Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 41 GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR + Guðlaug Gísla- dóttir var fædd í Skógargerði í Fell- um, N-Múl., 3. júní 1918. Hún lést í Reykjavík 16. febrú- ar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gísla Helgasonar bónda og Dagnýjar Pálsdóttur húsfreyju í Skógargerði. Hún ólst þar upp í stórum hópi systkina, en þau eru: Margrét (lést 1993), Helgi, Páll (lést 1981), Hulda, Björgheiður (lést 1955), Sigríður, Þórhalla, Bergþóra, Sólveig, Ólöf, Indriði og Víkingur. Guðlaug lauk prófi frá Eiðaskóla 1938. Guðlaug giftist 5.6. 1943 eftir- lifandi eiginmanni sínum, Guðna E. Gunnarssyni, og hófu þau bú- skap á Moshvoli í Hvolhreppi 1944 þar sem þau bjuggu í 47 ár, en síðustu árin áttu þau sér heim- ili á Hvolsvelli. Börn þeirra eru: 1) Ragnheið- ur Björg, f. 26.10. 1941, gift Grétari Hafsteinssyni, f. 7.10. 1937, þeirra börn: Guðni Hrafn, Hafsteinn Hrafn og Guðlaug Tinna. Grétar lést 1985. 2) Gylfi, f. 11.3. 1944, kvæntur Ásdísi Guðnadóttur, f. 6.2. 1946, þeirra börn: Guðný Rut, Anna Rún og Guðrún. Gylfi lést 1984. 3) Gunnar Vfkingur, f. 2.5. 1945, kvæntur Svölu Sigurjónsdóttur, f. 4.9. 1945; þeirra börn: Fjóla Ósk sem á dótturina Iðunni og Guðni. 4) Gísli Hákon, f. 11.7. 1954, ógiftur. Guðlaug vann í mörg ár hjá Pósti og sfma á Hvolsvelli með sínum húsfreyjustörfum og tók þátt í ýmsu félagsstarfi í sinni heimabyggð. Utför Guðlaugar fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða tíl helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Nú eru þjáningar þínar á enda og við vitum að þér líður vel núna. A svona stundu koma allar góðu minn- ingamar upp. Það var alltaf svo gott að koma til þín og afa í sveitina, alltaf var tekið vel á móti okkur með mjólk og klein- um. Á sumrin þegar við vorum litlar þá var alltaf svo gaman að leika í garðinum þínum sem var svo snyrti- legur og fínn því þú hafðir svo gam- an af því að dunda þér í honum. Þeg- ar þið fluttuð í nýja húsið var það al- veg ótrúlegt hvað ykkur tókst að MINNINGAR gera það fínt á aðeins nokkrum mán- uðrnn. Elsku amma okkar, það var alltaf svo gott að tala við þig, því þú reynd- ir alltaf að finna lausn á öllum vanda- málum, hversu smávægileg sem þau virtust vera. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við munum aldrei gleyma. Elsku afi okkar, við biðjum góðan Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Anna Rún og Guðrún. Hvert blóm, sem grær við götu mína, ergjöffráþér, og á þig minnir aUt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngjaumþig. Hvert fótspor, sem ég færist nær þér, friðar mig. (Davíð Stefánsson) Hún elskulega amma. Hún var svo falleg og svo góð. Hún var líka fróð og víðlesin og kenndi okkur svo margt. Hún sagði okkur að skoða heiminn og lesa góðar bækur. Þegar við voram langt í burtu þá sendi hún okkur löng og skemmtileg bréf. Hún hvatti okk- ur til dáða og tók þátt í því sem við tókum okkur fyrir hendur af já- kvæðni og opnum hug, hún var víðsýn mjög. Þegar við voram litlar og vor- um í sveitinni hjá henni og afa þá var svo gott að liggja undir hlýrri sæng á kvöldin og hlusta á ömmu segja sögur og syngja, svo strauk hún vanga lítilla telpuhnokka og sagði: „Góða nótt, gæskan.“ Hún amma var vinkona okkar, hún leit á okkur sem jafhingja. Frásagnar- máti hennar var skemmtilegur en hún var ávallt hæg og stillt eins og sagt er og leyfði öllum að njóta sín. Ferðalög erlendis og hérlendis eru meðal minn- inga sem við eigum. Fróðleikur henn- ar um staði, fólk og atburði sögunnar var ótæmandi og ljóð og vísur fylgdu oft í kjölfarið. Við vorum með henni í Skógargerði og hlustuðum á „systum- ar“ rifja upp gamla tíð. Það var góð skemmtun. Fljótið var fagurt sem endranær, amma saknaði alltaf Fljótsins en hún fékk útsýni yfir ægifagran jökul í staðinn sem hún virti fyrir sér dag hvem frá Moshvoli. Við söknum hennar ömmu en sjóð- ur minninganna er stór. Fullvíst er að við eigum oft eftir að sækja í hann og segja „ömmusögur“. Góða nótt gæskan. Guðný, Fjóla og Tinna. Elskuleg tengdamóðir mín, Guð- laug Gísladóttir, er látin eftir harða baráttu við Hlvígan sjúkdóm. Þessar sex vikur vora erfiðar en með ró og æðruleysi tókst hún á við sjúkdóm- inn og þá vissu að ekkert væri hægt að gera. Ekki hvarflaði að mér, þeg- ar fjölskyldan hittist öU á jóladag síðastliðinn og mér varð litið á tengdamömmu þar sem hún sat svo virðuleg og broshýr og horfði yfir hópinn sinn, „bömin sín stór og smá,“ eins og hún sagði gjaman, að svo stutt væri eftir. GuUa, eins og hún var alltaf köU- uð, var glæsUeg kona og góðum gáf- um gædd, hún var jákvæð og studdi gjörðir okkar og hvatti sitt fólk. Mér fannst ég geta talað um flesta hluti við hana, ekkert kynslóðabil var til staðar. Hún var ekki bara tengda- móðir mín heldur líka vinkona mín. Gulla tók sér ýmislegt fyrir hendur, ekki síst á efri árum, ekkert var henni ómögulegt. Sjötíu og fimm ára gömul fékk hún sér hjól og hjólaði um þorpið þar sem hún bjó, hún lærði að synda og spilaði golf. Hún naut þess að ferðast innanlands sem utan. Hún sagði okkur frá fallegum og áhugaverðum stöðum sem hún kom á, borgum eins og Prag, Barcelona og San Fransisco. Hún sagði okkur irá söfnum og húsum, náttúrunni og fólki sem hún hafði séð og hitt. Hún unni góðum bókum og tónlist, garðinn sinn ræktaði hún af mikilli natni og allt varð fallegt sem sett var niður. Tengdapabbi studdi hana dyggilega í garðrækt- inni, svo og öðru sem hún var að fást við. Á heimili þeirra var gott að koma. Þar leið okkur vel, hvort sem það var á Moshvoli eða á Hvolsveg- inum. Þar var margt skrafað og alltaf var tengdamamma full af fróð- leik um menn og málefni. Oft barst talið að æskuheimUi hennar, Skóg«« argerði í FeHum, hlýjar minningar um foreldra og systkini, þakklæti fyrir gott uppeldi og samvistir við sína. Það var henni dýrmætt að dvelja þar með systkinum sínum á sumrin eftir að þau gerðu upp gamla húsið. Að hlusta á hana gaf mér mik- ið, að leita ráða hjá henni fannst mér gott. Fyrir þetta allt er ég þakklát. Viðskilnaðurinn er erfiður en góðar minningar ylja okkur öUum. Ég bið Guð að styrkja tengdafoður minn. Svala Siguijónsdóttir. Það var seint mánudagskvöldið 16. febrúar að hún elsku amma mín, Guðlaug Gísladóttir, kvaddi þennan heim og þar með lauk baráttu henn- ar við krabbamein sem uppgötvaðist aðeins sex vikum fyrr. Þá var því miður orðið of seint að snúast til varnar. Aðdáunarvert var að sjá hið mikla æðruleysi og jákvæða hugar- far sem hún sýndi á þessum erfiðu vikum, en kom þó ekki á óvart. Það er með miklum söknuði og harmi sem ég kveð nú ömmu mína að sinni, en ég veit þó að henni líður örugg- lega vel á þeim stað þar sem hún er nú. Amma Gulla var víðlesin og fróð um flesta hluti, og átti mikinn þátt í uppeldi mínu með góðum ráðuríy— óbUandi trausti og hvatningu sem aldrei vantaði upp á hjá henni. Hún hafði aUtaf mUdnn áhuga á öllu því sem maður tók sér fyrir hendur og það gefur mér ólýsanlega mikið að vita það að hún var stolt af mér. Ófá- ar voru þær gleðistundir sem ég átti í sveitinni hjá henni og afa og þegar ég lít til baka eru þetta þeir dagar, vikur og mánuðir sem mér þykir einna vænst um af öllum. Þar lærði ég svo margt, ekki bara af þeim, ömmu og afa, heldur líka af sjálfunjjj. mér, slíkt var jafnvægið og friðurinn. Elsku amma, ég kveð þig með þessum Hnum. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Guðni Gunnarsson. ELISABETH CLAUSEN + Elisabeth (Lisa) Clausen fæddist í Ósló í Noregi 31. mars 1931. Hún Iést í Reykjavík 17. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Edith A. And- ersen og Fritjof Res- berg. Árið 1939 fluttist hún með móður sinni til Is- lands og þar kynntist móðir hennar eigin- manni sínum, Herluf Clausen forstjóra, sem gekk henni í föðurstað. Lísa starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum í tíu ár, frá 1950 til 1960. Einnig rak hún eigin hárgreiðslustofu um áratuga- skeið. Hún starfaði við aðhlynn- ingu aldraðra á Hrafnistu í Það er bjart yfir ævrniinningum Lísu, tengdamóður minnar, því glað- værð og æðraleysi skipuðu háan sess í líferni hennar öllu. Ég tengdist henni fljótt þegar ég fór að vera með Þór, syni hennar, og eftir að við Þór hófum sambúð urðu samskipti mín og Lísu að sjálfsögðu mikil og náin. Hún tók mér hlýlega frá fyrsta degi og smám saman myndaðist einlæg vinátta á milli okkar. Eftir að sonur okkar Þórs, Hörður Fannar, fæddist gaf hún enn meira af sér og ég gerði mér grein fyrir hversu ljúf og hjartahlý kona hún var. Hún Ijómaði af hamingju í hvert sinn sem hún tók litla drenginn í faðm sér eða hafði tækifæri til að hjala við hann. Mér þykir leitt að þau fá ekki að njóta samvista hvort við annað lengur, því hún þráði hvað heitast að fá að lifa og sjá litla sonar- soninn þroskast og dafna. Drengur- inn okkar hefði líka getað lært margt Reykjavík frá 1980 tU 1990. Fyrri eiginmaður Lísu var Z. Grúber, en með honum eign- aðist hún einn son, Herluf Benny Griiber. Síðari eigin- maður Lísu var Pét- ur Pétursson, sem átti og rak sam- nefnda heildverslun. Lísa eignaðist annan son árið 1970 með Garðari H. Svavars- syni kaupmanni. Hann heitir Þór Clausen. Unnusta hans er Sól- björg Harðardóttir og sonur þeirra er Hörður Fannar Þórs- son. Útfor Elisabeth fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kiukkan 15. af ömmu sinni því hún bjó yfir mikilU reynslu á hinum ýmsu sviðum. Hún kenndi mér ýmislegt og þá sérstak- lega í tengslum við matargerð og húshald, sem ég mun búa að í fram- tíðinni. Lísa var einkar glæsUeg kona, fríð og björt yfirlitum. Hún var mikil dama, enda hafði hún komið til margra heimsborga á árunum sem hún starfaði sem flugfreyja. Hún var handlagin og listræn og hefur það vafalaust nýst henni vel í starfi henn- ar sem hárgreiðslumeistari, en þá iðju starfaði hún lengstum við. Heim- ili hennar bar smekkvísi hennar fag- urt vitni, enda hef ég heyrt vini henn- ar segja að það hafi alltaf verið fallegt í kringum Lísu, hvar sem hún bjó. Varla er hægt að minnast Lísu án þess að nefna hrifningu hennar á hundum. í gegnum tíðina var hún ætíð með hund sér við hlið og hugs- aði um þá eins og manneskjur. Það var sterkt og einstakt sam- band á milli Lísu og sonar hennar, Þórs, og er ég viss um að það var stærsta gæfa hennar í lífinu að eign- ast hann. Sá sem á mikið missir mik- ið. Ég vona að góður Guð gefi Þór mínum styrk á þessum erfiðu þátta- sldlum í lífi hans. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Joch.) Hvíl í friði. Sólbjörg Harðardóttir. Þegar ég nú í dag kveð æskuvin- konu mína Elisabeth Clausen með söknuði og virðingu kemst ég í vanda, þar sem líf hennar var svo margþætt eins og gerist á langri lífsleið. Þess vegna ætla ég að virða lífsskoðun hennar með því að rekja ekki ævidaga hennar hér. Mér er í fersku minni þegar ég var staðin upp í 60 ára afmæli hennar og ætlaði að halda tölu, þá brást hún sterkt við og sagði: „Nei, í öllum bænum ekki...“ Þessu hlýddi ég og var henni einungis óskað til hamingju með daginn. Sömu aðferð ætla ég að við- hafa nú, enda þekktu þeir, sem þekktu Lísu, lífshlaup hennar að einhverju leyti og aðrir hafa engan áhuga á að kynnast því. Þó leyfi ég mér að minnast fáeinna atriða. Það sem einkenndi Lísu sérstaklega var sjálfsbjargarviðleitnin. Hún var alin upp á myndarheimili af norskri móð- ur og íslenskum fóður, í miklu eftir- læti. Var Lísa mikill heimsborgari, talaði mörg tungumál, enda nýttist það henni í starfi þar sem hún var flugfreyja, ein af þeim fyrstu. Þá voru þoturnar ekki komnar tU sög- unnar. Lísa var einstaklega glæsileg, há og spengileg, vel snyrt að öllu leyti, neglur, hár, klæðaburður, samfara mikilli kurteisi og fallegri framkomu. Um dugnað hennar ætla ég að vitna þegar hún á miðri ævi dreif sig til Þýskalands og lærði hárgreiðslu hjá Swartzkopf, tók siðan iðnskólann tU þess að öðlast réttindi hér. Seinna kom þetta nám sér vel, þar sem hún eignaðist sitt annað barn um fertugt. Hún hafði lengi óskað sér barns en hún hafði eignast son 18 ára, sem móðir hennar ól upp að mestu. Hún hafði ekki haft tækifæri til að takast á við móðurhlutverkið. Það þarf tölu- verðan kjark og áræði til að taka á sig þá ábyrgð að ala upp og sjá fyrir bami ein og vera orðin 40 ára. En nú hafði hún eignast lífshlutverk sem hún naut og gegndi samviskusam- lega tíl dauðadags. Áður en yfir lauk auðnaðist henni að sjá Þór son sinn heitbindast góðri og glæsilegri stúlku, Sólbjörgu Harðardóttm-, og þeirra fyrsta bam koma í heiminn. Ég votta þeim og öðrum nánustu vmum Lísu innUega hluttekningu mína vegna fráfaUs hennar. Helga Guðbrandsdóttir. "** Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGILS SIGURÐSSON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Dalvfk, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 28. febrúar kl. 13.30. Þórunn Þorgilsdóttir, Sævar Jónatansson, Þorgerður Þorgilsdóttir, Helgi Aðalsteinsson, Rósa Þorgilsdóttir, Valdimar Bragason, Kristín Þorgilsdóttir, Sveinn Bjarman, afabörnín og langafabörnin. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KETILSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 27. febrúar kl. 13.30. Kristfn Þórðardóttir, Sverrir Sighvatsson, Sigurður Þórðarson, Hinrika Halldórsdóttir, Gréta Þórðardóttir, Erling Hermannsson, Þórður B. Guðjónsson, Jórunn Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.