Morgunblaðið - 22.01.1998, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
í DAG
Safnaðarstarf
Samkoma í Fíla-
delfíu í kvöld
SAMKOMUR samkirkjulegu bæna-
vikunnar halda áfram í kvöld með
samkomu í Fíladelfíukirkjunni og
hefst hún kl. 20.30.
Ræðumaður kvöldsins verður
Miriam Óskarsdóttir, kafteinn í
Hjálpræðishernum. Lofgjörðarhóp-
ur Fíladelfíu syngur og einnig verð-
ur mikill almennur söngur.
Allir eru hjartanlega velkomnir á
samkomur bænavikunnar.
Þorrahátíð í
Neskirkju
NÆSTKOMANDI laugardag, þann
24. janúar, klukkan 16 verður
þorrahátíð í Neskirkju. Fram verð-
ur borinn hefðbundinn þorramatur
á hlaðborði, sfldarréttir og heitt
saltkjöt.
Margt verður sér til gamans gert.
Hjónin Sigrún Magnúsdóttir, borg-
arfulltrúi, og Páll Pétursson, félags-
málaráðherra, flytja minni karla og
kvenna. Miriam Óskarsdóttir syng-
ur einsöng og stjómar samkvæmis-
leikjum. Reynir Jónasson leikur á
harmoniku undir léttsveiflu og
fjöldasöng.
Þátttöku þarf að tilkynna kirkju-
verði í síma 551 6783 á milli klukkan
16-18 fyrir fóstudagskvöld.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17. Biblíulestur í safn-
aðarheimilinu kl. 20.30.
Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í
safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a,
fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15
samverustund fyrir böm 9-10 ára.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgeltónlist. Léttur hádegis-
verður á eftir.
Háteigskirlya. Starf fyrir 6-9 ára
böm kl. 17 í safnaðarheimilinu.
Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl.
21. Kyrrð, íhugun, endumæring.
Allir velkomnir.
Langholtskirkja. Foreldra- og dag-
mömmumorgunn kl. 10-12.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir. Samverustund
fyrir eldri borgara kl. 14. Starf fyrir
10-12 ára börn kl. 17.
Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30.
Ferðir Páls postula. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12
ára stráka og stelpur kl. 16.30-17.30
í Ártúnsskóla.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á morgun kl. 10-12.
Digraneskirkja. Kl. 10
mömmumorgunn. Leikfími aldraðra
kl. 11.15. Bæna- og kyrrðarsstund
kl. 18. Bænaefni má setja í bæna-
kassa í anddyri kirkjunnar eða hafa
samband við sóknarprest. Kl. 20.30
félagsvist hjá kirkjufélaginu.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-
12 ára kl. 17.
Grafarvogskirkja. Mömmumorg-
unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestrar,
bænastund o.fl. Kaffí. Æskulýðsfé-
lag, 14-16 ára, kl. 20-22.
Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl.
16.
Kópavogskirkja. Starf eldri borg-
ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu
Borgum.
Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir
9-12 ára stráka kl. 17.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu. Æskulýðsfundur
kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar-
höfn, Strandbergi. Opið hús í Von-
arhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára
böm kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21.
Bæna- og kyrrðarstund kl. 22.
Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl.
17.15-18.30.
Akraneskirkja. Fýrirbænaguðsþjón-
usta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Bænasamkoma vegna sameigin-
legrar bænaviku kristinna safnaða.
Ræðumaður Miriam Óskarsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá
kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar á
sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar-
og fræðslustund kl. 17.30. Ferm-
ingamndirbúningur er á þriðjudög-
um og fimmtudögum.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
TTT-starf fyrir 10-12 ára börn kl.
17.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Danir, Norðmenn og Banda-
ríkjamenn mæta á bridshátíð
13.-16. febrúar
17. bridshátíð BSÍ, BR og Flug-
leiða fer fram á Hótel Loftleiðum
helgina 13.-16. febrúar.
Gestir bridshátíðar að þessu sinni
eru: Sabine Auken, Evrópumeistari
í tvímenningi kvenna 1995 og 1997
og einn besti kvenbridsspilari í
heiminum í dag. Með henni koma
landsliðsmennirnir Jens Auken,
Morten Andersen og Sören Christi-
ansen, sem unnu bronsið á ólympíu-
mótinu á Ródos 1996.
Norska landsliðið, sem varð í
þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í
Túnis 1997 kemur. Það er þannig
pjóðlegur
Þorramatu
ems
oa þú vilt
hafo hann
Ráðgjöf og pantanir
i sima:
r
S KUTAN
Hólshrauni Hafnarfirdi
VEISLUSALUR OG ÞJ0NUSTA
skipað: Terje Aa, Glen Grötheim,
Erik Sælensminde og Boye
Brogeland.
Frá Bandaríkjunum koma Roger
Bates, einn af núverandi handhöf-
um Rosenblum-bikarsins, sem hann
vann í Albuquerque 1994, og Fred
Hamilton, sem var meðlimur í hinni
frægu amerísku Ásasveit, sem náði
Bermúdaskálinni aftur til Ameríku
1976 eftir margra ára einokun Bláu
sveitarinnar frá Italíu.
Skráning er hafín á skrifstofu
BSÍ í s. 587-9360. Hægt er að skrá
sig á heimasíðu Bridssambandsins
og þar eru allar upplýsingar um
mótið. Slóðin er: http://www.is-
landia.is/— isbridge
íslandsmót i parasveitakeppni
Verður spilað í Þönglabakkanum
helgina 31. janúar og 1. febrúar,
mótið hefst kl. 11. Það er tilvalið að
byrja að hita upp fyrir Evrópumótið
í parakeppni, sem verður í Achen í
Þýskalandi 28. mars til 3. aprfl nk.
Skráning í s. 587-9360.
HSM pappírstætarar
Leiðandi merki - Margar stærðir
Þýzk gæði - Örugg framleiðsla
HSM 386 Nú kr. 87.079 m/vsk.
Áður kr. 106.468 m/vsk.
j. nsTvniDssoN hf.
Skipholti 33.105 fievkjovík. siml 533 3535
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Lof sé honum
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„Islensk náttúrufegurð
er einstök og við sem lifum
og hrærumst í þessari
stórbrotnu fegurð hljótum
að draga dám af henni,
ekki satt? Að búa í tíguleg-
um fjaliasal, í nánd virkra
eldstöðva, lifandi jökla og
heitra linda, með djúpa
listræna og magnþrungna
sögu þjóðar sinnar í far-
angrinum, eru forréttindi,
sem ber að þakka fyrir og
virða.
Sitjandi í hægindinu
heima í stofu, og snortinn
meðtaka náttúru lands
síns ímynd og skilmerki-
legan meðfylgjandi texta
höfúndar, jafnast á við
koss og faðmlög fjallkon-
unnar okkar. Maður fyllist
þakklæti og stolti í senn.
Er maður virkilega svona
ríkur, á maður allt þetta og
það næstum óafvitandi?
Þvílíkt ríkidæmi. Allt þetta
á silfúrfati og stóran hlut
af sjálfum sér færir höf-
undurinn okkur nú á
sunnudagskvöldum.
Ómar Ragnarsson er
enginn nýgræðingur á
sviði þjóðlífsmynda, né
sem skemmtikraftur.
Minnugur fyrri ára þegar
hann ásamt myndatöku-
manni íslenska sjónvarps-
ins sótti heim sérstætt fólk
á landsbyggðinni, gleymist
þeim eflaust seint er sáu.
Nú með hjálp „Frúarinn-
ar“ (flugvél hans) slær
hann nýjan hljómfagran
streng í hörpu sinni,
streng sem hrífur okkur
hin og fær lúin gömul
hjörtu til að slá hraðar.
Þjóðina alla að skjánum
hvert sunnudagskvöld og
eykur jafnframt við verð-
skuldaða frægð sína. Lof
sé honum.
Einn sjötugur.
Hver ber ábyrgð?
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„Stundum velti ég fyrir
mér hvers vegna engin
sprunga er í steinhúsum
byggðum á fyrri hluta
þessarar aldar. Kunnu þá-
verandi handverksmenn
svona vel til verka?
Hverju er um að kenna,
að síðustu áratugina eru
að myndast sprungur í
hverju fjöleignarhúsinu af
öðru? Slælegum vinnu-
brögðum verktaka, inn-
lendri sementsframleiðslu
eftir 1950 eða kunna menn
í dag, þrátt fyrir próf, ein-
faldlega ekki að byggja
hús?
Það er grátlegt þegar
heiðarlegt launafólk, sem
tekið hefur á sig ævilanga
skuldabyrði til að eignast
þak yfir höfuðið, með til-
heyrandi hótun um eigna-
missi ef ekki er staðið í
skilum á gjalddaga, er
líka þvingað til stórfelldr-
ar lántöku til greiðslu úr
eigin vasa á göllum, sem
upp koma skömmu eftir
á.
Fyrir stuttu leiddu
saman skoðanir sínar í
ríkisútvarpinu tveir arki-
tektar. Báðir höfðu fullan
vilja á að gera Reykjavík
að nútímaborg með snotr-
um háhýsum. I því sam-
bandi vil ég vekja athygli
á eftirfarandi: Við hverju
mega íbúðarkaupendur í
væntanlegum háhýsum
búast þegar aðeins
þriggja hæða fjöleigna-
hús, byggt 1995, er komið
með sprungur í inn- og út-
veggjum 1996?
Eg vil enda þetta með
viðvörun til fólks, sem hef-
ur í hyggju kaup á íbúðum
í nýjum og nýlegum íbúða-
blokkum. Gangið úr
skugga um hver ber
ábyrgðina á göllunum áður
en múrarnir fara að
hrynja!
Guðrún Jacobsen.
Góð þjónusta
ÉG vil þakka fyrir frá-
bæra þjónustu á veitinga-
staðnum Vinstri bakkan-
um í Hamraborg í Kópa-
vogi. Þetta er nýr, frábær
staður, skemmtilega inn-
réttaður með yndislegt
starfsfólk og góðar veit-
ingar.
120150-4999.
merktur en ekki með 61.
Þeir sem hafa orðið varir
við Arnold hafí samband í
síma 568 1523.
Oskilaköttur á
Alftanesi
Dýrahald
Ljósgrár fress
týndur
SVARTUR og hvítur
köttur hefur gert sig
heimakominn í Hátúni á
Álftanesi síðustu
vikur. Hann er
svartur í andliti
og á baki, með
hvíta fætur, hvítt
trýni og blesu
upp á milli augn-
anna. Hann er
með svartan blett
á annarri nösinni.
Hann á ósköp
bágt og greinilega
búinn að vera á
flækingi einhvern
tíma því hann er
reyttur og tættur,
ákaflega var um
sig og styggur.
Þiggur að vera í
fríu fæði en lætur
ekki ná sér. Kann-
ist einhver við
þennan kött má
hann hafa sam-
band í vs. 569-
1323, 899-4943 eða
heimasíma 555-4409.
Arnold er
týndur
Arnold er
týndur. Hann
hvarf frá
Langholts-
vegi 19, 4.
desember sl.
Arnold er
svartur og
hvítur fress,
stór og eyrna-
ÞESSI Ijósgrái loðni fress
á myndinni fyrir ofan
týndist úr Stangarholti
laugardaginn 10. janúar.
Hann er með skærgræna
ól og er mjög gæfur. Þeir
sem hafa orðið varir við
hann hafi samband í síma
552 1001.
Kettlingur óskar
eftir heimili
7 VIKNA kettlingur
(læða) óskar eftir heimili.
Er kassavön. Uppl. í síma
567 2502.
Víkverji skrifar...
ATHYGLI Víkverja hefur verið
vakin á því, að í Morgunblað-
inu hinn 16. janúar var frétt á bls.
8, þar sem skýrt var frá því að
„frumkvöðlar að stofnun Cargolux“
hefðu fengið alþjóðlega viðurkenn-
ingu. Fjórmenningrnir eru Einar
Ólafsson, Gunnar Björgvinsson,
Jóhannes Einarsson og Robert
Arendal.
Athugasemdin var gerð við að
fjórmenningarnir hefðu hvorki ver-
ið eigendur né stofnendur Car-
golux, heldur hefðu Loftleiðir verið
stofnandi félagsins ásamt tveimur
erlendum aðilum. Fjórmenning-
arnir hefðu hins vegar unnið mjög
gott starf við framkvæmd stofnun-
arinnar, en þeir voru starfsmenn
Loftleiða þegar Cargolux var
stofnað.
x x x
UM STOFNUN Carolux er
fjallað í Alfreðs sögu og Loft-
leiða, sem Jakob F. Ásgeirsson
blaðamaður skráði og út kom 1984.
Þar segir Alfreð Elíasson um
stofnunina: „Þegar þotuöld var fyr-
irsjáanleg í Loftleiðasögu, tókum
við að velta fyrir okkur, hvað hægt
væri að gera við Monsana. Miklar
skuldir hvíldu á þeim, viðhaldið á
þeim hafði verið geysidýrt, því ein-
ungis 39 slíkar vélar höfðu verið
framleiddar í heiminum og þeir
höfðu fallið mjög í verði, Monsarn-
ir, og máttu raunar kallast óseljan-
legir, eins og Sexurnar. Við
komumst þó í samband við hóp at-
vinnulausra sænskra flugmanna,
sem gerðu okkur freistandi tilboð.
Sænsku flugmennirnir töldu sig
hafa vilyrði fyrir lánsfé í bönkum,
en það brást á síðustu stundu og
ekkert varð úr samningum. Flug-
mönnunum fannst sem þeir hefðu
verið sviknir og sögðu farir sínar
ekki sléttar í sænsku dagblöðunum
og vöktu þær frásagnir athygli
Christer Salén, annars bróðurins,
sem átti Salén-skipafélagið sænska
(Rederi A.B. Salenia). Salén var þá
geysiöflugt og hafði á sínum snær-
um allt að 30% allra ávaxtaflutn-
inga í heiminum. Forráðamenn
skipafélaga í Svíþjóð höfðu um
nokkurt skeið verið að velta fyrir
sér möguleikum á vöruflutningum í
flugvélum og var félagskapur
þeirra nefndur Pegasus-hópurinn.
Christer Salén vildi reyna fyrir sér
uppá eigin spýtur og athuga mögu-
leikana á því að flytja ávexti með
flugvélum í framtíðinni. Christer
hafði því samband við okkur, en
Monsarnir, sem sænsku blöðin
sögðu að væru til sölu, voru, sem
fyrr segir smíðaðir til vöruflutn-
inga og þeim mátti auðveldlega
breyta á nýjan leik. Við höfðum
reyndar haft það í huga alla tíð að
breyta Mosnsunum aftur til vöru-
flutninga, þegar það hentaði og við
höfðum haft af þeim full not sem
farþegaflugvélum. Það var t.d.
unnt að opna afturhluta Monsanna
og eftir að stélið hafði verið sveigt í
hálfhring, myndaðist hleðsluop, 3
metrar í þvermál, sem gerði ferm-
ingu og affrermingu mjög auð-
velda.“
XXX
OG ÁFRAM heldur Alfreð frá-
sögn sinni: „Haustið ‘69 létum
við breyta fyrsta Monsanum til
vöruflutninga. Það var sá stutti
TF-LLJ Þorvaldur Eiríksson, og
rákum við hann sem vöruflutninga-
vél fram yfir áramót 1970. Sú til-
raun lofaði góðu um rekstur eigin-
legs vöruflugfélags. Hinn 4. mars
1970 seldum við síðan vélina að
hálfu til Salén og sama dag var
stofnað í Lúxemborg nýtt
leiguflugfélag, Cargolux Airlines
International S.A. Stofnendur voru
Loftleiðir, Salén og Luxair (ásamt
einstaklingum ýmsum í Lúxem-
borg) og skiptist eignarhlutinn í
þrjá jafnstóra hluta.“