Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 40
4 0 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Kveöjuathöfn um móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MAGNEU J. INGVARSDÓTTUR,
Dalbraut 27,
verður í Áskirkju á morgun, föstudaginn
23. janúar, kl. 13.30.
Katrín Sigurðardóttir, Guðlaugur Borgarsson,
Inga Jóna Sigurðardóttir, Eyjólfur G. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
INGIBJÖRG VALDEMARSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Norðurgötu 4,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánudaginn 19. janúar.
Börnin.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
húsgagnasmíðameistari,
Grandavegi 47,
áður Fornhaga 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 23. janúar kl. 15.00.
Peim, sem vildu minnast hans, er bent á
Styrktar- og líknarsjóð Oddfellow.
Guðríður Jónasdóttir,
Reynir Magnússon, Kolbrún Kristjánsdóttir,
Bogi Magnússon, Sigrún Pétursdóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN ÞÓRARINSSON
járnsmiður,
verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugar-
daginn 24. janúar kl. 14.00. Sætaferð verður
frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.00 á laugar-
dagsmorgun.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á hjúkrunarheimilið Barmahlíð.
Hallfríður Guðmundsdóttir,
Þórarinn Þorsteinsson, Þórunn Játvarðardóttir,
Steinunn Þorsteinsdóttir, Valdimar Jónsson,
Sigvaldi Þorsteinsson, Kristín Mogensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
langafi,
HARALDUR GÍSLI BJARNASON
trésmfðameistari,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
áður Mánabraut 9,
og
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu-
daginn 23. janúar kl. 14.00.
Guðjón Haraldsson, Herdís Magnúsdóttir,
Bjarnfríður Haraldsdóttir, Sigurður Hjálmarsson,
Ólöf Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
í dag, fimmtudaginn 22. janúar, frá kl. 13.00—15.00 vegna
jarðarfarar ANTONS ÓLASONAR.
B og L.
ANTON
ÓLASON
+ Anton Ólason
fæddist í Reykja-
vík 9. júní 1919.
Hann lést á Land-
spítalanum í Reykja-
vík 13. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Margrét
Helgadóttir, f. 3. des.
1896 á Akranesi, d. í
Reykjavík 3. sept.
1931, og Óli Kristinn
Konráðsson neta-
gerðarmeistari, f. á
Fáskrúðsfirði 26.
mars 1900, d. á
Akureyri 7. sept.
1948. Systur Antons eru: (sam-
mæðra) Erna Adólfsdóttir, f. 19.
ágúst 1923, og (samfeðra) Bella
Kristín Óladóttir, f. 21. maí 1924.
Anton giftist 8. júní 1940 Kri-
stjönu Valdemarsdóttir, f. 30.
nóv. 1916 að Veisu í Fnjóskadal,
og hófu þau sinn búskap á Akur-
eyri. Kristjana og Anton eignuð-
ust þijú börn, þau eru: 1) Birgir
Eyvík, f. 9. nóv. 1940, fyrri maki
Guðrún Emelía Guðnadóttir, f.
2. nóv. 1942, barn þeirra er
Halldóra, f. 4. des. 1961 og á
hún tvö börn, tvíburana Sigrúnu
Leu og Guðrúnu Emeliu, f. 22.
maí 1991. Þau
skildu. Seinni maki
Kristrún Baldurs-
dóttir, f. 8. nóv.
1938, d. 5. maí 1989,
þeirra börn: Baldur
Óli, f. 2. maí 1965, d.
13. sept. 1972, Börk-
ur, f. 23. ágúst 1966,
maki hans er Hrafn-
hildur Óladóttir og
eiga þau þrjú börn:
Bryndísi _ Björk,
Kristrúnu Ösp, og
Baldur Óla. Hlynur,
f. 22. janúar 1968,
maki hans er Inga
Huld Pálsdóttir og eiga þau tvö
börn, Laufeyju Elísu og Liilý
Rut. Krisljana Ösp, f. 13. mars
1973, maki Askell Þór Gíslason.
2) Valborg, f. 11. janúar 1946,
ógift og barnlaus. 3) Óli Konráð,
f. 17. júní 1947, fyrri maki
Helga Ágústdóttir, f. 5. maí
1947, þeirra börn eru Darri, f.
25. maí 1971, og Diljá, f. 3. des.
1979. Þau skildu. Núverandi
sambýliskona Óla er Ingibjörg
Eggertsdóttir.
Utför Antons fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Margar fallegar og skemmtilegar
minningar eigum við systkinin um
Anton afa okkar sem lést á Land-
spítalanum hinn 22. janúar eftir
stutta legu. Með þessu fallega
kvæði viljum við kveðja hann og
þakka honum fyrir allt og allt,
minningarnar munum við geyma í
hjarta okkar um ókomna framtíð.
Kom, huggari, mig hugga þú,
Kom, hönd og bind um sárin,
Kom, dögg, og svaia sálu nú,
Kom, sól, og þerra tárin,
Kom, hjartans heilsulind,
Kom, heilög fyrirmynd,
Kom, Ijós, og lýstu mér,
Kom, líf, er ævin þver,
Kom, eilífð, bak við árin.
(V. Briem.)
Halldóra, Börkur, Hlynur
og Kristjana Ösp.
Elsku pabbi minn.
Eg geri þessi orð Einars Bene-
diktssonar að mínum.
En ástin er björt sem bamsins trú,
hún bliknar í (jóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú,
oss fmnst þar í eining streymi.
Frá heh til lífs hún byggir brú
Og bindur oss öðrum heimi.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri; en auga sér
mót öllum oss faðmin breiðir.
Saknaðarkveðjur.
Þín dóttir,
Valborg.
Elsku pabbi.
Fáein og fátækleg orð til að
þakka samveruna sem við áttum. Á
þessari stundu streyma minning-
arnar gegnum hugann, og þær eru
allar bjartar. Fyrstu minningamar
frá Akureyri tengjast flutningi í
nýja íbúð sem þú innréttaðir af þín-
um kunna hagleik.
Síðan rekur hvað annað, leikföng-
in sem þú smíðaðir, veiðistöngin,
fyrsti stuðningurinn á reiðhjólinu
og hjólið, fá að fara með þér í vinn-
una og heimsóknirnar í sveitina,
svona væri lengi hægt að telja.
Síðan flytur fjölskyldan til
Reykjavíkur og þá fengum við að
kynnast fólkinu þínu af Grundar-
stígnum, nýrri atvinnu þinni, góðum
og tryggum vinnufélögum hjá B og
L, sem þú áttir eftir að vera sam-
vistum við næstu 40 árin.
Þá var komið að því að strákurinn
færi í bílpróf, ekki stóð á leiðbein-
ingum og æfingunum, minnisstæðar
eru allar ferðirnar sem ég fékk að
fara með þér um landið og kynnast
því, bæði á þjóðveginum og utan
vegar, svo og að læra að umgangast
landið. Svo kom að því að stofna eig-
in fjölskyldu, ekki var síðra að eiga
þig þar að, bæði í gleði og sorg.
Lengst af bjó ég með minni fjöl-
skyldu utan Reykjavíkur og alltaf
var sama tilhlökkunin hjá okkur
þegar von var á ykkur í heimsókn,
eða þegar við skruppum í Sólheim-
ana.
Þú varðst fyrir áfalli, rétt eftir að
þínum farsæla vinnutíma lauk og ég
hef oft óskað þess að þú hefðir haft
lengri tíma til að eyða með mömmu
og fjölskyldunni í rólegheitum á
þessum efri árum, en þú tókst þessu
áfalli með þínu vanalega æðruleysi
og án þess að glata húmornum.
Einnig er mér minnisstætt að
aldrei heyrði ég styggðaryrði fara á
milli ykkar mömmu, og ekki er það
lítið veganesti fyrir ungling að
leggja út í lífið með þann kærleika
sem ég varð aðnjótandi heima.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera nálægt þér síðustu
árin.
Þinn sonur,
Birgir.
Við Anton Ólason vorum vinnufé-
lagar um nokkurra ára skeið á sjö-
unda og áttunda áratugnum hjá
Bifreiðum og landbúnaðarvélum.
Anton hafði lengi séð um standsetn-
ingu og afhendingu rússneskra bif-
reiða sem allir þekkja sem komnir
eru til vits og ára. Þegar mig rekur
þarna á fjörur hafði starfsemi þessi
farið fram í mikilli skemmu sem
ennþá stendur á milli húsa inn við
Suðurlandsbraut. í skemmunni og á
landareign fyrirtækisins á milli
Suðurlandsbrautar og Ármúla, sem
nú er, stóðu oft fleiri hundruð miklir
kassar sem innihéldu bifreiðir sem
komið höfðu langan veg frá Sovét.
Þama starfaði gjarnan mikill fjöldi
manna og ekki síst unglingar við að
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang^ þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
koma bflunum úr kössunum, á hjól-
in og snyrta þá til fyrir afhendingu
til íslenskra almúgamanna. Starf-
seminni stjómaði Anton af rögg-
semi og snyrtimennsku. Samkeppni
var að aukast í bílasölu, bílar voru
farnir að koma frá Japan og fólk
hafði meiri peningaráð. Væntanlega
af þeim ástæðum var ákveðið að
setja af stað verkstæðisrekstur þar
sem reynt yrði að veita þjónustu
fyrir nýja bíla meðan þeir væm í
ábyrgð seljandans. Þegar ég sagði
kunningjunum að til stæði að ég
tæki að mér stjórn þessa nýja verk-
stæðis sögðu þeir einum rómi að nú
gengi ég í gin ljónsins; Toni væri
svo heimaríkur að ég fengi engu
stjórnað, þvert á móti yrði mér
stjómað. Skemmst er frá að segja
að hrakspárnar stóðust ekld. Anton
reyndist mér hinn besti félagi og
ekki síður leiðbeinandi í lífsins
skóla.
Snyrtimennska, þrifnaður og góð
regla var í fyrirrúmi og ég sá að þar
var lykillinn að því að starfsemin
gengi snurðulaust. Nýtni og útsjón-
arsemi Tona komu sér oft vel, því
ekki varð gengið að því vísu á þess-
um árum að til væm varahlutir, og
sendingar komu eftir vikna eða
mánaða bið, enda var allt eins víst
að það sem mest lá á væri ekki í
kassanum. Einn stærsti kostur Ant-
ons var trúmennska við húsbændur
sína, hann hefði ekki gætt betur að
eignum og húsum fyrirtækisins þótt
hann hefði átt þau sjálfur. Mest mat
ég þó Anton íyrir það að hann var
þægilegur í umgengni og skemmti-
legur maður, hann sagði prýðisvel
frá, hafði gott auga fyrir því spaugi-
lega og þekkti fjölda manns viða á
landinu, en það virðist undirstöðu-
þáttur í fari góðra sögumanna. Nú
er þessi gamli vinnufélagi minn og
samferðamaður genginn, við gátum
lítið talað saman seinni árin svo
þetta þankabrot verður síðasta
kveðjan.
Ingibergur Elíasson.
Með nokkrum orðum langar mig
að kveðja góðan vin minn, Anton
Ólason. Ég kynntist Antoni sem lítil
stelpa, en hann var giftur Kristjönu
Valdimarsdóttur, frænku minni.
Sterk frændsemis- og vinatengsl
voru milli þeirra hjóna og mömmu
og pabba. Þær báru sama Krist-
jönunafnið mamma og Jana frænka.
Anton kallaði mömmu alltaf frænku
með áherslu og norðlenskum hreim.
Hann hafði mjög gaman af að ýkja
norðlenskuna og tala um banka,
dunka og bauka. Það var árviss við-
burður til margra ára að Anton,
Jana frænka og börnin þeirra
dvöldu í sumarfríi hjá okkur í
Grímshúsum, en þau hjónin eignuð-
ust þrjú börn, Birgi, Valborgu og
Óla Konráð.
Mikil var tilhlökkunin þegar þau
komu. Anton var svo skemmtilegur.
Hann var þéttur á velli, en ótrúlega
liðugur. Hann fór í alls kyns leiki
með okkur krökkunum, sprellaði og
spaugaði, sýndi jafnvel töfrabrögð.
Svo var hann ótrúlega laginn að
gera við alla hluti. Ég gleymi aldrei
þegar þau komu í fyrsta skipti á
gamla græna Bedford, sem Ánton
hafði svo listilega gert upp. Að sjálf-
sögðu voru drengirnir þeirra í sveit
hjá frændfólkinu í Hellulandi og
Grímshúsum í Aðaldal. Eitt sinn
buðu þau hjónin mömmu og Þor-
björgu frænku í Hellulandi til
Reykjavíkur. Það var dekrað við
þær og margir staðir sóttir heim.
Þær fengu síðan send albúm með
myndum og ferðasögu. Þetta albúm
er enn til og hefur mikið verið skoð-
að, en mamma naut þess að rifja
upp þessar stundir, sem þær
frænka áttu með þeim Antoni og
Jönu frænku.
Seinna, þegar ég var orðin full-
orðin og kom til Reykjavíkur í vinnu
og skóla, stóð heimili þeirra í Sól-
heimum 23 mér opið. Að sjálfsögu
lagði Anton mér lífsreglurnar í stór-
borginni. Elsku Anton, hafðu hjart-
ans þökk fyrir allar gleði- og
ánægjustundir, glettni þína og
hlýju. Ég bið Guð að styrkja mína
góðu frænku Jönu og nánustu
skyldmenni.
Helga Hallgrímsdóttir.