Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Dómsdags- mennirnir „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hver- irtveggju nokkuð að iðja. “ Ámi Magnússon um viðskipti fræðimanna ' H eimsendaspár í umhverfismálum eru ekki nýjar af nálinni og ekki heldur það að „fremstu" eða „virtustu" vís- indamenn heims séu bornir fyr- ir þeim. Þetta kom glögglega fram í grein í breska tímaritinu Eeonomist um dómsdagsspárn- ar sem ekki rættust, sem birt var hér í blaðinu í síðasta mán- uði. Tímaritið komst að þeirri niðurstöðu að á undanförnum þrjátíu árum væru engin dæmi um að slíkur hræðsluáróður umhverfissinna hefði reynst á rökum reistur, VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson nema þau áhrif sem þeir full- yrtu að notkun plágueyðisins DDT myndi hafa á viðgang rán- fugla, oturs og nokkurra ann- arra rándýra. Hvers vegna hættir vísinda- mönnum til að mála skrattann á vegginn? Höfuðástæðan er samkeppn- in um fjármagn. Þeir vísinda- menn og þær stofnanir sem reynt hafa að tala hóglega og af vísindalegri varfærni hafa mátt horfa uppá fjármagnið renna í stríðum straumum til þeirra sem tala glannalega og spá öllu á versta veg - og ýmsir hinna fyrrnefndu hafa nú tamið sér háttu þeirra síðarnefndu. Þá er það gangurinn í heimi fræðanna að einstakar kenningar ráða ríkjum um lengri og skemmri tíma, eru í tísku, og þeir fræði- menn sem aðhyllast aðrar kenningar hafa hægt um sig þangað til ríkjandi kenning fer úr tísku. Stundum er ástæðan einfaldlega hroki manna sem sjá ekki út yfir viðfangsefni sitt. Ösjaldan snýst ástæðan auk þess um heiður, vísindamaður- inn verður að standa fast á kenningu sinni - ef hann sjálfur trúir ekki á hana, hver þá? - og ef vísindamaðurinn hefur verið svo ógætinn að setja fram full- yrðingar í nafni kenningar sinn- ar, getur verið ómögulegt að draga í land án þess orðstírinn bíði hnekki. Virðingin fyrir sannleikanum er því ekki alltaf efst í huga vís- indamanns sem boðar kenn- ingu. Einn af dómsdagsmönn- um vorra tíma, Stephen Schneider (sem spáði því 1967 að ísöld væri í þann mund að ganga í garð og krafðist þess ásamt ýmsum fleiri „virtum" vísindamönnum að ríki heims sameinuðust um að grípa til róttækra aðgerða til bjargar plánetunni) lét einhverju sinni hafa eftir sér þessi athyglis- verðu orð: „Vísindamenn hljóta að íhuga að teygja á sannleikanum til að fá almennan stuðning og fanga ímyndunarafl almennings ... Við verðum að bjóða upp á at- burðarás sem vekur ugg, gefa yfirlýsingar sem fela í sér áhrifamiklar einfaldanir og minnast ekki á þær efasemdir sem kunna að búa í huga okk- ar.“ Samkvæmt þessari reglu vinna því miður of margir vís- indamenn. Þeir hlaupa til og birta niðurstöður rannsókna sinna, alhæfa út frá einu dæmi - og síðan koma fjölmiðlarnir og afskræma myndina gersam- lega. Þess vegna líður vart svo dagur að ný rannsókn „virtra“ vísindamanna líti ekki dagsins ljós um ískyggilegar afleiðingar af fjölmörgu í lifnaðarháttum og neysluvenjum nútímans. En hvað um gróðurhúsaáhrif- in? Ríkir ekki „einhugur" meðal vísindamanna um óhugnanlegar afleiðingar þeirra? Nei, - en áhrifamikill meiri- hluti þeirra er vissulega þeirrar skoðunar að það sé aðkallandi að stemma stigu við gróður- húsaáhrifunum. Hér er þó að mörgu að hyggja. Spár þessara vísindamanna byggjast á tölvu- líkönum með gefnum forsend- um, þ.e. stærðfræðiformúlum með föstum stærðum. Forsend- urnar þurfa ekki að breytast nema sáralítið til að breyta nið- urstöðunum stórlega. Ennfrem- ur skortir oft á að hlutur mannsins sem orsakavalds sé settur í rétt samhengi. Eldgos í Pinatubo fjalli á Filippseyjum 1991 spjó t.d. meira magni af brennisteinsdíoxíði út í and- rúmsloftið á þremur klukku- stundum en samanlögð iðnaðar- framleiðsla í Bandaríkjunum á heilu ári! Og ár hvert framleiðir hafið 90 milljarða tonna af koltvísýringi, sem er talinn skaðlegastur af gróðurhúsaloft- tegundunum - en 6 milljarðar tonna skapast af manna völd- um. Jörðin hefur fyrr tekið koll- steypur án þess mannskepnan hafi þar átt hlut að máli. Isald- ir, flóð, uppþornun úthafa og útrýming dýrategunda voru náttúrulegur partur af jarðsög- unni áður en maðurinn kom til sögunnar. Sumir vilja jafnvel halda því fram að jörðin sé afar flókin sjálfstýrð lífræn heild sem endurnýi og endurskapi sig sjálf og áhrif mannskepnunnar flokkist undir jaðaráhrif í því ferli. Þetta þýðir auðvitað ekki að við getum áhyggjulaust farið okkar fram á hverju sem geng- ur. Sívaxandi mengun er aug- ljóslega til mikillar bölvunar. Og þótt 270 þúsund sálir á harðbala í norðurhöfum hafi náttúrlega takmörkuð áhrif á mengun alls heimsins, getum við vissulega sýnt öðrum gott fordæmi. Það höfum við að ýmsu leyti gert, þótt margt sé okkur til skammar. Fyrst og fremst ber okkur auðvitað að fjalla um þessi efni af skynsemi. Eins og Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, sagði í áramóta- grein sinni hér í blaðinu, þá lýs- ir það „best stöðu okkar mála að væri mengun í heiminum al- mennt hin sama og hér gerist miðað við íbúa, svo ekki sé talað um á ferkílómetra, þá hefði ekki nokkur maður talið ástæðu til að halda ráðstefnu á borð við þá sem var í Kyoto.“ FYRIR réttum sjö ár- um var skopleikurinn Styðjum strákana settur á svið í Bagdad við mikl- ar vinsældir. Hann vakti umtal í öllum fjölmiðlum fyrir einstæðar tækni- brellur. Söguþráðurinn var reyndar ákaflega ófrumlegur: Harðstjór- inn hættulegi (Satan Insane), óður arabi, æðir inn í dvergvaxið grann- ríkið sem hann telur sig eiga, enda hafi vestur- veldin (góðu gæjarnir) hirt það af honum fyrir löngu með launráðum. Góðu gæjarnir í vestri bregðast skjótt við. Réttlætið nær fram að ganga í stór- kostlegum sjónleik - ógleymanlegu atriði, þar sem brú í Bagdad er tætt í öreindir af útreiknaðri nákvæmni Pentagon-tölvunnar. Það var líka vel til fundið að vondu gæjamir eru hör- undsdökkir í þetta skiptið, því áhorf- endur Hollywood-skrípaleikja hafa fengið nóg af skáeygðum djöflum eða KGB-njósnurum. A snilldarlegan hátt voru áhorfendur sannfærðir um að ekki hefði einn einasti saklaus borgari farist. Að vísu man ég vel eftir mynd- um í Observer I Bretlandi af líkum á götum Bagdad sem Bandamenn höfðu steikt með eldvörpum, eða álíka vopnum, en eftir að þær birtust streymdu lesendabréfin inn: Land- ráð! Því birtið þið svona áróður? Styðjum strákana! (Support Our Boys!) Plottið var afar þunnt, en gekk nokkurn veginn upp: Góðu gæjarnir voru í raun engir englar þegar allt kom til alls! Góðu gæjarnir úr vestr- inu mættu með flotann í Flóann til að ráða skipaferðum og hafa óheftan að- gang að helmingi olíuauðs heimsins. Með kjamyrtum kjaftavaðli (að hætti góðra farsa) tókst þeim hins vegar að telja einfeldningum trú um að þeir hefðu ofvaxið hjarta stútfullt af hug- sjónum lýðræðis og frelsis; Væru komnir til að bjarga siðmenntaða smáríkinu - og góða heiminum - frá skelfllegum örlögum í klóm harð- stjórans hættulega. Höfundar verks- ins eru undir augljósum áhrifum frá Star Wars - hér er Svarthöfði lif- andi kominn! Islenskir fjölmiðlar hafa nú sett á svið ann- an hluta ærslaleiksins í kjölfar velgengni hans víðast hvar í hinum sið- menntaða heimi. Leik- ritið heitir Arabinn óði og er skrifaður af CIA með aðstoð SÞ (Stilltu og þægu ríkjanna). Prófarkalesarar voru Netanyahu og Tony Blair. Eins og títt er um framhald Hollywood-verka er þessi skrípaleikur mun síðri hinum fyrri. Kannski er plottið orðið þreytt. Nú veifar forseti frels- isins fána lýðræðis, mundar lúðurinn og leitar sér bandamanna meðal ná- lægra nýlenduherra til að halda olí- unni og aðgangi að Flóanum. Tækni- Góðu gæjarnir í vestri, segir Halldór Carlsson, bregðast skjótt við. brellurnar eru færri en áður - nú eru gamlar F-16 og B-52 sprengjuvélar í aðalhlutverki (enn sem komið er. a.m.k. Foringjar frelsisins hóta Svarthöfða loftárásum ef hann hleypir þeim ekki inn á almennings- salernin í Bagdad. Inn í þessa þvælu er svo fléttað afkáralegum lýsingum af meintu daðri forseta frelsisins við kjaftagleiða kvensnift með sýniþörf. Skrípaleikur fjölmiðlanna nær há- marki þegar sérsveitir SÞ kafa ofan í hverja klósettskál í Bagdad í von um að finna þar a.m.k. einn dauðan Kúrda af völdun efnaeitrunar. Það eina sem þeir finna eru mörg þúsund dáin og sveltandi börn. Góðu gæj- arnir sleppa hins vegar betur; sam- bærileg skoðunarferð um herstöðina hér á landi gæti verið eitthvað þessu lík: Ráðherra ekur um völlinn, yfir- maður hersins bendir honum á tiltek- in hús og segir öðru hvoru: Og þessu húsi hefur þú engan áhuga á...Hnja- hamm, segir ráðherrann. Hvar er kokkteillinn? Með beri, takk. - Hann kemur, svarar yfirmaðurinn. Ég á líka efni í nokki’a flugvelli ef þig vant- ar. Þýðing íslensku fjölmiðlanna á grínleiknum er úttroðin af úldnum klisjum og segir það sem segja þarf um smæð þjóðar - ekki í landrými, heldur í sjálfstæðri hugsun. Öreyjan í Ishafinu spilar sína rullu í skrípa- leiknum: Einu sinni var djöfullinn í Kóreu. Svo flutti hann til Sægon og þaðan hrökklaðist hann til Moskvu og fékk djobb hjá KGB. Á ferðum sínum hef- ur hann komið víða við: Um gervalla Mið- og Suður-Ameríku, líkamnaðist í Kastró og dvaldi meðal fjórmenn- ingaklíkunnar í Kína, og nú er kölski sestur, að því er virðist í helgan stein, í Bagdad. Hann er örugglega skyldur Halím A1 því þeir eru báðir með yfir- skegg. Betra að hafa foringja frelsis- ins með sér en móti. Jafnvel þótt þeir séu sekir, beint eða óbeint, um enn fleiri fjöldamorð og hryðjuverk en óði arabinn gæti látið sig dreyma um. Herstöðin er nauðsyn því fúlmennin bíða í fjarska. Saddam og Gaddafi bíða þess að ráðast á Reykjavík. Það skyldi þó aldrei vera að raunveruleg- ur skaðvaldur væri nær okkur en við þorum að viðurkenna? Netið verður sífellt þéttara ofið. Og eins og títt er með nýlenduherra eru skilaboðin skýr: Allar góðar smáþjóðir þurfa vemd góðu gæjanna. Illmenni og óþæg yfirvöld munu gerð óvíg, hvaða aðferðum sem beita þarf til þess. Ætli það sé tilviljun að Israels- stjórn sé ekki beitt neinum þvingun- um þó hún virði ekki samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frekar en arabinn óði? Leikur er allur afleitur. Bill Clint- on verður aldrei Kennedy þrátt fyiár tilburði. Helmut Kohl og Halldór Ás- grímsson virka eins og bjánalegir einfeldningar. Framleiðendur virðast álíta að allur almenningur hafi lægri greindarvísitölu en hitastigið við Helguvík. Sýningin fær hálfa stjörnu, aðallega fyrir viðleitni Rússa og Frakka. Því hefur verið fleygt að skrípaleikjasmiðja góðu gæjanna hafi í huga að lengja sýninguna og fjölga tæknibrellunum. Það verður að segj- ast, þrátt fyrir augljósa annmarka, að hér em á ferð menn með stóra drauma. En ég bendi mönnum á Mortal Kombat 3; Það er þó alvöru leikur. Höfundur stnrfar við fjölmiðlun. Arabinn óði og góðu gæjarnir Halldór Carlsson Nýr barnaspítali framfara- skref í heilbrigðisþjónustu MEÐ byggingu bama- spítala er stigið stórt skref til framfara í ís- lenskri heilbrigðisþjón- ustu. Starfseminni verð- m- þannig búið nýtt og betra umhverfi sem bæt- ir aðstöðu sjúkra bama, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Breið sam- staða ríkir um bygging- una milli foreldra sjúkra bama, kvenfélagsins Hringsins, heilbrigðis- starfsmanna, stjómvalda og almennings. Stjóm- völd hafa ákveðið að ráð- ast í byggingu nýs bama- spítala og munu sam- kvæmt fjárlögum leggja fé til byggingarinnar á næstu árum. Þröngur húsakostur í dag Barnadeild við Landspítala var opnuð 1957. Fram til þess tíma höfðu böm sem þurftu á sjúkrahúsvist að halda legið á hinum ýmsu deildum Landspítalans án þess að þeim væri sköpuð þar sérstök aðstaða. Deildin flutti árið 1965 í núverandi húsnæði. Það húsnæði var ekki hannað sem barnadeild þótt það hafi verið notað sem slíkt í rúma þrjá áratugi. Barna- deildin á marga góða stuðningsaðila, og ber þar sérstaklega að nefna vaska sveit kvenna í kvenfélaginu Hringn- um. Ber deildin því nafnið Barnaspít- ali Hringsins. Barnaspítalinn hefur náð góðum árangri í umönnun sjúkra bama og jafnast árang- ur starfseminnar á við það besta sem gerist í heiminum í dag, þrátt fyrh’ erfiða aðstöðu og þröngan húsakost. Nýr barnaspítali árið 2001 Hinum nýja barna- spítala var vahnn staður á samþykktum skipu- lagsreit sunnan kvenna- deildar Landspítalans. Nálægðin við fæðingar- gang er mikilvæg, eink- um með tilliti til starfs- tengsla við vökudeild, en vökudeildin verður til húsa í nýja spítalanum. Samkvæmt áætlunum er ráðgert að hinn nýi barnaspítali verði tekinn Með byggingu barnaspítala, segir Siv Friðleifsdóttir, er stig- ið stórt skref til fram- fara í íslenskri heil- brigðisþjónustu. í notkun árið 2001, en framkvæmdir munu hefjast á þessu ári. Fram- kvæmdasýsla ríkisins hefur yfirum- sjón með byggingu nýja barnaspítal- ans í samráði og undir stjórn bygg- inganefndar barnaspítalans. Árki- tektarnir Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen, sigui-vegarar í hönnunarsamkeppni sem fram fór um hönnun spítalans, eru nú að vinna að frekari hönnun hússins með aðkomu starfsmanna barnadeildar. Verkfræðiútboð hafa nýlega verið opnuð, þannig að segja má að undir- búningur að byggingu nýs barna- spítala sé nú í fullum gangi. Sérútbúið húsnæði í notkun Nýlega hélt Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, fund um væntanlegan barnaspítala. í kjölfar- ið komu fram í fjölmiðlum áhyggjur Daggar Pálsdóttur, formanns Um- hyggju, þess efnis að hugsanlega myndi skorta fé til rekstrar hins nýja barnaspítala, sem eins og að of- an greinir mun hefja starfsemi árið 2001. Varðandi þær áhyggjur þá bendir ekkert til þess að stjórnvöld í byrjun næstu aldar hafi ekki fullan hug á að nýta hið nýja glæsilega og sérútbúna húsnæði barnaspítalans sem þá verður risið. Núverandi starfsemi barnadeildar býr við allt of þröngan húsakost. Með nýjum barnaspítala verður ráðin bót á því og nýtt skeið hefst hvað varðar að- búnað sjúkra barna, aðstandenda þeirra og starfsfólks. Höfundur er alþingismaður og fommður bygginganefndar barnaspítalans. Siv Friðleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.