Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 47. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton á hamfara- svæðum í Flórída BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, fór í gær til Flórfda og kynnti sér af eigin raun eyðilegg- inguna sem varð í fimm sýslum þar er skýstrokkar fóru yfir miðhluta ríkisins og urðu a.m.k. 39 manns að bana. Um hundrað manns slös- uðust. Clinton skoðaði m.a. hjól- hýsagarð nærri Kissimmee, þar sem hann ræddi við Peggy Smith, sem er búsett þar. Með Clinton í fór voru Janet Reno, dómsmálaráðherra, og Elizabeth Cole, forseti bandaríska Rauða krossins. Að sögn embætt- ismanna hafa nú rúmlega 400 heimili verið skráð ónýt af völdum veðursins. Clinton hét því að alrík- isstjórnin myndi veita aðstoð við uppbyggingu á svæðinu „múrstein fyrir múrstein". „ Kraftaverkabarnið “ í Kissimmee myndaðist röð af fólki sem viidi fá að sjá með eigin augum eins og hálfs árs dreng, Jonathan Waldick, sem hefur ver- ið kallaður „kraftaverkabarnið" eftir að hafa bjargast með ótrú- legum hætti úr veðrinu. Ský- strokkur hreif hann með sér og drengurinn endaði uppi í tré, ómeiddur. Frá Flórída hélt Clinton til Kaliforníu. Þar hefur úrkoma ver- ið gífurleg undanfarið, og flóð og rok valdið miklu tjóni. Þetta er orðinn úrkomusamasti vetur í Kaliforníu í rúmlega öld, að sögn veðurfræðinga. Ekki hefur rignt meira í miðborg Los Angeles í febrúarmánuði síðan 1884. í San Francisco er árið orðið það úrkomumesta síðan 1867. Reuters Nýjar upplýsingar um afsögn yfírmanns leyniþjónustu ísraels Klúður í „vinveitt- asta“ V-Evrópuríkinu Jerúsalem, ZUrich. Reuters. ISRAELSKA leyniþjónustan, Mossad, hefur á ný klúðrað leynilegri aðgerð, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega, að þessu sinni í Vestur-Evrópu, að því er ísraelskir fjölmiðlar greindu frá í gær. Að sögn ísraelska sjónvarpsins fór hin misheppnaða aðgerð fram í því Vestur-Evrópuríki sem er hvað vinveittast Israel. SPD flýtir vali kanzlaraefnis Bonn. Reuters. TALSMAÐUR flokksstjómar Jafn- aðaiTnannaflokks Þýzkalands, SPD, lýsti því yfir í gær að strax næsta mánudag yrði ákvörðun tekin um það hver muni verða kanzlaraefni flokks- ins og etja kappi við Helmut Kohl í kosningum til Sambandsþingsins í haust. Framkvæmdastjóri flokksins gaf út tiikynningu þess efnis að Oskar Lafontaine, formaður SPD, hefði boð- að til sérstaks fundar framkvæmda- nefndar flokksins á mánudag, en í henni sitja 40 æðstu fulltrúar flokks- ins. Val kanzlai-aefnisins yrði á dag- skrá fundarins. Upprunalega var áformað að framkvæmdanefndin kæmi saman í þessum tilgangi hálfum mánuði síðar, en kastljós fjölmiðlanna hefur mætt óvenjuhart á flokknum undanfamar vikur vegna þessa máls og flokksformaðurinn hefur talið að tveggja vikna óvissa og orðaskak til viðbótar gæti einungis orðið til tjóns. Hver verður fyrir valinu er að miklu leyti undii' því komið hvernig Gerhard Schröder, forsætisráðhema Neðra-Saxlands, kemur út úr kosn- ingum til þings Neðra-Saxlands á sunnudag. Ef hann sigrar í þeim get- ur fátt komið í veg fyrir að hann tryggi sér útnefninguna, en komi hann illa út úr kosningunum á flokks- formaðurinn Lafontaine leik. CDU tapar fylgi Samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Allensbach-stofn- unarinnar, sem er ein virtasta stofn- unin á því sviði í Þýzkalandi, fer fylgi kristilegra demókrata, CDU, minnk- andi um þessar mundir, ekki sízt vegna fylgishruns flokksins í austur- hluta landsins. SPD nýtur hins vegar vaxandi fylgis samkvæmt könnuninni, sem birt var í Frankfurter Allgemeine Zeitung í gær. Þar kemur fram að SPD fengi 39,9% atkvæða á lands- vísu ef kosið yrði nú, sem er aukning um fimm prósentustig miðað við stöðuna í nóvember, en CDU 32,9%. Það þýðir 2% fylgistap kanzlara- flokksins á síðustu mánuðum. Svissneska sjónvarpið sagði í gær- kvöldi að a.m.k. einn útsendari Mossad hefði verið handtekinn þar í landi í síðustu viku fyrir hleranir. Þetta hafði ekki fengist staðfest af svissneskum embættismönnum í gærkvöldi. Saksóknari í Bern tilkynnti í gær að í dag verði haldinn fréttamanna- fundur um njósnamál, og sögðu svissneskir embættismenn að málið tengdist fréttum frá ísrael, en ekki fengust nánari upplýsingar. ísraelska blaðið Yedioth Ahronoth sagði í gær að þetta mál hefði verið meginástæðan fyi’ir afsögn Dannys Yatoms, yfirmanns Mossad, á þriðju- dag. Samkvæmt fregnum frá Israel á þriðjudag sagði Yatom af sér vegna þess að í niðurstöðum rann- sóknar á misheppnaðri aðgerð leyni- þjónustunnar í Jórdaníu í september var skuldinni algerlega skellt á Mossad. Mannslíf í hættu ísraelska sjónvarpið sagði í gær að ísraelska sendiráðið í Vestur-Evr- ópuríkinu, sem aðgerðin hafi verið gerð í, hefði miklar áhyggjur af því að þetta klúður muni hafa slæm áhrif á samskipti ísraels við stjórnvöld í téðu ríki. Allar frekari upplýsingar um málið væru leynilegar vegna þess að mannslíf væri í hættu. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, var spurður um fregnirnar af enn einu klúðri Mossad, en hann vildi hvorki stað- festa þær né vísa þeim á bug. „Eg ætla ekki að fara að segja eitthvað um allskonar fyrirsagnir í blöðun- um,“ sagði hann. Þegar fregnir bárust af afsögn Yatoms var talið víst að ástæðan væri misheppnuð tilraun Mossad- liða til að ráða Khaled Meshal, leið- toga Hamas-samtakanna, af dögum í Amman í Jórdaníu. Israelska sjón- varpið sagði í gær að leyniþjónustu- nefnd ísraelska þingsins hefði fengið skýrslu á mánudag um aðgerðina í Vestur-Evrópu og hefði nefndar- mönnum þótt sem Yatom hefði reynt að halda upplýsingum leyndum fyrir þeim. Albright ver samn- inginn við Irak MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að samkomulag það, er Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), gerði við stjórnvöld í Irak um vopnaeftirlit þai- í landi væri raunhæft, og ekki byggt á ósk- hyggju. Teldu Bandaríkjamenn rétt að „láta reyna á það“. Trent Lott, leiðtogi repúblíkana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að samkomulagið jafngilti því að „kaupa sér frið, hvað sem það kost- ar“. Samkomulagið væri ekki viðun- andi svar við þeirri ógn sem stafaði af Saddam Hussein, íraksforseta. Albright tók fram að Bandaríkja- menn áskildu sér rétt til að grípa til aðgerða ef Irakar stæðu ekki við samkomulagið. ■ Bandaríkjamenu/22 -♦♦♦ Indónesía Leita alþjóð- legrar aðstoðar Kuching, Jakarta. Reuters. SAMTÖK Suðaustur-Asíuríkja, ASEAN, hafa farið fram á alþjóðlega aðstoð vegna nýrra skógarelda í Indónesíu þótt ekki sé talið líklegt, að reykjarkófið frá þeim verði jafn mikið og fyrr í vetur þegar það lagð- ist yfir stóran hluta svæðisins. Beint efnahagstjón af eldunum á síðasta ári er metið á tæplega 100 milljarða ísl. kr. Sarwono Kusumaatmadja, um- hverfisráðherra Indónesíu, sagði, að Bandaríkjamenn hefðu lagt fram tæplega 300 millj. ísl. kr. vegna slökkvistarfsins og Þjóðverjar, Frakkar og Kanadamenn hefðu lofað að leggja sitt af mörkum. Birt hefur verið skýrsla tveggja umhverfisverndarstofnana um skað- ann af völdum eldanna á síðasta ári og er það niðurstaða þeirra, að beint tjón af völdum þeirra megi meta á tæplega 100 milljarða ísl. kr., að langmestu leyti í Indónesíu. Þá er ekki reynt að meta langvarandi heilsutjón né tjón á lífríkinu, sem sagt er óskaplegt. Sex vikna rekkjukeppni Berlín. Reuters. ÞRJÚ pör, sem dvöldu í rúmar sex vikur í rekkju í verslana- miðstöð nálægt Berh'n, hrósuðu sigri í gær þegar forráðamenn miðstöðvarinnar tilkynntu að þau fengju öll sigurlaunin í keppni um hver gæti legið þar lengst undir sæng. Verslanamiðstöðin hafði lof- að þaulsætnasta parinu 10.000 mörkum, andvirði 400.000 króna, í verðlaun. Þegar pörin þrjú höfðu dvalið þar í rúma 40 daga ákváðu forráðamennirnir að afhenda þeim öllum sigur- launin og binda enda á keppn- ina. „Við héldum að þau myndu halda þetta út í tvær eða kannski þrjár vikur," sagði framkvæmdastjóri miðstöðvar- innar. „Nú þegar sjöunda vikan er hafin höfum við fengið nóg.“ Pörin sögðu að dvölin hefði verið svo skemmtileg og aðbún- aðurinn svo góður að þau hefðu getað dvalið mikið lengur í verslanamiðstöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.