Morgunblaðið - 22.01.1998, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
GARTH
Brooks er
einn vin-
sælasti
sveita-
söngvari
Banda-
ríkjanna.
O.J. Simp-
son ber sig
saman við
Jesú Krist
RUÐNINGSKAPPINN og leikar-
inn O.J. Simpson gaf út um margt
athyglisverðar yfírlýsingar í opin-
skáu viðtali við íþróttafréttamann á
ESPN-sjónvarpsstöðinni í Los Ang-
eles í vikunni.
Hann líkti sjálfum sér við frelsar-
ann Jesú Rrist og einnig Móses og
Job. Hann greindi jafnframt frá því
að honum þætti hann hafa verið sví-
virðilegum órétti beittur og að hann
ynni ötullega að því að hafa hendur í
hári morðingja eiginkonu sinnar
Nicole Brown og vinar hennar Ron
Goidman. O.J. var sem kunnugt er
sýknaður af morðinu í hæstarétti, en
sagður bera ábyrgð á verknaðinum I
einkaréttarhaldi sem fjölskyldur
hinna vegnu höfðuðu gegn honum.
Hvað varðar samlíkingar við stór-
menni Biblíunnar sagði O.J. meðal
annars: „Hvort sem ég kem að Jesú
eða Móses þegai- ég blaða í gegnum
sagnfræði eða Biblíuna, eða bara
Job, þá sé ég að aliir hafa þeir
gengið í gegnum svipaðar
'hremmingar og ég hef mátt
þola. I því ijósi sé ég biblíuna.
Hún er fyrir mér landakort sem
er varðað skilaboðum. Ein boðin
eru þessi: Svona lagað getur
komið fyrir þig, ekki síður
en þá.“
Fréttamaðurinn spurði
O.J. þá hvemig hann tæki nið-
urstöðum nýlegrar skoðana-
könnunar sem bentu til að
70% landa hans tryðu því að
hann hefði í raun myrt
Nicole og Goldman. O.J.
svaraði: „Eg vildi óska að sú
væri ekki raunin, en ég tók
strax þann pól í hæðina að ég
þyrfti aðeins að svara fyrir
Guði. Aðrir skiptu ekki máli.“
Ruðningshetjan fyrrver-
andi lauk máli sínu með því
að lýsa biturleika yfir banda-
ríska réttarkerfinu. Hvergi
annars staðar væri hægt að
sýkna mann og gera hann
skaðabótaskyldan þrátt
fyrir það. „Eg hef þó
losað mikla reiði úr
sinni mínu og ég
geri allt sem ég get
til að hafa uppi á
hinum raun-
-verulega morð-
ingja. Eg er
með tvo spæj-
ara á mínum
prjónum og
nokkra sjálf-
boðaliða sem
safna gögn-
um,“ bætti
O.J. við.
O.J. SIMPSON í viðtals-
þættinum „Up Close“ með
Chris Myers.
Brooks
borgaði
bak
við tjöldin
Ástúðleg umhyggja
og lifandi litir í
litalínunni frá
MARBERT.
Þú getur valið um 6 tegundir af
andlitsfarða frá MARBERT allt
eftir því hvemig húð þín er.
Andlitsfarðinn inniheldur vítamín
og UV filter sem virkar gegn
skaðlegum áhrifum í umhverfmu.
Við bjóðum upp á skemmtileg
tilboð í litalínunni í næstu
MARBERT verslun.
Kynning í dag, fimmtudag.
HOLTS APÓTEK
Glæsibæ, sími 553 5212.
Kynning á morgun, föstudag
í Mjódd, sími 587 0203.
► BANDARISKI sveitasöngvar-
inn Garth Brooks slapp fyrir
horn í réttarsalnum í vikunni, er
samkomulag náðist við stefnand-
ann og lagasmiðinn Guy Thomas
sem sakaði Brooks um að hafa
stolið að stórum hluta lagi frá
sér, breytt því lítillega og sett síð-
an nafn sitt við það.
Lagið „Convictions of the
Heart“ eftir Thomas var flutt af
Kenny Loggins árið 1993. Thom-
as hélt því fram að lagið „Stand-
ing Outside the Fire“ væri sama
lagið í flutningi Brooks á skifunni
„In Pieces". Þar er lagið skráð
sem hugarsmíð Brooks, en þess
má geta að Brooks hefur selt 5
milljónir eintaka af „In Pieces".
Málið hafði verið rekið í réttar-
sölum um hríð, en er komið var
að því að lögmenn deilenda
skyldu viðra samantektir fyrir
kviðdómi barst það mönnum til
eyrna að samkomulag hefði náðst
á bak við tjöldin. Hvorki Brooks
né Thomas vildu greina frá sam-
komulaginu, en talið var næsta
víst að Thomas hefði þegið dá-
góða summu.
Grunur leikur á að Brooks hafi
þarna verið afhjiípaður með
óhreint mjöl f pokahorninu og
fréttamenn spurðu hann á leið út
úr réttarsalnum hvort eitthvað
mætti ekki læra af skaki af þessu
tagi. Brooks svaraði því kok-
hraustur: „Nei, ég býst ekki við
að ég hafi lært nokkurn skapaðan
hlut nema ef vera skyldi að mað-
ur verður að halda sínu striki. Og
ef maður endar í réttarsalnum þá
er um að gera að standa fyrir
máli sínu og livika í engu.“
Kaffibarinn
- Mannlífinu og stemmningunni á Kaffibarn-
uni gerð skil í máli og myndum/Sjá bls. 54.
dag^lSgistónleikumíHinu
Hósinu og á tónleikum í Norð-
urkjallara MH um kvoldið.
■ ÁRTÚN Hljómsveitin Tríóið leikur
á fdstudagskvöld. Húsið opnað kl.
22.30. Á laugardagskvöld verður
stórdansleikur með Harmonikufélagi
Reykjavíkur. Húsið opnað kl. 22.
■ BARÞJÓNAKEPPNI íslands-
meistarakeppni barþjóna 1998 verður
haldin í Perlunni dagana 24. og 25.
janúar. M.a. verður vínsýning í
Perlunni og er aldurstakmark 20 ára
og hátíðarkvöldverður á sunnudags-
kvöld þar sem hljómsveitin Saga Class
leikur til kl. 3. Verð með þriggja rétta
kvöldverði er 4.500 kr.
■ BROADWAY/HÓTEL ÍSLAND Á
fóstudagskvöld verður haldið hið ár-
lega Sólarkaffi Isfirðingafélagsins.
Meðal skemmtiatriða má nefna Omar
Ragnarsson og Diddú. IHjómsveit
Stefáns P. leikur fyrir dansi.
■ CAFÉ AMSTERDAM Þriggja
manna hljómsveit frá Borgarnesi,
Úlrik, leikur fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagskvöld. Hljóm-
sveitina skipa: Bjarni Helgason,
gítar, Orri Sveinn Hauksson,
trommur, og Halldór Hóim Krist-
jánsson, bassi.
■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó-
leikarinn Liz Gammon leikur þriðju-
dags- til sunnudagskvöld frá kl. 22 fyr-
ir gesti veitingahússins.
■ FEITI DVERGURINN Tónlistar-
maðurinn Einar Jónsson leikur fóstu-
dags- og laugardagskvöld.
■ FJARAN Jón Moller leikur á píanó
fyi-ir matargesti.
■ FJÖRUGARÐURINN Þorraveisl-
ur að hætti víkinga. Vfldngasveitin
leikur og syngur fyrir matargesti og
leikur einnig fyrir dansi.
■ FÓGETINN Á fimmtudagskvöld
leikur hljómsveitin Lekkert sem skip-
uð er þeim Orra Harðar, Jóni Ingólfs
og Ragnari Emils. Á fóstudags- og
laugardagskvöld leikur trúbadorinn
Hermann Ingi Hermannsson jr. Á
sunnudagskvöld er Nýliðakvöld en þá
kemur fram Vilhjálmur frá Egilsstöð-
um. Á miðvikudagskvöld flytur hljóm-
sveitin I hvítum sokkum efni af nýjum
geisladiski.
■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunnar
Páll leikur og syngur perlur dægur-
lagatónlistarinnar fyrir gesti hótelsins
fóstudags- og laugardagskvöld frá kl.
19-23.
■ GULLÖLDIN Á laugardagskvöld
verður þorrahlaðborð og hefst það kl.
20. Svensen & Hallfunkel leika fyrir
dansi alla helgina.
■ HITT HUSIÐ Hljómsveitin Sakt-
móðigur leikur á síðdegistónleikum og
hefjast þeir kl. 17 á Kakóbarnum
Geysi. Aðgangur er ókeypis.
■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og
sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá
kl. 19-1. Föstudags- og laugardags-
kvöld opið frá kl. 19-3. Gieðigjafamir
André Bachmann og Kjartan Baldurs-
son leika fyrir gesti perl-
ur áranna ‘50-’58. Súlna-
salur verður lokaður
þessa helgina vegna
einkasamkvæma.
■ I N G H Ó L L
SELFOSSI Hljóm-
sveitimar Soma og
Soðin fiðla halda tón-
leika á fimmtudags-
kvöld. Tónleikamir
hefíast kl. 23 og er
miðaverð 500 kr.
■ ÍRLAND Á fóstu-
dagskvöld verður hið
íslenska Country-
dansfélag með
ókeypis danskennslu
milíi kl. 20 og 21 og
danssýningu á eftir
til kl. 23. Hljómsveitin 8-viUt leikur síð-
an fyrir dansi. Hljómsveitin leikur
einnig laugardagskvöld.
■ KAFFI KJARKUR, Þingholts-
Sam( 5riJOnSSOn ,e
kvöld.
stræti
5 Á fimmtudagskvöld leika
Óskar Guðjónsson saxófónleikari,
Hilmar Jensson gítarleikari og Matthí-
as Hemstock trommuleikari lög af ný-
útkomnum diski Óskars, FAR. Tónleik-
amir hefjast kl. 22. Á föstudagskvöld
leikur hljómsveitin Woofer og á laugar-
dagskvöld þeytir Dj. JónÞór skífur og
H'JDtlCal flfill*')
■ KAFFI RÉYKJAVÍK Hljómsveitin
Hálft í hvom leikur iostudags- og laug-
ardagskvöld. Á sunnudagskvöld Ieikur
Eyjólfur Kristjánsson.
■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin
Sælusveitin leikur fimmtudags-, föstu-
dags- og sunnudagskvöld. Á laugar-
dagskvöld tekur svo við hljómsveitin
Limósín. í Leikstofunni fóstudags- og
laugardagskvöld leikur trúbadorinn
Viðar Jónsson.
■ NAUSTIÐ er opið fimmtudags- og
sunnudagskvöld tii kl. 1. Föstudag og
laugardag til kl. 3. Eldhúsið opnað kl.
19. Marion Herrera frá Frakklandi
leikur matartónlist á hörpu.
■ NAUSTKJALLARINN er opinn
fostudags- og laugardagskvöld. Lifandi
tónlist bæði kvöldin. Hljómsveitin
Gammel Dansk leikur fóstudagskvöld
og hljómsveitin Þotuliðið laugardags-
kvöld. Opið til kl. 3 bæði kvöldin.
■ NORÐURKJALLARI MH Á
föstudagskvöld kl. 21 verður haldin
pönkhátið MH undir yfirskriftinni:
PÖNK ‘98. Þetta er í þriðja sinn sem
þessir tónleikar ern haldnir. Miðaverð
er 300 kr. Hljómsveitiraar sem troða
upp að þessu sinni eru: Örkuml, Sakt-
móðigur, Kuml, Forgarður helvitis,
Kúkur og af nýju sveitunum em Roð,
bisund, Kristinius og Spitsign.
■ NÆTURGALINN Á fimmtudags-
kvöld verður kántrýkvöld með Viðari
Jónssyni frá kl. 21-01. Á fostudags- og
laugardagskvöld leikur Galabandið
ásamt Önnu Vilhjálms. Á sunnudags-
kvöld leikur Hljómsveit Hjördísar
Geirs gömlu og nýju dansana frá kl.
22-1.
■ REYKJAVÍKURSTOFAN við
Vesturgötu er opin föstudag og laug-
ardag til kl. 3.
■ ROSENBERG Hljómsveitirnar
Croysztans og Woofcr leika fóstu-
dagskvöld. Óvænt skemmtiatriði. Hús-
ið verður opnað kl. 22.30. Aðgangseyri
verður stillt í hóf. 18 ára aldurstak-
mark.
■ SJALLINN AKUREYRI Hljóm-
sveitin Sóldögg leikur laugardags-
kvöld.
TILKYNNINGAR í skemmtanara-
mmann þurfa að berast í síðasta lagi á
þriðjudögum. Skila skal tilkynningum
til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á
netfang frett@mbl.is.