Morgunblaðið - 22.01.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 22.01.1998, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sameining sveitarfélaga í vestanverðum Flóa Yrði tæplega 5.500 manna sveitarfélag Selfossi - Sveitarstjórnir Selfoss- bæjar, Eyrarbakkahrepps, Stokks- eyrarhrepps og Sandvíkurhrepps samþykktu á fundum sínum undir lok síðasta árs að efna til atkvæða- greiðslu um sameiningu þeirra í eitt öflugt sveitarfélag. Var sú ályktun gerð í kjölfar ítarlegrar úttektar á rekstri sveitarfélaganna sem fram fór á síðasta ári. Skipuð samstarfs- nefnd um sameiningu sveitarfélag- anna kynnti á dögunum skýrslu sem fjallar um þá möguleika sem eru í stöðunni varðandi sameiningu. I sameiginlegri ályktun 10 manna sameiningarnefndar, þar sem full- trúar sveitarfélaganna fjögurra eiga sæti, segir eftirfarandi: „Ljóst er að skiptar skoðanir eru um það meðal íbúanna hvort sameina beri sveitar- félögin fjögur. Eftir ítarlega athug- un á málinu er mat okkar hins veg- ar það að kostirnir séu mun fleiri en gallarnir. Eftir sameiningu yrði til í vestanverðum Flóa langöflugasta sveitarfélag Suðurlands; kröftugt vaxtarsvæði og sannkallaður höfuð- staður fjórðungsins." Kosið 7. febrúar I skýrslunni má finna margvís- legar upplýsingar um þetta mál þar sem núverandi skipan mála er reif- uð og lagðar fram hugmyndir um það sem tæki við eftir sameiningu. Skýrslunni er skipt upp eftir mála- flokkum og leitast er við að gera texta og aðrar upplýsingar aðgengi- legar til að allir geti myndað sér skoðun og tekið afstöðu í atkvæða- greiðslu laugardaginn 7. febrúar nk. Ibúafjöldi í sameinuðu sveitarfé- lagi Selfossbæjar, Eyrarbakka- hrepps, Stokkseyrarhrepps og Sandvíkurhrepps yrði 5.472 manns miðað við 1. desember 1997. íbúa- fjöldi í hverju þessara sveitarfélaga þá var sem hér segir: Selfossbær 4.321 íbúi, Eyi-arbakkahreppur 529 íbúar, Stokkseyrarhreppur 512 íbú- ar, Sandvíkurhreppur 110 íbúar. Þess má geta að hið nýja sveitarfé- lag yrði það 7. fjölmennasta í land- inu og 3. stærsta á landsbyggðinni. 9 fulltrúar í sveitarstjórn Núna eru 9 fulltrúar í bæjar- stjóm Selfoss, hreppsnefndir Eyr- arbakka- og Stokkseyrarhrepps eru skipaðar 7 fulltrúum hvor en 5 full- trúar sitja í hreppsnefnd Sandvík- urhrepps. Samtals stýra því 28 manns þessum sveitarfélögum. Stöðugildi á skrifstofum sveitarfé- laganna eru 11,3. Gert er ráð fyrir að í sveitarstjórn sameinaðs sveitar- félags verði 9 fulltrúar og nefnist hún bæjarstjórn, en það er í sam- ræmi við það sem gerist í sveitarfé- lögum af viðlíka stærð. Byggðarráð verði skipað þremur fulltrúum úr hópi kjörinna fulltrúa og nefnist bæjarráð. Fjögur meginsvið Nýtt skipurit fyrir hið nýja sveit- arfélag hefur ekki verið að fullu mótað. í undirbúningi málsins hef- ur þó verið gert ráð fyrir því að stjómskipulag nýs sveitarfélags skiptist í fjögur meginsvið: Fjár- mála- og stjórnsýslusvið, félags- þjónustusvið, fræðslu- og menning- arsvið, tækni- og umhverfissvið. Fyrir hverju sviði fari forstöðumað- ur er heyri beint undir bæjarstjóra en hann sækir umboð sitt til bæjar- stjórnar. Vænleg íjárhagsstaða Fjárhagsstaða sveitarsjóðanna nú er nokkuð mismunandi. Nettóskuldir sveitarsjóðanna með skuldbindingum í árslok 1996 á hvern íbúa vom minnstar í Selfoss- bæ og námu þær 107.000 kr., í Eyr- Oifusá Morgunblaðið/Sig. Fannar YFIRLITSMYND af vestanverðum Flóa þar sem kosið verður um sam- einingu hinn 7. febrúar næstkomandi. arbakkahreppi 169.000 kr. og í Stokkseyrarhreppi 186.000 kr. í Sandvíkurhreppi var peningaleg staða jákvæð um 15.000 kr. á íbúa. Hér er miðað við sveitarsjóðina án félagslegra íbúða og orkuveitu. Að meðaltali námu nettóskuldir því 118.000 kr. á hvem íbúa. Þegar eignastaða félagslegra íbúða og Selfossveitna bs. er tekin inn í þessa mynd kemur í ljós að skuldir umfram eignir nema aðeins 32.000 kr. á hvern íbúa í nýju sveit- arfélagi. Það er því Ijóst að hið nýja sveitarfélag væri vel sett í þessum efnum og fjárhagsleg staða þess með því besta sem gerist í landinu. Á komandi dögum verða haldnir kynningarfundir vegna kosning- anna og verða þeir á eftirtöldum stöðum. Sandvíkurhreppur: Mánu- daginn 26. janúar kl. 21.00 á Hótel Selfossi. Selfoss: Þriðjudaginn 27. janúar kl. 20.30 á Hótel Selfossi. Eyrarbakki: Miðvikudaginn 28. jan- úar kl. 20.30 í samkomuhúsinu Stað. Stokkseyri: Fimmtudaginn 29. jan- úar kl. 20.30 í samkomuhúsinu Gimli. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Geymsluskúr brann í Hveragerði Sameiningarmál í Grindavik Sameinaður listi jafnaðar- og fél- agshyggjufólks Hveragerði - Slökkvilið Hveragerð- is var kallað út um síðustu helgi vegna bruna í geymsluskúr við Far- fuglaheimilið Ból í Hveragerði. Að sögn lögreglunnar á Selfossi gekk greiðlega að slökkva eldinn en mikl- ar skemmdir urðu vegna elds og vatns á munum og tækjum Far- fuglaheimilisins, sem geymd voru í geymslunni. Hitakerfi alls hússins var í geymsluskúrnum og skemmd- ist það töluvert. Á laugardag gáfu sig fram við lögregluna tveir dreng- ir sem játuðu að hafa kveikt í skúrn- um og telst málið nú upplýst. Grindavík - Sameiningarbylgjan er komin til Grindavíkur og stefna Al- þýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og óháðir að því að bjóða fram sam- eiginlegan lista í komandi bæjar- stjómarkosningum. Nokkuð langt er um liðið síðan fyrstu hugmyndir um sameiginlegt framboð áður- nefndra aðila komust í umræðuna, en nú virðist kominn skriður á mál- ið. Ljóst er að þessi sameining breytir nokkuð pólitísku landslagi í Grindavík. Valkostirnir verða því líklega þeir að velja annaðhvort nýja listann eða sama meirihluta aftur, sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda. Að sögn Pálma Ingólfssonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokks, var nefnd skipuð tveimur fulltrúum frá Alþýðuflokki og tveimur frá Al- þýðubandalagi fengin til að vinna að stofnun þessa nýja félags, sem ber nafnið „Bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks í Grindavík". Fyrir Álþýðuflokk sátu í nefnd- inni formaður flokksins í Grindavík, Sigurður Gunnarsson, og Pálmi Ingólfsson, en formaður Alþýðu- bandalags Grindavíkur, Valgerður Áslaug Kjartansdóttir, og Hörður Guðbrandsson fyrir Alþýðubanda- lag. Á félagsfundi var þessi samein- ing síðan samþykkt í báðum flokk- um samhljóða. Þegar Sigurður Gunnarsson var spurður hvernig honum litist á framboðið sagði hann: „Mér líst mjög vel á þetta, enda er þetta lang- þráður draumur. Núverandi meiri- hluti er búinn að sitja fjögur kjör- tímabil og það er komið að því að skipta um meirihluta." Hörður Guðbrandsson var líka mjög bjartsýnn á árangur væntan- legs framboðs og sagði: „Það eru miklar vonir bundnar við þennan nýja lista og við ætlum að velta nú- verandi meirihluta." Nýi listinn mun bjóða fram undir nafninu Grindavíkurlistinn en ekki hefur verið rætt um listabókstaf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.