Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 53 HÓPURINN Spritz var sigurvegari í Frístæl ‘97. Morgunblaðið/SHP ÞÁTTTAKENDUR í jólahelgiieiknum fyrir altari kirkjunnar. Fyrir framan grátur eru vitringarnir frá Austurlöndum. Sitthvorum megin við altarið eru englar og hjarðsveinar. Fyrir framan altarið María og Jósef með Jesúbarnið. Aftast í kór til hægri sr. Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur, ásamt messuþjóni. St. Jósefskirkja á Jófríðarstöðum Barnastarf í blóma Námskeið um sjálfs- mat NÁMSKEIÐ í innskyggni, sjálfs- matslíkani Gæðastjómunarfélags Islands verður haldið 15.-16. janú- 1 ar í þingsal c, Hótel Sögu. Þau fyr- irtæki sem beita sjálfsmati eru I m.a. að styrkja samkeppnisstöðu sína með því að fara á gagnrýninn hátt yfir alla helstu þætti í starf- semi fyrirtækisins, segir í fréttatil- kynningu frá Gæðastjórnunarfé- lagi íslands. „Megintilgangur sjálfsmats er að meta stöðu fyrirtækisins út frá nýtingu kerfa, trúfestu stjórnenda og þátttöku allra starfsmanna, að varpa Ijósi á forgangsatriði í um- bótastarfi, að fylgjast með framför- I um og árangri fyrirtækisins og að- stocía við stefnumörkun. A námskeiðinu verður lögð áhersla á sjálfsmatslíkanið og notkun þess við mat á starfsemi og stöðu fyrirtækja. Fjallað verður um ávinning af notkun innskyggn- is, mismunandi aðferðir við fram- kvæmd sjálfsmats og hlutverk i sjálfsmats í daglegri starfsemi fyr- irtækja. Þátttakendur þurfa að vinna heimaverkefni. • Sjálfsmatslíkön hafa yfirleitt verið þróuð sem grundvöllur ein- kunnagjafar fyrir gæðaverðlaun og svo er einnig með innskyggni. Is- lensku gæðaverðlaunin vora veitt í fyrsta sinn þann 13. nóvember sl. og þau hlaut Plastprent hf.,“ segir ennfremur. ( Málþing um fæðubótarefni náttúrulækningafélag Reykjavíkur efnir til málþings um fæðubótarefni í víðum skilningi og er yfirskriftin „Fæðubótarefni. Gagnleg eða einskis virði?“ Mál- þingið er haldið í Ráðstefnusal j Hótels Loftleiða þriðjudaginn 20. janúar nk. kl. 20. Frummælendur eru Ingibjörg I Sigfúsdóttir, félagi í Heilsuhringn- um, Sigmundur Guðbjarnason pró- fessor, Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur og Kolbrún Bjömsdóttir grasalæknir. Fram- mælendur taka þátt í pallborðsum- ræðum ásamt Guðrúnu Eyjólfs- dóttur frá Lyfjaeftirliti Ríkisins, Magnúsi Jóhannssyni prófessor í < fyfjafræði og Erni Svavarssyni í Heilsuhúsinu. M.a verður fjallað um hvort upp- lýsingar um fæðubótarefni séu að- gengilegar, hvort fjölbreytt fæði fullnægi næringarþörf okkar, og hvort neysla ýmissa fæðubótarefna geti reynst hættuleg. NLFR hvet- ur almenning til að fjölmenna á þetta málþing. ---------------- I Ráðstefna um skuldir og fjármál FRELSIÐ, kristileg miðstöð, býð- ur til ráðstefnu undir yfirskriftinni: Segjum skuldum stríð á hendur og fjallar hún m.a. um meðhöndlun fjármála. Ráðstefnan fer fram * 9.-11. janúar í Fíladelfíu, Hátúni 2, kl. 20 öll kvöldin. I I fréttatilkynningu segir að á ráðstefnunni læri fólk að horfast í augu við fortíðarvanda, finna leið- ina að fyrirgefningu og sjá nýjan farveg fyrir fjármál sín. -------♦-»»----- ■ AUSTFIRÐINGAFÉLAG Suður- nesja heldur sitt árlega þorrablót í Stapa laugardaginn 17. janúar. Borðhald hefst kl. 19.30. Stuð- bandið frá Borgarnesi leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu. Keppt í frjálsum dönsum UNDIRBÚNINGUR fyrir íslands- meistarakeppnina í frjálsum döns- um er hafínn. Þetta er í 17. skipti sem keppnin er haldin og er það félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR sem standa að henni. Keppnin verður með svipuðu sniði og und- anfarin ár og er öllum unglingum á aldrinum 13-17 ára eða fædd 1981-1984 heimilt að taka þátt. Keppt verður í tveimur flokk- um, einstaklings- og hópdansi. Undankeppni mun fara fram víðs- vegar um landið eða á níu stöðum alls. Undankeppnin fyrir höfuð- borgarsvæðið verður haldin 13. febrúar nk. í Tónabæ. Skráning er þegar hafin. Úrslitakeppnin fyrir allt landið verður síðan fóstudaginn 20. febr- úar í Tónabæ. Kynnir verður Magnús Scheving. Keppni í frjálsum dönsum fyrir 10-12 ára eða fædd 1985-1987 verður síðan hinn 28. febrúar. Kynnir þar verður einnig Magnús Scheving. Engin undankeppni er fyrir 10-12 ára. Skráning fyrir alla aldurshópa fer fram í Tónabæ. ------»-»»------- ■ JÓGAKENNARI á vegum An- anda Marga samtakanna heldur kynningarfyrirlestur um Tantra Jóga. Tantra er heilsteypt og al- hliða æfingakerfi þar eð þessi ævafornu dulvísindi innihalda flest- ar greinar jóga, segir í fréttatil- kynningu. Lögð verður áhersla á nokkur hagnýt meginatriði Tantra- viskunnai’ og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska. Tíunduð verða andleg markmið Tantra Jóga og hugleiðslu til vitundarvakningar fyrir bættu umhverfi og betri heimi. Kynningin fer fram laugardaginn 10. janúar kl. 20.30 í miðstöð An- anda Marga, Lindargötu 14, Reykjavík, án endurgjalds. ------»»»------- ■ FÉLAG háskólakennara, Félag prófessora við HÍ og Hollvinasam- tök HÍ hafa tekið höndum saman um að halda Háskólaball laugar- daginn 17. janúar nk. Þarna gefst starfsmönnum Háskólans og velunnuram hans einstakt tækifæri til að skemmta sér saman, endur- nýja gömul kynni og stofna til nýrra, segir í fréttatilkynningu. Dansleikurinn verður í Súlnasal Hótels Sögu. Veizlustjóri verður Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðing- ur og hátíðarræðu flytur Jakob Jak- obsson fiskifræðingur. Auk þess skemmta Háskólakórinn og Skari skrípó. Allir hollvinir Háskólans eru velkomnir meðan enn fást miðar á skrifstofunni í Stúdentaheimilinu. HÓPUR barna sem eru í kverkennslu, ýmist fyrir altaris- göngu eða fermingu, fluttu sunnu- daginn 4. janúar jólaleikrit í St. Jós- efskirkju á Jófríðarstöðum í Hafn- arfirði. Að lokinni barnamessu í kirkj- unni kl. 14 var flutt sýning leikgerð- ar um fæðingu Jesú, með sálma- söng og lesnum textum úr jólaguð- spjallinu, í kór kirkjunnar. Tók vel á annan tug barna þátt í því og flutti veridð fyrir troðfullri kirkju. Var flutningi barnanna vel fagnað. Þeg- ar svo börnin ásamt presti og messuþjóni höfðu gengið í skrúð- göngu úr kirkjunni, yfir í safnaðar- heimilið, var þar fluttur af þessum sömu börnum, nú nokkrum fleiri, TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur samið til tveggja ára við sjö fyrirtæki um kaup á spelkum og gervilimum og auk þess gert samn- inga um viðurkenningu fjögurra fyr- irtækja til sölu og smíði á bæklunar- skóm fyrir skjólstæðinga stofnunar- innar. Kaupin voru boðin út hjá Rík- iskaupum í október sl. Innkaup Tryggingastofnunar á þeim vörulið- um sem boðnir voru út hafa árlega numið 170-200 milljónum króna undanfarin ár. Tilboð bárast frá átta fyrirtækj- um í spelkur og gervilimi og hafa verið gerðir samningar til tveggja ára frá 1. janúar 1998 við eftirtalin fyrirtæki: Gigtlækningastöð Gigtar- félags íslands, Iðjuþjálfun endur- hæfingardeildar Landspítalans, leikþáttur um Mjallhvít og dverg- ana sjö. Var þeim flutningi bam- anna einnig mjög vel tekið. Barnastarf í sókn heilags Jósefs í Hafnarfirði er sífellt að aukast. Sóknarpresturinn sr. Hjalti Þor- kelsson og systir af reglu heilags Frans af Assísi sjá um kverkennsl- una en Torfhildur Steingrímsdóttir sinnti þessum þætti með dyggilegri aðstoð foreldra bamanna. Kaþólski söfnuðurinn sem til- heyrir kirkjunni á Jófríðarstöðum nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ. Þá er einnig kapella heilagrar Bar- böru í Keflavík sem heyrir undir þessa sókn og þjónar safnaðarmeð- limum á Suðurnesjum. Iðjuþjálfun Sjúkrahúss Reykjavík- ur, Orthos Orthopedi Tækni, Stoð hf. stoðstækjasmíði, Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf. og Össur hf. í samningunum er kaupum á spelkum og gervilimum skipt niður á mismunandi fyrirtæki að tiltekn- um hluta eða eftir tegundum. ítar- legar upplýsingai' þar að lútandi verða sendar því heilbrigðisstarfs- fólki sem vísar á kaup þessara stoð- tækja. Samið hefur verið um alhliða viðgerðarþjónustu á spelkum og gervilimum við fögur af þessum fyr- irtækjum. Þá hefur Tryggingastofnun gert samninga til a.m.k. tveggja ára við eftirfarandi fjögur fyrirtæki um sölu og smíði á bæklunarskóm: Orthos Orthopedi Tækni, Skóstofuna ehf., Stelpurokk íHlaðvarp- - anum ÚTGÁFUTÓNLEIKAR geisla- disksins Stelpurokks verða í Hlað- varpanum laugardaginn 10. janúar kl.21.30. í fréttatilkynningu segir að 20 lög með íslenskri kvennatónlist séu á disknum og sé áhersla lögð á kvennahljómsveitir. Á disknum séu lög með Grýlum, Dúkkulísum, Hljómsveit Jarþrúðar, Kolrössu krókríðandi, Á túr og Ótukt sem syngur lögin Ég á mig sjálf og Áfram stelpur! í nýjum útsetning- um Að auki séu tíu lög með söng- konunum Hallbjörgu Bjamadótt- ur, Ellý Vilhjálms, Lísu Pálsdóttur, Bergþóru Árnadóttur, Björk, Möggu Stínu, Ellý í Q4U, Andreu Gylfadóttur, Kristínu Eysteins- dóttur og Heiðu í Unun. Ljóðskáld- ið Didda les ljóð við tónlist. Andrea Jónsdóttir hafði umsjón með vali laga á diskinn. Útgefandi er tímaritið Vera og Japis sér um dreifingu. Á tónleikunum í Hlaðvarpanum koma fimm kvennahljómsveitir fram, þ.e. Dúkkulísur, Hljómsveit # Jarþrúðar, Kolrassa, Ótukt og Á túr. -----♦“♦»----- Miðsvetrar- skemmtun Kína- klúbbs Unnar MIÐSVETRARSKEMMTUN Kínaklúbbs Unnar verður haldin á veitingahúsinu Sjanghæ, Lauga- vegi 28, sunnudaginn 11. janúar kl. ' 19. Happdrætti og spumingakeppni verður til skemmtunar og kínversk máltíð borin fram. Unnur Guðjóns- dóttir mun einnig segja frá næstu hópferð klúbbsins til Kína sem far- in verður í maí og sýna litskyggnur úr fyrri Kínaferðum. Borðapantan- ir era hjá Sjanghæ. -----♦_»“♦---- LEIÐRÉTT Röng heimild í TÖFLU í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær yfir ávöxtun hluta- ' bréfa á síðasta ári var rangt farið með heimild. Hið rétta er að Kaup- þing hf. tók töfluna saman. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum um leið og leiðréttingu er komið á framfæri. Höfundarnafn í minningargrein um Jónas Ólafsson í blaðinu 6. janúar síðast- liðinn birtist ljóð án höfundamafns. Höfundur ljóðsins er Magnús Hagalínsson. Stoð hf. stoðtækjasmíði og Stoð- tækni Gísli Ferdinandsson ehf. Sú bi'eyting verður að frá og með 1. janúar 1998 veitir Trygginga- stofnun styrki til kaupa á bæklunar- skóm eingöngu í formi fastákveðinn- ar krónutölu. Þannig getur sá sem hefur fengið samþykktan styrk til kaupa á slíkum skóm sjálfur valið við hvert fyrrnefndra fjögurra fyrir- tækja hann kýs að skipta. Ef keyptir era dýrari skór en nemur fjárhæð styrksins greiðir kaupandinn mis- muninn, segir í fréttatilkynningu. Frá og með 1. janúar 1998 tekur Tryggingastofnun ríkisins einungis þátt í kostnaði við spelkur, gervilimi og bæklunarskó sem fengnir eru hjá viðkomandi samningsbundnu fyrir- tæki. Tryggingastofnun ríkisins semur um kaup á stoðtækjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.