánni, þar sem Gljúfrabúinn kvað við raust í ógn- vekjandi hamrasal árinnar. Enn get ég kallað fram óm í eyra frá fossniðnum. Eins og ég hef áður sagt frá, vora leiksýningar undir- búnar og æfðar í Skógsmúla, Björn faðir Rögnu var driffjöður leiklist- arstarfseminnar á þessum tíma í Laxárdalnum. Eg minnist sérstak- Áður en yfir lauk urðu forsætis- ráðherramii' með Hansa margir og höfðu sumir þessara æðstu manna okkar orð á því að líklega væri Hans þeirra hæfileikaríkastur í starfi. Forseti Islands var líka í húsinu og erindi Hansa fyrir þjóð og fóst- urjörð voru legíó. Þegar mest gekk á, þá lá best á Hansa. Sveif eins og heimsmeistari í tangó upp og niður stigann, útá stétt og allir fengu kon- unglega þjónustu. En af meðfæddri hagsýni notaði hann alltaf teppið á stiganum uppá loft til þess aðeins að auka gljáan á skónum, sem auðvitað enginn tók eftir. I einstaklega skemmtilegum ára- mótaveislum Steingríms Her- mannssonar heima í Arnarnesinu fyrir fólkið í Húsinu var Hansi alltaf í stjörnuhlutverki. Leiddi þá jafnan söng í danski-i nýrómantík frá námsárunum í Kaupmannahöfn: „Det var pá Fredriksberg" og „Kan du lave kager“. Allir tóku undir, gestir og húsráðendur, en sjálfur forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, sló taktinn. Þvílík virðing, þvílík sæmd og þvílíkur gleðigjafi, sem hann Hans var. Hans Kristinn var Breiðfirðingur, en var hálfs árs gamall tekinn í fóst- ur vestur til ísafjarðar. Flutti samt ungur með fóstra sinni til Reykja- víkur. Kona hans Ólöf Jónsdóttir eða Lóa, eins og hún var alltaf köll- uð, var ísfirðingur. Eftirminnileg era þau saman frá Stjómarráðsböll- unum og öllum veislunum, sem Húsfólkinu var boðið í. Glerfín, hrókar alls fagnaðar og lá reyndar alltaf svo vel á þeim að framlengja þurfti gleðina iðulega, þar sem þau neituðu að hætta að skemmta sér, þótt nálgast tækju níræðisaldurinn. í viðræðum við Hans og Lóu var þó greinilegt að bömin og barna- börnin voru augasteinarnir. Við þau voru vonirnar bundnar og brast ekki á viðkvæmni. Yndislegt var líka að sjá hversu góð börnin vora við foreldra sína og glaður vinkaði Hansi útum bílgluggann, þegar ein- hver í fjölskyldunni var að skutla honum um borgina. Að leiðarlokum þakka ég alla gleðina, ástúðina og umhyggjuna. Eg þakka líka endalausa atburði, sem urðu kveikja gleðilegra frá- sagna og hamingjustunda í því musteri stjórnsýslunnar, þar sem alvöran og áhyggjurnar skola stöðugt að, ljósið inní dimmuna. Ég votta börnum og barnabörnum, ætt- ingjum og vinum öllum mína dýpstu samúð. Hans og Lóa vora meðal bestu gjafa sem lífið veitir. Með bljúgum huga er enn þakkað fyrir geislandi minningu um einstaka öðlinga. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. lega einnar sýningar sem Björn stóð fyrir og haldin var í Brautar- holti í Haukadal. Ragna var þar að- alleikkonan, ég sé hana íyrir mér í grænum silkikjól eins og gyðju á að líta, en Ragna var þegar hún var í blóma lífs, með fegurstu konum. Það yljar manni um hjartarætur að rifja upp samskipti við Skógs- múlafólkið, þótt söknuður fylgi hverju og einu þegar þessi heimur er kvaddur, það era ekki leiðarlok, heldur kaflaskipti. Ekki vissi ég að Ragna væri svona langt komin með ævibrautina þegar ég var að hugsa til hennar á jóladaginn og dagana þar á undan. Það var eitt atriði frá Skógsmúlaár- um okkar sem ég ætlaði að endur- taka með Rögnu. Það bíður bara betri tíma, hver veit. Það er bjart yfir þessum endur- minningum mínum frá þessu ævi- skeiði. Ragna er kært kvödd með hjartans þökk. Ég flyt öllum afkom- endum hennar, eiginmanni og systkinum samúðarkveðjur og blessunaróskir um ókomin ár. Vigdís Einarsdéttir. + Sigurunn Konráðsdóttir var fædd á Kurfi undir Brekku á Skagaströnd hinn 22. ágúst 1917. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 18. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnar- íjarðarkirkju 2. janúar. Kær vinkona mín, Sigurunn Kon- ráðsdóttir (Nunna), er látin. Það er nokkuð sem við getum alltaf átt von á, að áttræð og sjúk manneskja kveðji þetta líf, en samt er eins og við viljum alltaf halda sem lengst í þá sem eru okkur kærir, jafnvel þótt við vitum að þeir þrái sjálfir hvfldina og að hún sé þeim íyrir bestu. Það er eins og við eigum aíltaf eitthvað ógert eða ósagt við hinn látan vin. Ég ætla ekki að tíunda hér æviferil Nunnu, ég veit að það munu þeir gera, sem era fróðari en ég. Nunna fæddist og ólst upp á Skagaströnd, en bjó í Hafnarfirði og þar kynnt- umst við fyrst í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar, þar sem hún var alla tíð virkur félagi, enda skáld gott eins og ljóðabók hennar, sem kom út fyrir tveimur árum sannar svo eftirminni- lega. í ljóðum Nunnu kemur vel fram lífssýn hennar, hlýja, bjartsýni og ást til alls sem lifir, ekki síst ást hennar á landinu okkar og náttúrunni og um- fram allt á sveitinni hennar og öllu sem húnvetnskt var. Hún var fyst og fremst náttúrubam þótt örlög henn- ar yrðu að búa á mölinni. Ævin henn- ar Nunnu var enginn dans á rósum, en hún tók lífinu eins og það var. Hún eignaðist marga efnilega afkom- endur og það var hennar hamingja þótt hún eignaðist ekki auð í garði. Með þessum fáu línum langar mig að þakka Nunnu alla vináttuna, hjálpina og styrkinn sem hún veitti mér, þegar mest lá við. Þakka henni hreinskilni hennar er hún yfirfór ljóð mín, slík hreinskilni ér mikils virði, ef hún er tekin til greina og nýtt á réttan hátt. Við Nunna voram ná- grannar um árabil og hittumst nær daglega. Við fórum með ljóðin okkar hvor fyrir aðra og þótt vík yrði seinna milli vina og færra um fundi, þá hringdum við ennþá hvor í aðra til að lofa hinni að heyra, ef við höfðum ort eitthvað sem við töldum einhvers virði og til að fá umsögn um ljóðið. Mig langar að kveðja Nunnu með litlu ljóði að skilnaði. í>ú áttir þessa auðlegð, sem er svo fáum gefin, að geta miðlað gleði og grætt þau kuldasár, er innst í eigin sálu æðimargurhefir. Já, þú gast þerrað tár. í þessu litla ljóði leynist þökkin mín, Eg bið að guð minn góði græði sárin þín. Ég bið Guð að styrkja bömin hennar, barnaböm, tengdaböm og aðra henni nákomna sem eiga um sárt að binda. Ég veit að þau eiga fjársjóð minninga um sína góðu móður. Fari hún í friði. Ragna S. Gunnarsdóttir. Mig langar til að minnast í fáein- um orðum Nunnu systur, eins og við kölluðum hana í daglegu tali. Hún var elst af okkur fimm systrunum og alltaf að hjálpa okkur á allan hátt. Traustari og betri vin getur enginn eignast. Hún fór ung að heiman bæði til Reykjavíkur í vist og eins í kaupa- vinnu á sumrin, en kom heim á vorin. Alltaf hlakkaði ég til vorsins, þá kæmi Nunna systir, hún var eins og vorboðinn í huga mínum. Eftir að hún gifti sig var ekki minni eftir- væntingin, þá kom hún með börnin norður en þar sem ég er sjö árum eldri en dóttir hennar var það kær- kominn fengur að fá leikfélaga. Það voru margii' sem sóttu fróðleik til hennar þar sem hún var vel greincT og víðlesin. Mikið var gaman að hlusta á hana fara með mörg sinna fógru ljóða. Hún var vel hagmælt og virkur félagi í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar, þar sem hún flutti skemmtiefni og ljóð. Hún átti marga og góða vini sem minnast hennar klökkum huga, enda hafði hún alltaf tíma til að hlúa að vinum sínum og greiða úr þeirra vanda. Hún kom oft til að létta undir með öldraðum for- eldrum sínum og var yfir þeim báð- um þegar þeir kvöddu þetta ævþ skeið. Nú þegar hún er komin tfl ást- vina sinna veit ég að henni verður vel fagnað, heimkoman hefur verið góð. Áfkomendum hennar votta ég mína innilegustu samúð og bið guð að styrkja þá í sorg sinni. Er hnígur sól í sjávardjúp sveipa bárur geisla hjúp vefur húmið heiðalönd höfgi er yfir Skagaströnd. Pú bjóst í bjartri bemskusveit með blíðum vinum sóttir leik skáldagyðjan glöð þá var það gladdi okkur systumar. Með klökkum huga kveðjum nú kæra systur í ást og trú , sofðu í faðmi frelsarans friðsæl hvíldu í örmum hans. María G. Konráðsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför HELGA KRISTJÁNS VIGFÚSSONAR, Höfðabrekku 10, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík og deildar 11E á Land- spítalanum. Unnur Jónsdóttir, Jónas Reynir Helgason, Nanna Þórhallsdóttir, Bjarki Jónasson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Gerðavegi 25, Garði. Guð blessi ykkur öll. Hildir Guðmundsson, Hólmfríður Birna Hildisdóttir, Gunnar Gunniaugsson, Guðmundur Ingi Hildisson, Dagný Hildisdóttir, Amór Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. RAGNHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.