Morgunblaðið - 22.01.1998, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samningur Skógræktarfélags Reykjavíkur og Hitaveitunnar um skógrækt og uppgræðslu
Nýtt svæði til
útivistar í
Hvammsmörk
FORSVARSMENN Skógræktar-
félags Reykjavíkur og Hitaveitu
Reykjavíkur undirrituðu í gær í
Ráðhúsi Reykjavíkur samning um
uppgræðslu- og skógræktarstarf á
rúmlega 100 hekturum lands á
jörðunum Hvammi og Hvammsvík
í Kjós, sem Hitaveitan keypti árið
1996. Þetta land, sem er beggja
vegna þjóðvegarins, er sá hluti
jarðanna sem ekki verður nýttur til
orkuöflunar eða annarrar starf-
semi í samræmi við umhverfis-
skipulag.
Með þessu er ætlunin að koma
upp skipulögðu útivistar- og trjá-
ræktarsvæði fyrir borgarbúa. Jafn-
framt verður stuðlað að því að hóp-
ar, félög og fyrirtæki í Reykjavík
geti fengið til ræktunar landnema-
spildur, sem verða hluti af útivistar-
svæðinu og almenningi heimil för
um þær eftir gönguleiðum.
Jafnframt því sem samningurinn
var undimtaður var kynnt náttúru-
farskönnun sem gerð hefur verið á
svæðinu undir umsjón Borgarskipu-
lags og Hitaveitunnar en Landmót-
un ehf. sá um skipulagsvinnuna.
Sambærileg náttúrufarskönnun og
landnýtingaráætlun hefur áður ver-
ið gerð á jörðum veitustofnana í
Grafningi.
Að náttúrufarskönnuninni. hafa
komið Náttúrufræðistofnun ís-
lands, sem var falið að gera úttekt á
jarðfræði, gróðurfari og fuglalífi,
Fornleifastofnun íslands, sem vinn-
ur fyrir hönd Arbæjarsafns að
skráningu fornleifa og Skógræktar-
félag Islands, sem gerir athugun á
skógræktarskilyrðum. Þá sér korta-
gerðarfyrirtækið Isgraf um gerð
grunnkorts á tölvutæku formi.
Fjölbreytt
útivistarstarfsemi
Meginmarkmið skipulagsvinn-
unnar í Hvammi og Hvammsvík er
að vemda og nýta landkosti jarð-
anna í þágu fjölbreyttrar útivistar-
starfsemi. Gerðar verða tillögur um
aðkomuvegi, göngu- og reiðleiðir,
uppbyggingu á þjónustu og afmörk-
un á ræktunarsvæðum. Þá verða
skilgreind vemdarsvæði vegna
náttúm og sögu og þau tengd
möguleikum við umhverfisfræðslu í
tengslum við fræðslustíga og til-
heyrandi upplýsingaskilti.
Um leið og Alfreð Þorsteinsson,
formaður stjórnar Veitustofnana,
lýsti ánægju sinni yfir samningnum
við Skógræktarfélagið, vitnaði hann
í nýútkomna bók Friðþórs Eydal,
Vígdrekar og vopnagnýr. Þar er
mynd og frásögn af bandarískum
sjóliðum, sem rann það til rifja að
sjá engan trjágróður á athafna-
svæðum sínum í Hvalfirði og plönt-
'CSxSJW‘
JReyniveJlír
Morgunblaðið/Kristinn
GUNNAR Kristinsson hitaveitustjóri, Alfreð Þorsteinsson, formaður sijórnar Veitustofnana, og Ólafur Sig-
urðsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, undirrita samning um skógrækt og uppgræðslu á rúm-
lega 100 hektara landi í Hvammi og Hvammsvík í Kjós.
uðu þvi í Hvammsvík einu litlu
grenitré, sem þeir kváðu vera eina
tréð á öllu íslandi. Það tré er hins
vegar hvergi sjáanlegt nú og kvaðst
Alfreð sannfærður um að byrlegar
blési fyrir skógrækt Reykvíkinga á
svæðinu á komandi árum.
Olafur Sigurðsson, formaður
Skógræktarfélags Reykjavíkur,
sagði undirritun samningsins
marka ánægjuleg tímamót fyrir
skógræktarmenn. Hann minntist
þess að um það bil hálf öld væri nú
liðin frá því að Reykjavíkurborg og
Skógræktarfélag Reykjavíkur
gerðu með sér samning um að fé-
lagið tæki að sér umhirðu og upp-
græðslu útivistarsvæðis borgarinn-
ar í Heiðmörk. Það land væri nú því
sem næst fullplantað og ekki lengur
hægt að verða við óskum áhuga-
samra skógræktarmanna og starfs-
mannahópa um að taka land í fóstur
í nágrenni borgarinnar. Því væri
svæðið í Hvammi og Hvammsvík,
sem mun verða kallað Hvamms-
mörk, kærkomin viðbót.
í ávarpi sínu að undirritun samn-
ingsins lokinni kvaðst Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
hlakka mikið til að aka inn Hval-
fjörðinn að tveimur til þremur ára-
tugum liðnum og sjá hann viði vax-
inn milli fjalls og fjöru.
Umhverfisskipulag \\v a l f j ö r ð u r
Hvammur og Hvammsvík
Núverandi
sumarbúsi
■I Landnemaspildur
Jarðamörk
iíai Þjónustumiastöo
1) ■(Hvammsvík ,
w(«»> Hvammsvik
Neðriháls
Laxarvogur
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
NOKKRAR skemmdir urðu á dráttarbfl þegar hann valt með tengivagn á mótum Vesturlandsvegar og Akra-
nesvegar um klukkan hálftólf í gær.
DRÁTTARBÍLL með tengivagn
valt á vegamótum Vesturlands-
vegar og Akranesvegar laust fyr-
ir hádegi í gær. Á tengivagninum
var steypt húseining sem fara átti
á Grundartanga. Ökumaður slapp
ómeiddur. Nokkuð hvasst var og
vegurinn blautur þegar óhappið
varð. Flutningabfllinn valt rólega
Dráttarbíll
valt með
tengivagn
á hliðina og tengivagninn með og
urðu talsverðar skemmdir á bfln-
um. Að sögn lögreglunnar í Borg-
arnesi tafðist umferð um Vestur-
landsveg nokkuð fram eftir degi
en vegurinn lokaðist þó ekki. Síð-
degis tókst að hífa bfl og vagn á
réttan kjöl og koma einingunni á
leiðarenda.
Pólverjarnir undirrituðu samninga sem þeir skildu ekki
Krafa gerð um að far-
gjaldið verði lækkað
VERKALÝÐSFÉLAG Raufarhafn-
ar hefur krafist þess að Jökull hf.
lækki verð á fargjöldum sem íyrir-
tækið ætlast til að verkafólk frá Pól-
landi greiði vegna ferðar þess frá
Póllandi til Raufarhafnar. Jökull hef-
ur ekki fallist á þessa kröfu, en hefur
boðist til að lengja greiðslutímann.
Jökull tók flugvél á leigu og sótti
verkafólkið til Póllands. Stefnt hafði
verið að því að 13 yrðu með í för til
íslands, en þrír skiluðu sér ekki á
réttum tíma í flugvélina og því varð
kostnaður á mann hærri en annars
hefði verið. Jökull lagði út fyrir far-
gjaldinu, en ætlar að draga gjaldið
af kaupi starfsfólksins, samtals um
92 þúsund krónur.
A þriðjudag var haldinn fundur
með Pólverjunum, trúnaðarmönnum
og stjómendum Jökuls um þetta
mál. Kristján Snædal, formaður
Verkalýðsfélags Raufai'hafnar,
sagði að á fundinum hefði þess verið
krafist að fargjaldið yrði lækkað, en
forráðamenn Jökuls hefðu ekki orð-
ið við því. Þeir hefðu hins vegar boð-
ist til að lengja greiðslutímann og
láta endurgreiðslurnar taka mið af
tekjum fólksins.
Fengu ekki upplýsingar
um réttindi sín
Kristján sagði að málinu væri
ekki lokið af hálfu verkalýðsfélags-
ins. Félagið væri að afla sér upplýs-
inga um verð á ferðum frá Póllandi
til Raufarhafnar, en svo virtist sem
hægt væri að komast þessa leið fyr-
ir mun lægri upphæð en Jökull
hefði boðið Pólverjunum upp á.
Kristján sagði að greinilegt væri
að Pólverjamir væra illa upplýstir
um kjör sín og réttindi. Verkalýðs-
hreyfingin og aðrir sem koma að
málum þeirra mættu taka sig á í
þeim efnum. Samningar sem fólkið
hefði gert væra á frönsku, íslensku
og ensku og fram hefði komið á fund-
inum á þriðjudag að það skildi ekki
samningana. Ráðningarfyrirtækið
sem réð fólkið til starfa hefði ekki
gert því grein fyrir réttindum sínum.
Kristján sagði að Pólverjarnir
hefðu fengið upplýsingar um að far-
gjaldið til íslands kostaði 1.000 doll-
ara eða um 73 þúsund krónur, en því
hefði ekki verið sagt að þessi kostn-
aður næði eingöngu til ferðarinnar
frá Gdansk til Keflavíkur.
Umdeild nýbygging við Laugaveg 53b
Ibúar kæra
ákvörðun borg-
aryfirvalda
ÍBÚAR í nágrenni lóðar númer
53b við Laugaveg í Reykjavík hafa
kært byggingaráform skipulags-
og umferðamefndar Reykjavíkur-
borgar á lóðinni til úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála. Tillaga að byggingu um 2.000
feimetra steinhúss á umræddri lóð
og niðurrif tveggja gamalla timb-
urhúsa var samþykkt á fundi
skipulags- og umferðamefndar
hinn 15. desember sl. og staðfest í
borgarráði degi síðar.
Kæra íbúanna er í tveimur lið-
um. Annars vegar er kærð niður-
staða skipulags- og umferðar-
nefndar um nýtingu lóðarinnar á
Laugavegi 53b og hins vegar er
kærð meðferð nefndarinnar á mál-
inu. Undir kæruna skrifa þau Elín
Ebba Ásmundsdóttir, Jon Kjell
Seljeseth, Svava Guðmundsdóttir,
Friðrik Bridde, Þorkell Ólason og
Árni Júlíusson.
íbúarnir segja í kærunni að
verði byggt á umræddri lóð sam-
kvæmt samþykktri tillögu skipu-
lags- og umferðamefndar muni
umhverfi þeirra og eignir bíða um-
talsvert tjón. Skuggi yrði mikill
vegna fyi-irhugaðrar byggingar og
umferð vegna göngustígs og bíla-
geymslu myndi valda veralegum
óþægindum.
Þá segir í kærunni að skipulags-
og umferðarnefnd hafi ekki sýnt þá
aðgát sem þörf sé á við samþykkt
byggingaráforma á svæðum án
deiliskipulags. Ibúar Hverfisgötu
70 hafi til dæmis farið skriflega
fram á viðræður við skipulagsyfir-
völd vegna málsins um miðjan des-
ember sl. en þeirri beiðni hafi ekki
verið sinnt. Þá hafi íbúar Lauga-
vegar 53b lagt fram sáttatillögu til
nefndarinnar um breytingu á ný-
byggingunni, en hún hafi ekki verið
rædd innan nefndarinnar.
Auk þess hafi íbúi á Laugavegi
53a farið skriflega fram á að borg-
aryfirvöld tækju afstöðu til þyrp-
ingar íbúðarhúsa innan reitsins
með því að gera deiliskipulag.
Þeirri beiðni hafi ekki verið sinnt.
Ennfremur hafi einn nefndarfull-
trúi, Guðrún Jónsdóttir, lagt fram
greinargerð um byggingarreitinn í
heild sinni með tillögu að breyting-
um, en sú greinargerð hafi heldur
aldrei verið rædd.
Áskilja sér rétt
til skaðabóta
I kærunni fara íbúarnir fram á
að úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála, sem skipuð er af
umhvei'fisráðherra, felli úr gildi
staðfestingu borgarráðs á sam-
þykkt skipulags- og umferðar-
nefndar frá desember sl. Auk þess
fara þeir fram á að afstaða verði
tekin til þyrpingar íbúðarhúsa inn-
an reitsins með því gera deiliskipu-
lag.
Ibúarnir áskilja sér ennfremur
rétt til skaðabóta verði byggt
samkvæmt samþykktri tillögu
skipulags- og umferðarnefndar frá
15. desember si. og segja að í
þeirri samþykkt hafi ekki verið
tekið tillit til sjónarmiða íbúa
hverfisins.
h