Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 09.01.1998, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS llinsjón Arnór G. Ilagnarsson Bridsfélag Suðurnesja Sl. mánudagskvöld var spilaður eins kvölds 16 para tvímenningur. Lokastaðan: Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 264 Pétur Júlíusson - Randver Ragnarsson 255 Gunnar Guðbjömsson - Kristján Kristjánsson 249 Dagur Ingimundarson - Sigurjón Jónsson 215 Næstkomandi mánudagskvöld, 12. janúar, verður framhaldið aðal- sveitakeppni félagsins. Bridsfélag Hreppamanna Ágæt þátttaka hefir verið hjá Hreppamönnum í haust og oftast spilað á 4 borðum. Spilað er á Flúð- um á mánudögum. Átta pör spiluðu í hausttvímenn- ingi og sigruðu Viðar Gunngeirsson og Gunnar Marteinsson, hlutu 221 stig. Karl Gunnlaugsson og Jóhann- es Sigmundsson urðu í öðru sæti með 214 og Ásgeir Gestsson og Guðmundur Böðvarsson þriðju með 209. Þá var spilaður einmenningur með þátttöku 16 spilara. Tómas Ragmus vann það mót, hlaut 207 stig. Pétur Skarphéðinsson var í öðru sæti með 205 og Anna Magn- úsdóttir þriðja með sömu skor. Topp 16 var spilaður um miðjan nóvember og sigraði Gunnar Mar- teinsson, hlaut 117 stig. Guðmundur % Sigurdórsson varð annar með 110 og Þórdís Bjamadóttir þriðja með 97. Bridsmaður ársins hjá félaginu varð Karl Gunnlaugsson með 24,5 stig en hann hlaut flest stig í keppni síðasta árs. Jóhannes Sigmundsson varð annar með 20 stig og Gunnar Marteinsson þriðji með 15 stig. Bridsfélag Hafnarfjarðar SÍÐASTLIÐINN mánudag þann 5. jan. lauk aðalsveitakeppninni með því að nýir meistarar voru krýndir. Sveit Guðmundar Magn- ússonar sigraði eftir að hafa leitt mótið lengst af. I sigursveitinni eru auk Guðmundar, Jón Gíslason, Snjólfur Ólafsson og Ólafur Jó- hannesson. Að öðru leyti urðu úr- slitin þessi: Sv. Guðraundar Magnússonar 183 Sv.Drafiiar Guðmundsdóttur 174 Sv. Ola Ingimundarsonar 160 Sv. Léttsveitin 153 Sv. Halldórs Einarssonar 144 Þar sem aðeins var spiluð ein umferð síðasta kvöld var slegið á léttari strengi og afgangurinn af kvöldinu notaður í sveitakeppni með útsláttarfyrirkomulagi og góð- um peningaverðlaunum. Sveit Hall- dórs Einarssonar sigraði mjög ör- ugglega og gaf enga impa út fyrr en í síðasta spilinu! Næsta keppni er svo þriggja kvölda Butler sem gefur nýjum pörum kost á að kom- ast inn í vetrardagskrána hjá okk- ur. Allir eru þar velkomnir. B.H. spilar á mánudögum kl. 19.30 í Haukahúsinu við Flatahraun. Keppnisstjóri er Trausti Harðar- son. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Við hófum starfið á nýju ári þ. 5. jan. sl. með einskvölds tvímenningi. 34 pör mættu. Meðalskor 364. Besta skor í N/S: Gísli SveinssoVGuðm. Guðmundsson431 Jó- hann Magnússon/Kristinn Karlsson423 Jóna Magnúsd/Jóhanna Siguijónsd. 417 Kristín Jónsd/Erla Ellertsdóttir402 Besta skor í A/V: Geirlaug Magnúsd/Torfi Axelsson 439 Vilhjálmur Sigurðss. jr/Ómar Olgeirsson 424 Soffia Damelsd/Alfreð Kristjánss. 410 Jón Þór Karlss/Sigurður Amundason 400 Mánudaginn 12. jan. nk. verður spilaður einskvölds tvímenningur Mitchell. Skráning á spilastað, Þöngla- bakka 1. Mánudaginn 19. jan. hefst Aðalsveitakeppnin 1998. ÚTSALA - ÚTSALA Halló! 5-50% afsláttur Úlpur - ullarjakkar kápur - pelsar alpahúfur - hattar Kíldð inn Opið sunnudag kl. 13-17. \(#HI/I5IÐ Mörkinni 6, simi 588 5518. Bílastæði við búðarvegginn. í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Misnotkun eða hvað ÞEGAR ég las um daginn grein í Morgunblaðinu eftir ungan Hvergerðing, þar sem hann ásakar stjóm- endur Elliheimilisins Grundar og Dvalarheimilis- ins Áss um einkanot þeirra af eignum þessara sjálfs- eignarstofnana, varð mér hugsað til þess hvað hægt er að komast upp með I þessu þjóðfélagi. Stjóm- völd skera niður flest er snýr að velferð gamla fólks- ins, en láta það svo við- gangast að margar fjöl- skyldur geta lifað lúxuslífi með þvi að reka stofnanir fyrir gamla fólkið. Hvernig má það vera að þessar fjölskyldur geti byggt heilt hjúkrunar- heimili íyrir litlar 250 milljónir upp á eigin reikn- ing, vitað að allar tekjur þessara aðila koma frá rík- inu í gegnum gamla fólkið? Er nokkuð skrýtið þótt spurt sé hvort gjöld þau sem ríkið greiðir fyrir að vista gamla fólkið á svona stofnunum séu ekki of há, þegar hægt er að byggja heilt hjúkranarheimili fyr- ir slíkar upphæðir, jafnvel án þess að taka lán, og þar á ofan að lifa í vellysting- um og það heilar sex fjöl- skyldur. Sama dag og of- angreind grein birtist var spurt að því í lesendadálki Morgunblaðsins hvað stjórnendur Gmndar hygðust gera fyrir gamla fólkið í tilefni 75 ára af- mælis Grandar, en sögu Grundar höfðu reyndar verið gerð góð skil í Morg- unblaðinu nokkrum dögum áður, og var nema von að spurt væri hvað ætti að gera fyrir sjálfa vistmenn- ina eftir að glansmyndin hafði verið kynnt. Svarið kom nokkrum dögum seinna. Allir áttu þess kost að fá veislukaffi og það þótti nóg. Það hlýtur að vera orðið tímabært að þessar stofnanir verði skoðaðar ofan í kjölinn. Gylfi Guðmundsson. Fyrirspurn til Islandspósts JÓRUNN hafði samband við Velvakanda og var hún óhress með að póstkassi frá Islandspósti, sem var á vegg verslunarinnar Fín verslun í Seljahverfl, skuli hafa verið tekinn. Vill hún fá að vita hvenær ætlunin sé að setja þennan póst- kassa aftur upp. Tapað/fundið Gleraug’u týndust HINN 30. desember týnd- ust gleraugu í dökku hulstrí, opnu í endann. Gleraugun er hægt að brjóta saman. Lfldega týndust þau fyrir utan gjaldheimtuna í Tryggva- götu eða fyrir utan bóka- búðina á Hlemmi. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 553 1214. Svört taska týndist á Skuggabamum SVÖRT taska týndist 26. desember á Skuggabarn- um. I töskunni er ökuskír- teini, vegabréf og tann- réttingagómur. Skilvís finnandi vinsamlega hafí samband í síma 557 5817. Silfuraæla í óskilum SILFURNÆLA, gullhúð- uð, fannst þriðjudaginn 6. janúar í Stórholti. Uppl. í síma 563 3844. Ullarfrakki tekinn í misgripum ULLARFRAKKI, grá- svartur og síður, var tekinn í misgripum á Skuggabam- um laugardaginn 20. des- ember. Sá sem kannast við frakkann vinsamlega hafi samband í síma 587 4069. Dýrahald Trýna er týnd TRÝNA er 11 ára þrílit, gul, hvít og svört, læða og hefur verið týnd síðan 18. desem- ber. Trýna er mjög forvitinn köttur og týndist hún á þeim tíma sem flestallir hafa verið á ná í jólaskraut í kjallara, skúra og geymslur. Talið er lfldegt að hún hafi lokast einhvers staðar inni. Fólk er beðið að svipast um eftir henni. Trýna býr á Garðavegi í Hafharfirði. Hennar er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 5552298. ÞESSl kisa er í óskilum í Kattholti. Þeir sem kannast við hana geta haft samband við Kattholt í síma 567 2909. SKAK IJmsjún Margeir 1‘étursson STAÐAN kom upp á þýska meistaramótinu sem haldið var í Gladenbach í nóvember. O. Dobierzin (2180), var með hvítt, en H. Oswald (2330) hafði svart og átti leik. 20. _ Bc3+! 21. bxc3 _ Dxc3+ 22. Kdl _ Dxal+ 23. Kc2 Dxa2+ 24. Kcl _ Hf7 25. Rg5 _ Rxc4 26. Bxc4 _ Dxc4+ 27. Kb2 Dd4+ 28. Kbl Db6+ og hvítur gafst upp Skákþing Reykja- víkur 1998 hefst á sunnudaginn kemur, þann 11. janúar. í að- alkeppninni verða tefldar ellefu umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 1,5 klst. á 30 leiki og síðan 45 mínútur tíl að ljúka skákinni. Teflt verður þrisvar í viku, á mið- vikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.00. Óllum er heimil þátt- taka á skákþinginu og er skráning hafin í símum fé- lagsins 5813540 og 5681690 og á tölvupóstí trÉmmedia.is. Keppni í unglingaflokki hefst síðan laugardaginn 24. janúar kl. 14.00 Ailar uppiýsingar um skák- þingið og starfsemi Taflfélags Reykjavfloir má firrna á heima- síðu félagsins sem er: http//www.mmediajsTtr. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI AMSKIPTI FORELDRA 06 BARNA Nú er að hefjast nýtt náinskeið fvrir foreldra í samskiptuin foreldra og barna. Leiðbeinendur eru sólfræðingarnir Ilugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð. Skráning og upplýsingar í síma 562 1132 og 562 6632 „Ef allirfœru á svona samskipta- námskeið yrði jörðin paradís fyrir börnin okkar“ Jón Börkur Ákason, Þjóðfræðinemi, Háskóla íslands 1 Virðing • Ábyrgð • Tillitssemi • Sjálfstæði • Ákveðni • Hlustun • Sameiginlegar lausnir Víkverji skrifar... VINUR Víkverja skaut að hon- um þeirri hugmynd sinni að grafin yrðu neðanjarðargöng út í Viðey. Segir hann þetta blasa við nú þegar gerð Hvalfjarðarganga hefur tekist jafn vel og raun ber vitni. í Viðey sé nægt byggingarland undir íbúðarbyggð en ljóst sé að skortur verði á því innan borgarmarkanna áður en langt um líður. Ekki er Víkverja ljóst hverjar viðtökur þessi hugmynd fær en hún er vissulega frumleg og því er henni komið á framfæri hér í dálkinum. XXX Á hefur velunnari Víkverja sent honum pistil þar sem harðlega er mótmælt saltaustri á götur borg- arinnar. Segir hann í kjölfarið komi tjöruþvottur með tilheyrandi sóða- skap utandyra sem innan, öllum til ama. Þetta séu þó aðeins smámunir miðað við eyðileggingu gatnakerfis borgarinnar. Fyrir þessu standi strætisvagnstjórar en þeir verði bara að aka eftir aðstæðum eins og aðrir. Athugandi væri að senda vagnstjóra SVR til Akureyrar til að kenna þeim að aka í hreinum snjó! XXX NÝR rikissaksóknari tók til starfa um síðustu áramót, Bogi Nilsson. Er hann hinn fjórði í röð- inni sem gegnir þessu mikilvæga embætti. Athyglisvert er, að embætti sak- sóknara ríkisins, nú embætti ríkis- saksóknara, var ekki stofnað fyrr en árið 1961. Hlutverk ríkissaksóknara er að fara með ákæruvaldið, en fram að þeim tíma fór dómsmála- ráðherra með það. Valdimar Stef- ánsson var fyrsti saksóknari ríkis- ins, frá 1. júlí 1961 til dánardægurs 23. apríl 1973. Þórður Bjömsson varð rfldssaksóknari frá 1. júlí 1973 uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 30. júní 1986. Þá tók við emb- ættinu Hallvarður Einvarðsson, sem lét af störfum fyrir aldurs sakir nú um áramótin. Allir þessir menn eiga það sam- eiginlegt að koma frá embættum sem önnuðust rannsóknir afbrota- mála. Valdimar og Þórður voru yfir- sakadómarar í Reykjavík og Hall- varður og Bogi voru rannsóknarlög- reglustjórar ríkisins og Bogi nú síð- ast ríkislögreglustjóri. XXX EKKI verður almættinu nógsam- lega þakkað fyrir þann milda vetur sem við íslendingar höfum fengið að njóta. Sunnlendingar hafa áður kynnst svona snjóléttum vetri en Norðlendingar og Vestfirðingar hafa ekki átt slíku að fagna. Nú lengir daginn hægt og bítandi og er hann nú orðinn nær klukkutíma lengri en þegar hann var skemmst- ur 21. desember sl. Og brátt kemur vorið með blóm í haga!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.