Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 64
Fyrstir meö HP Vectra PC m HEWLETT PACKARD AS/400 f u 11 k o m i n fyrirtækjatölva Sjádu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK íslenskur sakamaður framseldur frá Englandi í gær ^Fór huldu höfði í nokkur ár YFIRVÖLD í Englandi urðu í gær við kröfu íslenskra stjórnvalda um að framselja sakamann á fimmtugs- aldri sem flúði land fyrir nokkrum árum, skömmu áður en hann átti að hefja afplánun vegna dóms fyrir fjár- munabrot. Tveir lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra fóru utan í fyrra- dag og fylgdu manninum til landsins. Komu þeir hingað um miðjan dag í gær frá Lundúnum. Kom við sögu rannsóknar ytra Upplýsingar um manninn bárust yfirvöldum hérlendis eftir að lög- reglan í Englandi sendi hingað fyrir- spurn um hann fyrir nokki-u í tengsl: um við rannsókn á hennar vegum. í framhaldi af því ákvað Fangelsis- málastofnun að óska eftir framsali hans. Maðurinn mótmælti ekki fram- salskröfunni og flýtti þar með fyrir því að framsal yrði að veruleika. Embætti ríkislögreglustjóra ann- aðist framkvæmd málsins fyrir ' "Fangelsismáiastofnun, að sögn Smára Sigurðssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hjá alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra. Dómsmálaráðuneytið lagði fram framsalskröfuna hjá breskum yfirvöldum og er hún í tengslum við átak sem stofnunin ákvað að blása til skömmu eftir sein- ustu áramót, í því skyni að koma lög- um yfir nokkra þá einstaklinga sem flúið hafa land seinustu misseri áður en þeir hófu afplánun fangelsisvistar vegna brota sinna. Vitað um alla flóttamennina Porsteinn A. Jónsson fangelsis- málastjóri segir að auk mannsins sem kom í gær sé einn maður kom- inn nú þegar frá Bandaríkjunum til afplánunar hérlendis. Einnig sé búið að semja við tvo aðra einstaklinga um að gefa sig fram við íslensk yfir- völd og sé búið að ákveða dagsetn- ingar í því sambandi á næstu mánuð- um. Talið er unnt að ná til fjögurra annarra manna og sé undirbúningur að því þegar hafinn. Einstaklingam- ir átta eiga eftir að afplána 5 mánaða til 4 ára fangelsisvist. „Við vitum í hvaða löndum allir þessir menn eru. Maðurinn frá Englandi er atvinnumaður í afbrot- um, án þess að ég flokki hann neitt frekar, og hefur forðast arm réttvís- innar í nokkur ár,“ segir Þorsteinn. Maðurinn hóf þegar eftir komuna til landsins afplánun fangelsisvistar- innar sem beið hans, en hún er á annað ár vegna fjármunabrota, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Arni Sæberg Víkartindur í lestum á leið til Spánar STARFSMENN Hringrásar ehf. voru í gær að skipa um 2.000 tonnum af brotajárni úr Víkartindi um borð í skip, sem flytur málminn til bræðslu á Spáni. Að sögn Sveins Asgeirssonar, framkvæmdastjóra Hringrásar, hafa starfsmenn fyrirtækisins verið í um það bil 5 mánuði að vinna við skipið. Verkið hefur að mestu leyti verið unnið í Háfsfjöru, þar sem skipið strandaði í fyrravetur. Þar hafa sex starfsmenn Hringrásar bútað skipið niður i 50x150 sentimetra stóra bita. Hringrás hefur samning við tryggingafélag skipsins um að fjarlægja og vinna brotajárn úr skipinu. Sveinn Ásgeirsson segir að um sé að ræða gæðaefni, sem ekki er ósennilegt að verði nýtt til skipasmíða að nýju. Vinnsla og flutningur á efni úr Víkartindi er enn í fullum gangi. Sveinn segir áætlað að enn sé eftir að vinna um 1.000 tonn til útflutnings og áætlar hann að verkið taki um það bil 2 mánuði til viðbótar. Við verk sitt nota starfsmenn Hringrásar stórvirk tæki, t.d. 45 tonna beltagröfu með klippum. Frá sandinum dregur 60 tonna jarðýta vagna með um 30 tonna heildarþunga 4 km leið út á veg þar sem dráttarbflar og flutningavagnar taka við og flytja efnið til Reykjavíkur. Slapp lítt meiddur eftir 10 m fall MAÐUR um fimmtugt slapp með smávægileg meiðsli eftir að bifreið hans fór út af veginum í sunnanverð- um Seyðisfirði og steyptist niður um tíu metra um miðjan dag í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Seyðisfirði er talið með ólíkindum að meiðsli mannsins urðu ekki alvar- legri miðað við fallið. Maðurinn var að aka bíl sínum, nýrri fólksbifreið, eftir veginum um sex kílómetra frá Seyðisfjarðarkaup- stað, í firðinum sunnanverðum, þeg- ar atvikið varð um klukkan 15.30 í gær. Hann var ekki á miklum hraða samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en svo virðist sem hann hafi ekið inn i krapaelg á veginum og stýrið hafi pannig verið hrifsað úr höndum hans, með þeim afleiðingum að hann missti vald á ökutækinu. Loftpúðinn blés út Bifreiðin fór út af veginum og féll um tíu metra ofan í gryfju eftir mal- arnám sem þar var og er nær þver- hnípt niður, eða um 25%-30% halli. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var rás atburða svo hröð að manninum vannst ekki tími til að stökkva út úr bifreiðinni. Talið er að það hafi orðið mannin- — iim til bjargar að bifreiðin hafnaði í Tnjó, auk þess sem hann var með bíl- belti og bifreiðin var búin loftpúða sem blés út við höggið. Hann hlaut höfuðhögg og meiddist á hálsi en tókst að brölta upp á veginn og stöðvaði aðvífandi bifreið, sem flutti hann á heilsugæslustöðina á Seyðis- firði þar sem hann gekkst undir ^ ^jj-annsókn. Bifreiðin skemmdist mikið sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Félagsmálaráðherra leggur fram nýtt frumvarp um húsnæðismál Félagslega húsnæðis- kerfínu gerbreytt RÍKISSTJÓRNIN og þingflokkar stjórnarinnar hafa samþykkt frum- varp Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra um húsnæðismál. Frum- varpið gerir ráð fyrir að Húsnæðis- stofnun verði lögð niður um pæstu áramót og stofnaður verði íbúða- lánasjóður. Félagslega húsnæðis- kerfinu verður gerbreytt. Þeir sem ekki komast inn í almenna kerfið fá 25% viðbótarlán. Niðurgreiðslur ríkisins verða í gegnum vaxtabóta- kerfið og er gert ráð fyrir að vaxta- bætur verði samtímagreiðslur og greiddar ársfjórðungslega. Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sagði að félags- lega húsnæðiskerfið væri í gífurleg- um vanda og hann yrði ekki leystur nema með róttækum breytingum. Nýja kerfið yrði einfaldara og betra fyrir húskaupendur. Veitt verða félagsleg lán Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir breytingum á almenna húsnæðis- kerfinu. Afram er gert ráð fyrir að íbúðakaupendur eigi kost á 65-70% húsbréfaláni. Ef fólk uppfyllir hins vegar ekki tekju- og eignamörk, sem verða þau sömu og í félagslega kerfinu í dag, getur það fengið allt að 25% viðbótarlán. Vextir á þess- um viðbótarlánum verða kostnaðar- vextir og segir Arni raunhæft að gera ráð fyrir að þeir verði innan við 5%. Ríkið hættir því að greiða niður vexti, en veitir kaupendum fé- lagslegan stuðning í gegnum vaxta- bótakerfið. Gert er ráð fyrir að kostnaður rfldsins við þessa breyt- ingu aukist um 405 milljónir á næsta ári. Með frumvarpinu verður sú breyting að íbúðakaupendur í fé- lagslega kerfinu leita sjálfir að íbúð, sem húsnæðisnefndir sveitarfélag- anna þurfa að samþykkja. Kaup- endum verður því ekki úthlutað fé- lagslegu húsnæði eins og gert er í dag. Kaupskylda sveitarfélaga á fé- lagslegu húsnæði verður afnumin, en sveitarfélögunum er hins vegar gert að greiða í varasjóð, sem m.a. er ætlað að standa undir hugsan- legu tjóni Ibúðalánasjóðs af töpuð- um viðbótarlánum. íbúðalánasjóðn- um er hins vegar ætlað að standa undir sér og fær ekki fjárframlag úr ríkissjóði eins og Byggingasjóður ríkisins og Byggingasjóður verka- manna hafa fengið. Ibúðalánasjóður, sem kemur í stað Húsnæðisstofnunar, fær það meginhlutverk að standa undir og fjái-magna nýtt húsnæðislánakerfi. Byggingasjóður ríkisins og Bygg- ingasjóður verkamanna munu renna inn í Ibúðalánasjóðinn. ■ GreiðsIubyrði/6 Öskudagsfjör um allt land VIÐA um land mátti í gær sjá ungar kynjaverur í litskrúðug- um búningum og fagurlega málaðar í andliti - því upp var runninn öskudagur og börn á öllum aldri kættust. Búningar barnanna lýstu að venju líflegu hugmyndaflugi en víst er að margir foreldrar hafa setið sveittir kvöldið áður við saumaskap. ■ Litskrúðugt Iíf/6 ■ Höggin svo/28-29 Morgunblaðið/Golli Ekið á gangandi vegfarendur EKIÐ var á tvær ellefu ára gamlai- stúlkur laust fyrir klukkan 19.30 í gærkvöldi, á gatnamótum Skeiðarvogs og Langholtsvegar. Meiðsl voru ekki teljandi. Þá var ekið á gangandi veg- faranda um klukkan 18.30 í gær- kvöldi á Grensásvegi. Vegfar- andinn, tuttugu og fimm ára kona, var flutt á slysadeild en meiðsli hennar voru ekki talin alvarleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.