Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Maðurinn minn, MAGNÚS HARALDSSON, Aðaigötu 5, Keflavík, iést á Sjúkrahúsi Suðurnesja þriðjudaginn 24. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Guðmundsdóttir. t Móðir okkar, KRISTÍN MATTHÍASDÓTTIR, lést á Hrafnistu mánudaginn 23. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson. t Móðurbróðir minn, EGILL KRISTJÁNSSON, Strandgötu 61, Eskifirði, lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað að morgni mánudagsins 23. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laug- ardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Þórunn G. Kristjánsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL MAGNÚSSON vélstjóri, Rauðalæk 25, andaðist á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þriðjudaginn 24. febrúar. Jónína Lilja Waagfjörð, Kristín Dóra Karlsdóttir, Hallur Birgisson, Sólveig Ásta Karlsdóttir, Allan Ebert Deis og afabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og fóstur- föður, HAUKS SIGTRYGGSSONAR útgerðarmanns, Ennisbraut 8, Ólafsvfk, fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 10.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið í Ólafsvík. Steinunn Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Reynir Hauksson, Kristín Bjargmundsdóttir, Guðbjörn Smári Hauksson, Rut Hauksdóttir, Hilmar Þór Hauksson, Kristín Lárusdóttir, Þórheiður Lárusdóttir, Peter Lund, Sigurbjörg Jónsdóttir, Snæbjörn Aðalsteinsson, Kurt Hilbrecht, afa- og langafabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN PÉTURSSON hæstaréttarlögmaður og fyrrv. aðstoðarbankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 27. febrúar kl. 13.30. Einar Stefánsson, Bryndís Þórðardóttir, Pétur Stefánsson, Gyða Jónsdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Þormar Ingimarsson, Bjami Stefánsson, Hrefna Teitsdóttir, Stefán S. Stefánsson, Anna Steinunn Ólafsdóttir og barnabörn. JÓN ÞORKELSSON + Jón Þorkelsson var fæddur á Eskifirði 2. ágúst 1922. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu, Hofgerði 7, Vogum, Vatnsleysu- strönd, 8. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þorkell Eiríksson og Helga Þuríður Indriðadðtt- ir, bæði frá Vattar- nesi við Reyðarfjörð. Jón var einn átta systkina. Fyrir utan Jón eru þijú látin, þau Helga og Ingvar sem bæði létust í æsku og Björn sem Iést árið 1979. Eftirlifandi systkini eru: Helga Guðbjörg, búsett í Keflavík, Kristín Elín, búsett í Bandaríkjunum, Eiríkur og Sig- urður, báðir búsettir á Eskifirði. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sig- ríður Jónasdóttir, fædd 17. febrú- ar 1924, frá Vetleifsholti á Rang- árvöllum. Foreldrar hennar voru Jónas Kristjánsson og Ágústa Þorkelsdóttir. Jón og Sigríður giftu sig 1. apríl 1950. Böni Jóns og Sigríðar eru: Þuríður Ágústa, fædd 19. ágúst 1949, Jónas Þor- kell, fæddur 8. september 1951, og Ómar, fæddur 23. júh' 1955. Sigríður átti fyrir Melkorku Sveinbjörnsdóttur, fædd 4. janúar 1945, sem ólst upp hjá þeim hjónum. Jón og Sigríður eiga samtals 19 barnaböm og barnabarnabörn. Ár- ið 1957 fluttust þau í Voga á Vatnsleysu- strönd. Þar bjuggu þau fyrst í Hlíð en si'ðustu árin í Hof- gerði 7 þar sem Jón lést eins og áður sagði. Jón ólst upp hjá foreldrum si'num á Eskifirði. Eftir fimmtán ára aldur stundaði hann ýmis störf til sjós og lands þar til hann hóf raf- virkjanám 1948 hjá Sigurði Bjarnasyni í Rcykjavík. Hjá hon- um vann hann til ársins 1957. Þá réðst hann til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og vann þar til starfsloka árið 1992. Hann fékk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín hjá vamarliðinu. Jón var um langt skeið virkur í félagsmálum í sínu sveitarfélagi. Sat í stjóra Sjálfstæðisfélags Vatnsleysustrandarhrepps, var formaður rafveitunefndar og í hreppsnefnd um árabil. Utför Jóns var gerð frá Kálfatjaraarkirkju 21. febrúar. Mig langar að minnast með nokkrum orðum míns kæra tengda- föður Jóns Þorkelssonar. Ekki af því að mér sé lagið að halda á penna heldur til þess að sýna örlítinn þakk- lætisvott fyrir öll þau góðu ár sem við höfum gengið saman. Það er gott að eiga góða foreldra en það er ekki síður gott fyrir ungan mann að eign- ast góða tengdaforeldra. Það var gott að koma ungur maður inn á heimili þeirra Jóns og Sigríðar. Frá fyrsta degi var mér tekið eins og ein- um úr fjölskyldunni. Margar voru ferðimar í Vogana. Þau góðu hjón höfðu lag á því að láta mér líða eins og ég hefði alist upp á þeirra heimili. Oft var þröngt á þingi þegar við' komum í heimsókn með stelpurnar okkar tvær en alltaf var nóg pláss og oft glatt á hjalla. Jón var músíkalsk- ur og það var ekki til það hljóðfæri að hann ekki gæti laðað úr því hina ljúfustu tóna. Jónas og Omar erfðu báðir þennan hæfíleika hans og oft var að loknum vinnudegi eða um helgar slegið upp hljómsveit í stof- unni í Hlíð. Jón fæddist á Eskifirði einn átta systkina þar sem hann ólst upp í foreldrahúsum þar til hann fór að vinna fyrir sér sjálfur. Oft minnt- ist hann æskustöðvanna á Eskifirði með söknuði eins og gengur þegar fólk horfir til baka. Samt urðu ferð- imar austur ekki margar eða langar eftir að hann var fluttur suður. Síð- ustu ferðina fór hann fyrir tveimur árum og gisti þá hjá bræðrum sínum á æskuheimili þeirra. Eftir að Jón flutti til Reykjavíkur hóf hann að læra rafvirkjun á Lindargötunni hjá Sigurði Bjarnasyni rafvirkjameist- ara. Þar í lítilli kjallaraíbúð var fyrsta heimili þeirra Jóns og Sigríð- ar. Eftir að Jón hóf störf hjá varnar- liðinu fóru þau að leita sér að húsi suður með sjó og fyrir valinu varð nýbyggt hús í Vogunum sem hlaut nafnið Hlíð. Af nágrönnum sínum var Jón oftast kenndur við það og kallaður Jón í Hlíð. Jón var sjálf- stæðismaður í húð og hár ef svo má að orði komast. Oft var skammast út í „andskotans kommana, kratana eða framsóknarmennina" en ég held að þegar einhver af nágrönnunum, kunningjunum eða vinnufélögunum þurfti á greiða að halda þá hafi hann ekki hugsað um hvaða flokki þeir mundu greiða atkvæði sitt í næstu kosningum. í mörg ár sá Jón um raf- veituna í Vogunum, allt var það gert utan venjulegs vinnutíma. Línumar voru lélegar og biluðu að sjálfsögðu helst þegar veðrið var sem vitlaus- ast Margri andvökunóttinni var því varið upp í staur í vitlausu veðri til að aðrir gætu haft birtu og yl. Jón gekk ekki bara uppí staura í starfí sínu fyrir rafveitu Vatnsleysustrand- arhrepps, hann sá einnig um loft- netsmöstrin hjá vamarliðinu bæði í Grindavík og annarstaðar á landinu þar sem vamarliðið var með aðsetur. Má vera að sú þjálfun sem hann fékk í því að klifra upp í staura og möstur hafi átt þátt í því hvað heilsuhraust- ur hann var svo til alla sína ævi, þó að hann að öðru leyti gerði ekki mik- ið af því að hugsa um heilsuna. Jón var svo heppinn í dauðanum eins og hann var yfirleitt í lífinu að fá að sofna útaf saddur lífdaga án þess að þurfa að ganga í gegnum það að verða veikur og liggja á sjúkrahúsi. Og þó að við séum aldrei viðbúin því þegar dauðinn kveður dyra og finnst hann alltaf koma á undan áætlun, getum við ekki annað en samglaðst honum að fá að kveðja á þennan hátt. Og þó að skipst hafi á skin og skúrir í lífi hans Jóns tengdapabba eins og hjá öðrum dauðlegum mönn- um þá munum við öll varðveita með okkur minninguna um góðu stund- iraar með honum. Elsku tengdamamma, þó að nú sé skarð fyrir skildi og tómlegt í kotinu þá skulum við lita fram á veginn og hlakka til þeirra vonandi mörgu góðu ára sem við eigum eftir saman þar til knúið verður dyra hjá okkur. Sigurður Ólafsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku besti afi, það er erfitt að trúa því að þú sért dáinn og að við eigum ekld eftir að hitta þig aftur. Okkur langar til að þakka þér allar góðu stundimar sem við áttum sam- an og við kveðjum þig með söknuði. Helga Hjördís og Anna Rakel. Ég var stödd hjá systur minni í Reykjavík þegar foreldrar mínir komu þangað og móðir mín sagði mér að Jón fyrrverandi tengdafaðir minn væri látinn. Mig setti hljóða. Síðan fór ég að hugsa til baka. Þegar ég var 16 ára kom ég fyrst á heimili þeirra Siggu og Jóns. Mér var tekið mjög vel frá upphafi og við áttum góðar samverustundir í nokkur ár. Eg man vel þegar ég var með Siggu mína litla og Ingibjörg kona Omars með Þormar son sinn, sem er á sama aldri. Við sátum oft úti á túni í Hlíð og Jón var að leika við þau litlu, með bolta, tala við þau eða spila á nikk- una fyrir þau, en hann var mjög leik- inn með harmonikkuna sína. Jón hafði mikið dálæti á börnum og naut þess að vera með þeim. Við Jón spil- uðum oft ólsen ólsen og gaman er að geta þess að hann vann mig alltaf og hafði gaman af. Jón var mér alltaf mjög góður og mínum börnum. Aldrei bar þar skugga á nokkm'n tímann. Ég hef komið til Siggu og Jóns undanfarin ár en alltof sjaldan. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku Jón. Þakka þér allt og allt. Minningin um þig lifir í hjörtum okk- ar. Elsku Sigga mín, Guð veri með þér og þínum á þessari erfiðu stundu og alltaf. Mig langar til þess að enda þessa grein með erindum eftir Jónas Þor- kel, son Jóns. Jónas samdi þetta til föður síns og var það sungið við útfór hans. Stend ég hér og vona að ég fái þig að sjá því hugsa ég svona þú horfinn ert mér frá. Minningamar vakna er ég hugsa um horfna tíð. Sárt ég mun þín sakna og einverunni kvíð. Þú ert á fórum og kemur ei aftur hér með tár á hvörmum því ég sé svo eftir þér... pabbi minn. Við áttum góðar stundir meðan lífið lék oss við þúfirvinafundir nú verður á þeim bið. (Jónas í>. Jónsson.) Ólöf Þórarinsdóttir. Mig langar til að kveðja elskuleg- an afa minn með nokkrum línum. Er ég hugsa til baka vakna upp margar skemmtilegar minningar, eins og þegar þú komst til okkar þegar við bjuggum í eyjabyggðinni. Þú bank- aðir á gluggann hjá mömmu og sagð- ist vera með hvolp sem þú sagðir að enginn vildi eiga; því þyrfti að lóga honum. Þú vissir alveg hvað þú varst að gera þá. Þú vildir ekki að honum yrði lógað eða að hann færi á eitt- hvert annað heimili. Mamma var fljót að taka ákvörðun því hún féll gjörsamlega fyrir honum. Þetta var tík og fékk nafnið Pollý. Við komum oft um helgar til ömmu og afa í Hlíð og lá þá leiðin oftast beint upp á loft. Þar fengum við krakkamir að leika okkur eins og við vildum. Við tókum sófana og snerum þeim á alla kanta og bjugg- um til hús og virki. Svo var farið að fljúgast á. Mesta fjörið var nú þegar öll fjöl- skyldan hittist, þá fór allur krakka- skarinn upp á loft að leika og var mikið brallað og með miklum há- vaða, en aldrei sögðu amma og afi neitt. Mikið fannst okkur krökkun- um gaman þegar þú sast með okkur inni i herberginu þínu og spilaðir á nikkuna þína. Afi var lærður rafvirkjameistari og vann hjá varnarliðinu uppi í heiði. Fyrir hver jól var yngstu börnunum í grunnskóla Grindavíkur boðið á jólaball hjá vamarliðinu, og fyrir ein jólin var afi fenginn til að vera jóla- sveinn hjá þeim. Ég vissi af því, en ekki hinir krakkamir. Þegar kom að því að þú last á minn pakka dróstu það mjög á langinn og hafðir gaman af. Einhvern veginn komust krakk- arnir að þessu og héldu þau þá að við Ingi ættum afa sem væri amerískur jólasveinn. Það var alltaf jafn yndislegt að koma til ykkar ömmu. Þín er sárt saknað, elsku afi, og þín verður ávallt minnst með mikilli hlýju. Elsku amma, guð geymi þig og styrki í þessari miklu sorg. Sigríður Jónasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.