Morgunblaðið - 22.01.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 22.01.1998, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vatnslitir og teikningar í . Stöðlakoti JÓHANN Jónsson opnar sýningu á vatnslitamyndum og teikningum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laug- ardaginn 24. janúar. Jóhann er fæddur árið 1948 og hélt sína fyrstu einkasýnigu 1987 í Akogeshúsinu í Vestmannaeyj- um og í Stadsbibliotek Borlange í Svíþjóð 1990. Hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýning- um. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og henni lýkur 8. febrúar. VERKIN á sýningu Jóhanns eru unnin á árinu 1997. Lítilræði af Ítalíu MYNDLIST Gallerf Fold MÁLVERK Jónas Viðar Sveinsson. Opið daglega frá 10-18, laugardaga 10-17 og sunnudaga 14-17. Aðgangur ókeypis. Til 25. janúar. JÓNAS Viðai’ nam við listaakadem- íu í Carrara á Italíu og dvöl hans þar hefur greinilega markað spor í list hans. Málverk Jónasar reyna að endurvekja hið ítalska andrúmsloft, sérstaklega í gegnum liti, hlýja gula og bleika liti, marmara-bleikan, okkurgulan, laxableikan, ferskju. Allar myndirnar eru einlitar, en á miðjum myndunum eru örsmáar fígúrur, ein eða tvær saman, án nokkurs umhverfis til að halla sér að: Listamaðurinn, konan (eða lista- gyðjan), Amor, vængjaður fiskur. Fígúrurnar búa ekki yfir neinni sér- stakri frásögn, þær eru frekar eins og örlitlir skúlptúrar úr gifsi, án boðskapar og án nokkurrar merk- ingar, nema þeirrar að hafa ein- hverja almenna skírskotun í hið „ítölskulega". Annars má segja að það hafi lengi verið til tvær Ítalíur; hin landfræði- lega Italía og hin ímyndaða Ítalía listarinnar. Það er ekki síst sú síðari sem hefur heillað, þar sem saga, goðsagnir og munúð renna saman í eitt. En eins og þessi Ítalía hugans er nú heillandi þá getur hún h'ka haft lamandi áhrif á ímyndunaraflið. Hún hefur allt, og það þarf engu að bæta við - eða réttara sagt: það er ekki hægt að bæta neinu við! Jónas Viðar er hálffertugur Akureyringur, sem hefur sýnt reglulega fyrir norðan, eftir því sem mér sýnist af sýningarskrá. Óneit- anlega verður manni hugsað til ann- ars málara frá Akureyri, Kristínar Gunnlaugsdóttur, sem stúderað hef- ur hinn ítalska menningarheim. En þar er ólíku saman að jafna, því það vantar einhvern innri karakter í þessar myndir Jónasar Viðars. Fígúrurnar Ijá myndunum írónískt yfirbragð sem fær mann til að velta fyrir sér hvaða hugur fylgir máli. Gunnar J. Arnason Púað á Vínarfílharmóníuna Madríd. Reuters. SÁ fáheyrði atburður átti sér stað á tónleikum Vínarfflharmón- íunnar í Madríd að áheyrendur púuðu á hljómsveitina fyrir að leika falskt í Bolero eftir Ravel. „Söguleg stund“ sagði einn tón- leikagesta í samtali við dagblaðið E1 País að loknum tónleikunum. „Áhorfendur í Madríd gerðu upp- reisn gegn einni þekktustu sin- fóníuhljómsveit heims.“ Bolero var siðasta verkið á efn- isskrá Vínarfflharmóníunnar, en fram að því höfðu tónleikarnir verið áfallalausir. Fyrst fór óbó- Ieikari út af laginu, þá hornleik- ari. Fljótlega renndi básúnuleik- ari sér í kjölfarið enjiá var áhorf- endum nóg boðið. „Ut með ykkur, út með ykkur,“ hrópuðu þeir á hljómsveitina. Talsmenn tónlist- arhússins þar sem tónleikarnir voru haldnir túlkuðu atburðinn sem óánægju með túlkun hljóm- sveitarinnar á hinu þekkta verki Ravels. Lorin Maazel, stjórnandi Vínar- fflharmóníunnar, lét sem hann heyrði ekki hróp áhorfenda og liélt tónleikunum áfram, undir lófataki fáeinna kurteisra tón- leikagesta. Vínarfflharmónían er 156 ára gömul og ein virtasta hljómsveit heims. Hún komst í fréttirnar fyr- ir skemmstu er hún neyddist til að veita konum aðgang, en sú stefna hennar að ráða aðeins karlkyns hljóðfæraleikara hefur sætt mikilli gagnrýni. Þú klippir út myndina hér til hliðar og límir á svarseðilinn sem birtist á síðu 49 í Morgunblaðinu 14. janúar. Þá átt þú möguleika á að vinna ferð fyrir tvo í Tívolí í Kaupmannahöfn, miða á sýninguna Bugsy Malone eða geisladisk með tónlist- inni úr sýningunni. Mynd 7 af 10 bff. IjsTjOnu porountlaiijb Stokkhólmur ‘98 - menningarárið hafið með pomp og prakt „GÖTULIST" í Stokkhólmi. Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. OPNUN menningarhöfuðborgar- ársins í Stokkhólmi um helgina fór fram í óvenjugóðu veðri, sem þó kom sér ekki að öllu leyti vel fyrir menninguna. Mildur vetur hefur að visu sparað sænskum bæjarfé- lögum milljónir í snjómokstur, en í staðinn kostað menningarárið í Stokkhólmi snjó- og ísmokstur. ís- höll í Kungstradgárden í miðbæn- um er að utan eins og snjóhrúga sem hefur verið rutt af götunni, en inni koma í Ijós hvelfíngar með listaverkum úr ís. A neðanjarðar- brautarstöðvum og götum borgar- innar voru víða uppákomur og sýningar opnaðar í sjö söfnum samtímis. En þótt ekki hafí skort flugeldasýningu og aðrar uppá- komur eru ýmsir hræddir um að fjármál ársins séu ekki í sem traustustum farvegi. Engin hátið án skamm- stafana: K-98 Engin er hátíð án skammstaf- ana og menningarárið í Stokk- hólmi gengur undir heitinu K-98. Menningin var borin út á götur og stræti, svo menningin kom til fólksins en ekki fólkið til menning- arinnar, og auðvitað fylgdist sjón- varp og útvarp með og sendi út af kappi. Hin stórbrotna íshöll laðaði að sér þúsundir manna, þótt það þyrfti tækni í formi kælileiðslna til að forða höllinni frá að breytast í formlausa snjóhrúgu. Tærar ís- blokkir að norðan höfðu verið fluttar til borgarinnar og mynd- uðu uppistöðu í höllinni, auk þess sem listamenn hjuggu þær til. Inni var líka bar, þar sem boðið var upp á drykki í litlum ísblokk- um, holuðum út eins og glös. Efa- laust rétt hitastig á þeim drykkj- um. Höllin var svo þakin snjó, sem aldrei þessu vant var ekki hægt að moka saman á náttúrulegan hátt, heldur þurfti að búa hann til með ísvélum. Hitinn var vel yfir frost- marki, sem er einstakt á þessum tíma árs, en nú stefnir í kólnandi veður svo höllin stendur væntan- lega lengi enn. A torginu við Kulturhuset var á laugardaginn uppákoma til að marka opnun menningarárs barna og unglinga. A Östermalm-torginu stigu dansarar fram og dönsuðu ballett. I strætó stigu leikarar fram, gengu meðal farþeganna og fóru með ljóð fyrir þá. Á einni neð- anjarðarbrautarstöðinni sviptu verðirnir sig varðarfötunum og stóðu þá í búningum sem hæfðu Mozart-óperutextunum sem þeir fluttu, því þetta voru ekki venju- legir verðir, heldur nemendur Óperuskólans. Á annarri stöð var gospel-tónlist á dagskrá og á einni lestarlínunni var flutt leikrit. Það fór því ekki framhjá þeim sem áttu leið um miðborgina um helg- ina að mikið stendur til. Ný safnahús - óvissa vegna fjárskorts En söfn og aðrir menningar- staðir lágu heldur ekki á liði sínu. Ein helsta myndlistarsýning árs- ins kallast Ai-chipelag og er haldin á sjö söfnum, sem sinna annars ekki nútímalist. Á afmörkuðum svæðum á söfnunum er komið upp nútímalistasýningum, sem síðan verður skipt út fimm sinnum yfir árið. Einn helsti viðburður ársins verður svo opnun nýuppgerðs Moderna Museet 14. febrúar á Skepsholmen. Á fyrstu sýningunni verður list frá sjöunda áratugnum, en síðan tekur við sýning á verk- um spænska málarans Miro. Sjálft safnið þykir eitt besta nútímalista- safn í Evrópu, svo þar er af nógu að taka. Um svipað leyti verður einnig opnað á hólmanum safn um byggingarlist. I vor verður haldin söguhátíð, sem beinir athyglinni að gömlum bæjarhlutum borgar- innar, svo eitthvað sé nefnt. Fjárhagshlið menningarborg- anna hefur löngum verið erfið viðureignar. Þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar um að menningarárið í Kaupmannahöfn stæði undir sér fór svo að á því varð halli upp á um 300 milljónir íslenskra króna. I raun kannski ekki slæmt, því alls fóru um tíu milljarðar til hátíðar- innar, helmingur frá hinu opin- bera og helmingur frá einkaaðil- um. í Stokkhólmi leggur hið opin- bera til svipaða upphæð og í Dan- mörku, en hins vegar hafa aðeins fengist um 500 milljónir íslenskra króna frá einkaaðilum og það veldur áhyggjum. Um þúsund at- riði eru á dagskrá, en enn er ekki ljóst hve mörg verða í raun fram- kvæmd. Borgin Þessalóníka í Grikklandi, þar sem menningarár- ið var haldið hátíðlegt í fyrra, hef- ur nú lent í vandræðum vegna uppgjörsins, því Evrópusamband- ið, sem leggur til upphæð til hvers menningarárs, er ekki sátt við bókhaldið og hyggst fara nánar í saumana á rekstrinum. Síðustu sýning’ar Leikfélag Reykjavíkur Augun þín blá SKEMMTIDAGSKRÁNNI Aug- un þín blá, sem byggð er á lögum og textum Jónasar og Jóns Múla Árnasona úr söng- og gamanleikj- um, fer senn að ljúka og eru tvær sýningar eftir. Flytjendur eru Andrea Gylfa- dóttir, Bergþór Pálsson, Jóhanna Jónas, Kjartan Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Theodór Júlíusson og Víðir Stefánsson. Hljómsveit skipa Kjartan Valdemarsson, Gunnlaugur Briem, Sigurður Flosason og Þórður Högnason. Sýningar verða laugardaginn 24. janúar og fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20.30. áHMF'ÁRÍK HEELSÖEFMI Auka orku, úthald og einbeitingu Fást í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum '+MÍÍÍlSSÍiÍS* BIO QINON Q-10 Hykur orku, úthald og vellíðan URTE PENSIL Sólhattur og Propolis virka vel saman. Gæðaefni Skallin Plus vinur magans _ Bio Silica. járn í melassa PROPOLIS Gæðaefni frá Healthilife Sterkir Propolis belgir (90 stk.) virka sérlega vel. Þú getur treyst heilsuefnum frá Parma Nord 100% Bio-Biloba Ginkgo Bio-Selen + Zink Bio-Chróm - grennandi Bio-Giandin Bio-Caroten Bio-Calcium Bio-Magnesium Bio-Fiber Bio-E-vítamín Bio-Zink Bio-Marin Sími 557 6610.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.