Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 09.01.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 53 HÓPURINN Spritz var sigurvegari í Frístæl ‘97. Morgunblaðið/SHP ÞÁTTTAKENDUR í jólahelgiieiknum fyrir altari kirkjunnar. Fyrir framan grátur eru vitringarnir frá Austurlöndum. Sitthvorum megin við altarið eru englar og hjarðsveinar. Fyrir framan altarið María og Jósef með Jesúbarnið. Aftast í kór til hægri sr. Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur, ásamt messuþjóni. St. Jósefskirkja á Jófríðarstöðum Barnastarf í blóma Námskeið um sjálfs- mat NÁMSKEIÐ í innskyggni, sjálfs- matslíkani Gæðastjómunarfélags Islands verður haldið 15.-16. janú- 1 ar í þingsal c, Hótel Sögu. Þau fyr- irtæki sem beita sjálfsmati eru I m.a. að styrkja samkeppnisstöðu sína með því að fara á gagnrýninn hátt yfir alla helstu þætti í starf- semi fyrirtækisins, segir í fréttatil- kynningu frá Gæðastjórnunarfé- lagi íslands. „Megintilgangur sjálfsmats er að meta stöðu fyrirtækisins út frá nýtingu kerfa, trúfestu stjórnenda og þátttöku allra starfsmanna, að varpa Ijósi á forgangsatriði í um- bótastarfi, að fylgjast með framför- I um og árangri fyrirtækisins og að- stocía við stefnumörkun. A námskeiðinu verður lögð áhersla á sjálfsmatslíkanið og notkun þess við mat á starfsemi og stöðu fyrirtækja. Fjallað verður um ávinning af notkun innskyggn- is, mismunandi aðferðir við fram- kvæmd sjálfsmats og hlutverk i sjálfsmats í daglegri starfsemi fyr- irtækja. Þátttakendur þurfa að vinna heimaverkefni. • Sjálfsmatslíkön hafa yfirleitt verið þróuð sem grundvöllur ein- kunnagjafar fyrir gæðaverðlaun og svo er einnig með innskyggni. Is- lensku gæðaverðlaunin vora veitt í fyrsta sinn þann 13. nóvember sl. og þau hlaut Plastprent hf.,“ segir ennfremur. ( Málþing um fæðubótarefni náttúrulækningafélag Reykjavíkur efnir til málþings um fæðubótarefni í víðum skilningi og er yfirskriftin „Fæðubótarefni. Gagnleg eða einskis virði?“ Mál- þingið er haldið í Ráðstefnusal j Hótels Loftleiða þriðjudaginn 20. janúar nk. kl. 20. Frummælendur eru Ingibjörg I Sigfúsdóttir, félagi í Heilsuhringn- um, Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor, Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur og Kolbrún Bjömsdóttir grasalæknir. Fram- mælendur taka þátt í pallborðsum- ræðum ásamt Guðrúnu Eyjólfs- dóttur frá Lyfjaeftirliti Ríkisins, Magnúsi Jóhannssyni prófessor í < fyfjafræði og Erni Svavarssyni í Heilsuhúsinu. M.a verður fjallað um hvort upp- lýsingar um fæðubótarefni séu að- gengilegar, hvort fjölbreytt fæði fullnægi næringarþörf okkar, og hvort neysla ýmissa fæðubótarefna geti reynst hættuleg. NLFR hvet- ur almenning til að fjölmenna á þetta málþing. ---------------- I Ráðstefna um skuldir og fjármál FRELSIÐ, kristileg miðstöð, býð- ur til ráðstefnu undir yfirskriftinni: Segjum skuldum stríð á hendur og fjallar hún m.a. um meðhöndlun fjármála. Ráðstefnan fer fram * 9.-11. janúar í Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 20 öll kvöldin. I I fréttatilkynningu segir að á ráðstefnunni læri fólk að horfast í augu við fortíðarvanda, finna leið- ina að fyrirgefningu og sjá nýjan farveg fyrir fjármál sín. -------♦-»»----- ■ AUSTFIRÐINGAFÉLAG Suður- nesja heldur sitt árlega þorrablót í Stapa laugardaginn 17. janúar. Borðhald hefst kl. 19.30. Stuð- bandið frá Borgarnesi leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu. Keppt í frjálsum dönsum UNDIRBÚNINGUR fyrir íslands- meistarakeppnina í frjálsum döns- um er hafínn. Þetta er í 17. skipti sem keppnin er haldin og er það félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR sem standa að henni. Keppnin verður með svipuðu sniði og und- anfarin ár og er öllum unglingum á aldrinum 13-17 ára eða fædd 1981-1984 heimilt að taka þátt. Keppt verður í tveimur flokk- um, einstaklings- og hópdansi. Undankeppni mun fara fram víðs- vegar um landið eða á níu stöðum alls. Undankeppnin fyrir höfuð- borgarsvæðið verður haldin 13. febrúar nk. í Tónabæ. Skráning er þegar hafin. Úrslitakeppnin fyrir allt landið verður síðan fóstudaginn 20. febr- úar í Tónabæ. Kynnir verður Magnús Scheving. Keppni í frjálsum dönsum fyrir 10-12 ára eða fædd 1985-1987 verður síðan hinn 28. febrúar. Kynnir þar verður einnig Magnús Scheving. Engin undankeppni er fyrir 10-12 ára. Skráning fyrir alla aldurshópa fer fram í Tónabæ. ------»-»»------- ■ JÓGAKENNARI á vegum An- anda Marga samtakanna heldur kynningarfyrirlestur um Tantra Jóga. Tantra er heilsteypt og al- hliða æfingakerfi þar eð þessi ævafornu dulvísindi innihalda flest- ar greinar jóga, segir í fréttatil- kynningu. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra- viskunnai’ og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska. Tíunduð verða andleg markmið Tantra Jóga og hugleiðslu til vitundarvakningar fyrir bættu umhverfi og betri heimi. Kynningin fer fram laugardaginn 10. janúar kl. 20.30 í miðstöð An- anda Marga, Lindargötu 14, Reykjavík, án endurgjalds. ------»»»------- ■ FÉLAG háskólakennara, Félag prófessora við HÍ og Hollvinasam- tök HÍ hafa tekið höndum saman um að halda Háskólaball laugar- daginn 17. janúar nk. Þarna gefst starfsmönnum Háskólans og velunnuram hans einstakt tækifæri til að skemmta sér saman, endur- nýja gömul kynni og stofna til nýrra, segir í fréttatilkynningu. Dansleikurinn verður í Súlnasal Hótels Sögu. Veizlustjóri verður Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðing- ur og hátíðarræðu flytur Jakob Jak- obsson fiskifræðingur. Auk þess skemmta Háskólakórinn og Skari skrípó. Allir hollvinir Háskólans eru velkomnir meðan enn fást miðar á skrifstofunni í Stúdentaheimilinu. HÓPUR barna sem eru í kverkennslu, ýmist fyrir altaris- göngu eða fermingu, fluttu sunnu- daginn 4. janúar jólaleikrit í St. Jós- efskirkju á Jófríðarstöðum í Hafn- arfirði. Að lokinni barnamessu í kirkj- unni kl. 14 var flutt sýning leikgerð- ar um fæðingu Jesú, með sálma- söng og lesnum textum úr jólaguð- spjallinu, í kór kirkjunnar. Tók vel á annan tug barna þátt í því og flutti veridð fyrir troðfullri kirkju. Var flutningi barnanna vel fagnað. Þeg- ar svo börnin ásamt presti og messuþjóni höfðu gengið í skrúð- göngu úr kirkjunni, yfir í safnaðar- heimilið, var þar fluttur af þessum sömu börnum, nú nokkrum fleiri, TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur samið til tveggja ára við sjö fyrirtæki um kaup á spelkum og gervilimum og auk þess gert samn- inga um viðurkenningu fjögurra fyr- irtækja til sölu og smíði á bæklunar- skóm fyrir skjólstæðinga stofnunar- innar. Kaupin voru boðin út hjá Rík- iskaupum í október sl. Innkaup Tryggingastofnunar á þeim vörulið- um sem boðnir voru út hafa árlega numið 170-200 milljónum króna undanfarin ár. Tilboð bárast frá átta fyrirtækj- um í spelkur og gervilimi og hafa verið gerðir samningar til tveggja ára frá 1. janúar 1998 við eftirtalin fyrirtæki: Gigtlækningastöð Gigtar- félags íslands, Iðjuþjálfun endur- hæfingardeildar Landspítalans, leikþáttur um Mjallhvít og dverg- ana sjö. Var þeim flutningi bam- anna einnig mjög vel tekið. Barnastarf í sókn heilags Jósefs í Hafnarfirði er sífellt að aukast. Sóknarpresturinn sr. Hjalti Þor- kelsson og systir af reglu heilags Frans af Assísi sjá um kverkennsl- una en Torfhildur Steingrímsdóttir sinnti þessum þætti með dyggilegri aðstoð foreldra bamanna. Kaþólski söfnuðurinn sem til- heyrir kirkjunni á Jófríðarstöðum nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ. Þá er einnig kapella heilagrar Bar- böru í Keflavík sem heyrir undir þessa sókn og þjónar safnaðarmeð- limum á Suðurnesjum. Iðjuþjálfun Sjúkrahúss Reykjavík- ur, Orthos Orthopedi Tækni, Stoð hf. stoðstækjasmíði, Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf. og Össur hf. í samningunum er kaupum á spelkum og gervilimum skipt niður á mismunandi fyrirtæki að tiltekn- um hluta eða eftir tegundum. ítar- legar upplýsingai' þar að lútandi verða sendar því heilbrigðisstarfs- fólki sem vísar á kaup þessara stoð- tækja. Samið hefur verið um alhliða viðgerðarþjónustu á spelkum og gervilimum við fögur af þessum fyr- irtækjum. Þá hefur Tryggingastofnun gert samninga til a.m.k. tveggja ára við eftirfarandi fjögur fyrirtæki um sölu og smíði á bæklunarskóm: Orthos Orthopedi Tækni, Skóstofuna ehf., Stelpurokk íHlaðvarp- - anum ÚTGÁFUTÓNLEIKAR geisla- disksins Stelpurokks verða í Hlað- varpanum laugardaginn 10. janúar kl.21.30. í fréttatilkynningu segir að 20 lög með íslenskri kvennatónlist séu á disknum og sé áhersla lögð á kvennahljómsveitir. Á disknum séu lög með Grýlum, Dúkkulísum, Hljómsveit Jarþrúðar, Kolrössu krókríðandi, Á túr og Ótukt sem syngur lögin Ég á mig sjálf og Áfram stelpur! í nýjum útsetning- um Að auki séu tíu lög með söng- konunum Hallbjörgu Bjamadótt- ur, Ellý Vilhjálms, Lísu Pálsdóttur, Bergþóru Árnadóttur, Björk, Möggu Stínu, Ellý í Q4U, Andreu Gylfadóttur, Kristínu Eysteins- dóttur og Heiðu í Unun. Ljóðskáld- ið Didda les ljóð við tónlist. Andrea Jónsdóttir hafði umsjón með vali laga á diskinn. Útgefandi er tímaritið Vera og Japis sér um dreifingu. Á tónleikunum í Hlaðvarpanum koma fimm kvennahljómsveitir fram, þ.e. Dúkkulísur, Hljómsveit # Jarþrúðar, Kolrassa, Ótukt og Á túr. -----♦“♦»----- Miðsvetrar- skemmtun Kína- klúbbs Unnar MIÐSVETRARSKEMMTUN Kínaklúbbs Unnar verður haldin á veitingahúsinu Sjanghæ, Lauga- vegi 28, sunnudaginn 11. janúar kl. ' 19. Happdrætti og spumingakeppni verður til skemmtunar og kínversk máltíð borin fram. Unnur Guðjóns- dóttir mun einnig segja frá næstu hópferð klúbbsins til Kína sem far- in verður í maí og sýna litskyggnur úr fyrri Kínaferðum. Borðapantan- ir era hjá Sjanghæ. -----♦_»“♦---- LEIÐRÉTT Röng heimild í TÖFLU í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær yfir ávöxtun hluta- ' bréfa á síðasta ári var rangt farið með heimild. Hið rétta er að Kaup- þing hf. tók töfluna saman. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum um leið og leiðréttingu er komið á framfæri. Höfundarnafn í minningargrein um Jónas Ólafsson í blaðinu 6. janúar síðast- liðinn birtist ljóð án höfundamafns. Höfundur ljóðsins er Magnús Hagalínsson. Stoð hf. stoðtækjasmíði og Stoð- tækni Gísli Ferdinandsson ehf. Sú bi'eyting verður að frá og með 1. janúar 1998 veitir Trygginga- stofnun styrki til kaupa á bæklunar- skóm eingöngu í formi fastákveðinn- ar krónutölu. Þannig getur sá sem hefur fengið samþykktan styrk til kaupa á slíkum skóm sjálfur valið við hvert fyrrnefndra fjögurra fyrir- tækja hann kýs að skipta. Ef keyptir era dýrari skór en nemur fjárhæð styrksins greiðir kaupandinn mis- muninn, segir í fréttatilkynningu. Frá og með 1. janúar 1998 tekur Tryggingastofnun ríkisins einungis þátt í kostnaði við spelkur, gervilimi og bæklunarskó sem fengnir eru hjá viðkomandi samningsbundnu fyrir- tæki. Tryggingastofnun ríkisins semur um kaup á stoðtækjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.