Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 1

Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 17. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kúbuferð Jóhannesar Páls II páfa Hafnbanninu verði „breyttu Havana. Reuters. JÓHANNES Páll II páfi kom til Kúbu í gærkvöldi og á leið sinni vest- ur um haf hvatti hann Bandaríkja- menn til að breyta stefnu sinni gagn- vart Kúbu, sem í 35 ár hefur byggzt á algjöru viðskiptabanni. Flugvél páfa lenti í gærkvöldi, um klukkan níu að íslenskum tíma, á Havana- flugvelli þar sem Fidel Castro Kúbu- leiðtogi tók á móti honum. Petta er í fyrsta sinn í sögunni sem páfi leggur leið sína til Karíbahafseyjunnar. Castro var í dökkum jakkafótum, ekki herbúningi eins og hann er van- ur, þegar hann tók á móti páfa á fiugvellinum ásamt ýmsum embætt- ismönnum, biskupum, nunnum og erlendum stjórnarerindrekum. Páfi hvatti til þess í ávarpi við komuna að einangrun Kúbu yrði rofin. „Megi Kúba, með alla sína stórkostlegu möguleika, opna sig fyrir heiminum og megi heimurinn opna sig fyrir Kúbu, þannig að þessi þjóð, sem vinnur að framförum og þráir sátt og frið, geti litið vonglöð- um augum til framtíðarinnar." Castro varði byltinguna á Kúbu í tilfinningaþrungnu ávarpi og sakaði Bandaríkjamenn um tilraun til „þjóðarmorðs“ með viðskiptabann- inu á Kúbu. Flugferðin tók tæpan hálfan sól- arhring og fréttamenn um borð í flugvélinni fengu að ræða við páfa í 20 mínútur. Páfi var spurður hvort hann vildi koma einhverjum boð- skap til bandarísku þjóðarinnar varðandi hafnbannið á Kúbu og hann sagði að því bæri að breyta. Bandaríkjastjóm tók þessum um- mælum fálega og sagði að hafnbann- ið nyti stuðnings beggja stærstu flokka landsins. Hyggst ræða mannréttindi Fyrir þessa sögulegu ferð páfa til eins síðasta vígis kommúnismans í heiminum höfðu sérfræðingar í mál- efnum Páfastóls sagt að Castro Kúbuleiðtogi vonaðist til að páfi myndi taka ótvíræða afstöðu gegn hafnbanni Bandaríkjanna meðan á heimsókninni stæði. Páfi sagði í spjalli við fréttamenn í flugvélinni að hann myndi ekki láta mannréttindamál ónefnd í heim- sókninni. Áheyrendur hans á Kúbu fengju að heyra sama boðskap varð- andi vernd mannréttinda og hann hefði flutt á öðrum ferðum sínum, fyrst í Póllandi 1979, en það var fyrsta heimsókn páfa til kommún- istaríkis. ■ títlagar og pflagrímar/20 Reuters JÓHANNES Páll páfi kyssir kúbverska mold sem börn færðu honum á bakka þegar hann kom til Jose Marti-flugvallar á Kúbu í gærkvöldi. Fidel Castro, forseti Kúbu, fylgist með. Þúsundir manna fögnuðu páfa meðfram vegi frá flugvellinum til Havana. Bill Clinton verst nýjum ásökunum Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sá sig í gær knúinn til að vísa opinber- lega á bug ásökunum þess efnis að hann hefði átt í ástarsambandi við fyrrverandi starfsstúlku Hvíta hússins og að hafa fyrirskipað henni að bera ljúgvitni um sambandið. Saksóknarinn í Whitewater-mál- inu, Kenneth Starr, stýrir rannsókn málsins og hann hefur fengið leyfi til að láta hana ná yfir ásakanir um meinsæri og tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Starr krafð- ist þess í gær að Hvita húsið legði fram öll gögn sem tengjast kynnu hinum nýju ásökunum á hendur for- setanum. --------------- IRA hafnar friðaráætlun Belfast. Reuters. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) hafn- aði í gær friðaráætlun breskra og írskra stjórnvalda og sagði hana ekki geta tryggt varanlegan frið á Norð- ur-írlandi. IRA sendi yfirlýsingu til frétta- stofu BBC í Belfast og sagði að frið- arumleitanimar á N-Irlandi væru í mikilli hættu og breska stjórnin bæri ábyrgð á því að í óefni væri komið. Færeyjar Bæturnar dragist frá skuldum Þórshöfn, Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ANFINN Kallsberg, fjánnálaráð- herra færeysku landstjórnarinnar, væntir þess að bætur, sem Færey- ingar fái fyrir tjón sitt vegna fær- eyska bankamálsins, dragist frá skuldum þeirra við danska ríkið. I ráði er að færeysk og dönsk stjórnvöld hefji á næstunni viðræður um afborganir af lánum sem Færey- ingar hafa fengið hjá danska ríkinu. „Eg get ekki ímyndað mér annað en að bæturnar fyrir tap okkar komi inn í þær viðræður," sagði Kallsberg. Færeyingar skulda Dönum 5,6 milljarða danskra króna (58 millj- arða ísl.) og þar af voru 3 milljarðar d.kr. (31 milljarður ísl.) notaðir til að bjarga færeyskum bönkum. Leiðtogar munnhöggvast Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, og Uffe Elle- mann-Jensen, formaður Venstre, rökræddu færeyska bankamálið í beinni sjónvarpsútsendingu í gær- kvöldi. Nyrup lagði áherslu á að endanleg ábyrgð á meðhöndlun málsins lægi hjá ríkisstjórninni og sér. Rasmus- sen sagði hins vegar að spurningunni um ábyrgð væri enn ósvarað. Ef dæma ætti um aðgerðir Nyrups á sama siðferðilega mælikvarða og Nyrup notaði sjálfur á aðra væri ljóst að hann ætti ekki að vera for- sætisráðherra lengur. ■ Upplýsingaskortur/30 Reuter Tilfinninga- jrungið dómsmál RÉTTARHÖLDIN yfir sjónvarps- konunni Oprah Winfrey í Amarillo í Texas hafa komið róti á tilfinningar bæjarbúa. Flestir reyna að sýna stillingu en aðrir skiptast í fiokka og styðja ýmist Winfrey eða nautgripabændur sem saka hana um meiðyrði í ein- um þátta sinna sem valdið hafi talsverðum samdrætti í kjötsölu. Hér er stuðningsmaður Winfrey í kýrgervi við dómhús bæjarins og sendir nautgripabændum skeyti með spjaldi sínu: „bændur geta borðað mig en látið Oprah í friði“. Sjónvarpskonan brosti sínu breiðasta þegar hún kom í dóm- húsið og veifaði til fólks sem þar hafði safnast saman. Málflutning- ur hófst síðdegis í gær. Netanyahu sagður sil j a við sinn keip Reuters YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, heilsar stuðningsmönnum sinum á herflug- velli nálægt Washington. Hann hyggst ræða við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í dag. Jerúsalem, Washington. Reuters. PALESTÍNSKIR emb- ættismenn létu í gær í ljósi óánægju með niðurstöðu funda Benjamins Netanya- hus, forsætisráðherra Israels, og Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Was- hington í fyn-adag. Palest- ínumenn sögðu að Clinton hefði ekki tekist að fá Net- anyahu til að fallast á til- slakanir í deilunni um brottflutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakk- anum. Netanyahu sagði hins vegar að „nokkur ár- angur“ hefði náðst á fund- unum. Netanyahu sagði í morgunþætti NBC sjón- varpsins að frekari vinnu væri þörf til að ná sam- komulagi og hún yrði væntanlega unnin á næsta hálfa mánuði. Háttsettur aðstoðarmaður Netanya- hus sagði að fundir forsæt- isráðherrans með Clinton gæfu tilefni til bjartsýni á að friðarumleitanir í Mið- Austurlöndum kæmust aftur á skrið. Palestínumenn voru þó ekki jafn bjartsýnir. Hanan Ashrawi, sem á sæti í heimastjórn Palestínumanna, sagði að ljóst væri að Netanyahu hefði hvergi hvikað frá harðlínu- stefnu sinni og héldi áfram að virða stefnu og óskir Bandaríkjastjórnar að vettugi. Málamiðlun hafnað Fregnir herma að Bandaríkja- menn hafi sagt Netanyahu að Pal- estínumenn myndu fallast á að fsraelar flyttu her- menn sína frá 15% Vest- urbakkans í áföngum. Bandarískur embættis- maður sagði að í staðinn þyrftu Palestínumenn að samþykkja ýmsar aðgerð- ir í öryggismálum, m.a. róttækar aðgerðir gegn herskáum Palestínumönn- um. Clinton hygðist einnig ræða þessar hug- myndir við Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna, þegar þeir koma saman í Washington í dag. Samningamaður Pal- estínumanna, Hassan As- four, var þó fljótur að hafna þeirri hugmynd að ísraelar létu 15% land- svæðanna af hendi og sagði að slíkt væri brot á gerðum friðarsamning- um. ísraelskir fjölmiðlar hafa sagt að Netanyahu íhugi að draga til baka herlið frá sex til tíu prósentum þess lands á Vesturbakkanum sem er enn á valdi ísraela. Palestínumenn hafa krafist þess að herlið hverfi af 30% svæðisins. ■ Bandaríkjaför Netanyahus/22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.