Morgunblaðið - 22.01.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 22.01.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óskað eftir viðræðum um sameiningu Breiðdalsvíkur og Egilsstaða 80 km milli sveitarfélaganna og yfír Breiðdalsheiði að fara HREPPSNEFNDIN á Breiðdals- vík hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Egilsstaða um möguleika á sameiningu sveitar- félaganna. Áttatíu kílómetrar eru á milli staðanna og yfir Breiðdals- heiði að fara. Hreppsnefnd Breiðdalshrepps samþykkti að óska viðræðna við sveitarstjórnirnar á Djúpavogi og Egilsstöðum um sameiningu. „Það virðist ekki vera áhugi á þessu á Djúpavogi og við ætlum því að athuga með Egilsstaði,“ seg^ir Rúnar Björgvinsson, sveit- arstjóri á Breiðdaisvík. Helgi Halldórsson, bæjarstjóri á Egils- stöðum, sagði að bæjarstjóminni þætti sjálfsagt að ræða við full- trúa Breiðdælinga en tók fram að málið væri á algeru byijunarstigi. Of lítið sveitarfélag fbúar Breiðdalshrepps eru um 300 og segir sveitarstjórinn að menn telji að sveitarfélagið sé fúll- lítil eining til að fullnægja þeim skyldum sem á það em lagðar. Eftir að Búlandstindur hf. á Djúpavogi keypti frystihús og meginhluta kvóta Breiðdalsvíkur kom til umræðu að sameina sveit- arfélögin en þegar til kom reynd- ist ekki áhugi á því á Djúpavogi. Þá var sameining Fáskrúðsfjarð- ar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals- víkur felld í kosningum árið 1993. Eftir að nokkrir hreppar á Fljótsdalshéraði sameinast Egils- stöðum við næstu sveitarstjómar- kosningar mun nýja sveitarfélag- ið liggja að Breiðdalshreppi. Hinsvegar er yfír Breiðdalsheiði að fara og 80 km Ieið milli stað- anna og þar em vetrarsamgöng- ur ekki öruggar. Þegar farið er um fírðina er leiðin milli staðanna 130 kílómetrar. iyðisfjörður Edilsstaðír' Neskaupstaði Fáskrú ðsfjörðu r ÍBreiðdalsvík tn stækkaí O L-l svæíi Starfsleyfi fyrir Vegas Nýr lög- _ reglusljóri settur vegna vanhæns SETTUR hefur verið lögreglustjóri til að fara með ákvörðun um starfs- leyfi fyrir skemmtistaðinn Vegas sem borgarráð hefur mælst til að verði afturkallað. Er ástæðan sú að burðarveggur hafði verið fjarlægður og settar súlur í stað hans. Ráðu- neytið hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fulltrúa sýslumannsins á Selfossi, til að vera settur lögreglu- stjóri í þessu máli. Þegar borgarráð sendi lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík tilmæli um að starfsleyfi yrði afturkallað vegna breytinga sem gerðar höfðu verið óskaði embætti lögreglustjóra eftir því við dómsmálaráðuneytið að settur yrði lögreglustjóri til að taka afstöðu í málinu. Er það vegna skyldleika lögreglustjóra og eins for- ráðamanns staðarins og telst því embættið vanhæft til að taka málið til afgreiðslu. Meðan tekin er afstaða til tilmæla borgarráðs er starfsemi skemmti- staðarins ótrufluð. Gera má ráð fyrir að ákvörðun setts lögreglustjóra geti legið fyrir eftir nokkra daga. Morgunblaðið/Arni Sæberg Brúarvinna við Elliðaár ÞÓTT kalsalegt væri um að litast í höfuðborginni í borgarinnar sem unnu að því að leggja járngrindur gær, var engan bilbug að finna á starfsmönnum yfir trégólf efstu brúarinnar yfir Elliðaár í éljunum. Ránstil- raun við Gnoðarvog HETTUKLÆDDUR maður gerði tilraun til vopnaðs ráns í söluturni við Gnoðarvog klukkan 18:20 í gær. Maðurinn, sem var vopnaður hnífi, tilkynnti sölustúlkunni að þetta væri vopnað rán og skipaði henni að leggjast á gólfið. Hann stökk síðan inn um afgreiðslulúg- una og að peningakassanum. Stúlkan, sem er annar eigandi söluturnsins, fór hins vegar ekki að tilmælum hans um að leggjast niður. Hún náði að ýta á neyðar- hnapp og setja öryggiskerfið í gang. Við það lagði árásarmaður- inn á flótta og stökk aftur út um lúguna án þess að taka hnífinn eða nokkuð annað með sér. Stúlkan sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að auðvitað hefði sér brugðið. Þetta hefði allt gerst mjög snöggt og hún ekki haft tíma til að hugsa, bara brugðist ósjálfrátt við. -------------- Forsætisráð- herra skipar landafunda- nefnd DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra skipaði í gær nefnd til að gera til- lögur til ríkisstjómarinnar um það með hvaða hætti eigi að minnast þess að um aldamótin verða liðin 1000 ár frá landafundum íslend- inga í Vesturheimi. I fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneyti segir að nefndinni sé jafnframt ætlað að fylgja eftir þeim tillagna sinna, sem ríkisstjómin samþykki. í nefndinni eiga sæti Sigurður Helgason, forstjóri og formaður hennar, Steindór Guðmundsson verkfræðingur, Anna Spffía Hauks- dóttir prófessor, Atli Ásmundsson blaðafulltrúi og Komelíus Sig- mundsson forsetaritari. Einar Benediktsson sendiherra mun starfa með nefndinni. Fasteignamat hækkaði á öllum tegundum eigna um a.m.k. 4,5% 1. desember síðastliðinn Verð 70-110 fm hús- næðis ekki hækkað Tæpan helming hækkunar vísitölu neysluverðs nú í janúar má rekja til hækkunar á húsnæðislið vísitölunnar. I umfjöllun Hjálmars Jónssonar kemur fram að Fasteignamat ríkisins kunni að hafa ofáætlað almenna hækkun á markaðsverði húsnæðis við ákvörðun fasteignamats, en það er grunnur fasteignaskatta sem eru önnur helsta tekjulind sveitarfélaganna í landinu. VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,6% milli mánaðanna desember og janúar og má rekja helming þeirrar hækkunar eða 0,3% til hækkunar á húsnæðislið vísitölunn- ar. Hækkun húsnæðisliðarins sund- urliðast þannig að tæpan helming eða 0,14% má rekja til 1,8% hækk- unar á markaðsverði húsnæðis, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. 0,09% hækkunar vísitölunnar má rekja til 4,4% hækkunar á gjöldum vegna húsnæðis, en þar er um að ræða hækkun fasteignaskatta vegna þess að fasteignamat á húsnæði hækkaði 1. desember samkvæmt ákvörðun yfirfasteignamatsnefndar. Aðrir liðir höfðu minni áhrif á hækkun húsnæðisliðarins, svo sem hækkun húsaleigu og viðhalds. Samkvæmt ákvörðun yfirfast- eignamatsnefhdar hækkaði mats- verð íbúðarhúsa, íbúðarlóða, og bú- jarða ásamt íbúðarhúsum og útihús- um almennt um 4,5% 1. desember síðastliðinn. Þó hækkaði matsverðið um 9% á Akranesi, Hellissandi, Rifi, Ólafsvík, Grundarfirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík, Þórshöfn, Fella- bæ, Egilsstöðum, Neskaupsstað, Hellu, Eyrarbakka og Borgamesi, nema hvað húsnæði í fjölbýli þar hækkaði um 12%. íbúða- og lóða- verð hækkar einnig um 12% í Stykkishólmi, Hólmavík, Vopnafirði og Djúpavogi. Þá er óbreytt mats- verð á íbúðum og lóðum á Patreks- firði, Bíldudal, Bolungarvík og Seyðisfirði. I nýjasta hefti markaðsfrétta Fasteignamats rfkisins sem út kom í desember kemur hins vegar fram að fermetraverð á húsnæði af stærð- inni 70-110 fermetrar í fjölbýli á höf- uðborgarsvæðinu hefur sáralítið breyst á síðastliðnu ári. Mælikvarði á verðbreytingar á þeirri stærð hús- næðis, sem er hvað algengust í land- inu og langsamlega mest af á höfuð- borgarsvæðinu, er lítið eitt hærri í síðastliðnum nóvember miðað við nóvembermánuð árið 1996 eða 104,0 samanborið við 103,1. Mælingarnar byggjast á gerðum kaupsamningum en skylt er að skila afriti þeirra til Fasteignamatsins. Stærsta og minnsta húsnæðið hækkaði Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins stafar hækkun markaðs- verðs á húsnæði um 1,8%, sem Hag- stofan mælir, af hækkun á verði stærsta og minnsta húsnæðisins í desembermánuði. Því er hins vegar ekki til að dreifa við hækkun fast- eignamatsins, þar sem frá því var gengið í nóvember miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um verðþróun á haustmánuðum. 4,5% hækkun fasteignamats á langstærstum hluta húsnæðis í landinu þýðir samsvarandi hækkun fasteignaskatta að frádregnu 1% af- skriftum sem almennt eru vegna íbúðarhúsnæðis. Hækkun matsins ætti þannig að þýða um 3,5% hækk- un tekna sveitarfélaganna af fast- eignasköttum á íbúðarhúsnæði samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Magnús Ólafsson, forstjóri Fast- eignamats ríkisins, sagði aðspurður um þetta að þau gögn sem Fast- eignamatið hefði haft í höndunum hefðu bent til þess að verðlag færi hækkandi, en það virtist ekki hafa gengið eftir í þeim mæli sem ráð var fýrir gert, samkvæmt þeim töl- um sem nú lægju fyrir um verðþró- un á 70-110 fermetra íbúðarhús- næði. Hann sagði að samkvæmt lögum um fasteignamatið ætti það að end- urspegla markaðsverð viðkomandi eignar í nóvembermánuði ár hvert. „Þeir sölusamningar sem við vorum búnir að fá bentu til að þessi hækk- un væri eðlileg," sagði Magnús enn- fremur. Hann bætti við að lög um fasteignamatið væru komin til ára sinna og mjög eðlilegt að þau yrðu endurskoðuð. Hann sagði að með matinu væri verið að reyna að komast eins ná- lægt verðþróuninni almennt og kostur væri og reyna að fella hana í eina tölu. Verðþróunin gæti hins vegar verið aðeins mismunandi milli einstakra tegunda eigna. Af- skriftarreglur varðandi húsnæði gerðu það síðan að verkum að hækkun matsins væri í kringum 3,5% almennt talað. Aðspurður hvort ekki yrði að lækka matið aftur úr því að sú hækkun sem búist var við hefði ekki gengið eftir, sagði Magnús að það yrði bara að skoða þegar þar að kæmi. Hann benti einnig á að fasteigna- mat stærri eigna hefði lækkað um 5-7% árið 1995 og 6-7% árið 1996 eða samanlagt um nálægt 13%. Þarna væri um að ræða stórar eign- ir, bæði í einbýli og fjölbýli, og hefði lækkun matsins miðast við þróun markaðsverðs á þeim tíma. I. I fi i í 1 ! I l S I i : I j i I i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.